Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 26

Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 Skerpluhátíð Musica Nova: Páll Eyjólfsson, gítarleikari Nýi músíkhópurinn, Guðni Franzson, Signý Sgemundsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn Bjarnason, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Arnþór Jonsson Mikilvægasti þátt- urinn í þessu starfi er að flytja ný verk - segir Mist Þorkelsdóttir, einn forsvarsmanna MUSICA NOVA efnir til tón- listahátíðar í Reykjavík dagana 27. mai til 3. júní. Musica Nova eru samtök sem helga sig flutn- ingi nýrra tónsmiða, bæði íslenskra og erlendra. Að sögn Mistar Þorkelsdóttur, eins af forsvarsmönnum samtakanna, hafa þau einnig annan mikil- vægan tilgang, þann að veita styrk til tónsmíða á íslandi. „Mikilvægasti þátturinn í þessu starfi er að flytja alveg ný verk,“ sagði Mist. „Á hverju ári gefum við út fréttatilkynningu tii hljóm- listarmanna um styrki sem við veitum til tónsmíða. Hljómlistar- menn geta pantað ákveðin verkefni frá tónskáldum og sótt um styrk til Musica Nova til að greiða fyrir þau. Það er alltaf fjöldi umsókna um þessa styrki, en við höfum nefnd sem velur úr umsóknunum. Að þessu sinni voru þrjú verk valin, eftir Olaf Axelsson, Atla Heimi og Karólínu Eiríksdóttur. Eftir að verkin hafa verið valin kemur þessi höfuðverkur að finna tónleika þar sem hægt er að flytja þau. Stund- Mist Þorkelsdóttir ásamt dóttur sinni Guðrúnu Mist FYRIR BÆNDUR - VERK- TAKA - BJÖRGUNARSVEITIR □ 250 cc fjórgengisvél □ Sjálf- stæð fjöðrun á hverju hjóli □ Drifsköft □ Val um drif aftan/ aftan + framan □ Handlæsing á drifi (100% læsing) □ 5 gírar áfram 1 afturábak □ 3 gíra lágadrif □ Hraðamælir □ 12 I. bensíngeymir □ Hæð undir lægsta punkt 20 sm. □ Þyngd 232 kg. IRINN MEÐ DRIFIÁ ÖLLUM HJÓLUM um eru þau flutt ein og sér og þá greiðir Musica Nova hljóðfæraleik- urunum fyrir flutninginn. Það er jú okkar hlutverk að sjá til þess að ný verk séu flutt. Þeir aðilar, sem hlutu styrk í vetur leituðu til okkar um tónleika til að flytja verkin. Þessi tónleikai'öð, eða litla hátíð, sem nú stendur fyrir dyrum varð til fyrir tilviljun. Hljóðfæraleikarar em alltaf svo uppteknir yfir vetur- inn að það var ómögulegt að koma þessari hátíð saman fyrr en skólar voru búnir og fólk laust úr öðmm störfum. Síðustu tvö árin hefur mjög lítið verið frumflutt af nýjum verkum, nema á Norrænum músík- dögum síðastliðið haust, svo það var af nógu að taka. Við ákváðum því að gera tilraun með að halda fimm tónleika á einni viku. Það hefur gefist vel að hafa tónleika svona þétt á Myrkum músíkdög- um, sem eru haldnir í febrúar ár hvert. En nú er komið sumar og maður veit ekki hvernig gengur að fá fólk til að koma á hveiju kvöldi. Við ákváðum allavega að reyna þetta, við emm jú alltaf að leita að aðferð til að koma þessari tónlist til skila. Tónleikarnir áttu ekkert endi- Iega að vera með áhersiu á íslenska tónlist, heldur atvikaðist það svona. Við höldum tónleikana víða um bæinn, vegna þess að erfitt er að fá inni og ekki alls staðar til flyglar til að hægt sé að halda tónleika. Á þessai'i hátíð verða mörg ný verk frumflutt, en verk Karólínu er eina verkið, af þeim sem hlutu styrk í vetur, til að verða flutt að þessu sinni. Hin tvö em ekki tilbú- in, en við stefnum að því að flytja þau í haust.“ íslensk tónlist 1967-86. Stefán Hörður og Þorsteinn frá Hamri lesa úr ljóð- um sínum. Fyrstu tónleikarnir á Skerplu- hátíð verða í Bústaðakirkju í kvöld klukkan 20.30. Þar mun Nýi músíkhópurinn flytja íslenska tón- list frá ámnum 1967—1986. Þessi hópur var stofnaður fyrir nokkr- um mánuðum til að flytja nútíma- tónlist, íslenska og erlenda. Stæi'ð hans og gerð er breytileg eftir viðfangsefnum, en á þessum tón- leikum koma fram söngvararnir Signý Sæmundsdóttir og Kristinn Sigmundsson, ásamt Nýja músík- hópnum, þeim Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara, Arnþóri Jónssyni, sellóleikara, Guðna Franzsyni, klarinettleikara og Kolbeini Bjarnasyni, flautu- leikara. Á efnisskránni eru „Sumir dag- ar“ eftir Karólínu Eiríksdóttur, við Ijóð eftir Þorstein frá Hamri, Sex sönglög eftir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, Klif eftir Atla Heimi Sveinsson, Smátríó eftir Leif Þórarinsson og Bagatella nr. 1 eftir Atla Ingólfsson. Verkin eftir Leif og Atla Ingólfsson hafa Tríó Guðnýjar Guðmundsdóttur, Gunnars Kvaran og Halldórs Har- aldssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.