Morgunblaðið - 25.06.1987, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 25.06.1987, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 69 Núverandi heimili aldraðra á efri hœð hússins. Niðri er heilsugæsl- an og tannlæknastofur í viðbyggingu. ans, Guðmundar Ingvarssonar, og fleiri hreppsnefndarmanna, að fyrr en síðar verði farið að skrá sögu Þingeyrar og nágrennis, þeim yngri til íhugunar, því til erlendra þjóða og samskipta við þær lærðist Dýr- firðingum margt, s.s. verkmennt ýmiskonar er nýttist því fólki er þá stóð í fararbroddi. En það var lán mikið að það tókst að koma í veg fyrir að Frakkar settust hér að á 19. öld með útgerðarbæinn sinn ásamt öllu er þvf átti að fylgja, nokkrum þúsundum franskra manna. Hvar væri þá íslensk tunga töluð í Dýrafírði og víðar? Þingeyr- ingar báru þá gæfu til að standa saman sem einn maður er Alþingi fjallaði um þau mál og tókst með harðfylgi að forða þeirri vá er fyrir dyrum stóð. Af þeirri sögu má margt læra enn í dag, að sameinað- ir geta Þingeyringar lyft Grettistök- um þótt ekki sé mannmergð fyrir að fara. Ótal verkefni bfða vinnufúsra handa og þau eru óþijótandi, sagði Jónas, en það er gamla sagan, til þess þarf peninga, mikla peninga og allt tekur sinn tíma. Hrepps- nefnd vinnur stíft að þvf að knýja á um bættar samgöngur, má þar fyrst nefna Dýrafjarðarbrúna að ógleymdum jarðgöngunum sem tengja á saman byggðimar á norð- anverðum Vestfjörðunum, voru lokaorð Jónasar. - Hulda laugsson skólastjóri á Núpi sendi á undan sér eyfírskar plöntur er festu rætur árið 1906 og hóf síðan til vegs og virðingar skrúðgarðarækt f Dýrafirði með tilurð skrúðs f Núpslandi. Lengi býr að fyrstu gerð, því þar lærðu nemendur að rækta garðinn sinn, bæði matjurtir, skrautblóm og skógrækt. Að fortíð skal hyg-gja er framtíð skal byggja I spjalli við eldri borgara kemur fram að þeim er það gleðiefni að haldið skuli í gamlar hefðir af þeim er stjóma þessu litla þorpi og líka haldið til haga því sem minnir á gengnar kynslóðir sem af forsjálni bjuggu í haginn fyrir komandi kyn- slóðir. Þá völdust til forystu stór- huga konur og menn er gerðu garðinn frægan hvað snertir menn- ingu og mennt hreppsbúa, reyndar beggja megin flarðarins sem enn eymir af, þótt ýmsu hafí verið kast- að fyrir róða. Sem dæmi má nefna að 1904 var stofnað í Þingeyrar- hreppi brunabótafélag er nefíidist Verðandi og starfaði það þar til Brunabótafélag íslands var stofnað og reyndar lengur, til ársins 1923. Árið 1935 vom í þessum sjóði kr. 32.000. Mörg undanfarin ár hefur fé verið varið úr þessum sjóði til verðlaunaveitinga við gmnnskóla Þingeyrar. Full ástæða er að dómi oddvit- Sýslunefnd Rangárvallasýslu: Harmar eftirlits- lausan innflutn- ing fjórhjóla AÐALFUNDUR sýslunefndar Rangárvallasýslu var haldinn í Skógum undir Eyjafjöllum dag- ana 11. og 12. júní siðastliðinn. Á fundinum var fjöldi mála ræddur; m.a. var harkalega veist að innflutningi fjórhjóla. Allir aðalmenn voru viðstaddir, auk sýslumannsins, Friðjóns Guðröð- arsonar, sem er oddviti nefndar- innar. Tekjur og gjöld sýslusjóðs Rang- árvallasýslu 1987 nema kr. 4.800.000 og var þeirri upphæð að mestu leyti varið til mennta-, fé- lags- og menningarmála. Til Fjöl- brautarskóla Suðurlands var varið 1,6 milljón, 800.000 til byggða- og skjalasafns í Skógum, 250.000 til tækja- og búnaðarkaupa í stjóm- stöð almannavama og 200.000 til undirbúnings og útgáfu sýsluritsins Goðasteins. Tekjur sýsluvegarsjóðar námu rúmlega 10 milljónum. 3,5 milljón- um var varið til nýbygginga vega, 6,3 í viðhald og 250.000 í ófyrirséð- an kostnað. Sýslunefnd ályktaði um hin ýmsu mál. Meðal þeirra var akstur íj'ór- hjóla. Sýsluneftidin harmaði það að fijáls og eftirlitslaus innflutningur skyldi hafínn, þar eð stórfelld nátt- úruspjöll hafí þegar orðið af völdum þeirra viðs vegar um landið, auk þess sem veruleg slysahætta fylgi þeim. Skorað var á lögreglu að gera skyldu sína og hefta ólöglega meðferð þessara tækja og mælst til þess við sveitarstjómir, að þær komi upp sérstökum afmörkuðum og afgirtum æfíngasvæðum fyrir fjórhjólin. Einnig verði kannaðir möguleikar á því að fjórhjólin megi ekki aka um vegi landsins eins og létt og þung bifhjól. Sýslunefnd lýsti og yfír óánægju sinni með þá seinkun, sem orðið hefði á áætlunum um gerð nýrrar brúar yfír Markarfljót og fullnaðar- uppbyggingu vegarins að henni. Lagði fundurinn áherslu á að þess- um framkvæmdum verði hraðað í beinu framhaldi af brúargerð við Óseyrames, þannig að staðið verði við fyrri áætlanir um að brúin verði tekin í notkun 1990. Sýslunefnd vakti einnig athygli á nauðsyn þess að setja ákveðnar strangari reglu varðandi umgengi ferðamanna t.d. í Þórsmörk og Landmannalaugum. Einnig var á það bent, að menningarminjar í sýslunni væru víða í vanrækslu. Fimmtudagskvöldið ll.júní kom sýslunefnd V estur-Skaftfellinga í kvöldverðarboð að Skógum. Að honum loknum hélt landgræðslu- stjóri, Sveinn Runólfsson erindi um gróðurverndar- og landgræðslumál. Fræðslustjóri Suðurlands kom á sýslufund og flutti erindi um framtíð skólahalds á Skógum, en sýslunefndir Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslu standa sameig- inlega að uppbyggingu Skóga. Keppt í ralli í Borg- arfj arðarhéruðum SKAGARALL hefst á Akranesi á morgun, föstudag, og hafa 27 bifreiðir verið skráðar til leiks. Er þetta í fyrsta sinn sem Skaga- menn standa fyrir rallkeppni og nú eiga Akumesingar einnig fulltrúa-í keppninni. Rall þetta er liður í keppninni um íslandsmeistaratitil rallöku- manna. Bifreiðimar verða ræstar á Akratorgi kl. 18 á morgun og verð- ur þá ekið um Leirármela. Keppnin heldur svo áfram á laugardags- morgun kl. 6, en þá liggur leiðin vítt og breitt um Borgarfjarðar- héruð. Vonast Skagamenn til að keppni þessi verði fastur liður á keppnisskrá rallökumanna á næstu árum. Ferðaþjónusta Akumesinga, Skagaferðir, sér um framkvæmd rallsins, í samvinnu við Bifreiða- íþróttaklúbb Borgarfjarðar. Á með- al keppenda í Skagaralli verða SkagaraU hefst á Akranesi á morgun og eiga Akumesingar nú f fyrsta sinn fulltrúa í rallkeppni. Það em þeir Guðjón Björa Guð- mundsson og Jökull Svavarsson, sem hér era við farkost sinn. íslandsmeistaramir Jón Ragnars- son og Rúnar Jónsson. Þá munu Akumesingar í fyrsta sinn eiga fulltrúa í rallkeppni, sem eru þeir Guðjón Bjöm Guðmundsson og Jök- ull Svavarsson. Þeir hafa áður starfað sem aðstoðarmenn í rall- keppni. Islandsmeistarakeppni írallý cross: Fjórhjóladrifin forysta- „ÉG ER dauðþreyttur, þetta var mikið puð, því brautin var mjög erfið. Sigurinn sýnir hvað bíllinn getur,“ sagði Birgir Viðar Hall- dórsson i samtali við Morgun- blaðið, en hann vann rallý* cross-keppni Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur á sunnudag- inn. Ók Birgir Mazda 323 4x4 og hefur nú góða forystu í ís- landsmeistarakeppninni i rallý cross. Brautin, sem keppt var á, var gróf eftir fyrstu umferðimar og því erfíð yfírferðar. Fjórhjóladrifinn keppnisbíll Birgis naut góðs af því, en bíll hans var sá eini sem ekki er sérstaklega hannaður fyrir rallý cross — er óbreyttur fjölskyldubíll. „Ég átti ekki von á bílnum svona sterkum í rallý cross og mun nú einbeita mér að svona akstri;“ sagði Birgir. „Ég reyni að ná í Islands- meistaratitilinn, ætla að létta bílinn fyrir næstu keppni, því harkan verð- ur ömgglega meiri." Það gekk á ýmsu í undanriðlum fyrir úrslit. Snorri Harðarson var manna duglegastur að skemmta áhorfendum. Fyrst missti hann aft- urhjól undan bílnum á fullri ferð Lánleysi í Skotlandsf ör íslenskra rallökumanna ÞEIR vora lánlausir islensku rallökumennirnir sem kepptu i skoska alþjóðarallinu um miðjan mánuðinn. Þeir Þorsteinn Inga- son og Gordon Dean á Toyota og Birgir Viðar Halldórsson og Úlfar Eysteinsson á Lada féllu úr leik á einni af síðustu sérleið- um keppninnar. Toyota-bíllinn endaði förina á tré, en vél Lada- bílsins bilaði. Ævintýrið byijaði heldur illa hjá Þorsteini og Gordon þegar púst- kerfíð losnaði og festi um leið stýrið. Fór bíll þeirra útaf og þeir töpuðu miklum tíma, en náðu þó að vinna upp talsverðan tíma og voru í 47. sæti eftir fyrri dag. Húddið fauk upp seinna í keppninni og fór Þor- steinn lítillega útaf, þar sem hann sá ekki neitt. Gátu Þorsteinn og Gordon fest húddið aftur og héldu áfram. Eftir þetta gekk aksturinn áfallalaust og á öðrum degi voru þeir komnir í 36. sæti. En lánið lék ekki við kappana á síðasta degi. Á þriðju síðustu sérleið lenti bíllinn útaf og á tré og stórskemmdist. Þá voru Þorsteinn og Gordon í 34. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Voldugt tré stöðvaði Þorstein og Gordon Dean, en þeir vora þá i 34. sæti. 45 bílar luku keppni. sæti, höfðu á leiðinni á undan náð 25. besta tíma, en ekki klifrað upp um sæti. Birgir og Úlfar fóru öllu rólegar, vermdu botnsætið á afllitlum Lada- bfinum og litu á keppnina sem reynslu. Þau 70 hestöfl sem þeir höfðu til umráða urðu máttlaus í enda sömu leiðar og Þorsteinn fór útaf. Komst Ladan 300 metrum lengra en Toyotan áður en bfllinn gafst endanlega upp, með ónýta vél. Sigurvegari í skoska rallinu varð David Llewellin á Audi Quattro, en Jimmy McRae á Ford Sierra Cosworth varð annar. McRae hafði haft forystu alla keppnina, en smávægileg bilun í lokin setti hann úr fyrsta sætinu. - GR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Úrslitin ráðin. Birgir Viðar á fjórþjóladrifnum Mazda skilur andstæð- ingana eftir í startinu. Ríkharður Kristinsson á Toyota fylgir á eftir Og Sigurður Óli einnig á Toyota. þg stöðvaðist og síðan þegar hann var í þá mund að vinna sig í úrslit flaug framhjól undan og út í móa. Felgumar reyndust of lélegar fyrir átökin, en brautin var þung yfír- ferðar. Stendur það það þó til bóta, því hana á að lagfæra fyrir næstu keppni og kosta miklu til. í úrslitum tók Birgir strax forystu, á undan Ríkharði Kristinssyni á Toyota sem hafði ekið með miklum látum í und- anriðlum. Birgir hélt forystunni örugglega og vann sinn annan sigur í röð. Ríkharður varð annar en Sig- urður óli Gunnarsson á Toyota þriðji. Toyota Jóhanns Egilssonan'** varð síðan í fjórða sæti. - GR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.