Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 Þessír krakkar söfnuðu fyrir nokkru tæplega 500 kr. til Hjálpar- sjóðs Rauða kross íslands er þau efndu til hlutaveltu. Krakkarnir heita: Eyrún Einarsdóttir, Birgir Tryggvason, Hildur Tryggvadóttir og Sigríður Einarsdóttir. Félagarnir Magnús Eyjólfsson, Trausti Óskarsson og Pálmi Gíslason efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir kirkjubygginguna í Árbæjarsókn. Þeir söfnuðu 970 krónum, sem þeir afhentu sóknarprestinum. Rj Electrolux Ryksugu- úrvalið D-740 ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. 1 Vörumarkaðurinn hf. Eióislorgi 11 - s»mi 622200 Þessar stöllur söfnuðu tæplega 930 krónum á hlutaveltu sem þær héldu til ágóða fyrir Rauða kross Islands. Telpurnar heita: Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Sigriður Albertsdóttir og Kolbrún Bene- diktsdóttir. Gestaboð fyrir eldri Skagfirðinga Skagfirðingafélögin i Reykjavík verða með boð fyrir eldri Skagfirðinga, búsetta í Reykjavík og nágrenni, á upp- stigningardag 28. maí. Boðið verður í Drangey að Síðumúla 35 í Reykjavík og hefst kl. 14.00. X Sterknrog hagkvæmur auglýsingamiöill! AF ERLENDUM VETTVANGI Fjjieyjar* halldóru j. rafnar Friðsæl ferðamanna- paradís vettvang- ur kynþáttaátaka FIJIEYJAR höfðu ekki verið mikið í heimsfréttunum er bylting var gerð þar 14. maí sl. og kastljósi fjölmiðlanna var beint að þessu litla eyríki í Suður-Kyrrahafi. Friðsæl ferðamannaparadís varð skyndilega vettvangur átaka. Suður-Kyrrahaf hefur um langt skeið notið þess að vera fjarri hagsmunaárekstrum stórveld- anna, en margt bendir til að þetta sé nú að breytast. Sov’etmenn, Kúbanir og Líbyumenn hafa undanfarin tvö ár reynt að hreiðra um sig í eyríkjunum Vanuatu, Kiribati og Nýju Kalidóníu, við litla hrifningu Ástrala, Nýsjálendinga o.fl. ríkja í nágrenninu. Einnig minnast menn ræðu er Mikhail Gorbachev, aðalritari Sov- étrikjanna, hélt í Vladivostok 28. júlí í fyrra og vakti mikla athygli. Þar sagði aðalritarinn að stjórn sín myndi á næstu árum beina sjónum að Asíu og Kyrrahafssvæðinu. Fijieyjar eru á fjórðahundrað talsins, þ.m.t. kóralrif af ýmsum stærðum, en aðeins um 100 eyjanna eru byggðar. Frum- byggjar eyjanna eru Melanesar og eru ættartengsl mjög sterk. í mörgum tilfellum eiga ættir enn land sameiginlega, yrkja það sam- an og lúta forsjá ættarhöfðingjans í smáu sem stóru. Evrópubúar komu fyrst til Fiji, svo vitað sé, árið 1643 og var það Hollending- urinn Abel Tasman. Fleiri fylgdu í kjölfarið og má þar nefna Bret- ana, James Cook, landkönnuðinn fræga og William Bligh, skipstjóra á skipinu „Bounty". Eftir mikil innanlandsátök náðu Bretar tang- arhaldi á eyjunum og urðu þær að breskri nýlendu árið 1874. Á nítjándu öld hrundu frum- byggjamir niður úr mislingum og öðrum farsóttum og gripu Bretar þá til þess ráðs að flytja fólk til eyjanna, aðallega Indverja, til að vinna á sykurekrunum, en sykur var og er, ein helsta útflutning- svaran. Fyrsti hópurinn, 489 manns, kom til Fijieyja 14. maí 1879, eða nákvæmlega 108 árum áður en byltingin var gerð. Síðan komu þangað 2.000 manns árlega til ársins 1916, en þá var tekið fyrir innflutningjnn. En of seint, frækornum vandans hafði verið sáð. Indvetjunum hefur fjölgað mun hraðar en Melanesunum og eru þeir nú um 48,6% íbúanna, en frumbyggjarnir um 46,2%. 5,2% eru af öðrum uppruna. Lítill sam- gangur er á milli frumbyggjanna og manna af indverskum ættum og hafa í raun þrifist tvö samfélög á eyjunum. Indverjarnir hafa náð undirtökum í efnahagslífi eyj- anna, en þar til í þingkosningun- um í apríl sl. fóru frumbyggjarnir með pólitísk völd, eftir að landið hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1970. Fijieyjar eru þó enn innan breska samveldisins og er land- stjórinn, einn áhrifamesti ættar- höfðinginn, Penaia Ganilau, fulltrúi Elisabetar Bretadrottn- ingar, sem er þjóðhöfðingi eyj- anna. Á meðan Bretar héldu um stjórnvölinn sáu þeir til þess að vernda menningu frumbyggjanna og tryggðu áhrif þeirra á land- stjórnina. En ekki virðast þau völd hafa verið nógu vel tryggð í stjórnarskránni er sett var árið 1970. Hinn Oxford-menntaði ættar- höfðingi, Kamisese Mara, leiðtogi Sambandsflokksins, (AP) varð Reuter Fijibúar bíða rólegir úrslita fundar ráðs ættarhöfðingjanna með Gan ilau, landstjóra. forsætisráðherra 1970 og stjórn- aði hann eyjunum þar til í apríl sl. Var stjórn hans hlynnt sam- starfi við vestræn ríki. I kosning- um árið 1977 fékk stjórnarand- staðan, er menn af indverskum uppruna voru í forsvari fyrir, meirihluta, en tókst ekki að mynda ríkisstjórn. Er sagt að þeir hafi ekki treyst því að frumbyg- gjarnir myndu sætta sig við slíkt. Árið 1985 var stofnaður Verka- mannaflokkur og var frumbygg- inn Timoei Bavadra, læknir, í forsvari fyrir honum. í kosningun- um í apríl fengu Verkamanna- flokkur og Þjóðarflokkur, er menn af indverskum ættum styðja, meirihluta, 28 þingsæti af 52. Mynduðu þeir ríkisstjórn, Bavadra varð forsætisráðherra, en 8 af 14 ráðherrum eru af indverskum ættum. Stjórnin lýsti því yfir að hún styddi hugmyndir um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Suður- Kyrrahafi og hygðist draga úr samskiptum við vestræn ríki, en efla tengsl við óháð ríki. Þegar eftir kosningarnar létu frumbyggjarnir í ljósi mikla óánægju. Efnt var til ijölmenns útifundar og einn skipuleggjenda fundarins, Inoke Tabua, öldung- ardeildarþingmaður, minnti við- stadda á að í Ástralíu, á Nýja Sjálandi og Hawaiicyjum, hefðu útlendingar náð völdum af inn- fæddum og hvatti til þess að frumbyggjar eyjanna gerðu nú þegar ráðstafanir til að slíkt gerð- ist ekki á Fijieyjum. Bavadra, forsætisráðherra, reyndi að full- vissa landa sína um að hagsmuna þeirra yrði gætt og að ekki stæði til að taka landareignir þeirra eignarnámi, en um slíkt gengu sögusagnir. Um 80% alls lands á eyjunum er í eign frumbyggjanna, yfirleitt sameign ættanna. En allt kom fyrir ekki. Fleiri mótmæla- fundir voru skipulagðir og bensín- sprengjum var varpað að stjórnarskrifstofum. Nokkrum dögum fyrir byltinguna var fyrr- verandi ráðherra handtekinn sakaður um þátttöku í sprengjutil- ræðunum. Sitiveni Rabuka, leiðtogi upp- reisnarmanna, sem er Melanesi segir byltinguna hafa verið gerða til að koma í veg fyrir frekari átök. Rabuka, er hlaut menntun sína í Sandhurst-herskólanum í Bretlandi, hefur ekki tekið þátt í stjómmálum en er þekktur fyrir að vera ákafur baráttumaður fyr- ir hagsmunum Melanesa. Hann virðist njóta stuðnings hins 2.600 manna hers eyjanna, en um 95% hermanna em Melanesar. Um helmingur þeirra er um þessar mundir við friðargæslustörf fyrir Sameinuðu þjóðimar í Líbanon og á Sínaiskaga. Æðsti yfirmaður hersins, Epeli Nailatikau; hers- höfðingi, er staddur var í Ástralíu er byltingin var gerð hefur þó lýst því yfir að hann styðji ekki byltingarmenn. Forvitnilegt verður að fylgjast með framvindu mála á Fijieyjum á næstunni því ljóst er að Mela- nesar ætla ekki að láta hlut sinn fyrir afkomendum innflytjenda. Helstu ættarhöfðingjar fmm- byggjanna mynda sérstakt ráð sem um langt skeið hefur verið mjög áhrifamikið, þótt ekki hafi það haft nein formleg völd. Höfð- ingjarnir, með Ganilau landstjóra í broddi fylkingar, vilja tryggja réttindi frumbyggja eyjanna og ætla að láta breyta stjórnar- skránni með ákvæðum þar að lútandi. Styðja þeir því aðgei-ðir hersins, þrátt fyrir fordæmingu ýmissa nágrannaríkja s.s. Ástralíu og Nýja Sjálands. Ekki er þó búist við því að utanaðkomandi aðilar grípi til hernaðaraðgerða. Elisabet Bretadrottning er i sérkennilegri aðstöðu. Hún er þjóðhöfðingi eyjanna og landstjór- inn hcnnar persónulegi fulltrúi þar. Komið hefur fram að hún hefur hvatt hann til að stuðla að því að stjórn Bavadra taki aftur við völdum, en Ganilau hefur þvei-skallast við því. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er bylting í ríki þar sem Bretadrottning er þjóðhöfðingi og velta menn því fyrir sér hvernig mál muni standa er leiðtogafundur bresku sam- veldislandanna verður haldinn í Vaneouver í Kanada í október í haust. Thc Far East and Australasia 1986, Reuter, Newsweek, Time.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.