Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 Farið verður til Gustskvenna í dag, miðvikudaginn 27. maí. Lagt af stað frá félags- heimili Fáks kl. 20.00. Fjölmennið. Kvennadeildin. Blartburöarfólk óskast! mwr rj VESTURBÆR Aragata Tómasarhagi II 32-57 VAODtU. TIZKAN Laugavegi 71 II. hæö Simi 10770 Vor í lofti Hlýjan og birtan hafa sett svip sinn á land og fólk liðna daga. Það fer ekki hjá því að sumarsólin, sem leikið hefur við okkur undanfar- ið, léttir lundina og skapar hjá okkur jákvæðara viðhorf til umhverfis og samfélags. Málgagn hins neikvæða nöldurs, Þjóðviljinn, er þó samt við sig. Þar er aðeins ygglibrúnir að líta. Stórinnfljtj- andinnSIS Á sama tima og sólin vekur gróandann og lífríki islenzkrar náttúru til ilms og lita siglir „mál- gagn sósialisma og verkalýðshreyfingar" úf- inn sjó hins neikvæða nöldurs og hefur allt á hornum sér sem endra- nær. Forystugrein Yggli- brúnar í gær heitir „gripum þjófinn" og fjallar um meintan þjófn- að í verzlun hér á landi. Undir það skal tekið, þrátt fyrir sólskinið, að þeir, sem standa i inn- flutningi til landsins, skulda þjóðinni skýringu á verðmismun, sem svo- kölluð Björgvinjar- skýrsla Verðlagsráðs leiðir í ljós. Þjóðviljinn skuldar les- endum sinum hinsvegar skýringu á því, hvers- vegna vöruverð til neytenda er sízt lægra, oftlega hærra, í KRON- verzlununum og Markaði við Sund en einkaverzl- unum höfuðborgarinnar. Hver stelur frá hverjum þegar þau fyrirtæki eiga í hlut? Eða býður stórinn- flytjandinn SÍS smásöl- um sinum máske verri kjör en heildsalar? Móðurmálsá- hugi ogannað verra Annar stjómmáladálk- ur Þjóðviljans, Klippt og skorið, setur upp hunds- haus í sólskininu af litlu tilefni. Morgunblaðinu hafði sum sé orðið það á að hvetja til aukins móð- urmálsáhuga. Gott ef blaðið leyfði sér ekki að tala um nauðsyn þess að styrkja móðurmáls- kennslu í skólum. Þjóðviljinn sá þegar af gamalkunnri glögg- skyggni sinni hvaða fiskur lá hér undir steini. Hér var Morgunblaðið auðvitað, og lang likleg- ast í samvinnu við ASÍ-forystuna, að ráðast á kennarastéttina, eina ferðina enn. Þessi við- brögð vóru þar að auki — og augljóslega — ávöxtur á meiði „lág- launastefnunnar“. Hugsanlega einnig lúa- legt andsvar við kröfunni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, sem þráast við það í skammsýni sinni, svo að segja í tún- fæti sjálfs Kolaskaga, stærsta vighreiðurs heims, að eiga vamars- amleið með vestrænum lýðræðisrikjum. Sól í sinni Það var ekki sól í sinni Þjóðviljans í gær. Á forsí- ðu vóru helztu fyrirsagn- imar þessar: „Eftirlitið brást", „Þyngra undir fæti“ og „Hrisstist allt og skalf“. Á hinni útsí- ðunni trónuðu m.a. þessar fyrirsagnir: „Hvalkjöt á NATO- fund“, „Óþverri i mat- vöm“, „Gert en ekki gleymt" og „Svartan kassa í hvem bfl“. Ekki var pólitíkin sum- arlegri sem fýrr segir. En siðan koma göt i skýjaþykknið, Guði sé lof. Og hveijir em þá liinir ljósu Þjóðviljapunktar? Skoðum þá: * l)„Útvarpsstöðin malar gull.“ Hér er sagt frá Bylgjunni, sem þing- menn Alþýðubandalags- ins greiddu allir sem einn atkvæði gegn. Sá sundur- lyndishópur hefur ekki betur staðið saman í ann- an tima. * 2) „Birtan hvít eins og dagsbirta." Hér er Þjóðviljinn að lýsa nýjinn perum í ljósborðum fisk- vinnslufólks hjá Granda hf., sem hefur ekki beinlinis verið óskabam þess blaðs. * 3) „Einstaklingsfram- takið og samvinnugeir- inn . . .“ Hér fagnar Þjóðviljinn einkafram- taki sem upphafi um- bótaskeiðs í Sovétrikjun- um. Já, það er nú aldeilis munur fyrir blessað einkaframtakið að eiga slikan hauk í homi sem herra Gorbatsjof, stór- hertoga af Kreml. Sem sagt. Það var agn- arsmátt gat eða glæta í skýjabakka Þjóðviljans í gær. Pinulítið bros í isauganu. Rétt eins og íslenzka vorið næði eitt sekúndubrot sambandi við náttmyrkrið. En sólin ris í austri, eins og allir vita — og það er ekkert nýtt að norrænir menn horfi til Garðaríkis. Ollum má og ljóst vera að íslenzkur mánudagur þolir engan samanburð við miðviku- dag í Moskvu, jafnvel þó að sólin skini á sundin og grösin gægist upp úr I moldinni. Hver er munurinn á Sjóðsbréfum t og Sjóðsbréfum 2? Tekjur af Sjóðsbréfum 1 eru lagðar við höfuðstól. Tekjur af Sjóðsbréfum 2 eru greiddar út fjórum sinnum á ári Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans ávaxtar Sjóð 1 og Sjóð 2 með kaup- um á bankatryggðum skuldabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtækja. Með Sjóðsbréfum 1 og Sjóðsbréfum 2 er því unnt að ávaxta sparnað á öruggan og áhyggjulausan hátt en njóta engu að síður hárra vaxta - nú 9-11 % umfram verðbólgu. Mánuðina janúar til maí 1987 hefði sú ávöxtun svarað til 30,5-32,9% nafnvaxta. Sjóðsbréfin er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er og þau halda Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. áfram að ávaxtast á meðan eigandinn þarf ekki á peningunum að halda. Tekjur af Sjóðsbréfum 1 eru lagðar jafnharðan við höfuðstólinn en tekjur af Sjóðsbréfum 2 eru greiddar út í mánuðunum mars, júní, september og desember. Sölugengi Sjóðsbréf- anna þann 27. maí 1987 er kr. 1.016. Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.