Morgunblaðið - 12.06.1987, Side 30

Morgunblaðið - 12.06.1987, Side 30
.0 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDUR ATLANTSHAFSBANDALAGSINSIREYKJAVIK Gert að g-amni sínu í anddyri Háskólabíós í gærmorgun: F.v. Carrington lávarður, framkvæmdastjóri NATO, og utanríkisráðherrarn- ir Thorvald Stoltenberg frá Noregi, Uffe Ellemann-Jensen frá Danmörku, George Shultz frá Bandaríkjunum og Matthías Á. Mathiesen. Morgunblaðið/Einar Falur. Ávarp GIULIOS ANDREOTTI, forseta Atlantshafsráðsins: Oeiningu er ekki að finna íröðum okkar árið 1968 vék Bjami Benediktsson forsætisráðherra að þessari skyldu og sagði þá m.a.: „Þótt fáir séum, vitum við ofur vel, að okkur jafnt sem öðrum ber að leggja okkar skerf af mörkum til að friður haldist í heiminum. Við, sem lifað höfum tvær heimsstyijaldir, höfum því miður enga ástæðu til slíkrar bjartsýni að ætla að friður haldist fyrir- hafnar- og samtakalaust. Einmitt reynsla fyrstu þriggja fjórðunga 20. aldar hlýtur að sannfæra okkur um, að friðurinn sé þess virði, að mikið sé leggj- andi í sölur til að hann haldist." Verkefni Atlantshafsbanda- lagsins er að fínna jafnvægi sem felur í sér bæði öruggar varnir og viðleitni til að tryggja þær á eins lágu stigi vígbúnaðar og frek- ast er kostur. Hervæðing alræðisríkjanna hefur vitaskuld kallað á andsvar lýðræðisríkjanna — en ég endur- tek, það er ekki fjöldi skotvopna sem ræður úrslitum. Herveldi sem á vondan málstað að veija getur varla staðist til langframa. Það getur ekki fullnægt síaukn- um kröfum innanlands um bætt lífskjör og er í raun varnarlaust gagnvart einstaklingunum sem eru reiðubúnir að þola ofsóknir og áþján vegna trúarinnar á frels- ið. Hvergi eru rökþrot alræðisins eins hrikaleg og í þrælkunarbúð- um Gúlagsins. Það er sannfæring mín að frels- ið muni að lokum bera harðstjóm- ina ofurliði. Eftir sem áður er það staðreynd að vestræn menning er ekki ásköpuð og hún gengur ekki að erfðum líffræðilega. Hún er áunnin og henni verður því breytt eins og öðrum mann- anna verkum. Þetta er hvort tveggja í senn styrkur hennar og veikleiki. Það er styrkur þegar trúin á gjldi hennar dylst ekki því trúin „flytur fjöll“, en það er veikleiki þegar trúin er ekki lengur fyrir hendi og staðfestuna skortir. Ef hugsjónin týnist og ein kyn- slóð lærir ekki að meta verðleika hennar kann myrkur ofstjórnar og kúgunar að leggjast yfír á nýjan leik. Eina svarið er vinna þeirra sem vilja vetja málstað frelsis og mannréttinda, en án þeirra verð- mæta væri friðurinn lítils virði. Friðurinn er því þrotlaust starf. Á stundum kann þeim mönn- um, sem taka að sér þetta starf, að fínnast þeir vera í sporum Sísýfusar konungs í Kórinþu. Hann fékk þann eilífðardóm hjá guðunum að velta bjargi upp á hæð eina en bjargið var þeirrar náttúru að það valt alltaf niður á nýjan leik. Hann stritar því að eilífu til einskis. En það er reginmunur á verki boðbera lýðræðis og frelsis og erfíði konungsins í Korinþu. Því þótt segja megi að hver kynslóð sé eins og bjargið sem þarf að koma upp hæðina þá er það alltaf ný og ný kynslóð sem kemst á hæðina og verður þar. Þetta skulu menn hafa hugfast sem fínnst nokkuð til um það sam- félag sem leyfir andmæli og hvetur til þess að menn leiti ham- ingjunnar hver með sínum hætti: Ef menn eru sammála um þá undirstöðu hljóta þeir líka að sam- einast um nauðsyniegar ráðstaf- anir til vamar henni. Það er einmitt slíkt samstarf Atlantshafsþjóðanna í varnarmál- um sem hefíir tryggt þeim frið og öryggi á viðsjárverðum tímum. Forsætisráðherra, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, starfsbræður, herrar mínir og frúr, sem forseti Atlantshafsráðs- ins vil ég í upphafi lýsa yfir þakklæti Atlantshafsbandalags- ins fyrir þá miklu gestrisni, sem íslenska ríkisstjórnin hefur sýnt okkur hér í Reykjavík. Enn einu sinni beinast augu heimsins að höfuðborg íslands, aðeins nokkrum mánuðum eftir hinn sögulega leiðtogafund. Fundar Atlantshafsráðsins, sem hefst í dag, hefur verið beðið með sérstakri eftirvæntingu í ríkjum okkar og um heim allan' vegna þess að okkur er falið að taka afar mikilvægar ákvarðanir um framtíð afvopnunar og takmörkunar vígbúnaðar. Augljóst er að ég hyggst ekki greina frá málefnum fundarins í þessu stutta ávarpi. Ég ætla að einskorða mig við almennar hug- leiðingar, sem miða að því að skilja mikilvægi hinnar pólitísku stöðu. Við hana eru miklar vonir bundn- ar, en óhjákvæmilega fylgir einnig nokkur hætta. Með þeim ákvörðunum, sem við stöndum frammi fyrir, verður lagð- ur grunnur að talsverðri fækkun kjamorkuvopna í Evrópu, og verð- um við því að gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd að atburðir undanfarinna ára hafa ekki veikt sannfæringu okkar um sameigin- leg örlög ríkja Atlantsjhafsbanda- lagsins, heldur þvert á móti styrkt hana. Ég læt þessi orð falla í landi, sem liggur miðja vegu milli stranda Atlantshafsins, og er tákn þeirra fyrirætlana og einingar, sem tryggir samstöðu meðal ríkja Atl- antshafsbandalagsins. Á undanfömum árum höfum við af og til verið varaðir við því að bandamenn okkar handan Atlants- hafsins gætu freistast til að líta svo á að úthafið skilji hagsmuni bandamanna að. Gætu þeir því dregið úr þeim skuldbindingum, sem þeir tókust á hendur í Evrópu fyrir fjörutíu árum og reyndust marka tímamót í utanríkismálum þeirra. Og hversu oft höfum við ekki heyrt raddir óttans við að ríki Evrópu láti hræðast af ógninni, sem að þeim steðjar? Að leitað verði málamiðlana á kostnað gmndvallarskynsemi í öryggismál- um og skuldbindingar ríkjanna um samstöðu með bandamönnum sínum handan Atlantshafsins? Nú eru samningaviðræður austurs og vesturs um Evrópuflaugamar komnar á lokastig (og við vonum að þær beri ávöxt). Því virðist mér nauðsynlegt að minna á að banda- lagið hefur hvorki staðið frammi fyrir brotthlaupi bandamanna okk- ar utan Evrópu né því að Evró- puríki létu undan þrýstingi nágranna okkar í austri. Á þessum árum höfum við setið að tafli, ef svo má að orði kom- ast. Þar hefur verið farið eftir ströngum reglum, en þó hefur einnig gætt fmmkvæðis og hug- myndaauðgi. Skákina gátum við teflt með sameiginlegan tilgang í huga og að lokum náðist árangur. Sögu samningaviðræðnanna mætti einnig lýsa sem síendurteknum til- raunum til að reka fleyg á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Reynt hefur verið að aðskilja kjamorku- veldi frá þeim, sem ekki búa yfir kjamorkuvopnum, og þá banda- menn í Evrópu, sem yrðu fyrstir fýrir barðinu á hefðbundnum her- afla Sovétmanna, frá hinum. Bandalagið hefur fylgt þeirri stefnu að hafa öryggi allra aðild- arríkja þess í huga og verður svo áfram. Þetta er að mér virðist sú niðurstaða, sem mikilvægast er fyrir okkur að hyggja að. Viðmæl- endur okkar í austri ættu einnig að gefa góðan gaum að þessari niðurstöðu þannig að þeir geti hér eftir forðast þann misskilning að óeiningu sé að finna í röðum okkar. Þær lausnir, sem við ætlum að ræða, miða að því að koma á jafn- vægi og halda þannig í grundvall- aratriði hugmyndarinnar um fælingu. Þær ætti því að byggja á fækkun í vopnabúrum okkar, fremur en að setja upp ný vopn. Reynsla undanfarinna ára stað- festir að leita verður jafnvægis án áfalla og án þess að losni um þau bönd, sem liggja yfir Atlantshafíð og.milli rikja Vestur-Evrópu. Leit- in má hvorki leiða til þess að NATO skiptist í svæði, þar sem öryggi aðildarríkja er misvel tryggt, né að upp spretti sá hættu- legi misskilningur að samstöðu skorti á sviði stjórnmála eða hem- aðar. Nú fetum við ótroðnar slóðir. Kjami málsins er sá að við megum ekki víkja frá þeim meginlögmál- um, sem hafa vísað okkur veginn gegnum erfítt tímabil. Þessu tíma- bili lýkur nú vonandi að hluta. Ég tel að aukið jafnvægi í ör- yggismálum Evrópu tengist einnig samningum um hefðbundinn her- afla. Hvað það varðar verða ríki Vestur-Evrópu að gera sér betur grein fyrir hvaða möguleika þau hafa og hvaða skuldbindingar fylgja framlagi þeirra til sameigin- legra vama. Þessu má vitaskuld öllu ná fram með því að efla pólitíska samkennd aðildarríkj- anna. Það verður aðeins gert með því að þær kröfur, sem lagðar eru á herðar hveiju aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins, verði skilgreind- ar nánar.v Á undanfömum árum hafa ör- yggismál sett svip sinn á þjóðmá- laumræðu í ríkjum okkar. Hefur þar stundum gætt áður óþekktrar tilfínningasemi. Atburðir undan- genginna mánaða og þeir samn- ingar sem við treystum á að verði undirritaðir munu sýna að ákvarð- anir okkar, sem á stundum hafa verið erfiðar og ekki alltaf vinsæl- ar, hafa verið réttar. Von okkar er sú að ákvarðanir okkar geti mtt braut í átt til raunverulegrar fækkunar kjamorkuvopna í Evr- ópu. Við treystum því að samning- ar varðandi kjamorkuvopn í Evrópu geti stuðlað að aukinni samstöðu almennings í aðildarríkj- um Atlantshafsbandalagsins og orðið til þess að treysta Öiyggis- hagsmuni bandalagsríkjanna. Einnig er vert að huga að við- horfi Sovétstjómarinnar og ríkja Varsjárbandalagsins. Ég tel að samningaviðræður stórveldanna, sem við munum ræða á fundinum, hefðu síður komið til ef ekki hefði orðið vart breytinga á afstöðu Sov- étmanna. Við vonum að þau teikn sem við teljum okkur geta greint gefi til kynna að frekari breytinga sé að vænta á fieiri mikilvægum sviðum utanríkisstefnu Sovétríkj- anna. Við verðum að takast á við þetta verkefni í trausti þess að við getum sótt fram í átt til nýrra markmiða varðandi frið og stöðugleika. Við vitum að í umræðum um öryggi okkar og einkum og sér í lagi ör- yggi ríkja Evrópu verður að taka tillit til ólíkra hagsmuna, bæði hvað varðar legu ríkjanna og stjómmálahagsmuni. En nú um stundir snúast umræður um tak- mörkun vígbúnaðar um ákveðið fmmkvæði og leiðir til að auka traust í samskiptum þjóða og skipta þær því miklu um árangur á öðmm sviðum en þeim sem varða beint öryggishagsmuni viðkom- andi ríkja. Þetta gemm við okkur ljóst við upphaf þessa fundar Atl- antshafsráðsins. Að lokum langar mig að tæpa á einu umhugsunarefni. Um þessar mundir minnumst við þeirra stór- kostlegu atburða sem réðu mestu um ástand alþjóðamála eftir síðari heimsstyijöldina. Við þessar end- urminningar get ég bætt fjömtíu ára reynslu minni. Það er forsjálni ríkja Vestur-Evrópu að þakka að við njótum nú lengsta friðarskeiðs tuttugustu aldarinnar. Þetta er einstakur árangur og honum höf-' um við náð með það í huga að öryggi þjóða er aðeins tæki til að tryggja frið og stöðugleika sem em skilyrði frelsis, lýðræðis og velmegunar. Nákvæmlega þessi hugsun bjó að baki Marshall- áætluninni. Með öðmm orðum: ógninni verður ekki mætt ef reglur fullveldis, frelsis og réttlætis em hundsaðar. Þörfín fyrir samstöðu aðildarríkjanna á sviði iðnfram- leiðslu, og ríkisfjármála hefur aldrei verið meiri. Við þetta bæt- ast síðan samvinna á sviði við- skipta- og efnahagsmála og samræmd stefna iðnríkja hvað varðar þann málaflokk. Einmitt þessi atriði vom rædd á fundi leið- toga iðnríkjanna í Feneyjum, sem er nýlokið. í þessu samhengi er vert að minnast þess að í annarri grein Atlantshafssáttmálans er kveðið á um samstöðu aðildarríkjanna um- fram samstarf þeirra á sviði stjóm- og vamarmála. Þar segir að ríkin muni leitast við að tryggja stöðug- leika og velferð allra aðildarríkj- anna með því að hrinda í framkvæmd sérstökum áætlunum sem stuðla muni að vísindalegum og tæknilegum framfömm. Þannig höfum við komið á fót stofnunum sem annast fram- kvæmd þessarar samvinnu jafnt á sviði efnahags- og stjómmála. Sú öfluga starfsemi sem þar fer fram sýnir enn á ný sameiningarmátt frelsishugtaksins. Fullkomin sam- vinna einstaklinga og þjóða getur einungis orðið að vemleika innan víðtæks hugtaks sem þessa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.