Morgunblaðið - 27.05.1987, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.05.1987, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 ísnesið kemur til Hafnar í Homafirði Morgunblaðið/AE Höfn, Homafirði. NÝJASTA skipið í kaupskipa- flota landsmanna kom til Hafnar í Homafirði í gær. Skipið hefur hlotið nafnið Isnes og er í eigu Nesskips hf. ísnes er smíðað í Þýskalandi 1976 en var allt tekið til gagngerra endurbóta og breytinga og er nú vel búið að öllu leyti að sögn Jóns Snæbjömssonar 1. stýrimanns. Burðargeta skipsins er 2500 tonn og er lestarrými 5000 rúmmetrar. Sömuleiðis getur skipið tekið 245 20 feta gáma og það eru tengi fyr- ir frystigáma á dekki. Hægt er að kæla hveija lest fyrir sig svo að skipið getur flutt í sömu ferð venju- lega frakt og kælivöru. Skipið uppfyllir allar kröfur um flutninga á ferskum ávöxtum. Skipið er með 3000 hestafla vél og gengur um Akranes: 13,5 sjómílur. Tveir 20 tonna kran- ar eru á sporum á dekki og allar landfestar á spilum. Jón 1. stýrimaður var ánægður með skipið og sagði að 11 manna áhöfn þess gengi í flest störf sem þyrfti svo sem á lyftara og krana. Isnes er sjötta skipið í rekstri hjá Nesskip hf. Skipstjóri er Gunnar Magnússon, 1. stýrimaður er Jón Snæbjömsson og 1. vélstjóri er Sig- urður Guðjónsson. Fýrsta verkefni ísness er að taka saltfisk á höfnum landsins og sigla með til Portúgals og Ítalíu. - AE Rangæingafélagið í Reykjavík: Formleg opnun orlofs- húss að Hamragörðum Nýjasta kaupskipið lestar saltfisk á Höfn Rangæingafélagið í Reykjavík fagnar nýju orlofshúsi að Hamragörðum Vestur-Eyjafjöll- um með formlegri opnun laugar- daginn 30. maí nk. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Byggingarframkvæmdir hófust fyrir tæplega 2 ámm. Formaður byggingarnefndar Einar Ágústs- son, yfirsmiður Ólafur Auðunsson og formaður Hamragarðanefndar Ragnar Jónsson ásamt nokkmm félagsmönnum Rangæingafélags- ins hafa staðið að þessum fram- kvæmdum og nú er komið að því að fagna þessum áfanga í félags- sögu Rangæingafélagsins. Rangæ- ingafélagið heldur vígsluhátíð að Hamragörðum og Heimalandi þennan dag. Vígsluhátíðin hefst kl. 17.00 með stuttri athöfn við orlofs- húsið með ávörpum og samsöng. Kl. 21.00 verður hátíðinni haldið áfram í Félagsheimili Vestur- Eyfellinga að Heimalandi. Blandaður kór Rangæingafé- lagsins hefur æft í allan vetur undir stjórn hjónanna Kjartans Ólafsson- ar og Elínar Óskar Óskarsdóttur. Kórinn syngur að Heimalandi nokk- ur lög og einnig fmmflytur kórinn kvæðið Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson við lag Helga Helga- sonar. Mjög ánægjulegt er að fmmflutningur þessa lags Helga Helgasonar eigi sér stað í Rangár- þingi á þessum hátíðardegi Rangæingafélagsins. Karlakvartett Rangæingafélagsins syngur nokkur lög á vígsluhátíðinni en hann hefur æft í allan vetur undir stjórn Njáls Sigurðssonar. Elín Ósk Óskars- dóttir ópemsöngkona syngur einsöng við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Formaður Rangæ- ingafélagsins, Dóra Ingvarsdóttir, flytur ræðu og Björn Loftsson flyt- ur ljóð. Að lokum verður stiginn dans til kl. 3.00. Kaffihlaðborð verður á Heima- landi frá kl. 18.00 til kl. 21.00. Um kaffiveitingar annast Kvenfélagið Eygló í Vestur-Eyjafjallahreppi. Rútuferðir verða frá Umferða- miðstöðinni á vegum Austurleiðar kl. 14.30. Rangæingafélagið væntir þess að sem flestir Rangæingar bæði burtfluttir og heimamenn og aðrir velunnarar félagsins mæti á vígsluhátíðina. Slasaðist í andliti KONA á reiðhjóli slasaðist mikið í andliti þegar hún varð fyrir bifreið í Reykjavík í gær. Slysið varð um klukkan 13.45 á mótum Bjargarstígs og Bergstaða- strætis. Það bar að með þeim hætti að konan hjólaði niður Bjargarstíg- inn og lenti á bifreið sem var ekið norður Bergstaðastræti. Konan kjálkabrotnaði og hlaut ýmis önnur meiðsl í andliti. Verðlagsráð sjávarútvegsins: Samstaða náðist ekki um frjálst fiskverð Fólksbif- reið stolið FÓLKSBIFREIÐ var stolið á Akra- nesi á sunnudagsmorgun og hefur síðan ekkert til hennar spurst. Bifreiðin er af gerðinni Taunus, árgerð 1982, silfurgrá að lit. Henni var stolið úr bílskúr við Jaðarsbraut 29 og ber hún einkennisstafina E 260. Síðast sást til bifreiðarinnar á leið inn Hvalfjörð um klukkan 7.00 á sunnudagsmorgun. LÁGT verð er nú á heiztu mörk- uðum okkar fyrir ferskan fisk, í Bretlandi og Þýzkalandi. Vil- hjálmur VUhjálmsson, starfs- maður LÍÚ, segir verðið í Þýzkalandi mjög lágt og engar horfur séu á því, að það hækki. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið, að eftirspum eftir karfa í Þýzkalandi færi minnkandi, meðal annars vegna vaxandi sum- arhita. Þar að auki bærist mikið af karfa inn á markaðinn frá Fær- eyingum vegna verkfalls þar. Því væri ekki hægt að ráðleggja mönn- um að stunda útflutning á ferskum karfa í einhverjum mæli. EKKI náðist samstaða um frjálst fiskverð í Verðlagsráði sjávarút- vegsins og hefur ákvörðun um fiskverð því verið visað til yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Nefndin hélt fund í gær og er annar fundur fyrirhugaður í dag. Stefnt er að því að ákvörð- un um fiskverð verði tekin fyrir mánaðamót. Fulltrúar sjómanna og útgerðar- manna höfðu lýst sig samþykka því að fiskverðið yrði gefið fijálst. Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins á mánudag lögðu fulltrúar físk- vinnslunnar fram tillögu um að Karlesefni RE seldi 184 lestir á mánudag og þriðjudag í Bremer- haven. Heildarverð var 11,5 milljón- ir króna, meðalverð 40,63. Guðmundur Kristinn SU seldi 81 lest í Grímsby á þriðjudag. Heildar- verð var 4,8 milljónir króna, meðalverð 59,71. Sama dag seldi Hrafn GK 105 lestir í Hull. Heildar- verð var 5,6 milljónir króna, meðalverð 53,38. Loks seldi Happa- sæll GK sama dag á sama stað, 86 lestir að verðmæti 4,9 milljónir króna. Meðalverð var 56 krónur. Afli skipanna, sem seldu í Bret- landi, var að mestu þorskur og eitthvað af ýsu. lágmarksverð Verðlagsráðs verði látið gilda áfram og jafnframt muni Verðlagsráðið lýsa því yfir að í raun sé þetta viðurkenning á að það lág- marksverð sem gilt hefur síðustu missiri sé raunverulegt lágmarks- verð og miklar yfírborganir hafi átt sér stað út um allt land. „í raun vorum við að bjóða þarna upp á fijálst fiskverð en með þessu öryggisneti fyrir seljendur að verðið fari ekki niður fyrir ákveðið mark,“ sagði Friðrik Pálsson forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. „I staðinn fórum við fram á að seljend- ur féllust á það með okkur að það yrði tryggt jafnræði milli vinnslu- greina og útflutnings í gámum við verðjöfnunarsjóðsákvörðun, en nú borgar saltfiskurinn verulegar upp- hæðir í verðjöfnunarsjóð og fryst- ingin fer að borga þangað líka að óbreyttum reglum. Á sama tíma fer 11-12% af öllum þorskaflanum óunninn úr landi og af því er ekki borgað í verðjöfnunarsjóð. Með þessu móti erum við að verðbæta útflutning á óunnum fiski. Fuiltrúar seljenda féllust ekki á þessa tillögu og töldu aðeins koma til greina fijást fiskverð eða gömlu leiðina. Það lá fyrir að ekki var einróma samstaða meðal kaupenda um fijálst fiskverð án allra viðmiðana þannig að sú leið var ekki fær. Mér finnst það alveg með ólíkind- um ef fulltrúar seljenda vilja-ekki koma til móts við þessa sjálfsögðu sanngirniskröfu að fískvinnslan á íslandi hafi jafn mikla möguleika að bjóða í aflann af okkar eigin miðum og útlendingar fá,“ sagði Friðrik Pálsson. Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna og fulltrúi seljenda í yfirnefnd sagði að það þyrfti ekkert verðlagsráð til að segja að nú undanfarið hafi verið meiri yfirborganir á fiskverð en nokkurntímann hafa tíðkast áður. Því hefðu seljendur talið mun eðli- legra að fiskverðið yrði afnumið sem slíkt og markaðurinn réði verð- inu. „Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að mikill vandi er þessu samfara,“ sagði Kristján, „og við vitum ekki hvort þetta er tilraun sem getur gengið við okkar aðstæð- ur þar sem við byggjum svo mikið á að vinna fiskinn og endurselja. HIN ÁRLEGA nemendasýning íþróttafélagsins Gerplu verður fimmtudaginn 28. maí nk. í íþróttahúsinu Digranesi og hefst kl. 15.00. Á sýningunni verður kynnt daglega starfsemi félags- ins. Vorferðalag Gerplu verður síðan laugardaginn 30. maí og er ferðinni heitið í Þrastarskóg þar sem grillað- ar verða pylsur og farið í leiki. Brottför verður frá íþróttahúsi Þetta er ekki líkt og á fiskmarkaði erlendis sem byggir aðallega á neyslumarkaði. Við höfum síðan ekkert vald á verðjöfnunarákvörðunum, um það gilda sérstök lög og þar er ekki gert ráð fyrir að verðjafna ferskum fiski. Þessar hugmyndir kaupenda voru því út í hött og höfðu ekkert gildi. Við teljum að það sé miklu eðlilegra að það myndist fjrálst verð án viðmiðana og kærum okkur ekki um að verðlagsráð sé að ákveða eitthvað verð sem ekki er í gildi. Svo við töldum að úr því ekki náð- ist samkomulag um fijálst fiskverð væri eina færa leiðin sú að ákveða það eftir þeim leikreglum sem hafa gilt,“ sagði Kristján Ragnarsson. Gerplu við Skemmuveg um kl. 10.00 f.h. og áætlað að koma til baka um kl. 17.00. í júní býður Gerpla upp á byij- endanámskeið í fimleikum og verður kennslu þannig háttað að hvert námskeið stendur í tvær vikur og verður kennt fjóra daga vikunn- ar, eina klukkustund í senn. Fyrri námskeiðin standa frá 1.-12. júní og þau seinni frá 15.-25. júní kl. 14.00-15.00 og 15.00-16.00. Lágt ferskfisk- verð þessa dagana íþróttafélagið Gerpla: N emendasýning og vorferðalag /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.