Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 5j RÖRA- FITTINGS- ÚRVALIÐ ERHJÁOKKUR HU5A5MIOJAN SUDARVOG! 3-5 O 687700 afsláttur í júní og júlí veitum við 15% staðgreiðsluafslátt af pústkerfum í Volksvagen og Mitsubishi bifreiðar. Kynntu þér okkar verð, það getur borgað sig. m HEKLAHF SÍMAR: 91-695500 91-695650 91-695651 7 Metsölublad á hverjum degi! Stærsta vörusýning á ís- landi haldin í september Sýningarsvæðið verður rúmlega 5000 fm ÍSLENSKA sjávarútvegsýningin 1987, sem haldin verður dagana 19.- 23. september, verður að líkindum stærsta vörusýning sem hald- in hefur verið hérlendis fram til þessa. Sýningin verður í Laugar- dalshöllinni, en til viðbótar verður slegið upp tveimur sýningarhúsum, innfluttum frá Bretlandi, þannig að alls verður sýningarsvæðið rúm- lega 5000 fermetrar að stærð. Þegar hafa fyrirtæki frá 14 þjóðum boðað þátttöku sína, en þar á meðal eru 35 sýningaraðilar frá Dan- mörku, 22 frá Noregi, 18 frá Svíþjóð, 17 frá Bretlandi, auk þátttak- enda frá Frakklandi, Hollandi, og víðar að. Þá verða nálægt 50 íslensk fyrirtæki meðal sýningaraðila. Það er breska sýningarfyrirtækið Industrial and Trade Fairs Intem- ational Ltd. sem sér um fram- kvæmd þessarar sýningar, en það fyrirtæki mun vera all framalega á sínu sviði. Eiríkur Tómasson, lög- fræðingur og fulltrúi Alþjóðlegra vörusýninga sf., sagði á blaða- mannafundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum á mánudag að um svo stóra sýningu væri að ræða að íslenskir aðilar hefðu að líkindum ekki bolmagn til að skipuleggja hana. Sýningin mun taka til allra þátta sjávarútvegs, þar á meðal veiði, framleiðslu og úrvinnslu, auk pökk- unar, og er þegar búið að ráðstafa öllu sýningarplássi. Búist er við að töluverður fjöldi erlendra gesta komi hingað til lands í tilefni sýn- ingarinnar, og að sögn Patriciu Foster, framkvæmdastjóra hennar, hefur verið reynt að gera ráðstafan- ir til að fá hingað til lands ferju til að sjá þeim fyrir gistingu, en gisti- rými mun vera af skomum skammti hér í Reykjvaík yfir ferðamannatí- mann. Þetta er í annað sinn sem íslensk sjávarútvegssýning af þessu tagi er haldin, en sú fyrri var í Laugar- dalshöllinni fyrir þremur árum síðan. Þá var hún talsvert smærri í sniðum, en hún þótti ákaflega vel heppnuð, en íslenskum fyrirtælq'um vegnaði þá ágætlega við koma vör- um sínum á framfæri. Eiríkur Tómason sagði að sýning af þessu tagi hefði mjög mikla þýð- ingu fyrir okkur Islendinga, og sérstaklega þau fyrirtæki sem Morgunblaðið/Þorkell Eiríkur Tómasson, lögfræðingur, John V. Legate, einn framkvæmda- stjóra ITF, og kona hans Patricia Foster, framkvæmdastjóri sýning- arinnar, á fréttamannafundi sem haldin var á mánudag á Hótel Loftleiðum. þarna kynntu sína vöru. „Stærð sýningarinnar og fyöldi þátttakenda sýnir okkur íslending- um að við njótum álits meðal annarra þjóða sem fískveiðiþjóð og fískiðnaðarþjóð því þessi sýning er alþjóðlegur viðburður þar sem reynt er að gera hana úr garði eins og best gerist úti í heimi," sagði Eirík- ur á fundinum á mánudag. „Þessi sýning gerir okkur kleift að mark- aðsetja vöru okkar og kynna iðnaðinn, og takmarkið með henni er fyrst og fremst að sýna tækni- búnað og koma á viðskiptum." í tengslum við sýninguna verður svo haldin hér ráðstefna á vegum Norræna iðnaðarsjóðsins um tölvu- tækni í sjávarútvegi. / _ • • TOLUR A BLAÐI VERÐA AÐ PENINGUM STRAX TIMAMÓT í REKSTRI FYRIRTÆKJA Tölur á blaði geta gefið upplýsingar um góða afkomu og trygga stöðu fyrirtækja, en þær koma að takmörkuðum notum sem rekstrarfjármagn. Vanskil, erfið innheimta o. fl. kostar bæði tíma og fé og geta skipt sköpum um afkomu fyrirtækjanna. Kröfukaupadeild KAUPÞINGS hf. kaupir og/eða innheimtir: — Reikninga — Víxla — Euro-Visa afborgunarsamninga — Euro-Visa sölunótur og greiðir handhafa skuldaviðurkenningar andvirðið samdægurs. KRÖFU <AUPA DEILD KAUPÞINCS HF Bolholti 4 • simi: 68 90 80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.