Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 4

Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 4- 4 Starfsfólk fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra: Settur fræðslus^óri dragi sig- til baka STARFSFÓLK fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra samþykkti á fundi sínum í gær að skora á Ólaf Guðmundsson, settan fræðslustjóra í Norðurlandi eystra frá og með 1. júní nk., að draga sig til baka sem fræðslustjóra. Til tals hafði komið hjá starfsfólkinu að ganga út, en hvorki þótti sú ákvörð- un þjóna skólamálum í umdæminu né hagsmunum Sturlu Kristjánssonar, fyrrverandi fræðslustjóra. „Við ákváðum að vinna áfram á þeirri braut sem við höfum gert til þessa. Þetta þýðir þó ekki að við leggjum biessun okkar á það sem yfirvöld menntamála í landinu hafa aðhafst að undanfömu. Við bendum á að í grunnskólalögum eru fræðsluráð gerð ábyrg fyrir stofnsetningu þjónustu við skól- ana. Við erum því starfsfólk fræðsluskrifstofunnar og sitjum við þvi áfram ekki síst vegna til- mæla frá því,“ sagði Már Magnús- son, sálfræðingur og starfsmaður fræðsluskrifstofunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Starfsfólkið telur óhæft að sú áralanga barátta, sem háð hefur verið af hálfu fræðsluráðsins og með Sturlu Kristjánsson í broddi fylkingar, verði eyðilögð í einu vetfangi fyrir gerræðislegar ákvarðanir af hálfu eins ráðherra, sem nú væri senn á förum, að sögn Más. „Með því að taka setningu í starfíð, teljum við Ólaf vera að útiloka ráðherra frá því að leysa þessa deilu á friðsamlegan hátt. Jafnframt viljum við skora á Ólaf að draga sig til baka sjálfs sín vegna. Hann mun þurfa að vinna með fólki í skólunum hér sem hafa í rauninni verið útilokaðir frá því að sækja um starf fræðslu- stjóra vegna tilmæla frá sínum stéttarfélögum. Ekki er því óraun- verulegt að ætla að samkeppnis- skortur hafí ráðið því að Ölafur var ráðinn. Þá hefur ráðherra hunsað tvo aðra umsækjendur, sem að mínu mati hafa bæði starfsreynslu og menntun umfram Ólaf til þessa starfs,“ sagði Már að lokum. VEÐURHORFUR í DAG, 27.05.87: YFIRLIT á hádegi í gær: Norðaustur af landinu er 1033 millibara víðáttumikil hæð. Um 1000 km suður í hafi er 1006 millibara djúp lægð og frá henni lægöardrag norövestur á Grænlandshaf. SPÁ: Hæg austan- og suðaustanátt á landinu, víða skýjað við suður- ströndina en að mestu léttskýjað annars staðar. Hiti á bilinu 10 til 14 stig sunnan lands og vestan en 14 til 18 stig norðan- og norð- austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Hægviðri eða suðaustan gola. Víða lóttskýjað og hiti á bilinu 12 til 18 stig inn til landsins, en sums staöar þokubakkar við ströndina og hiti á bilinu 8 til 13 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: X Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / » Slydda / * / * * * * # * * Snjókoma * * * ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El ~ Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CX3 Mistur —|- Skafrenningur __ |~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyrl hhi 20 y»6ur ióttskýjað Reykjavík 14 þokumóða Bergen 12 léttskýjað Helsinki 9 skýjað Jan Mayen 7 léttskýjað Kaupmannah. 18 léttskýjað Narasarsauaq 4 léttskýjað Nuuk -1 skýjað Osló 19 lóttskýjað Stokkhólmur 14 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 21 hálfskýjað Amsterdam 19 skýjað Aþena 21 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Berlín 17 heiðskfrt Chlcago 18 þokumóða Feneyjar 22 heiðskfrt Frankfurt 22 léttskýjað Hamborg 18 helðskfrt Las Palmas 22 skýjað London 20 mlstur LosAngeles 14 skýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Madrfd 21 hálfskýjað Malaga 27 helðskfrt Mallorca 23 léttskýjað Miami 24 skýjaö Montreal 14 léttskýjað NewYork 13 alskýjað París 23 skýjað Róm 22 þokumóða Vín 18 léttskýjað Washlngton 18 alskýjað Wlnnipeg 11 alskýjað * Morgunblaðið/Kr.Ben. Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason kemur með Fit HU til hafn- ar í Grindavík siðdegis í gær. Grindavík: Bj örgunarbátur- inn dregur Fit HU til hafnar Grindavík. BJ ÖRGUN ARBÁTURINN Oddur V. Gíslason var i gær fenginn til aðstoðar vélbátnum Fit HU, sem var vélarvana út af Selvogi. Á trillunni, sem er 8 tonn að stærð, eru tveir menn en þeir voru að vifja grásleppu- neta þegar startari við vélina bilaði. Tilkynning um að áhöfnin á Fit HU ætti í vandræðum með að koma vél bátsins í gang barst upp úr klukkan 13. Áhöfnin á Oddi V. Gíslasyni brást skjótt við og var komin að trillunni um kl. 15. Fitur HU var tekinn í slef og var komið með hann til Grindavík- ur um kl. 18. Óskar Sævarsson skipstjóri á Oddi sagði að engin vandræði hefðu verið en leiðin var um 20 mílur og gott í sjó. Kr.Ben. Garðabær: Ingimundur Sigurpálsson bæjarsljóri INGIMUNDUR Sigurpálsson bæjarstjóri á Akranesi hefur verið ráðinn bæjarstjóri Garða- bæjar. Sextán menn sóttu um starfið. Ráðning Ingimundar var sam- þykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa á fundi bæjarstjóm- ar Garðarbæjar í gær. Ingimundur Sigurpálsson Ragnheiður O. Björnsson látin RAGNHEIÐUR O. Björnsson er látin, 90 ára að aldri. Hún fædd- ist í Kaupmannahöfn 25. desem- ber 1897 og lést síðastliðinn fimmtudag, 21. maí. Ragnheiður fluttist ásamt for- eldrum sínum þeim Oddi Bjömssyni og Ingibjörgu Benjamínsdóttur frá Kaupmannahöfn árið 1901 til Akur- eyrar þar sem fjölskyldan settist að. Stofnaði Oddur þá prentsmiðju sína sem enn er starfandi á Akur- eyri. Ragnheiður starfaði á árunum 1919 til 1937 í Reykjavík í hann- yrðaverslun Ágústu Svensen, en fluttist þá aftur til Akureyrar og stofnaði eigin hannyrðaverslun í Hafnarstræti og rak hana til ársins 1972. Ragnheiður var ein af stofn- endum ungmennafélagsins Velvak- anda í Reykjavík og varð heiðurs- félagi þess seinna. Hún stjómaði dansflokki ungra stúlkna sem með- al annars komu fram á Alþingishá tíðinni 1930 og dönsuðu Vikivaka — dansa sem Ragnheiður samdi sjálf. Hún var einn af stofnendum Zontaklúbbsins á Akureyri sem ætlaður er konum eingöngu og starfar að góðgerðarmálum. Hún var kjörin heiðursfélagi klúbbsins árið 1982. Ragnheiður var ógift og barnlaus alla sína ævi. Hún átti þrjá bræð- ur, þá Bjöm sem var prestur, Sigurð sem tók við af föður sínum sem prentsmiðjustjóri og Þór, sem var deildarstjóri hjá KEA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.