Morgunblaðið - 12.06.1987, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
„þu varst búínn a5 venx prjá. chaga.
upp'i í íjöllunum - hvcxb gerð'ist þó. ?"
Ég keypti hér hjá ykkur
kanarífuglsegg og svo kem-
ur þetta —?
HÖGNI HREKKVlSI
Flug5ryggi:
Hefur ekki verið far-
ið að settum reglum?
Fyrirspurn til formanns Félags
íslenskra flugnmf er ðarstj óra
Til Velvakanda.
Undanfama daga hafa verið
miklar tafír á flugi vegna meintra
aðgerða flugumferðarstjóra, en þeir
eiga nú í launadeilu. Fjölmiðlamenn
hafa leitað orsaka fyrir þessum
seinagangi og hafa forsvarsmenn
flugumferðarstjóra þá svarað því
til að ástæðan fyrir töfunum væri
vegna þess að haldið sé uppi fullu
öryggi með því að fylgja settum
reglum.
Nú er óskað svars frá formanni
Félags íslenskra flugumferðarstjóra
við eftirfarandi spumingum:
1. Var ekki farið eftir settum regl-
um, áður en þessi síðasta
Iaunadeila hófst, en þá gekk allt
Yíkverji skrifar
Kona, sem kom að máli við
Víkveija, lýsti megnri
óánægju með þjónustu Strætis-
vagna Reykjavíkur, sem hún kvað
hafa hrakað stómm að undanfömu.
Hún sagði ferðir bæði strjálari en
áður og vagnana svifaseinni í för-
um, svo mjög að jafnvel féllu niður
ferðir af þeim sökum.
Til skamms tíma voru ferðir
helztu strætisvangaleiða á 15
mínútna fresti, en hefur nú verið
fækkað um 25% eða í ferðir á 20
mínútna fresti. Það ganga sem sagt
aðeins þrír vagnar á hverri klukku-
stund nú í stað fjögurra áður.
Konunni, þótti þetta mjög bagalegt
og sagði þetta nýja skipulag lengja
mikið bið á biðstöðvum. Sums stað-
ar væru og biðskýli slæm eða engin.
Breytingin hlyti því að kalla á að
Qölga þyrfti biðskýlum, svo að
væntanlegir farþegar, viðskiptavin-
ir SVR, gætu notið skjóls meðan
þeir biðu í kulda og trekki eftir
vagninum.
A þessu vori hefur þó ekki verið
hægt að kvarta undan kulda og
trekki í höfuðborginni, svo vel hefur
viðrað. En kannski er það undan-
tekning, jafnvel að sumarlagi hér á
þessu eylandi í norðurhöfum blása
oft naprir norðanvindar.
Sólríkur sumardagur var síðast-
liðinn þriðjudag. Fór þá kona þessi
einu sinni sem oftar með strætis-
vagni, nánar tiltekið leið 11. Margir
virtust nota vagnana þennan dag,
enda margur á ferli í góða veðrinu.
Vagninn kom langt á eftir áætlun
á Hlemm, þar sem konan hugðist
stíga í hann. Hún hafði þá beðið
hans frá því klukkan rúmlega 14
og næsti vagn átti að fara frá
Hlemmi 20 mínútum yfír. Vagninn
kom rétt fyrir klukkan hálfþijú og
er hann hafði rennt inn á stæðið,
gekk vagnsstjórinn út, kveikti sér
í vindlingi og gekk á brott. Konan
spurði, hvemig á þessu stæði, hvort
vagninn væri ekki á eftir áætlun
og fékk þá aðeins það svar, að vagn-
stjóramir væru svo fáir í sumar,
og þeir þyrftu sína pásu. Þar af
leiðandi færi vagninn ekki fyrr en
15,40. Yrðu menn bara að sætta
sig við það. Og þar við sat. - Hér
virtist ekki hugsað um hag við-
skiptavinar SVR, sem hlýtur að eiga
einhvem rétt - eða er það ekki
hann, Reykvíkingurinn, sem rekur
þetta fyrirtæki og greiðir reksturs-
kostnað vagnanna með fargjaldi
sínu og sköttum? Hér þurfa stjórn-
endur borgarinnar vissulega að
taka til hendi og lagfæra. Eitthvað
virðist hér vera að fara úrskeiðis.
XXX
Eitthvað var klaufalegt við sýn-
ingu sjónvarpsins á krýningu
fegurðardrottningar íslands í Bro
adway á þriðjudagskvöldið. Fyrst í
þættinum, þar sem undirbúningur
þátttakenda var kynntur kom
greinilega í ljós, að stúlkumar vom
háfættar og glæsilegar, en þegar
kom að beinni útsendingu virtist
Víkveija sem um allt aðrar stúlkur
nokkuð snuðmlaust fyrir sig?
2. Verða tafir áfram, að loknum
launadeilum, (þar með farið að
settum reglum og haldið upi
fullu öryggi), eða verða tafír úr
sögunni eins og var fyrir launa-
deilu og hvað þá með öryggið?
Það hlýtur að vera réttur fljúg-
andi farþega að vita hvort farið er
að settum reglum eða ekki í flugi
undir stjóm íslenskra yfirvalda.
Ottó A. Michelsen
væri að ræða. Þær, sem komu fram
á sviðinu í Broadway vom stutt-
leggjaðar og svolítið „sveitó" í
vexti. Hver skyldi vera skýringin á
þessu? Ekki veit Víkveiji svarið, en
býður í gmn, að skýringin kunni
að vera röng staðsetning myndavél-
anna, sem hafí verið fyrir ofan
stúlkumar og myndir tekin niður á
sviðið. Kannski hefði og önnur linsa
hentað betur? Hvað sem því líður
þá fannst Víkveija myndatakan frá
kiýningunni ekki vel heppnuð. Hún
afskræmdi glæsilegar stúlkur, a.m.
k. miðað við þær myndir, sem fyrr
vom sýndar.
Margt fleira var athugavert við
þessa útsendingu. Var t.d. nauðsyn-
legt, að sami karlmaðurinn kæmi
inn á sviðið í hvert sinn, sem ein-
hver stúlknanna hlaut titil og kyssti
þær rembingskoss um leið og hann
afhenti henni blóm? Einnig vom
langar þagnir þularins, rétt áður
en að útnefningu fegurðardrottn-
ingar íslands kom, afkáralegar og
klaufalegar. Þær áttu víst að skapa
einhveija spennu, en sú spennugerð
gjörsamlega mistókst. Annars get-
ur efni sem þetta verið mjög
frambærilegt sem sjónvarpsefni, sé
það vel gert og til þess vandað. Það
er hins vegar engan veginn útvarps-
efni, eins og hlustendur hinnar nýju
stöðvar, „Stjömunnar" urðu svo
eftirminnilega varir við. Bein út-
sending úr Broadway þetta kvöld
var hreint og beint fáranleg. Feg-
urð fyrir augað verður aldrei gerð
skil f hljóðvarpi.