Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 35 Úr sýningu Maríu Lexa „Ódysseifur rayndskreyttur“. Þessi mynd var tekin er sýningin var sett upp í Listasafni ASÍ; Hildur Sigurðardóttir, Elínbjört Jónsdóttir og Kristin Jónsdóttir. Listasafn ASÍ: Síðasta sýningarhelgi á norrænum heimilisiðnaði NÚ stendur yfir í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, norræn heimilisiðnaðarsýning sem hef- ur yfirskriftina Vöruþróun í heimilisiðnaði — frá hugmynd til fullmótaðs hlutar. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 31. maí nk. Sýning þessi var fyrst sett upp í tilefni norræns heimilisiðnaðar- þings í Kuopio í Finnlandi og er þetta í fyrsta sinn sem gerð er farandsýning fyrir ráðstefnu. Sýningin er opin virka daga kl. 14.00-20.00 og um helgina kl. 14.00-22.00. Sex gestakennarar í Kramhúsinu í sumar UNDANFARIN sumur hefur dans- og leiksmiðjan Kramhúsið fengið til sín erlenda gestakenn- ara til námskeiðahalds og verður svo einnig í sumar. Á næstu tveim mánuðum verða sex gestakenn- arar í Kramhúsinu frá Banda- ríkjunum og Evrópu. Eftirtaldir kennarar verða í Kramhúsinu í sumar: María Lexa sem verður 1. til 7. júní og kennir þá látbragð og spuna. María Lexa er bandarískur lát- bragðsleikari, leikstjóri og kennari. María er búsett í Árósum í Dan- mörku þar sem hún rekur Dreka- leikhúsið. Hún verður með sýningu í Kramhúsinu nk. laugardag og sunnudag kl. 21.00 á verki sínu „Ódysseifur myndskreyttur“. Adrienne Hawkins verður 1. til 16. júní og kennir þá jassdans og nútímadans. Adrienne er frá Bost- on, listrænn ráðunautur og einn af stjórnendum dansleikhússins „Imp- uls Dance Company". Þetta er þriðja árið í röð sem Adrienne er gestur Kramhússins. Anna Haynes verður 9. til 14. júní og kennir þá dans og spuna. Anna er bresk, lærð í ballett, lát- bragðsleik og miðevrópskum dansi. Charles Leuthold verður 15. til 22. júní og kennir þá argentískan tangó. Charles starfar við „Tango Palace“-dansleikhúsið í Ziirich. Susi Villaverde verður 22.júní til 1. júlí og er sérhæfð í trúðleik, götuleikhúsi og japanskri lát- bragðslist. Susi stundaði nám í Barcelona og Berlín. Síðastur er Francois Lehman sem verður 5. til 20. júlí og kennir þá jassdans og nútímadans. Francois er menntaður í Sviss og hefur tekið þátt í sýningum við óperuna í Zúrich og rekur nú eigin ballettskóla. Konan reyndist heil á húfi KONU úr Reykjavík var leitað alla aðfaranótt þriðjudagsins og fram á morgun eftir að bifreið hennar fannst mannlaus við Brautarholt á Kjalarnesi. Konan reyndist heil á húfi. Þegar bifreiðin fannst vaknaði grunur um að eitthvað væri að og hófst leit að konunni um kl. hálf tvö um nóttina. í leitinni tók þátt fjölmennt lið lögreglu og hjálpar- sveita, sem höfðu þyrlu landhelgis- gæslunnar og sporhund sér til fulltingis. Um kl. 9 í gærmorgun hafði konan samband við lögreglu og reyndist hún heil á húfi. I U engin UNDRUN ávalt landsins Lamba- hryggir. Eigum ennþá þessa ódýru hryggi. Hangikjöts- læri. Athugið frí úrbeining Saltaðar rúllupylsur tilbúnar í pottinn. Hangikjöts- frampartar Frí úrbeining. Nýr svartfugl Lamba skrokkar Rúllupylsur fyrir slög. Nautaham borgarrif stór og safarík. Opið til kl. 8 í kvöld KJOTMIÐSTOÐIN Sími 686511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.