Morgunblaðið - 12.06.1987, Side 34

Morgunblaðið - 12.06.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna y- Frá menntamála- ráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Verkmenntaskóla Austurlands eru laus- ar kennarastöður í íslensku, dönsku og rafiðnagreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 20. júní nk. Að Fósturskóla íslands vantar stundakenn- ara í þróunarsálarfræði, heilsu- og sjúk- dómafræði og vistfræði. Umsóknir skal senda fyrir 20. júní til skóla- stjóra, sem veitir nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið. GILDIHF Framreiðsla Óskum eftir að ráða starfsfólk til eftirtalinna framreiðslustarfa: ★ 1. Grillið vantar vanan framreiðslumann, þarf að geta hafið störf sem fyrst. ★ 2. Nema í framreiðslu. ★ 3. Aðstoðarfólk í sal (Garðskála). Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri frá kl. 09.00 til kl. 13.00 í síma 29900 og veitingastjóri í Grilli. Giidihf. Sjúkraþjálfarar Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara í fast starf. Góð vinnuskilyrði. Upplýsingar í síma 97-7402. Framkvæmdastjóri. Laus staða Tímabundin lektorsstaða til tveggja ára í upplýsinga- og merkjafræði við rafmagns- verkfræðiskor Háskóla íslands er laus til umsóknar. Kennslusvið lektorsins er á sviði hliðrænnar og starfrænnar rásafræði (síur), mótunar-, merkja- og upplýsingafræði. Rannsóknasvið skal vera á ofangreindum sviðum og aðstaða veitt í upplýsinga- og merkjafraeðistofu Verk- fræðistofnunar Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Æskilegt er að lektorinn geti hafið störf í byrjun haustmisseris 1987. Menntamálaráðuneytið, 4.júní 1987. Bókari Þekkt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða bókara til starfa sem allra fyrst. Starfið felur í sér almenn bókhaldsstörf auk annarra skrifstofustarfa. Verslunarskóla- menntun eða önnur sambærileg menntun æskileg auk reynslu af bókhaldsstörfum. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. júní nk. merkt: „Bókari — 5084“. Matreiðslunemar — starfsfólk Óskum eftir áhugasömu og duglegu fólki til starfa. Þarf að geta hafið vinnu sem fyrst. Upplýsingar á staðnum frá kl. 08.00 til kl. 14.00. MATSTOFA MIÐFELLS SF. Funahöföa 7 — sími: 84939, 84631 Smurstöð — sumarafleysing Hekla hf. vill ráða áhugasaman mann til sum- arafleysinga á smurstöð fyrir bíla. Samviskusemi, reglusemi og stundvísi er áskilin. Góð, björt og hreinleg vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur Jón C. Sigurðsson, smur- stöð Heklu. HEKLAHF Laugavegi 170-172. Sími 695500. Atvinna Óskum eftir að ráða nokkra duglega menn til starfa strax. Bæði er um sumarstörf svo og framtíðarstörf að ræða hjá traustu fyrir- tæki. Byrjunarlaun eru 49 þús. kr. á mánuði. Um þrifaleg verkastörf er að ræða. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „A - 6002“. Bifreiðastjórar Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til akst- urs strætisvagna og á vakt. Upplýsingar í símum 20720 og 13792. Landleiðir hf., Skógarhlíð 10, Reykjavík. Fóstrur — fóstrur Fóstrur vantar til starfa við leikskólann í Borgarnesi frá 10. ágúst nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 3. júlí nk. Upplýsingar í leikskólanum í síma 93-7425 og á skrifstofu Borgarneshrepps í síma 93-7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi. 1. vélstjóra vantar á 300 tonna rækjubát sem frystir aflann um borð. Nafn og símanúmer leggist inn á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 15. júní merkt: „Vélstjóri — 6402". Matvælafyrirtæki óskar eftir starfskrafti í matvælaiðnað. Við- komandi þarf að geta starfað stjálfstætt. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „M — 4013“ fyrir 16. júní. Meinatæknir Viljum ráða meinatækni frá 20. júní nk. í 4-6 vikur vegnaveikinda forfalla. Skemmri tími kemur til greina. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 98-1955. Sjúkrahús Vestmannaeyja. Vanur maður óskast á nýlega traktorsgröfu. Upplýsingar í síma 666374. Bifvélavirki Viljum ráða sem fyrst fjölhæfan bifvélavirkja til skyndiviðgerða á fólksbifreiðum. Áhersla lögð á lipurð, reglusemi og stundvísi. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma- verði. [hIHEKIAHF Laugavegi 170-172. Sími 695500, Járniðnaðarmenn Óskum eftir járniðnaðarmanni til starfa á púströraverkstæði Fjaðrarinnar, Grensás- vegi 5. Upplýsingar hjá verkstjóra (ekki í síma). Bílavörubúöin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 Rafmagnsverkfræð- ingar — rafmagns- tæknifræðingar Hitaveita Suðurnesja framlengir hér með umsóknarfrest um stöðu forstöðumanns raf- magnsdeildar til 26. júní. Starfið felst íyfirstjórn rafmagnsdeildar H.S., þ.e. daglegum rekstri, skipulagningu og upp- byggingu aðveitu-, stýri- og dreifikerfa, auk rafmagnseftirlits. Hæfniskröfur eru, að umsækjendur séu menntaðir rafmagnsverk- eða -tæknifræð- ingar og hafi háspennuréttindi. Starfsreynsla er nauðsynleg. Laun eru byggð á taxta Verkfræðinga- eða Tæknifræðingafélags íslands. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublöð- um, sem fást á skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja, Brekkustíg 34-36, 260 Njarðvík. Umsóknir þeirra, er sóttu um starfið fyrir 15. maí síðastliðinn, eru fullgildar og þurfa þvi ekki að endurnýjast. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 92-3200. Hitaveita Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.