Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987
Stórstrauma má enn
vænta í amerísku þjóðlífi
Vaxandi velsett millistétt - táningum fer fækkandi
eftirívar
Guðmundsson
Þegar metsölubókin Megatrends
(Stórstraumar) eftir John Naisbitt
kom út í Bandaríkjunum fyrir fimm
árum þótti þar djarflega spáð í stór-
strauma, sem í vændum væru í
bandarísku þjóðlífi. Flest, sem þar
var spáð, hefir samt ræst, t.d. hrun
þungaiðnaðarins, hátæknibyltingin,
örbylgjuframfarir og annað, sem
nú er ekki lengur nýtt af nálinni
heldur þykir vera sjálfsagðir hlutir.
A ársþingi Sjávarútvegsstofnun-
ar Bandaríkjanna (National Fis-
heries Institute), sem að þessu sinni
var haldið í Dallas fyrir skömmu,
var John Naisbitt einn af aðalræðu-
mönnum.
I ræðu sinni lýsti hann og. sagði
fyrir tíu helstu stórstrauma í banda-
rísku þjóðlífi, sem vænta mætti á
næstu 13 árum, sem eftir eru af
þessari öld. Spámar tíu eru á þessa
leið:
Vaxandi velmegun
millistéttarinnar
Naisbitt heldur því fram, að hin
svokallaða millistétt í Bandaríkjun-
um sé vaxandi og eigi góða efna-
hagslega framtíð fyrir höndum.
Allar hrakspár um, að millistéttin
sé á faraldsfæti séu á misskilningi
byggðar. Á undanförnum 3-4 árum
hafí samtals 10 milljónir starfa ver-
ið opnuð almenningi í Bandaríkjun-
um. 41 prósent af þessum nýju
störfum eru í verkstjórn eða öðrum
yfirmannastöðum, en aðeins 6% í
þjónustustörfum.
Ræðumaður sagði ennfremur, að
46 prósent af vinnandi fólki í
Ameríku séu nú í árslaunaflokki,
sem nemur 28.000 dollurum
(1.200.000 ísl. krónum).
Endurvakinn áhugi á
listum og bókmenntum
Áhugi almennings í Bandan'kjun-
um á hátækni, geimrannsóknum og
vísindaafrekum ásamt íþróttum fer
dvínandi, en afskipti af listum, bók-
menntum og andlegum efnum fara
vaxandi. Það kann að koma mönn-
um á óvart, en er þó staðreynd, að
það fara nú fleiri Bandaríkjamenn
í leikhús, skoða listásöfn eða hlústa
á sígilda hljómlist en hinir, sem
sækja íþróttamót. Þetta þýðir vitan-
lega ekki, að þeir, sem eru vanir
að sitja fyrir framan sjónvarpið á
laugardagssíðdegi og horfa á fót-
boltaleik, með nægan bjór innan
seilingar, snúi sér fagnandi að Fig-
aro-útsendingu í staðinn.
Fólk leitar frá borgnm
í sveitasælu og fámenni
Á tímum stóriðnaðarins var það
eðlilegt, að menn tækju sér bólfestu
sem næst vinnustað. Þannig urðu
stórborgir til. En það hefir breyst
við hnignun stóriðnaðarins og auk
þess eru samgöngur nú til dags það
greiðar og ódýrar, að það er ekkert
mál að búa alllangt frá vinnustað.
Og fólkið þyrpist úr stórborgunum
út á land eða í úthverfi borganna.
Sá strauamur mun halda áfram um
ófyrirsjáanlega framtíð, að dómi
Naisbitts.
Stór verslunarhverfi, þar sem
þekktustu verslanir á öllum sviðum
hafa sett upp útibú, bjóða allt, sem
áður fannst eingöngu í stórverslun-
um í borgum.
Velferðarríki og sósíal-
ismi í dauðateygjunum
Velferðarríkin svokölluðu eiga
allstaðar erfitt uppdráttar og sósíal-
isminn er gi-einilega í dauðateygj-
unum um allan heim, jafnvel í
Sovét-Rússlandi: einkaframtakið er
farið að taka við ríkiseignum og
einkasölum, eða „Rauðkunum",
eins og ríkisfyriitækin voru kölluð
á Islandi á sínum tíma.
Jafnvel rótföst kommúnistaríki
og elstu sósíalistaþjóðir eins og t.d
Svíþjóð eru að þreytast á
„Rauðku“-fyrirtækjunum. Þetta er
ekki áberandi í Bandaríkjunum, þar
sem sósíalisminn festi aldrei rætur
svo neinu næmi. Bretland hefir hér
haft forystuna í að afnema ríkis-
fyrirtækin. Sum gömlu sósíalist-
•aríkin eru farin að tala um, að
færa póstþjónustuna í hendurnar á
einkaframtakinu — „ef þjónustu
skyldi kalla,“ bætti ræðumaður við
(skellihlátur frá áheyrendum). And-
staðan gegn sósíalismanum kemur
ekki við Bandaríkjamenn að neinu
ráði, þar sem sósíalisminn hefir
aldrei náð að festa rætur hér.
Ensk tunga óðum að
verða alheimsmál
Enskan er nú móðurmál 333
miljóna manna í heiminum. Auk
þess tala og lesa 400 miljónir
manna ensku, en 350 miljónir skilja
eitthvað í málinu, flestir nóg til að
bjarga sér, sem kallað er, eða eru
að læra málið. Enskan er þegar
alþjóðamal á mörgum sviðum og
atvinnugreinum, t.d flugi og sigl-
ingum. Vz af öllum dagblöðum í
heiminum eru á ensku. Það ýtir
undir vinsældir enskunnar að hún
er mál, sem auðvelt er að læra hrafl
í.
Sími og sjónvarp nær
til allra
Með síauknum framförum og
notkun tölva og sjónvarps verður
þess ekki langt að bíða, að fundið
verður ráð til þess að þýða jafnóðum
milli tveggja manna sem tala óskyld
mál í síma. Þess mun heldur ekki
lengi að bíða að símatæknin verði
komin það langt, að tveir menn, sem
staddir eru í mismunandi heimsálf-
um, geta talað saman án þess að
fara í gegnum símamiðstöð eða
annan millilið. Tveir menn, sem
hefðu slík símatól, gætu „hringt“
hvor til annars í einkafjarsímum
sínum landa á milli jafn auðveldlega
og nú er talað í síma milli húsa í
sömu götu.
Það væri nóg að hafa símanúme-
rið og án þess að vita hvar í
heiminum sá er staddur, sem hann
þarf að tala við, til að ná beinu
sambandi.
Sjónvarpið í stofunni heima er
orðið alþjóðaskjár. Allur heimurinn
getur horft á viðburð hvar sem
hann gerist í heiminum. Þegar úr-
slitaleikurinn um heimsmeistaratit-
ilinn í knattspyrnu milli Þýskalands
og Argentínu fór fram horfðu tveir
milljarðar manna á leikinn í sjón-
varpinu.
Kyrrahaf ið kemur í
stað Atlantshafsins
Kyrrahafið er, eða verður áður
en langt um líður, þýðingarmeira
en Atlantshafið hefir verið til þessa.
Samgöngumar milli New York,
Parísar, London eða Miðjarðar-
hafslandanna verða ekki eins
þýðingarmiklar og þær eru nú. Við
því hlutverki tekur Kyrrahafið og
það verður Los Angeles, sem kemur
í stað New York, og Tókýó í stað
London eða Parísar.
Flokksfylgið og flokks-
aginn að hverfa
Stjórnmálaflokkarnir eru að
verða úr sögunni og eru þegar bún-
ir að missa mikið af ráðsmennsku
sinni. Nú eru það einstaklingar, sem
kjörnir eru í ábyrgðarstöður bæði
í Bandaríkjunum og annars staðar.
(Varla þarf að segja okkur íslend-
ingum það!) Kosningarnar 1984 í
Bandaríkjunum voru gott dæmi um
hve flokksfylginu hefir hrakað. Þá
voru skráðir demókratar allra
kjósenda í landinu. Þeir fengu og
kjörna fulltrúa á ríkjaþingin og í
sveitarstjórnir, en Ronald Reagan
var kjörinn forseti með 61%- at-
kvæða. Það gæti orðið föst regla á
næstu árum, að demókratar haldi
áfram að vinna staðbundnar kosn-
ingar, en að repúblikanar fái kosinn
forseta landsins. Fyrirlesarinn gat
ekki stillt sig um að segja gamla
sögu um forsetaembættið. Hún er
á þessa leið:
Harry Truman sannaði, að það
getur hver sem er orðið forseti
Bandaríkjanna og Eisenhower
sýndi, að það þarf engan forseta.
Blómaskeið hinna öldr-
uðu
Tíundu spána kallaði fyrirlesar-
inn „blómaskeið aldraðra", sem
væri að renna upp í Bandaríkjunum.
Hann benti á þá staðreynd, að
Bandaríkjaþing hefír samþykkt lög,
sem mæla svo fyrir, að það er ólög-
legt að segja fólki upp vinnu
eingöngu vegna aldurs. Frá þessu
eru sárafáar undantekningar. Að-
eins þeim, sem eru í störfum er
krefjast sérstakrar árvekni, má
segja upp sökum aldurs. Þetta verð-
ur til þess, að það verða fleiri
aldraðir menn í vinnu í framtíðinni.
Reagan forseti staðfesti þessi lög
í nóvember í fyrra. „Að sjálfsögðu
gerði hann það,“ bætti ræðumaður
við.
En á meðan fjölgar í hinni öldr-
uðu sveit fækkar unglingunum til
muna í Amerík u á árunum fram
til aldamóta, samkvæmt útreikningi
ræðumanns. Hann telur að árið
1990 verði 6 miljón táningum færra
í Ameríku en árið 1980.
Ef John Naisbitt verður eins
sannspár að þessu sinni og hann
var í „Megatrend“-bókinni, þá
sjáum við okkar sæng upp reidda
að minnsta kosti fram til aldamó-
tanna.
Fyrirlesarinn lauk máli sínu með
því að fullvissa áheyrendur sína um,
að engin þjóð í heimi ætti betri
framtíð fyrir höndum en Banda-
ríkin. Það stafaði af því, að þar
væri samankomið fólk af öllum
heimshornum og sú blanda mis-
munandi þjóða og trúarbragða yrði
happadrýgri til stórra átaka en t.d.
Japanir — og síst vildi hann gera
lítið úr þeirri merku þjóð — en
munurinn væri sá, að Japanir séu
einn þjóðflokkur með ein trúarbrögð
og það geri gæfumuninn hvað
snerti hugmyndaflug og framsýni.
Naisbitt benti á þá staðreynd, að
151 Bandaríkjamaður hefir fengið
Nóbelsverðlaun, en aðeinstveir Jap-
anir.
Naisbitt benti á þá staðreynd,
að þungaiðnaðurinn í heiminum er
að líða undir lok. Það þarf mörg
kíló af rafmagnsvír úr kopar í fá-
eina metra, en ekki nema örfá
grömm af nýtísku gerviefni, sem
er betri leiðari og það kostar ekki
nema sáralítið að framleiða gervi-
efni miðað við koparinn. Sömu sögu
er að segja á mörgum öðrum sviðum
í nútímaframleiðslu gerviefna, sem
eru léttari, ódýrari og endingarbetri
en þung efni. Það er þegar offram-
leiðsla á þungum hráefnum í
heiminum og sama er að segja um
landbúnaðarvörur í þeirri mynd,
sem við þekkjum þær í dag. Máli
ræðumanns var vel tekið af áheyr-
endum, ekki síst er hann fullyrti,
að fiskneysla myndi halda áfram
að aukast í Ameríku og raunar í
heiminum fram til aldamóta og
jafnvel enn lengur.
Þess er ekki lengi að bíða að símatæknin verði komin það langt, að tveir menn, sem staddir eru í
mismunandi heimsálfum, geta talað saman án þess að fara i gegnum símamiðstöð eða annan millilið,
spáir John Naisbitt höfundur bókarinnar Megatrends.
John Naisbitt spáir þessu: Áhugi almennings í Bandaríkjunum á
hátækni, geimrannsóknum og vísindaafrekum ásamt íþróttum fer
dvínandi, en afskipti af listum, bókmenntum og andiegum efnum
fara vaxandi.