Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 151. tbl. 75. árg.______________________ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 ________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Indland: Hryðjuverkamenn myrða 73 hindúa Chandigarh, Nýja Delhi. Reuter. HRYÐJUVERKAMENN síkha hafa myrt að minnsta kosti 72 hindúa í árásum á langferðabíla í norðurhluta Indlands undan- farna 2 sólarhringa, að því er talsmenn lögreglu sögðu f gær. Forystumenn allra stjómmála- flokka hafa fordæmt morðin og segjast styðja verkfallsaðgerðir er boðaðar hafa verið í dag til þess að mótmæla hryðjuverkun- um. í Haryana-ríki voru 35 hindúar myrtir í gær og 15 særðir er hiyðju- verkamenn stöðvuðu tvo langferða- bíla er mættust við brú á aðalhrað- braut Norður-Haryana-ríkis. Skipuðu ódæðismennimir hindúum sem voru í bflunum í einn hóp, skutu á þá og flúðu síðan. Segir lögregla að þaraa hafí verið svipað að verki staðið og á mánudagskvöld þegar iangferðabfll var stöðvaður f ná- grenni höfuðborgar Punjab, Chand- igarh, honum ekið á afvikinn stað og þar skotið á farþegana. 38 hindú- ar létu lífið, 23 særðust og 6 sluppu ómeiddir. Ódæðismennimir skutu einn félaga sinna til bana, í mis- gripum að því er talið er, áður en þeir flúðu af hólmi. Á líki hans fannst bréf frá öfgasinnuðum síkhum þar sem sagði að árásin væri til þess að hefna fyrir síkha er lögreglan hefði drepið. Yrði slíkum morðum haldið áfram ef lögregluyfirvöld hættu ekki aðgerðum sínum gegn síkhum. Öku- maður bflsins, sem var síkhi, var handtekinn. Þetta eru mestu hryðjuverk á Indl- andi síðan aðskilnaðarsinnar í Punjab hófu herferð fyrir fímm árum fyrir því að stofnað yrði sjálfstætt ríki í Punjab, þar sem síkhar eru í meiri- hluta. Stjómmálaleiðtogar í Punjab, Haryana, og fleiri ríkjum boðuðu alsherjarverkfoll í dag til þess að mótmæla morðunum. Skólum var lokað í Haryana og verslunum í Chandigarh var einnig lokað. Janatabandalagið sem er í stjóm- arandstöðu ætlar í dag að efna til mótmælagöngu til bústaðar Rajiv Gandhi, forsætisráðherra, í Nýju- Delhi, þrátt fyrir bann lögregluyfir- valda. Gandhi, sem 11. maí sl. rak frá völdum stjóm hófsamra síkha í Punjab og setti stjóm ríkisins beint undir ríkisstjómina í Nýju-Delhi, hefur sætt mikilli gangrýni fyrir hve illa hefur gengið að koma á lögum og reglu í Punjab. Sagði hann í gær að einskis yrði látið ófreistað til þess að hafa hendur í hári ódæðismann- Slökkviliðsmenn standa við leifar benzínflutningabílsins, sem olli stórslysi í smábænum Herbom í gærkvöldi. Stórslys í bænum Herborn í Vestur-Þýzkalandi: Húsin splundruðust og 50 menn biðu bana Herborn, Reuter. FIMMTÍU manns að minnsta kosti biðu bana og 29 slösuðust þegar benzinflutningabíll með 32.000 lítra í tönkum sínum ók á veitingahús í smábænum Her- born í Vestur-Þýzkalandi í gærkvöldi. Gífurleg sprenging varð þegar bifreiðin skall á veit- ingahúsinu og mikill eldur gaus upp. Nærliggjandi hús sprungu einnig í loft upp. Neyðarástandi var lýst yfir og óttast var að hörmungarnar ættu eftir að verða enn meiri. Talsmaður lögreglunnar sagði að bflstjóri benzínflutningabflsins hefði misst vald á bifreiðinni vegna hemlabilunar er hann ók inn í bæ- inn af nærliggjandi hraðbraut. Við ákeyrzluna og sprenginguna hefði hafizt óstöðvandi keðjuverkun. Eld- ur hefði læst sig um gasleiðslur til nærliggjandi húsa. Þær hefðu splundrast og síðar hefði orðið sprenging í hveiju húsinu á fætur öðru. Tættust tólf hús a.m.k. í sund- ur og varð ekkert eftir af þremur þeirra. Veitingahúsið tættist einnig í sundur og einnig viðbygging, sem í var fataverzlun. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un var nákvæm tala látinna óljós og ekki var vitað hversu margir þeirra vora meðal gesta veitinga- hússins. Atvikið varð klukkan 20:50 að staðartíma, kl. 18:50 að ísl. tíma. „Aðkoman var hryllileg, lík eins og hráviði um allt. Annað eins höf- um við aldrei séð,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Herbom. Sjónarvottar sögðust hafa heyrt neyðaróp fólks sem lokaðist inni á veitingahúsinu en engum björgum hefði verið hægt að koma við. Sást fólk stökkva út úr brennandi húsum North um samtöl sín við Reagan: Ræddum ekki Contra-málið og hverfa í kolsvarta reykjar- bólstra. „Bærinn nötraði þegar sprengingamar kváðu við og það var eins og jörðin logaði," sagði einn sjónvarvotta. Að sögn lögreglunnar í Giessen, sem er skammt frá Herbom, er óttast að enn frekara tjón eigi eftir að verða í bænum því benzín lak inn í holræsakerfi bæjarins. íbúum Herbom var fyrirskipað að yfírgefa heimili sín vegna sprengingarhættu og bíða aðstoðar björgunarmanna, sem streymdu all- staðar að úr Hesse. Auk almenns björgunarliðs var hersveitum stefnt til bæjarins og þyrlum en þær áttu erfitt með flug vegna illviðris. Herbom er 20.000 manna bær í fylkinu Hesse, um 80 kílómetra norður af Frankfurt. Reuter. Sullivan, lögmaður North, greip ítrekað fyrir hljóðnemann í gær á meðan hann ræddi við skjólstæðing sinn. Washington. Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkjafor- seti, og Oliver North, fyrrum starfsmaður Öryggismálaráðs Bandaríkjanna, ræddu aldrei um að hagnaði af vopnasölu til íran yrði varið til stuðnings við Contra-skæruliða í Nicaragua, en North áleit að forsetinn vissi um málið. Þetta kom fram í yfir- heyrslum nefndar beggja þing- deilda Bandarikjaþings, er hófust yfir North í Washington i gær. Mikil spenna ríkti er yfirheyrslum- ar, sem sjónvarpað er um öll Bandaríkin, hófust. Til snarpra orða- skipta kom milli lögmanns North, Brendan Sullivan, og formanns þing- nefndarinnar, Daniel Inouye, öld- ungadeildarþingmanns frá Hawaii. Vildi Sullivan að North fengi í upp- hafi að lesa upp yfirlýsingu, en því var neitað. Sagði lögmaðurinn að skjólstæðingur sinn gæti ekki átt von á sanngjamri málsmeðferð þar sem nefndarmenn hefðu þegar lýst því yfir að North væri sekur maður. Spumingunni sem allir biðu svars við, hvort Ronald Reagan, forseti, hefði vitað að hluta af hagnaðinum af sölu vopna til íran hefði runnið til Contra-skæraliða, svaraði North á þá leið að þeir hefðu aldrei rætt málið á meðan hann var starfsmaður Öryggismálaráðsins. Hann hefði þó álitið að yfirmenn sínir hefðu kynnt forsetanum málavexti og hann því samþykkt aðgerðimar. John Poin- dexter, fyrram öryggismálaráðgjafi, sem var yfirmaður North, á meðan flest þessi viðskipti áttu sér stað, verður yfirheyrður af nefndinni í næstu viku. North sagði að Ronald Reagan hefði talað við sig 25. nóvember sl., daginn sem North var rekinn úr embætti, og þá hefði forsetinn sagt að hann hefði ekkert um málið vit- að. North sagðist hafa talað við Poindexter samdægurs og hefði hann staðfest að forsetinn hefði ekki vitað um stuðninginn við skæraliðana. Oliver North viðurkenndi að hafa eyðilagt ýmis gögn um Íran-Contra- málið. Sagðist hann hafa hafist handa við þá iðju í október er William Casey, þáverandi yfirmaður leyni- þjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefði haft samband og sagt að verið gæti að upp kæmist um aðgerðimar sem halda átti leyndum. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði aðspurður í gær að forsetinn hefði verið önnum kafinn við skyldustörf í allan gærdag og því ekki horft á yfírheyrslumar í sjónvarpinu. Hann væri þó fullur áhuga og myndi fylgjast meið því sem þar kæmi fram. Réttarhöld vegna Chenio- byl-slyssins Chernobyl, Reuter. í GÆR hófust réttarhöld yfir sex fyrrverandi yfirmönnum kjam- orkuversins i Chemobyl, en þeir em ákærðir fyrir glæpsamlega vanrækslu í starfi sem talin er hafa leitt til hins afdrifarika slyss þar í fyrra. Réttarhöldin fóra fram skammt frá kjamorkuverinu, en sprenging og brani þar hinn 26. aprfl í fyrra urðu til þess að a.m.k. 31 maður lést og mun fleiri urðu fyrir geisla- virkni, en talið er að áhrifa hennar muni gæta fram á næstu öld. í dómarasæti er hæstaréttardóm- arinn Raimond Brize, en það er talið merki þess að málinu verði aðeins áfrýjað til Æðsta ráðsins. Sjá ennfremur frétt á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.