Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Úr einni glímu í aðra Idag tekur ný ríkisstjóm við völdum á íslandi. Myndun hennar hefur átt sér langan aðdraganda og er vonandi að undirbúningsvinna sé með þeim hætti, að helztu ágreiningsmál flokkanna verði ekki að þvælast fyrir þeim næstu misseri, svo mikilvægt sem það er að leið- togar þeirra fái frið til að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar og stemma stigu við aukinni verð- bólgu. Ýmis vandamál önnur bíða úrlausnar, svo sem hvala- málin svokölluð og þá ekki síður kjaramálin með haustinu. Margt er nýtilegt í drögum að stefnuyfirlýsingu og starfs- áætlun ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar og enginn vafí er á því, að formaðtir Sjálfstæðis- flokksins hefur náð fram eins góðum samningsdrögum og unnt var í stöðunni, en það er mikilvægt, svo aðgangsharðir að pyngju almennings sem vinstri flokkamir em. Það er raunar rétt sem sagt hefur ver- ið, að þeir líta á eignir borgar- anna sem eins konar varasjóð fyrir ríkið, og þá ekki sízt Al- þýðuflokkurinn. Því var nauð- synlegt að vera vel á verði og mæta skattaglöðum forystu- mönnum vinstri flokkanna af einurð sem er í einhverju sam- ræmi við stefnu Sjálfstæðis- flokksins.Á það hefur að vísu skort að Sjálfstæðisflokkurinn hafí verið á varðbergi í ríkis- stjóm að þessu leyti, en hann hefur staðið sig betur þar sem hann hefur verið í meirihluta eins og í Reykjavík. Og þótt ýmislegt bendi til að eins vægi- lega verði í sakimar farið í skattlagningu og unnt er eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu, er hinu ekki að leyna, að sumt í fyrmefndum drögum hlýtur að vekja ugg meðal almennings, eins og hótanir um skattlagn- ingu fjármagns- og eignatekna sem merkir ekkert annað en til greina komi að leggja sérstaka skatta á sparifé og vexti af því, svo og skuldabréf eins og ríkisskuldabréf sem prentuð hafa verið fram að þessu með fyrirheitum um skattfrelsi þeirra eins og skattfrelsi spari- Qár, en Sjálfstæðisflokkurinn bæri þess ekki bætur, ef hann legði til atlögu við þetta spam- aðarform þegnanna sem er nánast friðhelgt samkvæmt orð- anna hljóðan. Ríkið þarf á þessu fjármagni að halda ekki síður en bankamir og atvinnufyrir- tækin og því óðs manns æði að hefja slíka skattaherferð, og þá ekki sízt þegar vitað er að al- mennir launþegar, en ekki hinir fáu ríku, eiga þetta sparifé að mestu og em að reyna að vemda það og ávaxta, en það hefur jrfírleitt bmnnið upp í óðaverð- bólgu á ámm áður. En það væri svo sem eftir öðm að hefja herferð á hendur sparifjáreig- endum nú þegar sæmilega árar — og þá á þeim forsendum að skattleggja þurfí þessar eignir til samræmis við aðrar!! Hvemig væri heldur að létta skatta af öðmm eignum til samræmis við spariféð!! Það er sjaldan að stjómmálamenn, hvað þá emb- ættismenn fái slíkar hugmyndir. Fyrmefnd skattlagning væri fáránlegri en ella vegna þess að nú er hvorki gert ráð fyrir nýjum eignasköttum, né tekju- sköttum, þvert á móti skál stefnt að því að skattbyrði ein- staklinga af tekjuskatti lækki í áföngum, betur skuli fara með skattfé borgaranna þannig að það nýtist betur en áður og þá er ekki minnst um það vert, að talað er um að selja almenningi ríkisfyrirtæki eða aðild að þeim. Það gæti orðið til að auka áhuga manna á starfsemi þeirra og afkomu. Jafnframt er rætt um að setja löggjöf um verðbréfa- fyrirtæki og verðbréfaverzlun til að tryggja eðlileg viðskipti og hagsmuni almennings. Þá hefur ríkisstjómin sett sér það markmið að gjaldeyrirverzlun verði fíjálsari en áður og dregið úr skilaskyldu á gjaldeyri og þá má kannski vænta þess að verð- bréfakaup fslendinga á alþjóða- markaði verði leyfð, en það gæti dregið erlent fjármagn til landsins og látið erlend stórfyr- irtæki mala eitthvert gull í pyngju einstaklinga. Þá er góðu heilli ekki gert ráð fyrir neinum skylduspam- aði. Á það má minna, að tillaga um skattlagningu vaxta af spamaði var kveðin niður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Því miður er ekki útlit fyrir að ný stefna verði tekin upp í sjávarútvegi þar sem kvótinn kallar á spillingu og brask eins og mörg dæmi em um. Við þurfum að losna við slíkan ófögnuð, og þá ekki sízt vafa- sama sölu, svo að ekki sé meira sagt, á óveiddum físki í sjónum. í fyrmefndum drögum er þó ákvæði um að fiskveiðistefnan verði tekin til endurskoðunar og ný stefna mörkuð á næsta ári. Kannski er ástæða til að binda einhverjar vonir við þetta ákvæði. Fleiri jákvæðar hug- myndir er að fínna í þessum stefnudrögum sem ástæða er til að fagna án þess þær verði tíundaðar hér, enda vom drögin birt í heild í Morgunblaðinu í gær almenningi til glöggvunar. Stjórnarmyndunin tók langan tíma og það er í sjálfu sér fagn- aðarefni að Sjálfstæðisflokkur- inn þorir að taka ábyrgð á stjómarstefnunni með formann sinn í forsæti, ekki sízt með til- liti til þess afhroðs sem flokkur- inn, nýklofinn, galt í kosningun- um. En það er ekki höfuðatriðið hver ábyrgðina ber, heldur hver stefnan er. Það er ekkert leyndarmál að Morgunblaðið telur að öflug sjálfstæðisstefna sé þjóðinni fyrir beztu og það liggur í hlut- arins eðli að blaðið treystir helzta boðbera hennar, Sjálf- stæðisflokknum, til að bera hana fram til sigurs. En reynsl- an hefur sýnt að flokknum er stundum annað sýnna en fram- fylgja þessari íslenzku mannúð- arstefnu eins og hún hefur verið kynnt og boðuð og því skal ekk- ert um það sagt, hvemig til tekst nú. En Þorsteinn Pálsson siglir úr höfn með góðar óskir Morgunblaðsins, en jafnframt verður hann og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að vita, að blaðið mun veita ríkisstjóminni og einstökum ráðhermm hvar í flokki sem þeir standa sterkt aðhald. Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins munu ekki sízt hafa hitann í haldinu, þar sem ábyrgð þeira er mest, að vel takist til. Það lofar því miður ekki allt of góðu, hvemig staðið var að end- umýjun í ráðherrahópi flokks- ins. Matthías Á. Mathiesen átti að víkja fyrir nýjum manni, hann hefur gegnt ráðherraemb- ætti í átta ár. Hann átti þess kost að hliðra til fyrir nýjum manni og sýna samstarfsmönn- um stórhug en valdi ylvolgan stólinn eftir Matthías Bjamason sem sættir sig við þá ákvörðun formannsins, ásamt Ragnhildi Helgadóttur og Sverri Her- mannssyni, að snúa sér nú alfarið að löggjafarstörfum og hvíla sig á framkvæmdavaldinu og hafa þau öll sýnt raunsæi í þeirri afstöðu, ekki sízt með til- liti til þess að þau hafa margt vel gert í ráðherratíð sinni, þótt sumt sé umdeilanlegt eins og gengur. En áframhaldandi vera Matthíasar Á. Mathiesen í ráð- herraembætti veitir nýrri ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar ekki þann ferska svip sem ella hefði orðið. Þá hefði Halldór Ás- grímsson átt að hvíla sig á sjávarútvegsráðuneytinu og taka heldur t.a.m. viðskipta- ráðuneytið og Jón Helgason hefði átt að hleypa nýjum, óþreyttum manni að. Það hefði einnig gefíð stjóminni ferskari blæ og sterkara veganesti. Það em því miður þó nokkur þreytumerki á nýrri stjóm Þor- steins Pálssonar. Þau veikja tiltrúna í upphafi. En vonandi tekst þó vel til og alltaf má bæta síma- og samgöngumál í Reykjaneskjördæmi, kvótann á Suðurlandi og sölutilhögun á óveiddum fiski fyrir Austur- landi. Hinu ber þó ekki sízt að fagna að forystumenn stærstu flokk- anna bám gæfu til að brúa bilið milli flokka sinna, taka í sátta- hönd hvers annars og hugsa meira um þjóðarhag en stund- legan metnað og fjölbragða- glímuna um forsætisráðherra- stólinn. Ferðaþjónusta á landsbyggðinni Ferðaþjónusta vaxandi atvinn á Vestfjörðum ísafirði. FERÐAÞJÓNUSTA á Vestfjörð- um er vaxandi atvinnugrein að áliti allra þeirra sem að ferða- málum vinna hér vestra og Morgunblaðið hafði samband við. Mikilvægi ferðamálanna vex einnig þegar tekið er tillit til þess að fólksfækkun er í lands- hlutanum, þannig að þjónusta við fólk úr nágrannabyggðum minnkar. Haft var samband við fjóra aðila sem vinna að ferða- málum eða félagsmálum tengd- um þeim og fara stutt viðtöl við þá hér á eftir. „Nóg- að selja“ Sverrir Hestnes, framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða, sagði að greinileg aukning væri á komu ferðamanna til ísafjarðar síðustu ár. Hann sagði að aðal- vandamálið væri samt að ná til fólks því nóg væri til að selja. Hann sagði að enn sem komið væri teldist það til undantekninga ef ferðaskrifstofumar í Reykjavík sendu fólk vestur. í langflestum tilfellum væri um að ræða einstakl- inga sem skipulegðu sínar ferðir sjálfír. Að hans áliti er ferðalag með ms. Fagranesi um ísafíarðardjúp og strandir enn vinsælast. Póstflug með flugfélaginu Emi um Vestflrði ætti nú miklum vinsældum að fagna og væri stöðug aukning farþega í þeim ferðum. Þá nyti skoðunarferð um ísafíörð og nágrenni sem Hall- dór Geirmundsson leigubílstjóri sæi um vinsælda, en slíkar ferðir em famar þrisvar í viku. Þá er ferða- skrifstofan með tvær nýjar ferðir í ár. Farin verður_fjögurra daga ferð um norðanvert ísafíarðardjúp með gistingu á Ármúla, læknissetri Sig- valda Kaldalóns. Auk þess verður farin dagsferð, þar sem siglt verður í Bæi með Fagranesi að morgni og síðan ekin_ hringferð um Djúpið og komið til ísafjarðar um kvöldið. Stórt vandamál væri þó að skap- ast með fækkun ferða Vestfjarða- leiðar. Undanfarin ár hafa verið famar allt að 5 ferðir í viku milli ísafíarðar og Reykjavíkur auk ferð- ar frá Patreksfirði um ísafjörð til Hólmavíkur. í sumar er ráðgert að aka aðeins tvisvar í viku og að fella niður Patreksfjarðarleiðina. Þama væri mál á ferðinni sem Vestfírð- ingar yrðu að taka sameiginlega á. „Svipaður fjöldi til Hornstranda“ Gísli Hjartarson, leiðsögumaður, hefur verið fararstjóri síðastliðin 17 sumur á Homströndum. Hann starfar fyrir Ferðafélag íslands og Útivist auk þess sem hann tekur að sér ferðir fyrir aðra eftir því sem aðstæður leyfa. Hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið, að fíöldi ferðamanna um Homstrandir væri svipaður frá ári til árs. Þó virtist eins og svæðið hefði verið I tísku á ámnum 1980—1982, þá varð mikil fjölgun en síðan fækkaði aftur í svipað horf og hefur verið flest hin árin. Hann sagði að yfirleitt væri hann með 20—30 manna hópa og virtist sér það skipti fólk miklu máli að hafa með kunnugan mann sem gæti frætt menn um kennileiti og sögu þeirra staða sem farið væri um. Engar opinberar þjónustustöðvar em í friðlandinu á Homströndum, þó hefur verið komið fyrir náð- húsum á fjölmennustu tjaldsvæðun- um. Öll hús em ýmist í einkaeign Flestir ferðamenn sem til Vestfja til ísafjarðar. Morgunblaðið/Úlfar Ágústason Gísli Hjartarson hefur verið leið- sögumaður á Homströndum í 17 sumur. Náttúran er stórbrotin og hefur ýmsar verkanir. Hann segir að ekki sé óalgengt að for- hertir piparsveinar komi harð- trúlofaðir úr Homstrandaferð. eða í eigu Slysavamafélags íslands. Fólki er ætlað að virða eignarrétt manna, en sú venja er að húsin em höfð opin og öllum em frjáls afnot af þeim í neyðartilfellum eða til að flýja undan óveðri. Gísli vildi jafn- framt vara við notkun fjórhjóla eða annarra náttúmskemmandi farar- tækja á svæðinu, sem er mjög viðkvæmt. Tveir jafnfljótir hafa um aldir verið aðalsamgöngutæki íbúa Homstranda og eðlilegast að svo verði áfram. Hann sagðist þó hafa farið með 14 manna hóp og 44 hesta um Strandimar og Glámuhálendið allt til Dýrafjarðar fyrir tveim ámm, en hægt er að koma við hestum sunnan Jökulfjarða. „Sama fólkið ár eftir ár“ Pétur Jónasson var kjörinn for- maður Sjóstangaveiðifélags ísfirð- inga nú í vor. 3. og 4. júlí var haldið fimmta sjóstangaveiðimótið á ísafirði, en jafnframt er þetta mót úrslitamótið í árlegri Islandsmeistarakeppni í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.