Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
Morgunblaðið/Kjartan Jónsson
Héraðsstjórinn í Chepareria í Pókot-héraði les hátíðarræðu forseta Kenýu, hr. Dani-
els arap Moi, á þjóðhátið landsins, 1. júní sl. - Sitjandi eru heldri menn héraðsins.
Morgunblaðið/Kjartan Jónsson
Meðal skemmtiatriða í Chepareria voru þjóðdansar og þjóðlög. Þessi hópur samein-
aði gamla og nýja tímann með því að syngja nútíma þjóðerniskveðskap ífærðan
sönghefð Pókot-þjóðflokksins á mjög smekklegan hátt.
Þjóðhátíð
Héraðsstjóranum er ekið að
stúku heldri manna. Allir standa
upp honum til heiðurs. Sá, sem
kemur næstur honum að tign, opn-
ar bíldymar og heilsar að her-
mannasið. Héraðsstjórinn
endurgeldur kveðjuna og gengur til
heiðurssætisins. Mikill mannfjöldi
er saman kominn á hátíðarsvæðinu.
Nú geta hátíðarhöldin hafíst.
Bamakór gengur fram á sýningar-
svæðið og syngur fyrir í þjóðsöngn-
um. Að lokinni bænagjörð fulltrúa
mótmælenda, kaþólskra og heið-
ingja hefst aðaldagskárliður hátí-
ðarinnar er héraðsstjórinn les ræðu
forsetans, Daníels arap Moi. Boð-
skap forsetans er ávallt veitt mjög
mikil athygli, og næsta dag er hún
birt í öllum dagblöðum landsins.
Engin breyting varð á að þessu
sinni.
Ræða forsetans
í ræðu sinni bað forsetinn lands-
menn um að fagna fengnu sjálf-
stæði þjóðarinnar undan yfírráðum
Breta og halda í heiðri minningu
þeirra, sem létu lífíð í frelsisbarátt-
unni. Hann benti á, að margt hefði
áunnist síðan þessi dagur var fyrst
haldinn hátíðlegur fyrir 24 árum.
Miklar framfarir hafa átt sér stað
á flestum sviðum þjóðfélagsins.
Síðasta ár var mjög hagstætt fyrir
efnahag landsins og hagvöxtur varð
5,7%. Landsmenn fengu meira fyrir
útflutningsvörur sínar en nokkru
sinni fyrr og meðaltekjur á mann
jukust að raungildi um 4—5%. Hátt
verð á kaffi, lágt verð á bensíni og
olíu og gott árferði átti mestan
þátt í þessum efnahagsbata. Kenýu-
menn eru nú sjálfum sér nógir um
flestar tegundir landbúnaðaraf-
urða, enda hefur mikil áhersla verið
lögð á að efla landbúnaðinn allt frá
sjálfstæðistöku. Kaffí og te eru
aðalútflutningsvörumar.
Vegna stórbættrar heilsugæslu á
siðari ámm, hefur meðalaldur
hækkað til muna og bamadauði
minnkað almennt í landinu.
Framfarir í menntakerfínu hafa
einnig verið stórstígar. Þess má
geta, að þegar Bretar létu af yfír-
ráðum sínum árið 1963 var enginn
háskóli í landinu og háskólamennt-
un var bara hægt að fá erlendis,.
að guðfræðimenntun undanskilinni.
Þá stunduðu á sjötta hundrað stúd-
entar háskólanám. Nu'eru þrír
háskólar starfandi í landinu og
15.000 nýstúdentar munu hefja
nám í þeim á komandi hausti, sem
er met í sögu þjóðarinnar. En þó
var um 45.000 nemendum vísað
ffá. í fyrsta sinn munu nú fleiri
háskólanemendur hefja nám í
landinu en utan landsteinanna. Al-
menn skólaskylda var lögleidd fyrir
nokkrum árum, en um 51,7% þjóð-
arinnar eru 15 ára eða yngri.
Forsetinn hét þvi, að hann og
ríkisstjómin myndu gera allt, sem
hægt væri, til að auka framleiðslu
r og efnahagsvöxt og vinna að jafn-
ari dreifíngu framfara um lands-
byggðina til að bæta lífskjörin og
minnka atvinnuleysi. Hann lagði á
það áherslu, að útflutningur yrði
að vera fjölbreyttari, svo að efna-
hagur landsins hvfldi ekki óhóflega
mikið á tei og kaffi eins og nú er.
Moi bað menn að taka fólksfjölg-
unarvanda þjóðarinnar alvarlega,
en henni fjölgar um 4% á ári, sem
er með því hæsta sem gerist í heim-
inum. (Landsmenn eru nú um 22
milljónir talsins, en voru 8 milljónir
árið 1963.) Hvatti hann þegna sína
til að fæða ekki fleiri böm en þeir
væru færir um að koma vel til
manns.
Stórt átak á að gera fljótlega til
að bæta húsakost íbúa borga og
bæja landsins og á að verja á
fímmta milljarð króna í þeim til-
gangi. Þess má geta að mun
ódýrara er að reisa hús í Kenýu en
á Islandi.
Enn á ný bað forsetinn þegna
sína um að vinna gegn innbyrðis
sundrungu (fyrst og fremst vegna
þjóðarflokkarígs) og fylkja sér um
eina leyfða stjómmálaflokk lands-
ins, KANU, (Kenya African Nation-
al Union), sem hefur verið
endurskipulagður, með því að láta
skrá sig sem meðlimi hans, svo að
hann fari í raun með stjóm landsins
sem fulltrúi þjóðarinnar.
í lok ræðu sinnar minntist Moi
bræðra í S-Afríu, sem eru óftjálsir
í eigin landi og krafðist þess, að
neyðarástandi þar yrði aflétt þegar
í stað, að Nelson Mandela, leiðtogi
ANC, frelsishreyfíngar Afríku-
manna, yrði leystur úr haldi og að
kallað yrði til ráðstefnu um framtíð
landsins með raunverulegum full-
trúum allra kynþátta þess.
Hátíðarhöld
Þegar ræðunni var lokið, var
komið að skemmtiatriðum og hver
kórinn á fætur öðrum kom fram
og söng og lék þjóðemiseflandi
söngva. Einnig komu fram þjóð-
dansaflokkar og sýndu þjóðdansa
íklæddir fotum að fyrri tíðar hætti.
Undir kvöld var heldri mönnum
boðið í mat heima hjá héraðsstjór-
anum að afloknum knattspymuleik
á milli tveggja hreppa héraðsins.
Breytt ríkisstjórn
Á þjóðhátíðardaginn, 1. júní, lýsti
forsetinn, Daniel arap Moi, yfír
því, að mmiklar breytingar hefðu
verið gerðar á ríkisstjóminni og
þijú ný ráðuneyti hefðu verið stofn-
uð, þannig að þau eru nú 24.
Aðalbreytingin var fólgin í því að
færa ráðherra á milli ráðuneyta.
Þessar breytingar eru sérlega at-
hyglisverðar vegna þess að þing-
kosningar fara fram í sumar. Ymsir
líta á þetta sem vísbendingu frá
forsetanum til kjósenda í komandi
kosningum og telja að þeir, sem
nú skipi ríkisstjómina, muni fá
nokkuð öruggt fylgi.
Hluti hátíðargesta. Margir komu langt að, sumir fótgangandi. Morgunbiaðið/KjartanJónsson
Morgunblaðið/Kjartan Jónsson
Frá hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn. Bamakór syngur ættjarðarsöngva. Kenýumenn elska söng.
„Margir á íslandi eiga
erfitt með að skilja
þetta vandamál Af ríku-
þjóða og halda oft að
hvert ríki þessa heims-
hluta byggi bara ein
þjóð. Það er grundvall-
aratriði til að skilja og
geta metið af sanngirni
það, sem gerist í
Afríku, að gera sér
grein fyrir því, að í
hverju landi búa allt að
70 þjóðir, sem margar
eru ólíkar og oft er
erfitt að halda saman.“
Ungþjóð
Án efa hafa þessi hátíðarhöld
lagt sitt af mörkum til að efla þjóð-
areiningu og þjóðemiskennd, en
þessi hugtök eru enn mjög ung í
þessum heimshluta, og enn líta
margir fremur á sig sem tilheyr-
andi ákveðnum þjóðflokki en þjóð-
inni Kenýu. Þjóðin þarf enn um
langa framtíð á stuðningi og fyrir-
bænum vina að halda til að varð-
veita það, sem áunnist hefur og til
að sækja enn lengra í átt til fram-/
fara.
Margir á íslandi eiga erfitt með
að skilja þetta vandamál Afríku-
þjóða og halda oft að hvert rfki
þessa heimshluta byggi bara ein
þjóð. Það er grundvallaratriði til
að skilja og geta metið af sanngimi
það, sem gerist í Afríku að gera
sér grein fyrir því, að í hveiju landi
búa allt að 70 þjóðir, sem margar
eru ólíkar og oft er erfítt að halda
saman.
Spenna á landamærum
En þrátt fyrir þjóðhátíðargleði,
voru ýmsar óftnðarblikur á lofti, því
að spenna hefur aukist á milli
Kenýu og Úganda undanfarið. Úg-
andamenn sökuðu yfírvöld Kenýu
um að hafa lokað landamærunum
sín megin og hindrað vöruflutninga
á milli landanna, en mestur hluti
inn- og útflutnings Úganda fer um
Kenýu. Stjómvöld í Kenýu hafa
þvemeitað, þessum ásökunum.
Skömmu fyrir þjóðhátíðina létu
yfírvöld í Úganda loka fyrirvara-
laust fyrir allt rafmagn, sem landið
selur til Kenýu, en það er allnokk-
uð. Þetta vakti að vonum undran
og reiði landsmanna og bakaði
mörgum iðnfyrirtækjum stórvand-
ræði. Orsök þessarar spennu á milli
landanna era m.a. ásakanir yfír-
valda í Kenýu um að skæraliðar
andsnúnir ríkisstjóminni fái her-
þjálfun í Úganda með aðstoð
hemaðarráðgjafa frá Kúbu,
N-Kóreu og Líbýu og síðan fram-
haldsþjálfun í Líbýu. Því hefur verið
haldið fram, að 1.400 aðrir skæra-
liðar frá Mið-Afríku séu í þessum
þjálfunarbúðum. Náin tengsl for-
seta Úganda, Yoweri Museweni og
Gaddafi leiðtoga Líbýumanna hafa
einnig vakið tortryggni handan