Morgunblaðið - 27.05.1987, Síða 29
MÖRGÚNBLÁÖIÐ; MIÐV{KÚÚAGUR 27/MAt tð‘87
»29
Frakklandsforseti í Kanada:
Mitterrand brýt-
ur blað í samskipt-
um þjóðanna
Ottawa, Reuter.
FRANCOIS Mitterrand, forseti
Frakklands, braut á mánudag
blað í sögn samskipta Kanada-
manna og Frakka, sem verið
hafa stirð undanfarna tvo ára-
tugi. Mitterrand flutti ræðu á
kanadíska þinginu og sögðu emb-
ættismenn stjómarinnar að
honum hefði tekist mjög vel upp.
Ein setning ræðunnar skipti
sköpum: „Vive le Canada, Vive
la France" (Lengi lifi Kanada,
lengi lifi Frakkland).
Snurða hljóp á þráðinn milli
Kanadamanna og Frakka árið 1967
þegar Charles de Gaulle, þáverandi
Frakklandsforseti, lýsti yfir stuðn-
ingi við aðskilnaðarsinna í Quebec,
þar sem töluð er franska, í opin-
berri heimsókn. „Vive le Quebec
Libre“ (lengi lifi frjálst Quebec),
sagði de Gaulle í ræðu sinni og
kanadísk stjórnvöld urðu ævareið.
Eftir að Mitterrand hafði talað í
fjörutíu mínútur á þinginu í Ottawa
kvaddi Brian Mulroney, forsætis-
ráðherra Kanada sér hljóðs: „Nú
hafa orðið þáttaskil í sögu sam-
skipta Frakklands og Kanada. Við
getum ekki breytt fortíðinni, en við
getum breytt framtíðinni.
Mitterrand hélt í gær frá Ottawa
til Quebec eftir langar viðræður við
Mulroney. Þeir ræddu um alþjóðleg
stjórnmál og efnahagsmál og lögðu
grunn undir leiðtogafund vest-
rænna ríkja, sem haldinn verður í
Feneyjum í júní. Mulroney og Mit-
terrand lögðu einnig drög að
stórauknum gagnkvæmum við-
skiptum ríkjanna.
Haft var eftir kanadískum emb-
ættismönnum að Frakkar hefðu lýst
yfir óánægju sinni með að Kanada
menn virtust taka Breta og Banda-
ríkjamenn fram fyrir þá þegar um
iðnaðarsamninga væri að ræða.
I gær ræddi Mitterrand við Ro-
bert Bourassa, forsætisráðherra
Quebec. Bourassa hefur tekist að
draga úr spennu milli Quebec og
enskumælandi hluta Kanada og
hefur hann lýst sig reiðubúinn til
að undirrita samkomulag um að
Quebec verði nátengdara stjórninni
í Öttawa.
Þrátt fyrir áhuga Mitterrands á
að bæta samskiptin við Kanada var
búist við að hann legði áherslu á
hið sérstaka samband, sem ríkir
milli Frakklands og Quebec.
Valdatafl í Seoul:
Hassgert upptæktá Spáni
Reuter
Spænskir þjóðvarðliðar rannsaka 2.100 kg af
hassi, sem berð voru upptæk í fjöllunum nærri
Vigo á norðurhluta Spánar í fyrradag. Tveir
menn voru handteknir þegar hassið fannst. And-
virði efnisins er talið vera um 320 milljónir
íslenskra króna.
Ráðherrar reknir vegna
morðs á námsmanni
Seoul, Suður-Kóreu, Reuter.
CHUN Doo Hwan, forseti Suð-
ur-Kóreu, vék í gær forsætisráð-
herra landsins og þremur
háttsettum ráðherrum úr starfi
og er litið svo á að hann hafi
verið að treysta stöðu Rohs Tae-
woo í baráttunni um arftaka
hans i forsetaembætti.
Roh er formaður Lýðræðisflokks
réttlætis, sem er við völd í jandinu,
og hafði hann krafist þess að mikl-
ar breytingar yrðu gerðar á stjórn-
inni til að stemma stigu við reiði
almennings vegna dauða náms-
manns, sem lét lífið í pyntingarklefa
lögreglu.
Lho shin-yong forsætisráðherra
var látinn fara og kvaðst hann axla
„pólitíska og siðferðilega ábyrgð" á
þeim trúnaðarbresti, sem orðið
hefði milli þjóðarinnar og stjórn-
valda.
Kim Mahn-je aðstoðarforsætis-
ráðherra, Chung Ho-yong innanrík-
isráðherra og Kim Seung-ky
dómsmálaráðherra voru einnig
reknir.
Sérfræðingar segja þó að mestu
máli skipti að Chang Se-dong, yfir-
manni suður-kóresku leyniþjón-
ustunnar, hafi verið vikið úr starfi.
í dagblaðinu Joongang Daily News
sagði að Chang hefði verið einn af
nánustu samstarfsmönnum Chun
forseta.
Í blaðinu sagði að fréttaskýrend-
ur bæði utan- og innanlands hefðu
nýverið haldið fram að Chun og
Lho, sem nú lætur af störfum for-
sætisráðherra, hafí verið hugsan-
legir keppinautar Roh um
forsetaembættið. „Þessi uppstokk-
un ber því vitni að Roh er næst
æðstur að völdum í herbúðum ráða-
manna, bæði hvað varðar stöðu
hans og nú áhrif,“ sagði í blaðinu.
Valdaflokkurinn heldur þing 10.
Rúmeníuheimsókn Gorbachevs:
Vandamál verða
ekki leyst með
sjálfhælni
Búkarest, Reuter.
MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi
Sovétríkjanna, sagði í gær á úti-
fundi í Rúmeníu, þar sem fast
hefur verið haldið i bókstafstrú
marxisma af gamla skólanum,
að fijálst streymi upplýsinga og
lýðræði væri nauðsynlegt ef
kommúnistaþjóðfélag ætti að
halda velli.
Gorbachev sagði á fundinum,
sem Nicolae Ceausescu og þúsundir
tilkvaddra Rúmena sóttu, að Sovét-
menn hefðu nú hætt að guma sig
af stórkostlegum árangri og þess í
stað einbeittu þeir sér nú að því
að leysa vandamál sín.
Rúmenar hafa verið bandamenn
Sovétmanna í 22 ár og hafa farið
eigin leiðir undir stjórn Ceausescus
og kommúnistaflokkurinn í Rúm-
eníu er ekki ýkja hrifinn af endur-
bótastefnu Gorbachevs. Var því
nokkur broddur í ummælum Sovét-
leiðtogans.
„Við vitum að land ykkar þarf
að leysa úr mörgum erfiðum vanda
og ýmsir erfiðleikar steðja að ykkur
í hinu daglega lífi,“ sagði Gorbach-
ev. „Aftur á móti erum við þess
fullvissir að rúmenska þjóðin mun
ráða fram úr vandamálunum."
Gorbachev vísaði þar til matar-
og orkuskorts, sem hijáð hefur
Rúmena, og hrakandi lífsskilyrða.
Vestrænir hagfræðingar sagja að
efnahagur Rúmena sé líklega sá
bágbornasti í ríkjum Varsjárbanda-
lagsins.
Spjöldum með myndum af Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga og Ni-
kolae Ceauseseu, forseta Rúmeníu, var haldið á loft í Búkarest,
þegar Gorbachev koma þangað i opinbera heimsókn.
júní og verður forsetaefni þá til-
nefnt. Chun kveðst ætla að láta af
embætti í febrúar, en þá lýkur sjö
ára kjörtímabili hans.
Chun hefur hafnað kröfum
stjórnarandstöðunnar um að efna
til almennra kosninga og með til-
skipun hefur hann kveðið svo á um
að fimm þúsund kjörmenn velji arf-
taka sinn í desember.
Lee Han-key, tiltölulega óþekkt-
ur lögfræðingur, var skipaður
forsætisráðherra. Jongang Daily
News sagði að skipan manns, sem
hefur ekki komist til mannvirðinga
í röðum hersins, bæri því vitni að
breyta ætti ímynd stjórnarinnar
erlendis. Blaðið birti fyrst fréttir
af láti námsmannsins Park Chong-
chol og kom af stað öldum hneyksl-
isins, sem nú hefur orðið fjórum
ráðherrum að falli. Lögreglan sagði
í fyrstu að námsmaðurinn frá há-
skólanum í Seoul hefði látist af
hjartaslagi í yfirheyrslu.
Síðar var viðurkennt opinberlega
að liðsmenn sérlegrar lögreglusveit-
ar, sem berst gegn kommúnisma,
hefði orðið manninum að bana.
Lögregluþjónar hefðu verið að
reyna að toga upp úr honum hvar
annar námsmaður væri niðurkom-
inn og í því augnamiði hefðu þeir
reynt að kaffæra hann í baðkari.
Park streittist á móti og kafnaði
við það að hálsi hans var þrýst nið-
ur á brún baðkarsins.
Þessar uppljóstranir vöktu undr-
un og ólgu og fyrirskipaði Chun
forseti að gerð yrði rækileg rann-
sókn á málinu. Rak hann lögreglu-
stjóra landsins fyrir að koma ekki
í veg fyrir dauða Parks og skipaði
sérstaka nefnd til að tryggja að
mannréttindi yrðu virt í Suður-
Kóreu.
Tveir yfirmenn úr hinni sérstöku
kommúnistasveit lögreglunnar voru
handteknir og ákærðir fyrir að
pynta Park til bana.
Talsmaður forsetans sagði þegar
hann tilkynnti uppstokkunina í
stjórninni að nú ætti að kveða niður
allar efasemdir um mál Park
Chong-chol í eitt skipti fyrir öll.
Stúdentasamband VI heldur árlegan stúdentafagnað í Atthagasal Hótel Sögu föstudaginn 29. maí sem
hefst með borðhaldi kl. 1 9.30.
Miðar fást á skrifstofu VI á miðvikudag og föstudag og við innganginn. Þátttakendur í borðhaldi þurfa
að tilkynna fulltrúa viðkomandi afmælisárgangs þátttöku sína í síðasta lagi á fimmtudag.
Stjórnin.