Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
29
ner
ugrein
irða koma fljúga með Flugleiðum
Morgunblaðið/Úlfar Ágústason
Guðmundur Helgason hótelstjóri
á Hótel ísafirði leggur meginá-
herslu á að ná upp betri nýtingu
að sumrinu. Aðilar í ferðaþjón-
ustu verða að læra að vinna
saman. Þannig er eina vonin til
að ná einhveijum árangri.
sjóstangaveiði. Áður hafa verið
haldin mót á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum og gildir samanlagður
stigafjöldi af öllum mótunum til sig-
urs.
Pétur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að vaxandi fjöldi aðkomu-
manna sækti ísafjörð heim vepia
þessa móts. í fyrra hefði komið fjög-
urra manna sveit frá Englandi og
von hefði verið á 10 mönnum frá
Bandaríkjunum í ár.
Helsta vandamálið við skipulagn-
ingu slíkrar keppni væri að fá báta.
En útgerðarmenn í Bolungarvík
hefðu alltaf verið mjög áhugasamir
um þessi mál og hafa bátamir að
langmestu leyti verið þaðan. Menn
eru nokkuð vissir um góðan afla
hér vestra og í fyrra fékk Vest-
manneyingurinn Bogi Sigurðsson
76 kg lúðu.
Pétur tók fyrst þátt í móti á
ísafírði 1985 og hefur veitt árlega
síðan og á öllum stöðunum. Hann
sagði að tengslin sem sköpuðust
milli manna í þessum tveggja daga
sjóróðrum væru stórkostleg enda
kæmi sama fólkið á mótin ár eftir
ár.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Sverrir Hestnes framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofu Vest-
fjarða. Hann segir að Vestfirð-
ingar hafi nóg að bjóða
ferðamönnum. Meginmálið sé að
komast í samband við þá. Hann
kvartar yfir áhugaleysi islenskra
ferðaskrifstofa og segir að heild-
artekjur af þeim ferðamönnum
sem komu á skrifstofuna í fyrra
hafi numið um 30 þúsundum
króna.
Morgunblaðiö/Úlfar Ágústsson
Pétur Jónasson formaður Sjó-
stangaveiðifélags ísfirðinga
segir að árlegt sjóstangaveiðimót
dragi sífellt að fleiri þátttakend-
ur og eru erlendir sjóstanga-
veiðimenn farnir að sýna
mótunum áhuga.
Sértilboð í júlí og ágúst
Við erum að skoða markaðsmálin
nánar, sagði Guðmundur Helgason,
hótelstjóri á Hótel Isafirði. Nýting
hótelherbergja hefur verið frekar
jöfn allt árið, sem þýðir að ástandið
er vel við unandi nema yfír hásuma-
rið þegar ástæða er til að ætla að
hægt sé að ná betri nýtingu.
Eg reikna með að innan fárra
daga verði sett á markað sértilboð
á gistingu og fæði sem gilda mun
í júlí og ágúst. Okkar stærsta
vandamál hvað móttöku stærri
hópa varðar er að hótelin í Bjarkar-
lundi, Flókalundi og á Hólmavík eru
of lítil og veldur það miklum erfíð-
leikum við að fá ferðaskrifstofur til
að skipuleggja rútuferðir inn á
svæðið. í Nesjaskóla við Höfn í
Homafírði, þar sem ég var sumarið
1985, vorum við nánast með hópa
sem komu í rútum á hveijum degi,
hér eru það örfáar rútur yfir sumar-
ið. Þessu þarf að breyta.
Við erum með góða gistiaðstöðu,
62 rúm á hótelinu og 76 í heima-
vist menntaskólans. Hér er komið
þjálfað og gott starfslið og eru gest-
ir yfírleitt ánægðir með dvöl sína.
Mér fínnst að efla þurfí starf ferða-
málafélagsins og auka samstarf
allra þeirra sem vinna að ferðamál-
um hér vestra. Við höfum upp á
margt sérkennilegt og skemmtilegt
að bjóða, málið er að ná til ferða-
mannanna," sagði Guðmundur að
lokum, en hann tók við stjóm hót-
elsins í apríl. Hann er menntaður í
hótelfræðum frá Norsk Hotelhoj-
skole Stavanger.
Úlfar.
Kirkjubæjarklaustur:
Islensku ferðalangarnir fara
þangað sem veðrið er best
— segirHjörtur
Freyr Vigfússon
í Upplýsingaþjón-
ustu fyrir ferða-
fólk
Kirkjubæjarklaustri.
í „Upplýsingaþjónustu fyrir
ferðafólk" hitti fréttaritari Hjört
Frey Vigfússon.
— Er ferðamannastraumurinn
kominn?
„Ja, kannski ekki straumur, en
ferðafólk er farið að koma. Það kom
raunar miklu fyrr en venjulega.
T.d. var farið að tjalda á tjaldstæð-
inu í maí, sem er óvenjulegt."
— Ertu bjartsýnn á sumarið?
„Já, ég er það, þó hefur veðrátt-
an mest að segja hvað varðar
íslensku ferðalangana, þeir fara
bara þangað sem veðrið er best.
Þá erum við reyndar vel í sveit sett
því hér er mikil veðursæld."
— Hvað er upp á að bjóða hér í
Upplýsingaþjónustunni?
„Við emm með umboð fyrir veiði-
leyfi, bílferðir, bílaleigu, minjagripi,
hestaleigu, útsýnisflug og ýmislegt
fleira, síðan verður útimarkaður á
sunnudögum núna í júlí og fyrri
hluta ágúst.“
— Hvað er vinsælast af því sem
þið bjóðið upp á?
„Veiðileyfín, tvímælalaust og svo
er spurt töluvert um hestaleigu.“
— Em einhveijar nýjungar í
ferðamálum?
„Yfir heildina er smám saman
að verða meira upp á að bjóða.
Gistirými hefur aukist bæði á hót-
eli og á vegum ferðaþjónustu
bænda, nú er til dæmis boðið upp
á gistingu í sumarhúsum. Minja-
gripir, sem minna hér á umhverfíð
em líka að aukast. Þá mun upplýs-
ingaþjónustan blandast eitthvað inn
í dagskrá sem verður hér um versl-
unarmannahelgina, ennþá er stefnt
að góðri fjölskylduskemmtun alla
helgina."
HFH
Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir
Hjörtur Freyr Vigfússon starfsmaður í Upplýsingaþjónustunnar.
Car rvrtfel - HesUh .., t«
Ubýhiajiog ~ HhíijoJf - Sund
fkr ^shtsecing - ,
btstmg - mtnjagrif\r ~ Vkle o
- Souvcrnir. * V
Ytri-Njarðvík:
Fullt hjá mér í allan vetur
- segir Steindór
Sigurðsson sem
rekur hótel, hóp-
ferða- og sérleyf-
isbifreiðir
Ytri-Njarðvík.
STEINDÓR Sigurðsson rekur
Hótel Kristínu í Ytri-Njarðvík og
var það opnað fyrir einu ári. Þar
eru 10 gistiherbergi og sagði
Steindór að herbergjafjöldinn
væri ekki nægjanlegur og hefði
það háð rekstrinum. Hann sagði
að til stæði að stækka hótelið og
þá yrði hann með 40 herbergi.
Steindór rekur einnig sérleyfis-
og hópferðarbifreiðir og hefur
gert síðastliðin 16 ár.
„Það hefur verið fullt hjá mér í
allan vetur og vom það aðallega
starfsmenn sem unnu í nýju flug-
stöðinni. Þess vegna varð ég að
vísa fólki frá og það er slæmt í
þessari grein.“ Steindór sagði að
fyrstu ferðamennimir hefðu komið
í maí, þá hefði hann verið með hóp
sjóstangaveiðimanna frá Bretlandi.
En aðalferðamannatíminn yrði í
júli og ágúst.
„Hér er alþjóðlegur flugvöllur í
næsta nágrenni og er hann vafa-
laust sá eini í heiminum þar sem
ekki var hægt að bjóða hótelaðstöðu
í næsta nágrenni. Allt kapp var
lagt á að koma ferðamönnunum í
burtu af svæðinu sem fyrst og þessu
viljum við breyta.“
Steindór sagði að í upphafi hefði
hann hugsað sér að vera með gisti-
rými í litlum stíl til að fá betri
nýtingu á hópferðabifreiðimar. En
í ljós hefði komi að full þörf hefði
verið á gistirými og hótelhald og
hópferðaakstur ættu vel saman og
hjálpuðu hvort öðru í ferðaiðnaðin-
um. — BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Steindór Sigurðsson fyrir framan Hótel Kristinu í Ytri-Njarðvík.
Hann er líka með sérleyfis- og hópferðaakstur.