Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
118. tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sri Lanka:
Stórsókn hafin
gegn skæruliðum
Colombo, Madras, Reuter.
STJÓRNARHERINN á Sri Lanka
hóf í gær stórsókn gegn skæru-
liðum aðskilnaðarhreyfingar
tamíla á Jaffna-skaga. Rúmlega
3.000 hermenn taka þátt í að-
gerðum þessum.
Sóknar hersins hefur verið beðið
lengi en skæruliðar hafa haft
Jaffna-skaga á sínu valdi í rúm tvö
ár. Fréttir af mannfalli eru á reiki.
Skæruliðar sögðu í gær að rúmlega
100 óbreyttir borgarar hefðu fallið
en öryggismálaráðherra stjórnar-
innar sagði 22 menn hafa fallið á
fyrstu fjórum klukkustundum árás-
arinnar.
Sóknin hófst í gærmorgun en
skömmu áður hafði dreifibréfum
verið varpað út úr flugvélum þar
sem óbreyttir borgarar voru hvattir
til að leita skjóls í skólum og kirkj-
um. Lalith Athulathmudali öryggis-
málaráðherra sagði að svo virtist
sem árásin hefði komið skæruliðum
í opna skjöldu og að stjórnarherinn
stefndi að því að ná um fjórðungi
Jaffna-skaga á sitt vald í þessari
sókn.
Varnarmáiaráðherrar NATO-ríkja funda í Belgíu:
Treysta þarf hefðbundn-
ar varnir Vestur-Evrópu
Brussel, Reuter. JL
Varnarmálaráðherrar aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins
eru sammála um að treysta beri
hefðbundnar varnir ríkja Vest-
ur-Evrópu vegna fyrirsjáanlegra
samninga risaveldanna um stór-
fellda fækkun kjarnorkuvopna.
Varnarmálaráðherrar og fulltrú-
ar þeirra ríkja sem aðild eiga að
Varnaráætlananefnd Atlants-
hafsbandalagsins komu saman til
tveggja daga fundar í Brussel í
gær og sátu þeir Einar Bene-
diktsson sendiherra og Þorsteinn
Ingólfsson, skrifstofustjóri varn-
armáladeildar utanríkisráðu-
neytisins, fundinn fyrir Islands
hönd.
Wolfgang Altenburg, formaður
Hermálanefndar Atlantshafsbanda-
lagsins, sagði ráðherrana hafa lýst
Svíþjóð:
Akærur birtar í
vopnasölumálinu
Stokkhólmi, Reuter.
BIRTAR hafa verið ákærur á hendur tveimur mönnum sem
sakaðir eru um að hafa skipulagt óleyfilega vopnasölu til ríkja
í Miðausturlöndum, að því er Stig Age, ríkissaksóknari Svíþjóð-
ar, skýrði frá í gær. Eru þetta fyrstu ákærur sem birtar eru í
kjölfar rannsóknar á óleyfilegri vopnasölu Nobel-samsteypunnar
til rikja sem eiga í ófriði í þessum heimshluta.
Birtar voru ákærur á hendur
þeim Mats Lundberg, fyrrum sölu-
stjóra fyrirtækisins Nobel Kemi,
sem framleiðir sprengiefni, og
kaupsýslumanninum Karls-Erik
Schmitz. Þeir eru sakaðir um smygl
á vopnum og voru ákærumar í 42
liðum. Að sögn saksóknara má bú-
ast við að fleiri ákærur verði birtar
síðar í sumar þegar lokið er rann-
sókn á vopnasölu Bofors-fyrirtækis-
ins, sem er dótturfyrirtæki
Nobel-samsteypunnar.
Að sögn Stigs Age eru mennirn-
ir ákærðir fyrir að hafa selt rúmlega
70 tonn af sprengiefni og rúm 58
tonn af púðri í byssukúlur til ríkja
sem óleyfilegt er að selja vopn og
vopnabúnað samkvæmt sænskum
lögum. Mun þetta magn hafa jafn-
gilt rúmum þriðjungi af framleiðslu
Nobel Kemi á árunum 1981 til
1985. Þrátt fyrir það neyddust
mennirnir tveir á stundum til að
kaupa varning erlendis frá til að
mæta þörfum viðskiptavina sinna
m.a. írana.
yfir eindregnum stuðningi við til-
lögu hans um aukin útgjöld til
hefðbundins vígbúnaðar. Kvað
hann það hafa komið sér á óvart
að hún skyldi hafa hlotið svo af-
dráttarlausan stuðning. Tillögu sína
sagðist hann hafa stutt með þeim
rökum að samkomulag um uppræt-
ingu kjarnorkueldflauga í Evrópu
myndi tryggja Sovétmönnum ógn-
vænlega yfírburði á sviði hefð-
bundins vígbúnaðar. „Hernaðarsér-
fræðingar hafa ekki í hyggju að
koma í veg fyrir samkomulag risa-
veldanna. Okkur eru hins vegar
greidd laun fyrir að fræða stjórn-
málamenn um afleiðingar þess,“
sagði Altenburg.
Hann lét þess einnig getið að
ekki væri fyrirsjáanlegt að sam-
komulag næðist um jafnvægi á sviði
hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu
og því þyrftu NATO-ríkin að treysta
vamir sínar með því að veita aukn-
um fjármunum til þeirra.
Caspar Weinberger, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði að
aðildarríkjunum bæri að tryggja að
alþjóða siglingaleiðum yrði haldið
opnum og vísaði til árásar íraka á
bandarísku freigátuna „Stark“ á
Persaflóa. Weinberger sagði frétta-
mönnum er hann var á leið til
fundarins í Brussel að Bandaríkja-
menn, Bretar og Frakkar héldu
uppi gæslu á Persaflóa og að að-
stoðar fleiri ríkja Atlantshafsbanda-
lagsins væri þörf. Weinberger
ítrekaði þessa skoðun sína á fundin-
um en Atlantshafsbandalagið hefur
jafnan neitað að taka þátt í hern-
aðarumsvifum utan varnarsvæðis
síns.
Framkvæmdastjóri flokks kristi-
legra demókrata í Vestur-Þýska-
landi sagði í gær að stjórnarflokk-
arnir tveir gætu fellt sig við
útrýrningu meðal- og skamm-
drægra flauga í Evrópu með því
skilyrði að jafnframt yrði samið um
upprætingu vígvallarvopna sem
draga innan við 500 kílómetra.
Grænland:
Góð þátt-
taka í kosn-
ingunum
KOSIÐ var til landsþingsins á
Grænlandi í gær. Búist var
við allgóðri þátttöku þrátt
fyrir illviðri í nokkrum af-
skekktum byggðalögum.
Þær upplýsingar fengust frá
útvarpinu í Grænlandi í gær-
kvöldi að búist væri við 68
prósenta kjörsókn en 37 þúsund
manns voru á kjörskrá. Flugskil-
yrði voru víða erfið og á
nokkrum stöðum þurftu kjós-
endur sjálfír að útbúa kjörseðla
þar eð ekki reyndist unnt að
flytja þangað Iögformleg gögn.
Skoðanakannanir fóru ekki
fram fýrir kosningarnar en því
er almennt spáð að mynduð
verði ný samsteypustjórn. í
marsmánuði slitnaði upp úr
samstarfi stjómarflokkanna
tveggja Siumut og Inuit Ataq-
atgitiis vegna deilna um ratsjár-
stöð Bandaríkjamanna í Thule.
Eitt helsta deilumál kosning-
anna var aukinn einkarekstur
atvinnufyrirtækja í stað mið-
stýringar en henni hefur
heimastjórnin verið fylgjandi.
Þjóðaratkvæðagreiðsla á írlandi
IRAR gengu í gær til þjóðaratkvæðagreiðslu sem kann að ráða
úrslitum um framtið aðildar landsins að Evrópubandalaginu.
Kjósendur voru beðnir að segja álit sitt á fyrirhugaðri stjórnar-
skrárbreytingu sem tryggir rétt stjórnvalda til aukinnar
samvinnu á sviði utanríkismála á vettvangi Evrópubandalags-
ins. Charles Haughey forsætisráðherra hefur sagt að framtíð
Irlands innan bandalagsins verði stefnt í voða verði stjórnar-
skrárbreytingin felld. Kosningaþátttaka var dræm en búist er
við að breytingin verði samþykkt.
Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson
Skorað gegn Hollendingum
Guðmundur Torfason skoraði úr tveimur undankeppni Ólympiuleikanna í knattspyrnu.
vítaspyrnum á Laugardalsvelli í gærkvöldi Hér skorar Guðmundur úr fyrra vítinu.
er ísland og Holland gerðu jafntefli, 2:2, í Sjá nánar á blaðsíðu 62 og 63.
YOJA.i