Morgunblaðið - 12.06.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.06.1987, Qupperneq 44
 'jhiji pt fltiiJirr'iTp/Va ova Tpunr.ti'Tiur MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 44 fclk í fréttum Haukur Hauksson á sviðinu í Broadway V Bróðirinn hljóp í skarðið Nell’s í New York HÚN heitir Nell Campbell, kon- an sem rekur “Nell’s", vinsælasta diskótekið í New York þessa dagana. Staðurinn er með nokkuð öðru sniði en aðrir slíkir á Manhattan. Innréttingin er í stíl þriðja áratugarins; þungir leður- sófar og persnesk teppi og á efri hæðinni leikur dæmigert djassband gömlu góðu lögin. I kjallaranum dynur nýjasta diskótónlistin en ekki er þar ljósadýrðinni fyrir að fara. Eina “ljósasjóið" er þegar plötu- snúðurinn, sem er að sjálfsögðu breskur eins og allt annað á staðn- um, slekkur og kveikir á veggljós- unum. Gestimir á Nells eru heldur ekki af verri endanum en meðal fasta- gesta eru þau Bianca, Mick og Jerry -öðruvísi diskótek Hall, Calvin Klein, Debby Harry, David Bovie, Michael Douglas, Fay Dunaway og Thierry Mugler svo einhverjir séu nefndir. En þó fræga fólkið skemmti sér á Nell’s er það svo sannarlega ekki vegna þess að það fái ókeypis inn, því allir þurfa að greiða sinn aðgangseyri við inn- gangin, sem er annars óþekkt í New York. Og það sem meira er; það komast ekki allir inn. Eins og á flestum betri klúbbum í heims- borginni fá aðeins útvaldir aðgang að staðnum og þykir þá vænlegast að vera annaðhvort þekkt andlit eða óhemju vel eða a.m.k. spennandi til fara. Nell segist ekki hleypa neinum inn sem hún ekki mundi vilja fá inn í stofu heima hjá sér. Meðal þeirra sem ekki fá aðgang eru nöfn eins og Grace Jones, Don Johnson og Diana Ross. Laura “Nell“ Campbell er þijátíu og fjögura ára gömul, ættuð frá Ástralíu og steig sín fyrstu skref fram í sviðsljósið þegar hún fór með hlutverk Columbíu í Rocky Horror Picture Show. Eftir að hún flutti til New York vann hún við mótttöku á hinum þekktu veitinga- stöðum The Odeon og Cafe Luxembourg, sem vinir hennar úr Rocky Horror, þeir Keith McNally og Lynn Wagenknecht reka og upp úr því fékk hún þá hugmynd að setja á stofn klúbb í sínum persónu- lega stíl þar sem hún gæti haft allt eftir sínu höfði og verið sjálf miðpunktur kvöldsins, öll kvöld. Laura “Nell“ Campbell á diskó- tekinu sínu. AÐ vakti athygli þeirra sem fylgdust með rokkkabarettin- um “Allt vitlaust" á Broadway á föstudaginn var að í stað Eiríks Haukssonar stóð á sviðinu “annar Eiríkur". Þessi óþekkti söngvari reyndist vera Haukur Hauksson, yngri bróðir Eiríks, sem hafði með íitlum fyrirvara hlaupið í skarðið fyrir bróður sinn í forföllum hans. í samtali við blaðamann sagðist Haukur hafa vitað það með fimm daga fyrirvara að hann þyrfti að taka að sér hlutverk bróður síns. “Eg tók eina æfíngu með Gunnari Þórðarsyni og skoðaði svo mynd- band með sýningunni." Þó Haukur hefði varla haft tíma til að læra lögin og textana utanað áður enn hann steig á sviðið var það ekki að sjá né heyra og kom frammi- staða hans á óvart, enda lítið heyrst til hans opinberlega áður. Haukur Hauksson er 23 ára gam- all og hefur sungið með ýmdum danshljómsveitum síðan hann var sextán ára. Hann er nú söngvari í nýstofnaðri hljómsveit sem nefnist Stjómin. Kvikmyndaleikur Okkur vantar fólk... 20 ára og eldri í hópsenu í kvikmyndina „Tristan og Isold'*. Því litríkari hóp og ólíkari persónur þvl betra. Upptökudagur er laugardagurinn 25. júli og fer upptakan fram utan Reykjavíkur. Allir sem hafa áhuga á að vera með eru velkomnir á Lindargötu 24, laugardaginn 13. júní kl. 14.00. F.I.L.M. CINEMA ART PRODUCTION. BnRSBnmnnnranni HERRA Ólafur Egilsson sendiherra kannar írskan heiðursvörð í Aras an Uachtarain þar sem hann afhenti trúnaðarbréf sitt 26.maí s.l. Ólafur er nú Sendiherra íslands í Bretlandi og Hollandi og hefur aðsetur í London.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.