Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 26

Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Astralía: Staða Hawkes styrkist á ný Sydney, Reuter. Verkamannaflokkur Bobs Hawke, forsætísráðherra Ástr- alíu, hefur á síðustu tveimur dögum aukið forskot sitt á Fijálslynda flokkinn og Þjóðar- flokkinn, sem eru í stjórnarand- stöðu, í fimm til sjö af hundraði á ný. Þetta kom fram í skoðana- könnunum sem birtust í gær, aðeins fjórum dögum fyrir þing- kosningarnar á laugardag.Eins og fram kemur i erlendum vett- vangi annars staðar í blaðinu, hefur staða forsætísráðherrans verið tvísýn í meira lagi í kosn- ingabaráttunni.Þessi niðurstaða hleypir nýrri spennu í endasprett kosningabaráttunnar, að flestra dómi. Hawke var hinn vígreifasti í út- varpsviðtali í gær og sagði að hann myndi áreiðanlega fá umboð til að stjóma landinu eitt kjörtímabil enn. Hann sagði einnig að skattar yrðu' ekki hækkaðir og að endurkjör hans myndi færa Astralíubúum bætt lífskjör. Hawke bætti því við að Frakkland: Ligachev varar við vest- ynni hann kosningamar, yrði ráð- herralisti stjómar hans að mestu óbreyttur. Talsmenn stjómarandstöðunnar segjast hins vegar vera vongóðir og halda því fram að þeir séu mjög nálægt því að ná á sitt vald mörgum lqördæmum, þar sem mjótt hefur verið á mununum. Sjá Af eriendum vettvangi bls. 20 ERLENT Reuter Bolshoiballettinn íNew York Rússneski BolshoibaUettinn hóf nú í vikunni 9 vikna ferðalag þvert og endilangt um Banda- ríkin. Mynd þessi er frá æfingu fyrir fyrstu sýninguna, sem fram fór í Metropolitanóper- nnni í New York á þriðjudagskvöld. Ágreiningur um fijálsræðið: 118biðubana í umferðinni um helgina. París, Reuter. ALLS létust 118 manns i umferð- arslysum i Frakklandi nú um siðustu helgi, að sögn frönsku umferðarþjónustunnar. Umferð hefur aldrei verið jafnmikil á þjóðvegum Frakklands i ár. Sumarleyfi heQast í Frakklandi um þetta leyti og umferðin er því meiri en ella. 114 manns létust í slysum, sem urðu fyrstu helgina í júlí á síðasta ári. Dauðsföll af völdum bílslysa eru fleiri í Frakklandi en nokkru öðru Evrópulandi. Alls létust tæplega ell- efu þúsund manns í frönsku um- ferðinni á síðasta ári. rænum mennmgaráhrifum Moskvu, Reuter. YEGOR K. Ligachev, sá valdamanna i Kreml sem næst gengur Gorbachev, sagði i ræðu fyrir skömmu að leggja yrði áherslu á bókmenntir og listir i anda kommúnismans og hvattí menn til þess að halda vöku sinni gagnvart tilraunum til þess að koma „borgara- legri vestrænni menningu“ á legg í Sovétríkjunum. Ligachev, sem hefur hugmyndafræði sovéska kommúnistaflokksins á sinni könnu, lét ennfremur í Jjós áhyggjur yfir þvi að vaxandi umræða um Stalins-timabilið í sögu Sovétríkjanna kynni að varpa skugga á það sem áunnist hefði í 70 ára valdaskeiði kommúnista. Ofangreint kom fram á fundi Ligachevs með ritstjóm menningar- blaðsins Sovietskaya. Kultura eftir tveggja daga viðræður við blaða- menn þess um strauma og stefnur í listaheimi Sovétríkjanna að und- anfömu. Þar skoraði hann meðal Reuter Naut og menn á hlaupum Milli þijátíu og fjörutíu menn fengu minniháttar skrámur þegar þeir skemmtu sér við að taka þátt í árlegu nautahlaupi um götur spönsku borgarinnar Pamplona. Venja er að sleppa nautunum út á götumar og sfðan hlaupa naut og menn, hver sem betur getur nokkra hríð og sfðan lýkur hlaupinu á leikvangi, þar sem síðan hefst nautaat. Er þetta upphaf árvissrar hátíðar f bænum. Hemingway skrifar um þetta hlaup í bók sinni „The Sun also rises." annars á blaða- og listamenn, sem nú hafa frjálsari hendur en áður, að taka „eindregna hugmynda- fræðilega afstöðu og treysta þannig flokkinn sem og sósialíska hugsun í andlegum, málefnum." Ligachev hefur oft lýst þeirri skoðun sinni að ekki imegi fara of geyst í breytingar þær sem Gorbac- hev hefur hvað mest beitt sér fyrir í sovésku þjóðlífi. Nú virðist hann hafa breytt um aðferð til þess að hamla gegn breytingum þessum og hefur skipað sér fyrir flokk þeirra Yegor K. Ligachev. íhaldsmanna f menningu og listum, sem hafa að undanfömu varað við Stjórnmálasamband milli ísraels og Ungverjalands? Jerúsalem, Reuter. YESHAYAHU Anug, aðstoðar- ráðuneytísstjóri utanríkisráðu- neytísins $ Jerúsalem, hélt á þriðjudagsmorgun tíl Ungveija- lands. Ætlunin er, að hann ræði við ungverska embættísmenn um, hvort hægt verði að taka á ný upp stjórnmálasamband milli ríkjanna. Ungveijar slitu það árið 1967 í kjölfar Sex daga stríðsins. Hið sama gerðu öll kommúnistariki Austur Evrópu, að Rúmenfu frátalinni. Þrátt fyrir að stjómmálasam- band hafi ekki verið milli landanna í tvo áratugi, eru heilmikil sam- skipti milli ísraels og Ungveija- lands, meðal annars á sviði viðskipta.Fyrir nokkru var Avra- ham Katz Oz, aðstoðarlandbúnað- arráðherra ísraels í heimsókn og er hann háttsettastur þeirra emb- ættismanna ísraela sem til Ung- veijaiands hafa komið síðan 1967. Margt bendir til að tengsl ísraels við Austur-Evrópuríki fari vaxandi á næstu árum og hafa ísraelar skipzt á heimsóknum við Pólveija, Búlgari. Eins og fram hefur komið eru sömuleiðis eru hafnar athugan- ir á þvf, hvemig standa skuli að því, að Sovétríkin og ísrael tækju aftur upp einhvers konar stjóm- málasamband. að allar breytingar grafí undan framgangi kommúnismans. Ligachev hrósaði þeim sem ráða ferðinni í Rithöfundasambandi Sov- étríkjann, en þeir vömðu einmitt mjög við öllum breytingum í fijáls- ræðisátt á rithöfimdaþingi fyrir skömmu. „Þeir veittu því athygli að í sumum verkum fyndist ekki einu sinni orðið „kommúnisti" og að bókmenntagagnrýnendur sneiddu gjaman hjá sósíal-realisma og hinni jákvæðu hetju ... rétt eins og þetta tvennt væri ekki lengur í tísku." Sósíal-realismi hefur verið hin opinbera liststefna Sovétríkj- anna, sem ber að nota á öllum sviðum lista, allt frá því að Jósef Stalín mælti svo fyrir snemma á fjórða áratugnum. Að undanfömu hefur þó minna borið á stefnunni sem og hinni jákvæðu hetju", sem á að tákna hinn nýja mann — Homo sovieticus. Þessi heimsókn Ligachevs á rit- stjómarskrifstofur Sovietskaya Kultura átti sér stað aðeins um viku eftir að „ftjálslyndur" maður bætt- ist við stjómmálaráðið, en blaðið hefur til þessa þótt með hinum nýjungagjömustu í Sovétríkjunum. Sumir telja að skipun hins nýja stjómmálaráðsmanns, Alexanders Yakolev, hafi verið upphaf þess að Ligachev verði settur í valdalftið en virðulegt embætti forseta Sovétríkj- anna. Hellar leysa húsnæð- isvanda í Kína Peking, Reuter. KÍNVERJAR flytja nú í stórum stfl inn í hella, sem eru gerðir af manna höndum og geta leyst að nokkru húsnæðisvanda i Kfna. Og ekki nót með það þeir spara orku og ræktanlegt land, að því er fréttastofan Nýja Kína, sagði þriðjudag. Yfir 40 milþ'ón- ir Kínveija í norðurhluta lands- ins búa í hellum og hafa gert það í áratugi og unað þvi prýði- lega. Hellamir vernda fyrir sumarhitunum og vetrarkuldum og þeir gætu • ef mál skipuðust svo - orðið griðastaður gegn geislun. Þá kemur þetta landinu til góða, því að svæði til ræktunar fara ekki undir húsgmnna og þar með er hægt að framleiða meira af mat- vælum. í Yenan héraði hreiðruðu fylgismenn Mao formanns um sig f hellum, áður en þeir réðust til atlögu í byltingunni 1949. Þar hef- ur alla tíð verið mikill áhugi á hellabúskap. Arkitektar hafa nú gert upp- drætti að 51 hella-sambýlishúsi f bænum Lanzhou. í fleiri borgum og bæjum eru fyrirhuguð hella- hverfi, segir í Reuterfrétt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.