Morgunblaðið - 08.07.1987, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
Kynferðisafbrot
gegn telpum:
Maður úr-
skurðaður
í gæslu
MAÐUR á fertugsaldri, búsettur
í Hafnarfirði, hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald
vegna rannsóknar á meintum
kynferðisafbrotum hans gegn
ungum telpum.
Upp komst um málið þegar
starfsfólk framköllunarstofu lét
lögreglu vita af klámfengnum
myndum sem maðurinn hafði tekið
af tveimur stúlkum, níu og tólf ára.
Hann var úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 22. júlí. Rannsóknarlögregla
ríkisins vinnur nú að málinu, en
verst allra frekari fregna af atvik-
um. Maðurinn, sem nú situr í
gæsluvarðhaldi, mun um tíma hafa
rekið sumarbúðir fyrir böm ásamt
eiginkonu sinni.
Akranes:
Þrír sækja
umstarf
bæjarstjóra
AlcranesL
Umsóknarfrestur tun stöðu
bæjarstjóra á Akranesi rann út
um helgina. Þijár umsóknir bár-
ust og óskuðu allir eftir nafn-
leynd. Bæjarstjórn kemur saman
fljótlega til að ráða í stöðuna.
Núverandi bæjarstjóri er Ingi-
mundur Sigurpálsson. Hann hefur
nýlega verið ráðinn bæjarstjóri í
Garðabæ.
-JG
Morgunblaðið/Anu Sæberg
Stórmeistaramir sex saman komnir á heimili Margeirs Péturssonar í fyrrakvöld. Frá vinstri: Friðrik Ólafsson, Margeir Pétursson,
Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Jón L. Áraason.
Stórmeistarar stofna félag
FÉLAG stórmeistara var stofn-
að í fyrradag og eru félags-
menn allir þeir sex íslendingar
sem sæmdir hafa verið nafn-
bótinni Alþjóðlegur stórmeist-
ari af Alþjóðaskáksambandinu,
FH)E. Slík félög hafa nýlega
verið stofnuð i ýmsum löndum
í framhaldi af stofnun alþjóða-
samtaka stórmeistara fyrr á
þessu ári, en í forsæti þar er
Gary Kasparov, heimsmeistari.
Hyggjast stórmeistarar með
þessu tryggja sér áhrif í FIDE.
í stjóm Félags stórmeistara
vom kosnir þeir Jóhann Hjartar-
son, formaður, Friðrik Ólafsson,
varaformaður, og Jón L. Ámason.
Félagið hyggst beita sér í ýmsum
málum auk samskiptanna við Al-
þjóðaskáksambandið, meðal
annars er ætlunin að tiyggja að
íslenskir skákmenn dragist ekki
aftur úr við tölvuskráningu skáka.
í ýmsum löndum er kominn vísir
að því að stórmeistarar og aðrir
hafi aðgang að skákum væntan-
legra andstæðinga í gagnabönk-
um og er gífurlegt hagræði að
slíku við undirbúning fyrir keppni.
Forseti íslands
kominnfráMön
FORSETI íslands, Vigdis Fínn-
bogadóttir, kom tíl landsins laust
eftir miðnætti i gær úr opinberri
heimsókn frá eynni Mön þar sem
hann hefur dvalið í boði lands-
stjómarinnar í fjóra daga.
í gær, á lokadegi heimsóknarinn-
ar, fór forsetinn ásamt fylgdarliði í
skoðunarferð um eyna og skoðaði hún
meðal annars fomminjar frá Víkinga-
tímum. Síðdegis hélt Vigdfs frá Mön
til London, þaðan sem hún fór með
Flugieiðavél til íslands.
Verslunarskolinn
stofnar tölvuháskóla
Tilgangurinn að þjálfa nemendur í stjórnun
tölvudeilda, segir Þorvarður Elíasson, skólastjóri
TÖLVUHÁSKÓLI hefur verið
stofnaður við Verslunarskóla ís-
landa og mun hann taka til starfa
í ársbyrjun 1988. Boðið verður
upp á eins og hálfs árs tölvunám
við skólann. I fyrstu verða teknir
inn sextíu nemendur, en síðar á
árinu er gert ráð fyrir að fjölga
nemendum um heiming.
Þorvarður Elíasson, skólastjóri
Verslunarskóla íslands, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að það hefði
lengi staðið til að auka tölvunám í
VÍ þar sem skólinn ætti nú yfir að
ráða góðum tölvukosti. Þá væri
skólinn fluttur f nýtt og glæsilegt
húsnæði og væri nú loksins einset-
inn sem gæfí honum aukið rými
Félag íslenskra iðnrekenda:
Skattahækkanir leiða
til aukinnar verðbólgu
Aðhald í ríkisbúskap vænlegri leið
FÉLAG íslenskra iðnrekenda tel-
ur að fyrirhugaðar skattahækk-
anir nýrrar ríkisstjórnar muni
fyrst og fremst leiða til aukinnar
verðbólgu á næstu mánuðum og
þar með til aukins kostnaðar fyr-
ir atvinnulifið. Skattahækkanir
skaði íslensk fyrirtæki, sem eigi
í harðri samkeppni við erlend
fyrirtæki, og þessar aðgerðir
vinni því gegn þeim markmiðum
rikisstjórnarinnar að draga úr
verðbólgu og búa atvinnulifinu
sem best vaxtarskilyrði. Skatta-
hækkanir muni auka verðbólg-
una árið 1987 um a.m.k. 2% og
þvi sé hætta á að verðbólgan á
árinu nálgist 20% og stefni
hærra.
Þetta kemur fram í ályktun, sem
stjóm Félags íslenskra iðnrekenda
samþykkti á fundi sfnum í gær. Þar
segir ennfremur, að ekki sé einung-
is hætta á aukinni verðbólgu, heldur
feli sumar skattahækkanimar f sér
aukna mismunun milli atvinnu-
greina og fyrirtækja. Þetta eigi til
dæmis við um skattlagningu mat-
væla, þar sem sumar vömr em
undanþegnar. Þá sé skattur á er-
lendar lántökur mjög varhugaverð-
ur þar sem hann skaði samkeppnis-
aðstöðu innlendra fyrirtækja
gagnvart erlendum keppinautum.
Fyrirhugaður skattur á auglýsinga-
stofur gæti einnig leitt til þess að
íslensk fyrirtæki sæktu til erlendra
auglýsingastofa, en það gangi þvert
á það markmið að efla íslenskt at-
vinnulíf í samkeppni við erlent.
Iðnrekendur benda á, að skattur
á tölvur samrýmist ekki því mark-
miði að auka framfarir í atvinnulíf-
inu á gmndvelli aukinnar framleiðni
og nýsköpunar og alls ekki því
markmiði að greiða fyrir stofnun
og starfsemi smáfyrirtækja á sviði
fjarskipta og upplýsingatækni, sem
byggjast á hugviti og markaðs-
þekkingu.
I lok ályktunar stjómar FÍI er
skorað á ríkisstjómina að hverfa frá
áformum um skattahækkanir og
fylgja þannig eftir markmiðunum
um að draga úr verðbólgu og efla
atvinnulífið. í staðinn verði stefnt
að því að ná jöfnuði í ríkisbúskapn-
um með aðhaldi í ríkisútgjöldum,
án þess að skattar verði hækkaðir.
Það sé árangursríkasta leiðin sem
stjómvöld hafí til að draga úr þenslu
og ná jafnvægi í utanríkisviðskipt-
um.
Sjá einnig viðbrögð við efna-
hagsaðgerðum ríkisstjórnar-
innar á bls. 30.
miðað við það sem áður þekktist á
Gmndarstígnum.
Skólanefnd skipaði sérstaka
nefnd í desember 1986 sem gera
átti tillögur um stofnun tölvuhá-
skóla. Nefndin skilaði tillögum
sínum í apríl síðastliðnum. Þá ákvað
skólanefiid að stofna til skólans og
verða teknir inn stúdentar, sem
útskrifast hafa af viðskiptasviðum
framhaldsskólanna. Hafi hinsvegar
stúdentar ekki lokið prófum sínum
af viðskiptasviði, þurfa þeir sem
áhuga hafa á námi við tölvuháskól-
ann, að bæta við sig bókfærslu,
vélritun og hagfræði. Menntamála-
ráðuneytið hefur nýverið samþykkt
stofnun skólans og mun greiða jafn-
háa upphæð og sambærilegt nám
á háskólastigi kostar. „Ég geri ráð
fyrir að rekstrarkostnaður fyrir árið
1988 muni nema 10 milljónum
króna, en auk þess verður skólinn
sjálfur að standa undir fjárfesting-
um í tölvubúnaði og hugbúnaði sem
svarar jafnhárri upphæð, en nú
þegar hefur skólinn yfir að ráða
yfir 100 einkatölvum," sagði Þor-
varður.
Þá þarf að ráða kennara við nýja
skólann, bæði laus- og fastráðna.
„Við munum leggja áherslu á að
fá til liðs við okkur kennara, sem
hafa reynslu úr atvinnulífínu,"
sagði Þorvarður.
Markmiðið með stofnun skólans
er að nemendur geti að loknu námi
skipulagt, séð um og framkvæmt
tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og
séð um kennslu og þjálfun starfs-
fólks. „Námið hjá okkur er helmingi
styttra en tölvunám í Háskóla ís-
lands enda er því ætlað að vera
frábrugðið. Við ætlum fyrst og
fremst að gefa nemendum innsýn
í stjómunarstörf tölvudeilda fyrir-
tækja, en við ætlum hinsvegar ekki
að fara út í mikla stærðfræði né
fræðilega undirstöðu um hvemig
tölvan er byggð upp. Ég á von á
að námið verði eftirsótt af hálfu
nemenda enda hefur eftirspumin
verið mikil eftir slíku námi,“ sagði
Þorvarður.
Vestfirðir:
Ekkisam-
komulagum
fiskverð
lufirði.
FULLTRÚAR sjómanna og fisk-
kaupenda á Vestfjörðum hafa
fundað vegna óánægju sjómanna
með fiskverð sem kaupendur
ákváðu einhliða. Sjómenn á norð-
anverðum Vestfjörðum ákváðu í
síðustu viku að hætta róðrum á
mánudag ef ekki fengjust viðræð-
ur við kaupendur.
Nokkrir skuttogarar og minni bát-
ar stöðvuðust á mánudag. Á
mánudagskvöld héldu aðilar fund án
þess að samkomulag næðist, en þó
héldu skipin til veiða í gær. Fiskkaup-
endur þinguðu I gær, en að þeim
fundi loknum hófst fundur með full-
trúum sjómanna og stóð hann fram
á nótt.
Sigurður R. Ólafsson, formaður
Sjómannafélags ísfirðinga, sagði í
gær að menn hefðu greinilega vilja
til samninga. Hann tók fram að ekki
yrði samið um annað en lágmarks-
verð.
Einar Oddur Kristjánsson, formað-
ur viðræðunefndar fiskkaupenda,
lagði áherslu á að mál þetta yrði að
leysa þannig að ekki kæmi til sárinda
og allir hefðu fullan sóma af.
Úlfar