Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 27 Myndband frá mannræningjum: Glass segist hafa verið njósnari. Beirut, Reuter. MANNRÆNINGJARNIR, sem stóðu að því að nema blaðamann- Moi vill ekki fjöl- fiokkakerfi í Kenýa Nairobi, Reuter. inn Charles Glass á brott í Beirut í Líbanon, sendu á þriðjudags- morgun myndband til alþjóðlegr- ar fréttastofu í borginni. Þar segir Glass frá því,grátandi, að hann hafi verið njósnari banda- risku leyniþjónustunnar. „Margir héldu, að ég væri blaða- Pýreneaskagi: Mannskæð bílslys Covilha, Portúgal. Reuter. TVÖ MANNSKÆÐ slys urðu á Pýreneaskaga um helgina er stórar fólksflutningabifreiðar ultu út af vegi. Alls létust 56 ellilífeyrisþegar I slysunum. Annað slysið varð nálægt bæn- um Covilha í Norður-Portúgal á sunnudaginn. Hemlar fólksflutn- ingabifreiðar biluðu og hún stakkst ofan í eitthundrað metra djúpt gljúfur. í bifreiðinni voru 60 ellilífeyrisþegar í skemmtiferð. 18 þeirra létust. Um 160 kílómetrum norðar, í spænska héraðinu Orense, valt fólksflutningabíll út í skurð. Fjoru- tíu og þrír voru innanborðs og biðu 38 bana. Fólkið, sem flest var á gamals aldri, var á leið heim úr skoðunarferð. 22 hinna látnu voru frá sama þorpinu, Sarinera. Súmatra: Fílamir átu frá íbúum JakartiL Reuter. ÞRJÁTÍU þúsund landnemar á Súmatra eru nú í sárum vanda eftir að fílahjörð tróðst inn á akra og ræktaðar lendur þeirra og át uppskeruna í Lampung- héraði, eins og hún lagði sig. Fílarnir virtust sérstaklega sólgnir í dýrindis sojabaunir, sem voru orðnar vel þroskaðar. Bændur höfðu gert sér vonir um að fá gott verð fyrir gróskumikla uppskeru. í fréttum segir að tjónið sé metið á milljónir, en það sem þung- bærara sé, að þetta geti orðið til þess, að matarskortur og hungur geri vart við sig. Einnig sé hætt við, að þetta dragi kjark úr íbúun- um, sem flestir hafi nýlega flutzt frá Java til Súmatra og hafíð að bijóta land og rækta af kappi. Fjöldi manns kom íbúunum til aðstoðar að reyna að hrekja filana af ökrunum; voru barðar bumbur og höfð uppi háreysti. Fílamir, sem eru friðaðir samkvæmt lög- um, skelltu skollaeyrum við allri áreitni, átu nægju sína og hurfu ekki á braut fyrr en allt var uppét- ið. Áskriftcirsiminn er 83033 maður, en fæstir vissu sannlei- kann...að ég hef unnið fyrir CLA,“ sagði Glass á bandinu. Samtök sem kalla sig „Vemdara fijálsrar þjóð- ar“ segjast hafa Glass í haldi og frá þeim kom ofangreint mynd- band. Aftur á móti eru menn litlu nær um hveijir þeir eru, því að enginn virðist fyrr hafa heyrt þess- ara samtaka getið. Glass var rænt þann 17.júní. Hann var sérfræðingur um málefni Líbanons og þekkti þar fjölda manns. Hann var að vinna að bók um ófriðinn í landinu. Sonur vamar- málaráðherra landsins sem var gripinn um leið og hann, var látinn laus nokkru síðar. Hann hefur verið ófáanlegur til að tjá sig um neitt sem þessu máli viðkæmi. Glass var óskýrmæltur á mynd- bandinu, sagður þreytulegur og órakaður. Fyrst eftir að Glass var rænt var búizt við að honum yrði sleppt fljót- lega. Eftir ýmsu að dæma virðist sýrlenzka herstjómin hafa vænzt þess að mannræningjamir yrðu við tilmælum þar að lútandi. Önnur hefur þó orðið raunin og ekkert kemur fram á myndbandinu um það, hvað bíði hans á næstunni. FORSETI Kenýa, Daniel Arap Moi, lýsti þvi yfir á laugardag að hann myndi hafa að engu áskorun Oginga Odinga, fyrrum stjóraarandstöðuleiðtoga, um að koma á fjölflokkakerfi i landinu á ný. Odinga sakaði stjómarflokkinn, Þjóðareiningarflokk Kenýa, um að skerða málfrelsi og hvatti Moi til að leyfa aðra stjómmálaflokka á ný. Einsflokksstjóm var tekin upp í Kenýa árið 1969. Þá var flokkur Odingas, Alþýðufylking Kenýa, bannaður. Moi varði einsflokksstjóm lands- ins með því að segja að flokkamir, sem áður voru við lýði, hefðu verið samtök ættbálka og oft hefði kom- ið til blóðugra átaka milli þeirra. Moi varði einnig hið nýja kosn- ingakerfi, sem ætlunin er að taka upp í Kenýa. Leynilegar kosningar veiða aflagðar að mestu, en þess í stað eiga kjósendur að koma saman á kjörstað og taka sér stöðu í hala- rófu að baki frambjóðandanum, sem þeir styðja. á (MM ****£££ Verö eru miöuð við staðgreiðslu ........... .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.