Morgunblaðið - 12.06.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
17
Lífríki Þing-
vallavatns
Náttúruskoðunarferð
HIÐ ÍSLENSKA náttúrufræðifé-
lag fer náttúruskoðunarferð að
Þingvallavatni sunnudaginn 14.
júní. Farið verður frá Umferðar-
miðstöðinni að sunnanverðu kl.
10.00. Komið verður til baka
milli kl. 18 og 19. Allir eru vel-
komnir hvort sem þeir eru
félagsmenn eða ekki.
Sigurður Snorrason líffræðingur
og samstarfsmenn hans kynna
rannsóknir sínar á Þingvaliavatni.
Þessar rannsóknir hafa nú staðið
nær óslitið um 13 ára skeið. Þær
beinast að flestum þáttum í lífríki
vatnsins, en nú er mest áhersla lögð
á rannsóknir á bleikjunni. í Þing-
vallavatni er að fínna fjorar gerðir
af bleikju (dvergbleikju, murtu,
kuðungableikju, og sílableikju).
Hvergi í heiminum er vitað um jafn-
margar gerðir í einu og sama
vatninu.
Ekið verður umhverfís vatnið og
rannsóknimar kynntar jafnframt
því sem staldrað verður við á ýms-
um stöðum við vatnið. Fisktegund-
imar verða til sýnis og eins verður
sýnd sérstök aðferð sem notuð er
við að fanga fískinn. Með þessari
ferð er Hið íslenska náttúmfræðifé-
lag að brydda upp á nýjung, með
því að kynna fyrir almenningi
ákveðnar rannsóknir úti í náttúr-
unni.
Rétt er að benda fólki á að hafa
með sér stígvél. (Frá H.Í.N.)
Við Þ ingvallavatn.
Ljósm.: Sn.Sn.
Náttúruverndarf é-
lag Suðvesturlands:
Gönguferð
um Mos-
fellssveit
Gengið verður á morgun, laug-
ardag 13. júní, um Mosfellssveit í
þriðju „Umhverfísgönguferðinni"
sem Náttúmvemdarfélag Suð-
vesturlands stendur fyrir um
sveitarfélög á Suðvesturlandi.
Þessi gönguferð verður að
mestu farin umhverfís megin-
byggðina og verða þræddir
göngustígar þar sem þeir em,
annars valin besta leiðin. Gangan
hefst á Lágafelli kl. 9.00 f.h. Það-
an verður haldið austur með
Lágafellshömmm, síðan farið hjá
Skorhól og að Suður-Reykjum og
áfram með hlíðum Reykjafells að
Reykjalundi. Frá Reykjalundi
verður farinn Skammidalur yfír í
Mosfellsdal og niður að Varmá og
Brúarlandi. Hringur lokast svo við
Lágafell.
Allir hafa tækifæri til að taka
þátt í þessari göngu ýmist með
því að ganga alla leiðina, sem er
um 12 km, eða koma í hana hvar
sem er og vera með í henni lengri
eða skemmri tíma. Mosfellsleið
býður upp á að flytja fólk i
gönguna kl. 10.50 frá Lágafelli
að Reykjalundi og til baka þaðan
kl. 11 að Lágafelli.
Við fáum góða gesti með okkur
og til okkar á leiðinni sem munu
fræða okkur um náttúmfar svæð-
isins, sögu, ömefni og sitthvað
fleira. Þeim sem hafa ekki farið
þessa leið áður mun koma það
skemmtilega á óvart hve margt
er þama að sjá. Við hvetjum íbúa
Mosfellssveitar til að kynna sér
þessa leið og stuðla síðan að því
að hún eða aðrar leiðir sem hent-
ugri væm, verði gerðar aðgengi-
legar og snyrtilegar.
Munum að við drögum dám af
öllu umhverfi okkar, heimilinu,
garðinum, vinnustaðnum, götunni,
hverfinu og sveitarfélaginu.
(Frá NVSV)
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
JttargpifiÞIftfrffr
Séð yfir hluta byggðarinnar i Mosfellsveit. í baksýn og til vinstri á myndinni er Helgafell. Að baki þess er Skammidalur en þar verður
gengið yfir í Mosfellsdal.
Umboðs- og módelskrifstof a, Hverf isgötu 46, Reykjavík, símar 46219
mikillar aðsóknar verður haldið eitt námskeið enn
r%.
#^■'1
4 m
Nýtt námske
að hefjast
Innritun er hafin
millikl. 10-1
Auglýsingaskrifstofur!
Vanti ykkur módel, leitið þá til
Módelmyndar. Við höfum módel
frá 4ra ára aldri m
Stigl
Byrjendur, sett upp sýning, tekið próf.
Stig II
Snyrtisérfræðingur og hárgreiðslumeistari.
Stig III
Lokastig, tiskuljósmyndari vinnur með módelum.
Flokkaskipting:
4-6 ára 10-12 ára
'•7-9ára 13-14ára
15-20ára
Kennari Kolbrún
Aðalsteinsdóttir
Módelmynd er í
samvinnu við þýskar
og franskar umboðs-
skrifstofur.
VISA
Oll módelin verða tekin upp á myndband til auglýsingagerðar
pí
m