Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 9
9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
Farið verður til Gustskvenna
í dag, miðvikudaginn 27.
maí. Lagt af stað frá félags-
heimili Fáks kl. 20.00.
Fjölmennið.
Kvennadeildin.
Blartburöarfólk
óskast!
mwr rj
VESTURBÆR
Aragata
Tómasarhagi II 32-57
VAODtU.
TIZKAN
Laugavegi 71 II. hæö Simi 10770
Vor í lofti
Hlýjan og birtan hafa sett svip sinn á land og fólk liðna daga. Það
fer ekki hjá því að sumarsólin, sem leikið hefur við okkur undanfar-
ið, léttir lundina og skapar hjá okkur jákvæðara viðhorf til umhverfis
og samfélags. Málgagn hins neikvæða nöldurs, Þjóðviljinn, er þó
samt við sig. Þar er aðeins ygglibrúnir að líta.
Stórinnfljtj-
andinnSIS
Á sama tima og sólin
vekur gróandann og
lífríki islenzkrar náttúru
til ilms og lita siglir „mál-
gagn sósialisma og
verkalýðshreyfingar" úf-
inn sjó hins neikvæða
nöldurs og hefur allt á
hornum sér sem endra-
nær.
Forystugrein Yggli-
brúnar í gær heitir
„gripum þjófinn" og
fjallar um meintan þjófn-
að í verzlun hér á landi.
Undir það skal tekið,
þrátt fyrir sólskinið, að
þeir, sem standa i inn-
flutningi til landsins,
skulda þjóðinni skýringu
á verðmismun, sem svo-
kölluð Björgvinjar-
skýrsla Verðlagsráðs
leiðir í ljós.
Þjóðviljinn skuldar les-
endum sinum hinsvegar
skýringu á því, hvers-
vegna vöruverð til
neytenda er sízt lægra,
oftlega hærra, í KRON-
verzlununum og Markaði
við Sund en einkaverzl-
unum höfuðborgarinnar.
Hver stelur frá hverjum
þegar þau fyrirtæki eiga
í hlut? Eða býður stórinn-
flytjandinn SÍS smásöl-
um sinum máske verri
kjör en heildsalar?
Móðurmálsá-
hugi
ogannað
verra
Annar stjómmáladálk-
ur Þjóðviljans, Klippt og
skorið, setur upp hunds-
haus í sólskininu af litlu
tilefni. Morgunblaðinu
hafði sum sé orðið það á
að hvetja til aukins móð-
urmálsáhuga. Gott ef
blaðið leyfði sér ekki að
tala um nauðsyn þess að
styrkja móðurmáls-
kennslu í skólum.
Þjóðviljinn sá þegar af
gamalkunnri glögg-
skyggni sinni hvaða
fiskur lá hér undir steini.
Hér var Morgunblaðið
auðvitað, og lang likleg-
ast í samvinnu við
ASÍ-forystuna, að ráðast
á kennarastéttina, eina
ferðina enn. Þessi við-
brögð vóru þar að auki
— og augljóslega —
ávöxtur á meiði „lág-
launastefnunnar“.
Hugsanlega einnig lúa-
legt andsvar við kröfunni
um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd, sem þráast
við það í skammsýni
sinni, svo að segja í tún-
fæti sjálfs Kolaskaga,
stærsta vighreiðurs
heims, að eiga vamars-
amleið með vestrænum
lýðræðisrikjum.
Sól í sinni
Það var ekki sól í sinni
Þjóðviljans í gær. Á forsí-
ðu vóru helztu fyrirsagn-
imar þessar: „Eftirlitið
brást", „Þyngra undir
fæti“ og „Hrisstist allt
og skalf“. Á hinni útsí-
ðunni trónuðu m.a.
þessar fyrirsagnir:
„Hvalkjöt á NATO-
fund“, „Óþverri i mat-
vöm“, „Gert en ekki
gleymt" og „Svartan
kassa í hvem bfl“.
Ekki var pólitíkin sum-
arlegri sem fýrr segir.
En siðan koma göt i
skýjaþykknið, Guði sé
lof.
Og hveijir em þá liinir
ljósu Þjóðviljapunktar?
Skoðum þá:
* l)„Útvarpsstöðin
malar gull.“ Hér er sagt
frá Bylgjunni, sem þing-
menn Alþýðubandalags-
ins greiddu allir sem einn
atkvæði gegn. Sá sundur-
lyndishópur hefur ekki
betur staðið saman í ann-
an tima.
* 2) „Birtan hvít eins
og dagsbirta." Hér er
Þjóðviljinn að lýsa nýjinn
perum í ljósborðum fisk-
vinnslufólks hjá Granda
hf., sem hefur ekki
beinlinis verið óskabam
þess blaðs.
* 3) „Einstaklingsfram-
takið og samvinnugeir-
inn . . .“ Hér fagnar
Þjóðviljinn einkafram-
taki sem upphafi um-
bótaskeiðs í Sovétrikjun-
um. Já, það er nú aldeilis
munur fyrir blessað
einkaframtakið að eiga
slikan hauk í homi sem
herra Gorbatsjof, stór-
hertoga af Kreml.
Sem sagt. Það var agn-
arsmátt gat eða glæta í
skýjabakka Þjóðviljans í
gær. Pinulítið bros í
isauganu. Rétt eins og
íslenzka vorið næði eitt
sekúndubrot sambandi
við náttmyrkrið.
En sólin ris í austri,
eins og allir vita — og
það er ekkert nýtt að
norrænir menn horfi til
Garðaríkis. Ollum má og
ljóst vera að íslenzkur
mánudagur þolir engan
samanburð við miðviku-
dag í Moskvu, jafnvel þó
að sólin skini á sundin
og grösin gægist upp úr
I moldinni.
Hver er munurinn
á Sjóðsbréfum t og Sjóðsbréfum 2?
Tekjur af Sjóðsbréfum 1 eru lagðar við höfuðstól.
Tekjur af Sjóðsbréfum 2 eru greiddar út
fjórum sinnum á ári
Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans
ávaxtar Sjóð 1 og Sjóð 2 með kaup-
um á bankatryggðum skuldabréfum
og skuldabréfum traustra fyrirtækja.
Með Sjóðsbréfum 1 og Sjóðsbréfum
2 er því unnt að ávaxta sparnað á
öruggan og áhyggjulausan hátt en
njóta engu að síður hárra vaxta - nú
9-11 % umfram verðbólgu. Mánuðina
janúar til maí 1987 hefði sú ávöxtun
svarað til 30,5-32,9% nafnvaxta.
Sjóðsbréfin er hægt að kaupa fyrir
hvaða fjárhæð sem er og þau halda
Verðbréfamarkaður
Iðnaðarbankans hf.
áfram að ávaxtast á meðan eigandinn
þarf ekki á peningunum að halda.
Tekjur af Sjóðsbréfum 1 eru lagðar
jafnharðan við höfuðstólinn en tekjur
af Sjóðsbréfum 2 eru greiddar út í
mánuðunum mars, júní, september
og desember. Sölugengi Sjóðsbréf-
anna þann 27. maí 1987 er kr. 1.016.
Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40.