Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 38

Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 38
IAM TS HUOAQIDIIVQIM .(JIÖAdaVlIIOHOM 38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 Morgunblaðid/Einar Falur Gengið rösklega um Mosfellssveitina, en þarna er gönguhópur 2 á ferð, ásamt Lárusi Marinusyni, íþróttakennara, en auk hans eru þau Hjördís Magnúsdóttir og Wolfgang Sahr íþróttakennarar á Reykjalundi. Norræn trimmlandskeppni fatlaðra: Trimmað í endurhæf- ingu á Reykjalundi I tækjasalnum er æft undir leiðsögn sjúkraliða staðarins. Eins og fjölmargir fatlaðir hafa komist að raun um stendur Norræna trimmlandskeppni fatlaðra nú yfir og hefur gert frá því 1. mai, en henni lýkur þann 31. þessa mánaðar og sést að því loknu hvort Islandi tekst að sigra frændur sína á Norðurlönd- unum enn og aftur. I keppninni hafa menn átt þess kost að trimma á marga mismunandi vegu, í göngu, hlaupi, hjólastólum, róðri, hestamennsku, sundi og hjólreiðum og hljóta þáttakendur eitt stig fyrir hvert trimm sem tekur a.m.k. 30 mínútur. Að sögn Markúsar Einarssonar, hjá Iþróttasambandi fatlaðra, hefur Norr- æna trimmlandskeppnin, sem nú er haldin í 4. sinn, í mörgum tilvikum orðið til þess að auka íþróttaiðkun fatlaðra eða jafnvei markað upphafið að slíkri iðkun og er það vel. Iþróttaiðkun er öllum holl og oft hefur hún reynst dýrmæt leið til endurhæfingar, eins og sjá mátti m.a. á Reykjalundi, þegar blaðamaður og Ijósmyndari áttu leið þar um í blíðviðrinu í sl. viku. A Reykjalundi eru íþróttakennar- ar og sjúkraþjálfarar sem vinna í samráði við lækna staðarins að endurhæfíngu sjúklinga og skipa æfingar og útivera stóran sess í þeim efnum, en þeir sem dvelja á Reykjalundi eru margir í hópi lungnasjúklinga, hjartasjúklinga og svo bak- og gigtarsjúklingar. Flestallir sem dvelja á Reykja- lundi fara í sund, en á staðnum er lítil sundlaug, sem menn geta sótt bæði í fijálsum tímum og í sundhópum. „Sundið reynist mjög vel, ckki síst þeim sem eiga erfitt með að hreyfa sig daglega, en geta það með mikið betra móti í vatni, “ segir Lárus Marinusson, einn þriggja íþróttakennara stað- arins. „Svo erum við líka með sundkennslu fyrir þá sem ekki hafa Iært að synda og það eru alltaf einhveijir sem komast á flot. “ A Reykjalundi er daglega farið í iangar og góðar gönguferðir og skiptast göngurnar á þijá hópa, eftir því hve hratt er gengið og langt farið. „Við skiptum í hópana eftir getu einstaklinga. í hóp 1 er talsvert um lungnasjúklinga sem þurfa að fara sér hægt, en hópur 2 gengur á eðlilegum hraða og í hópi 3 er farið mjög rösklega og mönnum leyft að hlaupa. Við göngum daglega og höfum farið á hveijum einasta degi í allan vetur,“ segir Lárus og kveður gönguferðirnar vera mjög til góða. En útiveran byggir ekki ein- vörðungu á göngum og og yfir sumarið bætast við róðrartímar á Hafravatni og hestamennska á Reykjalundi. Eru róðrarnir af- skaplega vinsælir, enda aðstaðan nokkuð góð og lítið mál að kom- ast í bátana, þó um hjólastólafólk sé að ræða. Að sögn Lárusar ei .i róðratímarnir ekki síst vinsælir hjá yngri kynslóðunum, en á hveiju sumri koma um 60 fötluð börn til tveggja vikna dvalar í senn á Reykalundi, um 10 börn í hvert skipti og er þá farið daglega í róðra. Það er sem sé í nógu að snúast fyrir sjúklinga á Reykjalundi hvað æfingar og íþróttaiðkun varðar, því að auki þess sem hér hefur verið nefnt, er dagleg leikfimi og svo æfingar í tækjasal undir leið- I>að iná liðka sig á ýmsa vegu í hjólreiðum, eins og sést hér á myndiimi af þeim Lárusi Marinussyni, íþróttakennara og Jóni M. Gunnarssyni, sem dvelur á Reykjaiundi. saman á hveijum sunnudags- morgni og fara saman í göngu- ferð. „Við vorum búin að sjá nokkur dæmi þess að aftur fór í sama farið þegar menn komu heim frá Reykjalundi og stofnuðum því klúbbinn til að hvetja fólk í að halda heilsunni við,“ segir Magn- ús Pétursson, einn stofnenda klúbbsins. „Við komum saman einu sinni í viku ásamt mökum oft og aðstandendum og göngum í klukkustund eða svo. Síðan fara þeir sem vilja jafnvel í sund á eftir. Þotta er ágætis leið til að halda sér í formi í góðum félags- skap og hefur ábyggilega sitt að segja með að fá fólk til að koma út og æfa sig í stað þess að loka sig inni. Auðvitað er þetta fyrst og fremst undir hveijum og einum komið, það er enginn sem segir til og menn hreyfa sig eins og þeir vilja, en við höfum ekki ástæðu til annars en að vera mjög ánægð með árangurinn og félags- skapinn," segir Magnús. Það er því margar leiðir hægt að fara í líkamræktinni, ekki síst þegar sumarblíðan er komin og það er ekki verra að vinna íslandi inn í leiðinni nokkur stig í Norr- ænu trimmlandskeppninni. - VE sögn. „Sá tími sem fólk dvelur hér er nýttur mjög vel, sérstaklega hvað varðar líkamlega endur- hæfingu, hvort heldur er æfingar og slökun, sem skiptir miklu máli og er sérstaklega kennd hjá iðju- þjálfurunum. Fólk er kannski að frá níu á niorgana til fjögur á daginn og finnst sumum nóg um, en á móti kemur að öll þessi hreyf- ing er fljót að sýna sig í auknu hreysti og getur stuðlað að því að menn haldi áfram þegar heim er komið. Það getur hins vegar reynst sumum erfitt og því miður hiifum við séð þess dæmi að fólk sem héðan fer í nokkuð góðu ástandi kemur aftur og þarf þá á endurhæfingu að halda og leitar í okkar meðal, sem er hreyfing. Auðvitað getur reynst erfitt að horfa framhjá gamla hæginda- stólnum þegar heim er komið og það er ekki hægt að segja fólki að fara út að trimma eða gera æfingar. Það verður að finna það hjá sér sjálft." Róið á Hafravatni Lárus leggur áherslu á mikil- vægi þess að menn nýti sér þá þjálfun sem þeir eru komnir í að lokinni dvöl á Reykjalundi og haldi áfram að liðka sig þegar heim er komið. Hann bendir á ýmsar leið- ir til þess, m.a. sund, göngu og trimm, en Flækjufótur nefnist ein- mitt félagsskapur sem er sprott- inn upp úr meðferð á Reykjalundi. Flækjufóturinn var stofnaður af sjúklingutn á Reykjalundi í ágúst á sl. ári og koma meðlimir hans Teygt á, að lokinni göngu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.