Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 64
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Skipverjar á
Eyrarfossií
yfirheyrslum
SKIPVERJAR á Eyrarfossi, skipi
<—* Eimskipafélagsins, hafa verið
yfirheyrðir hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins frá því að skipið
kom til hafnar á mánudag, vegna
gruns um að áfengi hafi verið
smyglað með skipinu.
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu hinn 20. maí síðastliðinn,
játuðu tuttugu skipveijar á Álafossi
að hafa smyglað 1400-1500 flöskum
af áfengi til landsins á síðasta ári.
Þá var einnig verið að rannsaka
málið sem tengist Eyrarfossi, en það
mun vera enn viðameira. Þegar skip-
ið lagðist að höfn á mánudag voru
skipveijar boðaðir til yfirheyrslu hjá
rannsóknarlögreglunni.
>
Rannsókn lögreglunnar á þessum
málum hefur verið unnin í náinni
samvinnu við tollgæsluna. Tollgæsl-
an aflaði upplýsinga hjá tollyfirvöld-
um. erlendis um kaup skipveija á
áfengi og það er á grundvelli þeirra
gagna sem lögregla byggir rannsókn
sína. Eru lögreglumenn bjartsýnir á
að málið takist að upplýsa á skömm-
um tíma.
Eldur í raðhúsi
ENGINN slasaðist þegar eldur
kom upp í tvíiyftu raðhúsi við
Lækjarhvamm í Hafnarfirði um
kl. 22:30 í gærkvöldi. Eldurinn
var á efri hæð hússins, sem er í
byg'gingu, en einungis er búið á
neðri hæðinni. Ekki er vitað um
eldsupptök.
Gísli Ellertsson bóndi á Meðalfelli i Kjós notar góða veðrið til að bera á tún.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
I baksýn sést á ReynivaUaháls og Skarðsheiði.
GRÓÐRIFER VEL FRAM UM ALLT LAND
GRÓÐRI fer vel fram um allt land í veð-
urblíðunni sem verið hefur að undanf-
örnu. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri
segir ánægjulegt hvað gróðurinn sé jafn-
góður um allt land.
Sauðburður er víðast hvar í miðjum klíðum.
Þar sem hann byijaði fyrst er hann þó langt
kominn. Jónas sagðist ekki vita annað en að
sauðburðurinn hefði gengið vel um allt land.
Það létti mikið á bændum þegar svona góðir
dagar kæmu um sauðburðinn. Bændur eru
einnig að vinna að öðrum vorverkum, svo sem
við að bera á tún, setja niður kartöflur og
fleira.
Hvalkjötið á leið-
inni til Islands
Islenzk stjórnvöld mótmæla meðferð Þjóðverja á málinu
HVALKJÖTIÐ, sem kyrrsett var í fríhöfninni í Hamborg, er á leið
til landsins á ný eftir að hafa verið skipað um borð i skip Eimskipa-
félags Islands. Rikisstjórn íslands hefur ákveðið að mótmæla meðferð
þessa máls af hálfu vestur-þýzkra yfirvalda.
Snarræði
slökkviliðs-
mannskom
í veg fyrir
stóiijón
IttfiröL
SNARRÆÐI starfsmanns
rækjuverksmiðjunnar Bakka
hf. í Hnífsdal, Páls Hólm, sem
jafnframt er slökkviliðsmaður,
kom í veg fyrir að stórtjón yrði
þegar kviknaði í kyndiklefa
rækjuverksmiðjunnar aðfara-
nótt siðastliðins þriðjudags.
Eiginkona Páls, Guðrún Rósen-
bergsdóttir, varð vör við að reyk
lagði upp frá rækjuverksmiðjunni,
sem er næsta hús handan Stekkj-
argötu í Hnífsdal um eitt leytið.
Hún kallaði á bónda sinn sem þá
var sofnaður og sagði honum að
kviknað væri í. Páll hentist í bux-
ur og vinnuslopp og hljóp rakleitt
út í slökkvistöðina í Hnífsdal sem
er skammt frá, en að henni hafði
hann lykil. Þar náði hann í reyk-
köfunartæki og tvö kolsýru-
slökkvitæki og óð inn í kyndiklef-
ann þaðan sem dökkan
olíureykinn lagði út. Hann tæmdi
bæði tækin á loftið yfir olíukyndi-
tækinu og niður eftir veggnum.
Honum fannst þá að eitthvað
glæddi eldinn og grunaði að olía
spýttist úr kynditækinu. Hann
hljóp þá að inngangi hússins,
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Páll Hólm, starfsmaður rækju-
verksmiðjunnar Bakka hf. og
slökkviliðsmaður.
braut þar rúðu í útihurð, hljóp að
rofa og lokaði fyrir rafstraum að
kynditækinu. Síðan greip hann
önnur tvö slökkvitæki sem þarna
voru og réðist með þeim gegn
eldinum sem enn var einungis í
kyndiklefanum.
Með aðstoð slökkviliðs frá
Hnísfdal og Isafirði tókst svo að
ráða niðurlögum eldsins. Páll
sagði í viðtali við Morgunblaðið
að mestu hefði varðað að hann
er lærður reykkafari og hafði ein-
mitt verið á námskeiði sem
Brunamálastofnun ríkisins hélt
um síðustu helgi þar sem sýndar
voru kvikmyndir um olíuelda og
hvernig ætti að bregðast við þeim.
- Úlfar
Matthías Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið að hugmyndin um
að endursenda kjötið til íslands
hafi komið frá sendiráði Islands í
Bonn. Eftir að forsvarsmenn Hvals
hf. samþykktu þessa málsmeðferð
var fengin undanþága frá gildandi
reglum.
„TILGANGINUM er að stórum
hluta náð, ef menn eru almennt
tilbúnir til að bæta ástandið á
sumardvalarstöðunum, en til
okkar hafa snúið sér í dag ótal
aðilar sem segjast hafa byijað
úrbætur. Hér hefur ekki linnt
símhringingum," sagði Guðjón
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Barnaverndarráðs, þegar Morg-
unblaðið talaði við hann um
viðbrögð manna við frétt Morg-
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
hf., sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að hann væri alls ekki
ánægður með þessa lausn málsins.
Hann væri ekkert hrifinn af því að
vera senda kjötið fram og aftur
vegna samþykkta í Þýzkalandi, sem
engir vissu um. Úr því sem komið
væri, þýddi ekkert annað en taka
unblaðsins í gær. Þar greindi
hann frá því að víða væri ófremd-
arástand hvað brunavarnir
snerti og ekki yrði veitt leyfi til
reksturs sumarbúða sem upp-
fylltu ekki tilsett skilyrði. Úttekt
Brunamálastofnunar, sem meðal
annars nær til heimavistarskóla,
er ekki lokið.
„Þetta er umfangsmikið verkefni
og því er ekki lokið. Það er fjöldinn
allur af stöðum úti um allt land sem
kjötið heim aftur og senda eftir
öðrum leiðum til Japans.
„Það var utanríkisráðuneyti
Vestur-Þýzkalands sem beitti sér
fyrir því að fá staðfestingu réttra
yfirvalda að beiðni utanrikisráðu-
neytisins hér,'“ sagði Matthías. „En
við erum að sjálfsögðu óánægðir
með framgang þessa máls og mun-
um gera athugasemdir í orðsend-
ingu til vestur-þýzka utanríkisráðu-
neytisins."
Sjá nánari fréttir á bls. 37.
þarf að fara á og ég er ekki tilbú-
inn á þessu stigi málsins til að veita
upplýsingar um ástand einstakra
staða. Á þessum málum verður að
taka með mikilli gætni og tillitsemi
gagnvart mörgum aðilum," sagði
Sveinbjöm Sigtryggsson, hjá
Brunamálastofnun ríkisins, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Guðjón Bjamason sagði að mikið
hefði verið um símhringingar frá
foreldmm í gær.
Sumardvalarheimili og sumarbúðir:
Urbætur víða hafnar