Morgunblaðið - 12.06.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.06.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 AKUREY& Verkfræðistofa Norðurlands: Hafnar öllum til- boðum í byggingu húss fyrirtækisins Verkfræðístofa Norðuriands augiýsti fyrir nokkru útboð á byggingu við Hofsbót 4 á Akureyri, þar sem risa á meðal annars húsnæði fyrirtækisins, auk fatahreinsunar og hús- næði nokkurra tannlækna. Þijú tilboð bárust í verkið, en eftir að útboðsaðili hafði litið á þau, féll hann frá öllum til- boðum og hóf að semja sérstaklega við tilboðsaðila. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 17.709.070 krónur frá Norðurverki hf. sem er 28,53% fyrir ofan kostn- aðaráætlun útboðsaðila er hljóðar upp á 13.777.620 krónur. Bygg- ingafyrirtækið SJS bauð í verkið litlu minna, 17.144.384 krónur sem er 24,43% fyrir ofan áætlaðan kostnað og lægst buðu Híbýli hf., eða 16.330.850 krónur sem er 18,53% fyrir ofan kostnaðaráætlun. Hörður Túlinfus, framkvæmda- stjóri Híbýla hf., sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vita til þess að þessi leið hefði verið valin áður að hafna öllum tilboðum. Hinsvegar væri sú leið mjög varasöm, ekki síst vegna þess að það kostaði fyrir- tæki allt frá 50.000 til 100.000 krónur að gera slíkt tilboð svo verk- takafyrirtæki hlytu að halda að sér höndum í framtíðinni yrði raunin sú að þetta leyfðist. „Okkur finnst svo sannarlega ekki heiðarlega að hlutunum staðið. Einnig vefengjum við þá kostnaðaráætlun sem gerð var og teljum hana að minnsta kosti 10% of lága. Iðnaðarmenn hafa verið á láglaunasvæði hér norðan- lands. Við erum að vísu famir að greiða þeim 10% hærra en umsamd- ir taxtar hafa hljóðað upp á, en það er samt of lágt miðað við það sem gengur og gerist í Reykjavík." Hörður sagði að lagalega séð hefðu útboðsaðilar rétt til að hafna tilboðum ef þeir höfnuðu öllum aðil- um til að hefja samninga við aðra, en hann sagðist álíta að tímabært væri fyrir siðanefnd Verkfræðifé- lagsins að endurskoða þessar útboðsreglur. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdðttir Ólafur Guðmundsson á öðrum vinnudegi I fræðslustjórastólnum. Einhliða aðgerðir ekki heilladijúgar - segir Ólafur Guðmundsson, nýsettur fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra „ÉG ER tilbúinn til að hætta í starfínu hvenær sem er ef menn ná samkomulagi og held ég raun- ar að það hljóti að vera einn liðurinn í samkomulaginu að ég víki,“ sagði Ólafur Guðmunds- Ólafur sagði að málið yrði að skoðast í heild. Fræðsluráðinu þætti miðstýringaraflið í ráðuneytinu far- ið að keyra úr hófí á meðan fræðsluráðin hefðu ekkert að segja. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Ferðalangar i einni af fyrstu fjórhjólaferðum ábúendanna á Stóruvöllum í Bárðardal. Ný búgrein á Stóruvöllum í Bárðardal: Fjórhjól bundin á bás í stað kúnna Roðið upp á fjórhjólaferðir um Bárðardal í SUMAR gefst fólki tækifæri á að taka þátt í óbyggðaferðum meðfram Skjálfandafljóti í Bárðardal. Þessar ferðir eru óvenju- legar að þvi leyti að farkostirair eru fjórhjól, sem svo mjög hafa rutt sér til rúms á íslandi. Blaðamaður brá sér i eina af fyrstu ferðum sumarsins undir leiðsögn Jóhönnu Rögnvaldsdóttur, sem ásamt manni sínum, Garðari Jónssyni, hefur snúið sér alfarið frá hefðbundnum búskap en þess í stað keypt ein tíu fjórhjól og ætlar að gera út á ferðamennskuna. Þau hjónin búa að Stóruvöllum í Bárðardal og vinna þau nú að því að breyta fjósi sínu í fjórhjóla- geymsiu. Það verða því flórhjólin, sem bundin verða á bás að Stóru- völlum í framtíðinni. íbúðarhúsið að Stóruvöllum er elsta hlaðna steinhús í sveit á íslandi sem búið er í, byggt á sama máta og Al- þingishús okkar íslendinga. Þar fara nú fram endurbætur sem miðast meðal annars við móttöku ferðamanna. Þau Garðar og Jó- hanna eru einnig að setja upp minkabú og hyggjast leggja rælöt við það samhliða ferðaútveginum. Eftir að hafa fengið þjálfun á tækjunum er lagt upp frá Stóru- tungu og áður en varir gleypir stórbrotið hraun ferðalanginn og fljótið í tign sinni beljar á hægri hönd. Farið er upp að Hrafna- bjargafossum, þar skammt frá tekur við greiðfærara land og haldið er í slóð bárðdælskra gangnamanna gegnum aldimar upp í Réttartorfu þar sem gangna- mannakofi stendur. Þaðan er ekið um sendna bakka Skjálfandafljóts og öslað yfir Sandmúladalsá og Krossá og endað í fallegu Kross- árgilinu. Þaðan er haldið heim á leið. Að sögn Jóhönnu er náttúru- skoðun og útivera meginmarkmið þessara ferða. Reiknað er með að ferðalangurinn hafi nægan tíma til að skoða sig um, taka myndir og næra sig. Ferðin tekur um átta klukkustundir, án nokkurra kappakstra. Séu hópar stærri en tíu manns þarf að panta með góðum fyrirvara, ekki er lagt af stað með færri en þijá. Góðir stangveiðimöguleikar eru í nágrenninu, í Svartá, og gistiað- staða er í sumarhótelinu Kiðagili sem stendur í túnfætinum hjá Stóruvöllum. Þar er jafnframt hægt að fá fæði auk þess sem þar er sauna. Þannig gæti fjór- hjólaferð orðið hluti af lengra fríi í Bárðardal. Bílaleigan Öm á Akureyri sér um kynningu og sölu á ferðunum. Dagsferð kostar 5.500 krónur fyrir manninn. Innifalið í því verði eru laun leiðsögumanns, sölu- skattur, afnot af vindþéttum fatnaði, hjálmi og húftrygging. Hægt er að kaupa nestispakka á 900 krónur, en sá möguleiki er fyrir hendi að fólk nesti sig sjálft. Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það ekur sínum eigin bíl til Stóm- valla, tekur bfl hjá Bflaleigunni Emi eða lætur aka sér til og frá Bárðardal. Mikil umræða hefur orðið um náttúmspjöll fjórhjóla og rétt er að gáleysisleg notkun þeirra veld- ur skemmdum. Hér hefur hins- vegar verið kappkostað að ekkert slíkt gerist með því að leiðsögu- maður er með í för, leiðin hefur verið valin með það fyrir augum að spjöll verði ekki unnin og fyrir- hugað er að bjóða náttúruvemda- raðilum að fylgjast með leiðinni. son, nýsettur fræðslustjóri, I Mmfali við Morgunblaðið í gær. Blaðamaður leit inn til Ölafs á fræðsluskrifstofuna í gær. Ólafur sagðist ekki búast við að dvelja lengi í embættinu, en taldi þó ein- hliða aðgerðir ekki af hinu góða. „Það em tveir aðilar sem eiga í deilum sín á milli og sættir munu aldrei takast alfarið á kostnað ann- ars aðilans. Ég held að fræðsluráðið gangi ekki til fullra sátta við ráðu- neytið nema að ég láti af störfum og starfið verði auglýst aftur. Þessi afstaða er einnig mjög ríkjandi hjá stjóm Félags skólastjómenda í umdæminu." Fyrsta skemmtiferða- skipið með 350 farþega FYRSTA skemmtiferðaskip sum- arsins kom til Akureyrar í gærmorgun með um 350 Þjóð- veija. Skipið, sem er rússneskt, heitir Kazahstan og er eitt af þremur stærstu skemmtiferða- skipum Rússa ásamt Evrópu og Maxim Gorki. Farið var með farþega í skoðun- arferð í Mývatnssveit í gærdag og tóku 230 manns þátt í þeirri ferð. Skipið hélt úr höfti í gærkvöldi áleiðis til Noregsstranda. Tólf skemmtiferðaskip til við- bótar eru væntanleg til Akureyrar í sumar og kemur það næsta þann 23. júní. Mestmegnis eru þetta rússnesk skip. Tíu þeirra koma í júlí og eitt í ágúst. Morgunblaðið/JAhanna Ingvarsdóttir Rússneska skemmtiferðaskipið Kazahstan við bryggju á Akureyri I gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.