Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
35
Úr sýningu Maríu Lexa „Ódysseifur rayndskreyttur“.
Þessi mynd var tekin er sýningin var sett upp í Listasafni ASÍ; Hildur Sigurðardóttir, Elínbjört
Jónsdóttir og Kristin Jónsdóttir.
Listasafn ASÍ:
Síðasta sýningarhelgi á
norrænum heimilisiðnaði
NÚ stendur yfir í Listasafni
ASÍ, Grensásvegi 16, norræn
heimilisiðnaðarsýning sem hef-
ur yfirskriftina Vöruþróun í
heimilisiðnaði — frá hugmynd
til fullmótaðs hlutar. Sýning-
unni lýkur sunnudaginn 31. maí
nk.
Sýning þessi var fyrst sett upp
í tilefni norræns heimilisiðnaðar-
þings í Kuopio í Finnlandi og er
þetta í fyrsta sinn sem gerð er
farandsýning fyrir ráðstefnu.
Sýningin er opin virka daga kl.
14.00-20.00 og um helgina kl.
14.00-22.00.
Sex gestakennarar í
Kramhúsinu í sumar
UNDANFARIN sumur hefur
dans- og leiksmiðjan Kramhúsið
fengið til sín erlenda gestakenn-
ara til námskeiðahalds og verður
svo einnig í sumar. Á næstu tveim
mánuðum verða sex gestakenn-
arar í Kramhúsinu frá Banda-
ríkjunum og Evrópu.
Eftirtaldir kennarar verða í
Kramhúsinu í sumar:
María Lexa sem verður 1. til 7.
júní og kennir þá látbragð og spuna.
María Lexa er bandarískur lát-
bragðsleikari, leikstjóri og kennari.
María er búsett í Árósum í Dan-
mörku þar sem hún rekur Dreka-
leikhúsið. Hún verður með sýningu
í Kramhúsinu nk. laugardag og
sunnudag kl. 21.00 á verki sínu
„Ódysseifur myndskreyttur“.
Adrienne Hawkins verður 1. til
16. júní og kennir þá jassdans og
nútímadans. Adrienne er frá Bost-
on, listrænn ráðunautur og einn af
stjórnendum dansleikhússins „Imp-
uls Dance Company". Þetta er
þriðja árið í röð sem Adrienne er
gestur Kramhússins.
Anna Haynes verður 9. til 14.
júní og kennir þá dans og spuna.
Anna er bresk, lærð í ballett, lát-
bragðsleik og miðevrópskum dansi.
Charles Leuthold verður 15. til
22. júní og kennir þá argentískan
tangó. Charles starfar við „Tango
Palace“-dansleikhúsið í Ziirich.
Susi Villaverde verður 22.júní til
1. júlí og er sérhæfð í trúðleik,
götuleikhúsi og japanskri lát-
bragðslist. Susi stundaði nám í
Barcelona og Berlín.
Síðastur er Francois Lehman sem
verður 5. til 20. júlí og kennir þá
jassdans og nútímadans. Francois
er menntaður í Sviss og hefur tekið
þátt í sýningum við óperuna í Zúrich
og rekur nú eigin ballettskóla.
Konan reyndist heil á húfi
KONU úr Reykjavík var leitað
alla aðfaranótt þriðjudagsins og
fram á morgun eftir að bifreið
hennar fannst mannlaus við
Brautarholt á Kjalarnesi. Konan
reyndist heil á húfi.
Þegar bifreiðin fannst vaknaði
grunur um að eitthvað væri að og
hófst leit að konunni um kl. hálf
tvö um nóttina. í leitinni tók þátt
fjölmennt lið lögreglu og hjálpar-
sveita, sem höfðu þyrlu landhelgis-
gæslunnar og sporhund sér til
fulltingis. Um kl. 9 í gærmorgun
hafði konan samband við lögreglu
og reyndist hún heil á húfi.
I
U engin
UNDRUN
ávalt
landsins
Lamba-
hryggir.
Eigum ennþá þessa
ódýru hryggi.
Hangikjöts-
læri.
Athugið frí
úrbeining
Saltaðar
rúllupylsur
tilbúnar í pottinn.
Hangikjöts-
frampartar
Frí úrbeining.
Nýr
svartfugl
Lamba
skrokkar
Rúllupylsur
fyrir slög.
Nautaham
borgarrif
stór og safarík.
Opið til kl. 8
í kvöld
KJOTMIÐSTOÐIN Sími 686511