Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987
Minning:
Zophonías Zophonías-
son bifreiðasljóri
Fæddur6.júlí 1906
Dáinn 10. maí 1987
Hugurinn leitar heim til íslands,
til Blönduóss, til afa og ömmu. En
það er öðruvísi að hugsa til þeirra
núna en áður, því nú er afi dáinn.
Eiginlega erfítt að gera sér grein
fyrir því.
Minningarnar koma fram hver
af annarri. Frá því þegar afí og
amma komu í heimsókn í Eiða, á
græna Bronconum, og ég hljóp út
í glugga mörgum sinnum yfír dag-
inn, til að vita hvort þau færu nú
ekki að koma. Og svo gleðin og
spenningurinn þegar þau loksins
renndu í hlað. Því það að afi og
amma kæmu í heimsókn, þýddi
bíltúra í afa-bíl, sem var jú miklu
meira spennandi en aðrir bílar. Og
svo nennti afí örugglega að spila
eða_ gera galdur.
Ég minnist óþreyjunnar dagana
áður en við fjölskyldan lögðum af
stað í ferðalag til Blönduóss og
hvað síðasti spölurinn milli Akur-
eyrar og Blönduóss var oft agalega
langur. En loksins var áfangastað
náð og mikið var það góð tilfínning
að aka „fyrir hornið" og sjá hús
ömmu og afa blasa við. Það var
ailtaf á sínum stað.
Þegar ég varð eldri fór ég stund-
um ein í heimsókn til þeirra með
rútu. Rútuferðirnar voiu spennandi
og gaman að prófa að ferðast á
eigin spýtur. En jafnframt veitti það
mikið öryggi að vita af því að afí
myndi taka á móti mér við rútuna.
Það brást heldur aldrei, og það
besta var, afí var alltaf eins. Hversu
mikið sem mér fannst ég hafa
breyst og stækkað síðan síðast, þá
var það alltaf sami afí, sem beið
eftir mér. Ég fékk á tilfínninguna
að afí og amma væru þeir stólpar
í tilverunni sem aldrei myndu breyt-
ast.
Á sl. sumr þegar afí varð áttræð-
ur átti ég þess kost að dvelja nokkra
daga hjá þeim í gamla húsinu. Þá
var ég nýkominn í sumarfrí frá
Danmörku. Enn einu sinni kom ég
með rútunni til Blönduóss og enn
beið afí eftir mér. Ég hef aldrei
fundið svo sterkt fyrir því sem þá,
hvað það var mér mikils virði að
eiga afa og ömmu, þar sem ég allt-
af gat komið, ár eftir ár, og fundið
sama öryggið, hlýjuna og sam-
þykkið, þrátt fyrir að oft liði langur
tími milli þess er við sáumst, sér-
staklega hin síðari ár.
Þetta voru góðir dagar sem við
áttum saman sl. sumar og eru þeir
mér dýrmæt minning. Sérstaklega
er mér minnisstæð bílferðin í Borg-
arQörðinn á afmælisdaginn. Það var
skrýtin tilfínning að aka á fullri
ferð á malbikinu og á sama tíma
hafa afa við hlið mér og hlusta á
hann segja frá, hvemig vegurinn
hefði verið þegar hann byijaði að
aka bíl og einnig heyra um ýmis
atvik sem hann hafði upplifað á
ferðum sínum. Það var eins og þess-
ir staðir sem hann talaði um og ég
annars aldrei hafði veitt athygli
fengju nýjan blæ og meiningu. Eg
var ríkari eftir þennan dag.
Það er skrýtið að hugsa til þess,
að næst þegar ég kem á Blönduós
verður það ekki afí sem bíður eftir
rútunni, tilbúinn til að taka á móti
mér eins og alltaf áður. Annar stólp-
inn sem mér fannst eins og aldrei
myndi breytast, er horfínn, en
minningin um yndislegan afa, lifír.
Elsku amma, ég bið Guð að gefa
þér styrk til að standa ein cftir og
byija upp á nýtt, án afa. Til þín
amma, mamma, Kolla, Dússi og
alls hins skyldfólksins, sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi sorgin breytast í þakklæti og
gleði yfir því að hafa fengið að
hafa afa svo lengi hjá okkur.
Drottinn cr minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta
vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast
ég ekkert illt,
því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig.
(Davíðssálmur nr. 23.)
Kveðja frá Rúnu
í Danmörku.
Móðir okkar,
ELÍSABET SIGURÐARDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu mánudaginn 25. maí sl.
Sigurður Einarsson,
Guðriður Einarsdóttir,
Erlingur Einarsson,
t
Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
SIGNE SIRNES GREIPSSON,
lést í sjúkrahúsinu i Haugasundi mánudaginn 25. maí.
Hallgrimur Greipsson,
Anne Sirnes Greipsson,
Linda Sirnes Greipsson,
Anna Maria Sirnes.
t
STEINUNN SIGURBJÖRNSDÓTTIR
fró Grímsey
lézt í Landakotsspítala föstudaginn 22. mai 1987.
Jarðsett verður frá Miðgarðakirkju i Grimsey föstudaginn 29. maí
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Sundlaugarsjóð Grímseyjar.
Hafliði Guðmundsson,
Stefán Friðfinnsson.
■f Móöir okkar, ■
VALGERÐUR BJARNADÓTTIR,
Tjarnargötu 16,
Keflavík,
lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 25. maí. Jarðarförin auglýst síðar.
Börnin.
Allt fram streymir. Lífið er á
stöðugri hreyfíngu, eins og áin, sem
liðast í gegnum byggðina út í ómæl-
ishafíð og sameinast þar upphafí
sínu. Við menn stöndum á árbakka
elfunnar og getum engu um það
ráðið, hvert okkar endanlega
lífshlaup verður, fremur en sand-
kornin mörgu, sem áin safnaði
saman við ósinn í fytra, en eru nú
allt í einu horfin út á hafíð djúpa.
Þannig er lífið á stöðugri ferð, jafnt
mannlífið — þar sem kynslóðirnar
koma og fara, einstaklingar fæð-
ast, þroskast og lifa lífinu mislengi
og hverfa svo á brautu — og svo
hin árvissa hringrás náttúrunnar
frá vori til sumars, sumri til hausts,
vetri til vors.
Og nú á þessu vori, nánar tiltek-
ið 13. apríl sl., voru liðin sextíu ár
frá því að ungur maður var á ferð
frá Bjarnastöðum í Vatnsdal út á
Blönduós við Húnafjörð. Það var
vor í lofti þennan dag. Þessi ungi
maður fór hratt yfír og hljóp við
fót. Hann hugðist fara ferð fyrir
mann, sem kennt hafði honum á
bifreið. Þessi ungi maður, sem hér
var á ferð, var Zophonías Zophoní-
asson frá Bjarnastöðum. Hann
hafði fengið orðsendingu frá öku-
kennara sínum, Páli Bjarnasyni á
Blönduósi, sem fyrstur eignaðist
bifreið í Austur-Húnavatnssýslu.
Páll hafði lofað að flytja fólk frá
Blönduósi fram að Sveinsstöðum í
Húnaþingi, þar sem bílvegur endaði
til suðurs. En þennan umrædda dag
varð Páll skyndilega upptekinn við
að annast um konu sína, sem tók
léttasótt og eignaðist dreng. Þess
vegna hafði hinn ungi maður, Zop-
honías Zophoníasson, brugðist hart
við, er hann fékk orðsendinguna frá
Páli og vildi mál hans leysa. Leiðin
sem Zophonías þurfti að fara er
yfir 20 km.
Þegar út á Blönduós kom lagði
Zophonías strax af stað með fólkið
í bifreið Páls og ók því fram að
Sveinsstöðum, síðan skilaði hann
bifreiðinni til baka út á Blönduós
og gekk svo heim um nóttina. Þar
með hafði Zojihonías farið sína
fyrstu ferð í bifreið á eigin ábyrgð
og leysti um leið vanda kennara
síns.
Á þennan hátt hóf Zophonías
starf sitt sem varði nær sextíu ár.
Því var þessi ferð hans upphafíð
af giftusamlegu starfí sem Zophoní-
as lagði fram á lífsleiðinni til að
ryðja brautina til hagsbóta fyrir
Blönduós og nágrannabyggðir. Þar
áttu vissulega fíeiri hlut að máli,
en Zophonías var þessi einstaki
maður, greiðvikinn, hjálpsamur, og
úthaldsgóður.
Zophonías Zojihoníasson var
fæddur 6. júlí 1906 að Æsustöðum
í Langadal. Foreldrar hans voru
hjónin Zophonías Einarsson Andr-
éssonar frá Bólu og Guðrún
Pálmadóttir Sigurðssonar frá Æsu-
stiiðum. Faðir hans féll frá áður en
Hótel Saga Sími 1 20 13
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
hann fæddist og var hann skírður
eftir honum. Bróðir Zophoníasar
hét Pálmi og var eldri en hann.
Hér stóð því ekkjan ein með tvo
syni sína komunga, en Guðrúnu
Pálmadóttur var ekki físjað saman.
Hún hélt áfram búi á Æsustöðum
þar til Zophonías var kominn nær
fermingu, en þá bauðst henni jörðin
Bjarnastaðir í Vatnsdal. Flutti hún
því þangað ásamt sonum sínum.
Fljótlega tók hún í fóstur sex mán-
aða svein, Þorbjörn Ólafsson, sem
nú býr í Reykjavík. Hann varð
þannig uppeldisbróðir Zophoníasar.
Bjamastaðir eru lítil jörð yst í
Vatnsdal, austan við einkar vinalegt
stöðuvatn, sem Flóðið nefnist. I
þessu fallega og víðfeðma umhverfi
átti Zophonías heima næstu árin
og vann við hin gömlu hefðbundnu
störf íslensks sveitabúskapar eins
og þau höfðu gengið til öld eftir
öld. En einmitt á þessum ámm var
nýtt vor í lofti yfír Islandi. Ný tækni
og ný hugsun var að ryðja sér
braut. Hið gamla Island, sem átti
sér í ýmsu tilliti merka sögu, var
slegið sprota nýjunga, sem áttu
eftir að gerbylta gamla lífsstílnum.
Ein þessara nýjunga var bifreiðin,
sem fyrst kom til landsins á fyrsta
áratug þessarar aldar og átti erfitt
uppdráttar til að bytja með. En
ungir menn eins og Zophonías
skildu að hér var eitthvað á ferð-
inni, sem bar framtíðina í skauti sér.
Eins og áður er getið hafði verið
mdd braut frá Blönduósi að Sveins-
stöðum skammt frá Bjamastöðum.
Eftir að Zophonías sá fyrsta bílinn
fara þessa braut ákvað hann að fá
bílstjórann, Pál Bjamason, til að
kenna sér á bifreið. En ti!
Reykjavíkur varð Zophonías að fara
til að taka ökupróf. Hann lagði af
stað með Goðafossi, nýlegu skipi
Eimskipafélags íslands, í ársbyrjun
1927. Skipið hreppti vonskuveður
og var veðurteppt á Húnaflóahöfn-
um í viku, svo ferðin til Reykjavíkur
tók hálfan mánuð. Þar tók Zophoní-
as svo ökuprófið. Prófdómari var
Egill Vilhjálmsson. Zophonías hlaut
ökuskírteini númer eitt, gefíð út af
embætti sýslumannsins í Austur-
Húnavatnssýslu. Heim hélt Zop-
honí-
as svo um Borgames, Borgarfjörð
og Holtavörðuheiði og gekk mest
af leiðinni og var rétt mátulega
kominn heim til þess að fara áður-
nefnda ferð 13. apríl 1927.
Næsta ár, 1928, keypti Zophoní-
as sína fyrstu bifreið og varð
bifreiðaakstur lifibrauð hans upp
frá því. Þetta sama ár, þann 23.
desember, gekk Zophonías að eiga
Guðrúnu Einarsdóttur frá Blöndu-
bakka. Þau stofnuðu heimili þar
sem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi
og bjuggu þar í nær 60 ár. Börn
þeirra á lífi eru: Zophonías, búsett-
ur á Blönduósi, kvæntur Grétu
Arelíusdóttur, Guðrún Sigríður,
búsett á Eiðum, gift undirrituðum;
og Kolbrún, búsett á Blönduósi,
gift Guðjóni Ragnarssyni. Auk þess
ólst upp hjá þeim um árabil Sigur-
laug Ásgrímsdóttir frá Ásbrekku í
Vatnsdal.
Zophonías og Guðrún bytjuðu
búskap af litlum efnum, en með
bjartsýni til hins nýja íslands, sem
gaf fyrirheit um betri tíma. En samt
vat- erfítt að stofna til heimilis og
hefja bílarekstur um 1930. Um all-
ar aldir hafði „þarfasti þjónninn"
haldið uppi samgöngum á Islandi
yfir vegleysur og óbrúaðar ár. Veg-
ir fyrir bíla þekktust því vart úti á
landsbyggðinni og þjónusta var þá
lítil. Zophonías varð því að gera
meira en að aka , hann varð sjálfur
að gera við, ef eitthvað bilaði og
stundum að búa til varahluti með
góðra manna aðstoð.
Síðan skall kreppan á. Peningar
hurfu þá úr daglegum viðskiptum.
Þegar þá var komið sögu, hafði
Zophonías tekið að sér áætlunar-
ferðir inn í Vatnsdal, en vegur hafði
verið ruddur inn dalinn vestan-
verðan. Bændur höfðu ekki bein-
harða peninga í kreppunni og gátu
frekar borgað með afurðum. Svo
að Zophonías og Guðrún tóku það
til bragðs að koma sér upp dálitlu
kúabúi. Jafnhliða tóku þau að sér
afgreiðslu fyrir Olíuverslun Islands,
sem þau önnuðust í 35 ár, frá
1929—1964. Þá sáu þau í árabil
um þjónustu fyrir Bifreiðastöð Ak-
ureyrar, en það fyrirtæki hélt uppi
áætlunarferðum milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Einnig ráku þau lengi
litla verslun á bakka árinnar Blöndu
í sambandi við bensínafgreiðsluna.
Þessi umsvif jukust svo til muna
eftir að ísland var hernumið í
heimsstyijöldinni síðari og íslend-
ingar urðu fyrir áhrifum frá þeim
darraðardansi.
Það var því löngum á þessum
árum í mörg hom að líta á heimili
þeirra hjóna og urðu þau og böm
þeirra, er þau ólust upp, að veita
gestum og gangandi ýmis konar
þjónustu. Þá var aldrei spurt um
hver tími sólarhringsins var. Sem
dæmi má nefna kom ósjaldan fyrir,
þegar fjölskyldan var sest öll við
matborð og ætlaði að taka sér hlé
frá erli dagsins, að allir höfðu orðið
að standa upp frá borðinu áður en
máltíð lauk, nema gamla konan,
Guðrún, móðir húsbóndans. Þess
skal og getið að Zophonías hafði
umboð um árabil fyrir Almennar
tryggingar. Ef frístund gafst frá
öllu þessu kenndi Zophonías á bif-
reið. Zophonías var virkur í bifreiða-
félaginu Neista á Blönduósi og
heiðursfélagi síðustu árin.
Zophonías var farsæll bifreiða-
stjóri. Hann kunni þá list að aka
jafnan heilum vagni í hlað. Með
lagni og þrautseigju komst hann
leiðar sinnar, jafnvel þegar sundin
virtust lokuð. Þeim eiginleika hans
og hug þeirra _sem hann ók fyrir
er vel lýst af Ólafí Sigfússyni frá
Forsæludal í eftirfarandi Ijóði:
Til Zophoníasar Vatnsdæl-
ingabílstjóra.
Þig hefúr alltaf auðnan stutt
ðkukempan slynga.
Þú hefúr margan farminn flutt
fyrir Vatnsdælinga.
Þó að fannir féllu á grund
í ferðum vetrar ströngum
fannstu einhver opin sund
— utan vegar Iðngum.
Þökk og heiður, þeim sem ber
því frá okkar kynning
hvarflar hljótt um huga mér
hlý og litrík minning.
Þannig var Zophonías, traustur
maður, rólegur og æðrulaus og
hirðusamur um sitt starf, barngóð-
ur og vinahlýr.
En nú skilur leiðir, því krossgötur
skerast og allt fram streymir, en
stefnumarkið er þó eitt. Allt okkar
ráð frá lífí til lífs er í hendi hans,
sem var í upphafi, er og verða mun
— Drottins sjálfs. I samanburði við
hans almættisdýrð erum við menn
eins og lítil sandkorn á bakka hinn-
ar miklu elfar, sem stöðugt streymir
fram og leitar síns upphafs, eins
og áin hér hjá gamla heimilinu hans
Zophoníasar. Og nú sit ég hér í
stofunni hans og horfí út um
gluggann, yfír ána slétta og lygna,
út yfír Húnaflóann til Strandafjall-
anna í norðvestri, sem gnæfa yfír
eins og útverðir hins gamla og nýja
Islands. Þess nýja íslands, sem
ýmsir brautryðjendur hafa lagt
stein í götuna og varðað veginn,
svo við getum ekið í vagninum okk-
ar áfram á vit framtíðar.
Á þessari stundu við kross-
göturnar eru mér því efstar í huga
þakkir til míns kæra tengdaföður,
þakkir fyrir hans starf, þakkir fyrir
hvað hann var okkur, flölskyldunni
á Eiðum, í sambandi við heimsókn-
ir austur og móttökur hér.
Megi Drottinn, sem öllu stýrir,
tryggja lífsvagninum hans á nýrri
akstursleið, velfarnað um alla eilífð.
í þá miklu för lagði Zophonías
Zophoníasson bifreiðastjóri 10. þ.m.
og var burtkvaddur 16. þ.m. að við-
stöddu margmenni. Það var
hugnæm stund, hjálpaði þar til ljúf-
ur söngur kirkjukórs Blönduóss-
kirkju undir stjórn Jóns Tryggva-
sonar, Ártúnum, góð ræða
sóknarprestsins, sr. Árna Sigurðs-
sonar, og síðast en ekki síst, hin
talandi fegurð hins víðfeðma um-
hverfis og undirspil náttúrunnar,
virðulegt framstreymi árinnar,
brotnandi bárurnar við ströndina
og kvak fuglanna. Það var enn vor
í lofti yfir Húnabyggð.
Blessuð sé minning Zophoníasar
Zophoniassonar, bifreiðastjóra,
Blönduósi.
Einar Þ. Þorsteinsson