Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
Góð afkoma hjá Söltunarfélagi Dalvíkur:
Marks og Spencer viður-
kennir verksmiðjuna
DaJvik.
MJÖG góð rekstrarafkoma var
hjá Söltunarfélagi Dalvíkur á
síðasta ári og nam rekstrar-
hagnaður fyrirtækisins 47,8
miiyónum króna. Aðalfundur fé-
lagsins var haldinn föstudaginn
26. júní en þá var greint frá því
að breska verslunarfyrirtækið
Marks og Spencer hefði viður-
kennt rækjuverksmiðju Söltun-
arfélagsms. Viðskiptasamningur
við þetta fyrirtæki segir sína
sögu um verksmiðjuna þvi Bretar
gera mjög strangar kröfur um
hreinlæti og gæðamat þeirrar
matvöru sem þeir kaupa og
greiða jafnframt hærra verð fyr-
ir rækjuna en gerist og gengur
á markaðinum.
Söltunarfélag Dalvíkur starfræk-
ir rækjuverksmiðju auk þess sem
það gerir út togarann Dalborgu EA.
Þá hefur félagið verið með skip á
leigu að undanförnu og gert út tog-
arann Sigurborgu GK og Skagaröst
GK. Félagið er einnig hluthafi í
Upsaströnd sem gerir út togskipið
Baldur.
Upphaflega var félagið stofnað
til síldarsöltunar en um árið 1975
hóf það rækjuvinnslu að frumkvæði
Snorra Snorrasonar skipstjóra sem
þá var einn aðaleigandi félagsins.
Snorri er brautryðjandi í úthafs-
rækjuveiðum fyrir Norðurlandi og
gerði fyrst út á þær veiðar á litlum
báti, en árið 1977 keypti Söltunar-
félagið Dalborgu einkum með það
í huga að gera hana út á úthafs-
rækju.
Arið 1984 varð breyting á eignar-
haldi fyrirtækisins. Átti það í
miklum rekstrarerfiðleikum vegna
þess hve markaðsverð rækju var
lágt. Keypti Kaupfélag Eyfirðinga
og Dalvikurbær þá flest hlutabréf
í félaginu og freistuðu þess að halda
fyrirtækinu gangandi. Kaupfélagið
á nú nær 66% hlutafjár en Dalvíkur-
bær um 33%. Hlutafé var aukið og
nausðynlegar breytingar gerðar á
fyrirtækinu. Hefur því tekist að
reisa það úr öskustónni og hafa
ytri aðstæður hjálpað til því mjög
góð rækjuveiði hefur verið og gott
markaðsverð á rækjunni einkum á
síðasta ári.
Á undanfömum árum hefur verið
unnið að lagfæringum á verksmiðj-
unni. Tekin var í notkun ný vinnslu-
lína og er öll vinnuaðstaða
verksmiðjunnar hin snyrtilegasta.
Mjög strangar hreinlætiskröfur eru
gerðar m.a. er öll vinnslulínan af-
skermuð og fær enginn að fara
þangað inn nema þeir sem vinna
við að pilla rækjuna. Fyrirtækið
hefur lagt sig fram um að standast
kröfur Marks og Spencer og hefur
nú fengið viðurkenningu þess, en
það fá einungis verksmiðjur í háum
gæðaflokki. Það kom fram á aðal-
fundi hjá Kristjáni Ólafssyni stjóm-
arformanni fyrirtækisins að á
sfðasta ári hafi fyrirtækið eitt
þriggja ekki fengið eina einustu
athugasemd við framleiðslu sína frá
rannsóknarstofnun fískiðnaðarins
og segir það sína sögu. Marks og
Spencer hafa gert pöntun á rækju
hjá fyrirtækinu og hefur fyrsta
sending þegar verið afgreidd og
uppfyllti varan allar þær kröfur sem
Bretar gera og er nú verið að vinna
upp í næstu sendingu.
Starfsfólki fyrirtækisins vom
þökkuð vel unnin störf en velgengni
fyrirtækisins byggist ekki síst á þvi
að það hefur mjög góðu starfsfólki
á að skipa sem leggur sig allt fram
um að framleiða sem besta vöm.
Hjá verksmiðjunni starfa ú 45
manns og fjölgaði þeim um nær
heiming á síðasta ári. Samtals
námu launagreiðslur um 15,5 millj-
ónum króna.
Dalborg, togari félagsins, er ný-
kominn úr sinni fyrstu veiðiferð
eftir gagngerar endurbætur sem
gerðar vom á skipinu hjá Slippstöð-
inni á Akureyri. Landaði Dalborg
um 90 tn af þorski. Skipt var um
brú á því og endurbætur gerðar á
matsal skipveija. Brúin var byggð
yfir dekkið að hluta og þá var einn-
ig bætt við bobbingarennum á
skipið. Þá var sett í skipið nýtt tog-
spil og ný ljósavél. Dalborg er mjög
gott sjóskip og hefur reynst hin
mesta happafleyta. Em forstöðu-
menn Söltunarfélagsins þegar
famir að gæla við lengingu skips-
ins.
Fréttaritari
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Gistiþjónusta
fbúðagisting. Sími 611808.
UTIVISTARFERÐIR
Helgarferðir 10.-12. júlí
1. Þórsmörk — Goðaland. Góð
gisting í Útivistarskálunum Bás-
um. Gönguferðir viö allra hæfi.
M.a. verða Teigstungur skoðað-
ar. en það svæði hefur opnast
með tilkomu göngubrúar Útivist-
ar á Hrunaá.
2. Veiðivötn. Gengiö verður að
útilegumannahreysinu við Snjó-
öldufjallgarð. Skoðuð falleg
gígvötn. Farið að Hraunvötnum
og víðar. Tjöld. Einstök ferð.
Sumarleyfi í Básum Þórsmörk.
Feröir alla miðvikudaga kl. 8.00,
sunnudaga kl. 8.00 og föstudaga
kl. 20.00. Heimkoma sömu
daga. Pantið timanlega. Dags-
ferðir í Þórsmörk alla sunnu-
daga.
Sumarleyfisferð
9.-12. júlí
Sprengisandur — Drangey —
Kjölur. Brottför fimmtud. kl.
8.00. Örfá sæti laus. Uppl. og
farm. á skrifst. Grófnni 1,
sfmar: 14808 og 23732.
Miðvikudagur 8. júlí
kl. 20.00
Selför á Almenninga. Létt
ganga sunnan Straumsvíkur.
Fornar seljarústir skoðaðar.
Verð 400 kr., fritt f. börn m. full-
orðnum. Brottför frá BSl,
bensínsölu.
Fimmtudagur 9. júlí
kl. 20.00
Viðey. Þessari sögueyju og úti-
vistarparadís Reykvíkinga ættu
allir að kynnast. Lelðsögumað-
ur: Lýöur Björnsson sagnfræð-
ingur. Verð 350 kr., frítt f. börn
12 ára og yngri með foreldrum
sínum. Brottför frá kornhlöðunni
Sundahöfn. Kaffiveitingar til sölu
í Viöeyjarnausti. Sjáumstl
Utivist, ferðafélag
Hörgshlíð 12
Samkoma í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20.00.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir 10.-12. júlí:
1) Lómagnúpur — Meðalland.
Gist í svefnpokaplássi á Kirkju-
bæjarklaustri. skoðunarferðir
um Fljótshverfi og Meðalland.
2) Landmannalaugar — Velöl-
vötn.
Gist í sæluhúsi F.i. i Laugum.
Ekið til Veiðivatna og gengið um
svæðið.
3) Hveravelllr. Gist i sæluhúsi
F.í. á Hveravöllum. Gönguferðir
um Þjófadali, Kjalhraun og víðar.
4) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal. Við bjóöum
sumarleyfisgestum ódýra dvöl í
Skagfjörðsskála. Til Þórsmerkur
er farið á föstudögum, sunnu-
dögum og miðvikudögum.
Farmiðasala og upplýsingar á
skrifstofu F.Í., Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins
10.-15. júlí (6 dagar); Land-
mannalaugar — Þórsmörk
Gengið með svefnpoka og mat
frá Landmannalaugum til Þórs-
merkur. Gist i sæluhúsum F.f. á
leiðinni. Fararstjóri: Arnar Jóns-
son.
15.-19. júlí (5 dagar): Hvftárnes
— Þverbrekknamúll — Hvera-
vellir.
Gengið með svefnpoka og mat
milli sæluhúsa F.f. á Kjalarsvæð-
inu. Skoðunarferðir frá áningar-
stöðum. Fararstjóri: Dagbjört
Óskarsdóttir.
15.-19. júlf (5 dagar): Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
Ekið á miövikudegi til Land-
mannalauga og gengið sam-
dægurs í Hrafntinnusker. Glst i
sæluhúsum F.f. Fararstjóri:
Hilmar Þór Sigurðsson.
17.-24. júlí (8 dagar): Lónsör-
æfi.
Flug eða bill til Hafnar i Horna-
firði. Jeppar flytja farþega inn á
lllakamb. Gist í tjöldum. Farar-
stjóri: Egill Benediktsson.
Farmiðasala og upplýsingar á
skrifstofu F.í. — Oldugötu 3.
ATH.: Takmarkaður fjöldi í
„Laugavegsferðirnar".
Ferðafélag Islands.
f raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Útgerðarmenn minni báta
og aðrir athafnamenn
Til sölu er lítil fiskverkunarstöð búin m.a.
góðri ísvél og góðum lausfrystibúnaði. 2 góð
einbýlishús og ca 600 fm annað húsnæði.
Einnig fylgir ca 100 ha lands, sumt ræktað
og hluti af veiðivatni.
Þessi staður liggur að einhverjum bestu fiski-
miðum við ísland og náttúrufegurð er mikil.
Góðir möguleikar á ferðamannaþjónustu.
Mjög góðir tekjumöguleikar.
Áhugasamir vinsamlega leggið inn tilboð á
auglýsingadeild Mbl. merkt. „S — 5177“ fyr-
ir 20. júlí.
Smáfyrirtæki athugið!
Viljið þér tölvuvæða fyrirtækið?
Tvær Atari ST tölvur með skjám og drifum,
hvor um sig V2 megabyte. Tveir prentarar
18 og 24 nála A3, modem og hugbúnaður
að verðmæti u.þ.b. 95.000,-
Upplýsingar í símum 39355 og 72639 eftir
kl. 19.00 á kvöldin.
Jörð til sölu
Jörðin Tirðilmýri í Snæfjallahreppi er til sölu.
Tún í góðri rækt. Vatn 12 gráðu heitt nálægt
húsum. Á jörðinni eru góð steinhús er gefa
möguleika á ferðamannaþjónustu.
Upplýsingar gefur eigandi Engilbert Ingvars-
son í símum 94-4815 og 985-20816.
Nýr fiskibátur til sölu
Tilboð óskast í nýjan 9,9 lesta fiskibát.
Báturinn er frambyggður súðbyrðingur úr
furu og eik, með 180 ha. vél.
Fiskiskip,
Austurstræti 6. Sími 22475.
Heimasími sölumanns 13742.
Söluturn
miðsvæðis í Reykjavík til sölu. Einnig kemur
til greina að selja húsnæði undir reksturinn.
Upplýsingar á skrifstofu.
Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson, Hallur Páll Jonsson,
Ingvar Guðmundsson, Hilmar Baldursson hdl.
Jarðvinna vegna
stækkunar Háskólabíós
F.h. byggingarnefndar Háskólabíós óskast
tilboð í jarðvinnu, holræsalagnir og fleira
vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Há-
skólabíó við Hagatorg.
Helstu magntölur eru: Gröftur 14.600 m3og
holræsi, 100, 150 og 200 cm í þvermál —
350 m.
Verkið skal unnið á tímabilinu 4. ágúst til 16.
október 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 3000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
21. júlí 1987 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
HwRGAi'.IUNJ 7 SiV.I VcH44
Til leigu í Ármúla
Til leigu 600 fm húsnæði á jarðhæð í Ármúla.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Ármúli - 6424“.