Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Fjórðungssjúkrahúsinu afhent Sel II: HjúkmnaiTÚin fyrir aldraða eru 30 talsins HJÚKRUNARDEILD aldraða, Sel II, við Pjórðungssjúkrahúsið var formlega afhent í gærdag. Tíu rúm bætast við þau 20 sem fyrir eru í Seli I, og hefur hjúkrunardeildin þvi á að skipa 30 rúmum fyrir aldraða. Hin nýju húsakynni eru um 200 fermetr- ar að stærð, auk þess sem tengibyggingin við Sel I er um 100 fm og er hún fyrirhuguð sem setustofa fyrir heimafólk. Gestir við opnunina Mun betri nýting á gisti- „ ..„ .... rými í sumar en í fyrra Jón Kristinsson afhenti nafna sínum Jóni Sigurðarsyni, formanni stjómar Fjórðungssjúkrahússins, Sel II fyrir hönd áhugamannahóps- ins sem hefur unnið að því undan- farin misseri að reisa þessa aðstöðu fyrir aldraða, og sagði af því til efni: „í dag er góður dagur. í dag eru þáttaskil, áfanga er náð. Tíu rúma viðbót er að vísu ekki ýkja stórt stökk, en er þó 50% aukning frá því sem fyrir var. Þegar þessi viðbót er komin í gagnið hefur hjúkrunardeildin í Seli yfír 30 rúm- um að ráða. Söfnunarfé er þó á þessari stundu orðið 11,5 milljónir króna, og er ég þess fullviss að okkur takist að ná endum saman og skila þessu nauð- synjaverki heilu í höfn og með fullum sóma,“ sagði Jón Kristins- son. Framkvæmdir við Sel II hófust í september á síðasta ári, en þá fór áhugamannahópurinn af stað með fjársöfnun og sagði Jón að söfnunin hefði gengið vonum framar vegna þess að mikill fjöldi fólks hefði af örlæti og áhuga rétt fram hjálpar- hönd. Flutti hann öllum sem það gjörðu hugheilar þakkir. Að lokinni stuttri tölu Jóns Sig- urðarsonar, urðu nokkrir til að taka til máls og ljúka lofsorði á þetta framtak áhugamannahópsins, sem síður en svo er hættur störfum því um helgina ætlar Jón Kristinsson að leggja upp í hjólferð til Reykjavíkur með viðkomu í flestum bæjum á leiðinni, og er tilgangurinn sá að safna fé til að hefja fram- kvæmdir við þriðja áfanga Sels. * Atta verk eft- ir Harald Inga sýnd í Al- þýðubankanum Myndlistarmaðurinn Haraldur Ingi Haraldsson sýnir um þessar mundir 8 verk unnin í akrýl, pastel og blek á listkynningu í Alþýðubankanum við Skipagötu. Það eru Menningarsamtök Norð- lendinga og Alþýðubankinn sem að þessari sýningu standa, en hún stendur yfír til 7. ágúst næstkom- andi. Haraldur Ingi fæddist 12. nóv- ember árið 1955 og lauk hann stúdentsprófí frá MA 1976. Hann nam síðan myndlist í Myndlista- og Eitt verkanna á sýningunni. handíðaskóla íslands og árið 1981 útskrifaðist hann þaðan úr nýlista- deild. Hann fór síðan til framhalds- náms í Hollandi og dvaldi þar í þijú ár, en að því loknu fiuttist hann hingað til Akureyrar þar sem hann hefur unnið að list sinni og ekki verið fleiri en tvö til þijú her- bergi laus hveija nótt. Það höfðu þó ekki allir sömu sögu að segja varðandi betri nýt- ingu á gistiaðstöðu. Amfínnur Amfínnsson, hótelstjóri á Hótel Varðborg, sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér virtist þetta sumar ætla að verða svipað því sem var í fyrra; nýting á gistiaðstöðu þetta í kringum 60-70%, og fannst honum það ekki mikið í ljósi þess að búið var að spá mikilli §ölgun ferða- manna hingað til lands í sumar. 833 þúsund söfnuð- ust til sundlaugar- innar við Sólborg Fólk kemur með peninga þó það haf i ekki tekið þátt í útvarpssöfnuninni Maraþonútsending þeirra Óm- ars Péturssonar og Þráins Brjánssonar, Hljóðbylgjumanna, í þágu sundíaugarbyggingar við Sólborg skilaði inn 833 þúsund krónum og gott betur því í sam- tali við Morgunblaðið sagði Ómar að fólk væri að koma til þeirra með peninga þó svo það hefði ekki tekið þátt í söfnuninni um helgina. Þeir félagar Ómar og Þráinn vöktu í 60 klukkustundir, frá fímmtudagsmorgni og fram á laug- ardagskvöld, og sendu allan tímann stanslaust út efni sem einungis var rofíð með fréttaútsendingum. Tókst þeim að safna þessari upphæð hjá einstaklingum og starfsfólki fyrir- tækja á þeim tíma. Hæsta fjárupp- hæðin kom frá starfsmönnum Útgerðarfélags Akureyringa, en þeir létu af hendi rakna 80 þúsund krónur. „Við förum í gang með fram- kvæmdir eins fljótt og hægt er og látum ekki staðar numið fyrr en sundlaugin er komin í gagnið," sagði Kolbrún Guðveigsdóttir, deildarstjóri hjá Sólborg. „Sund- laugin er búin að standa fokheld í tvö ár og það hefur verið svekkj- andi að þurfa að horfa upp á að ekki hafí verið hægt að nota hana,“ sagði Kolbrún. „Fyrir okkur sem heilbrigð erum er það ekkert til- tökumál að fara í sund, og okkur fínnst það bráðnauðsynlegt, en fyr- ir þá sem vangefnir eru er þetta bráðnauðsynlegt. í vatninu er miklu betra að komast í samband við þá, auk þess sem þjálfun í vatni er nauðsynleg. Þessi laug verður því bæði til þjálfunar og skemmtunar og tilbreytingar. Það vantar að vísu nokkuð upp á til að hægt sé að ljúka þessu verki, en við erum full bjart- sýni og staðráðin í að láta ekki staðar numið fyrr en verkinu er lokið. Þetta framtak piltanna er mjög lofsvert og ég er þakklát því fólki hér á Norðurlandi eystra sem lét fé af hendi rakna til þessarar söfnunar," sagði Kolbrún Guðveigs- dóttir að lokum. Kristín sýnir á Café Torgi KRISTÍN G. Gunnlaugsdóttir, myndlistakona, sýnir nokkur verka sinna á Café Torgi fram yfir miðjan mánuð . Kristín er 24 ára og nýútskrif- uð úr Myndlista- og handiðaskóla Islands og hefur tekið þátt í sam- sýningum. Vistmenn á hjúkrunardeildinni Sel II. Ferðamannastraumur hingað til Akureyrar virðist hafa verið mun meiri það sem af er þessu ári en verið hefur á sama tíma undanfarin ár. Herbergjanýting hótelanna er yfirleitt mun betri en á sama tíma í fyrra, auk þess sem herbergjum hefur fjölgað nokkuð. Gunnar Karlsson, hótelstjóri á Hótel KEA, sagði í samtali við Morgunblaðið að í síðasta mánuði hefði nýting á herbergjum verið rúmlega 80%, sem er mjög góð nýting að hans sögn, og mun betri en sú sem var á sama tíma í fyrra. „Ferðamannastraumurinn byij- aði greinilega fyrr á þessu ári en áður. Hann hefur yfírleitt ekki haf- ist fyrr en eftir 20. júní, en að þessu sinni hófst hann í lok maímánað- ar,“ sagði Gunnar Karlsson og bætti við að það væri nær fullbókað út september. Á Hótel Stefaníu hafði Stefán Sigurðsson svipaða sögu að segja, en þar hafði mjög mikil aukning á herbergjanýtingu átt sér stað frá því í fyrra, og hvert herbergi verið skipað undanfama tvo mánuði. „í fyrra dróst þetta svolítið saman tvær fyrstu vikumar í júlí og það sama sýnist mér vera að gerast núna,“ sagði Stefán Sigurðsson hótelstjóri að lokum. Hótel Edda tekur ekki til starfa fyrr en um miðjan júnímánuð, en samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið aflaði sér þar þá hefur þessi tími sem af er verið mun betri en á sama tíma í fyrra. Af 79 her- bergjum á Hótel Eddu hafa oft kennt við Myndlistaskólann. Helstu sýningar Haraldar Inga fram að þessu eru: Einkasýning í Rauða húsinu árið 1981, samsýn- ingar í Nýlistasafninu árin 1983 og 1987 og samsýning í Bjargi á Akur- eyri árið 1986.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.