Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
+ Faðir okkar og tengdafaðir, HANNES GUÐBRANDSSON bóndi, , Hækingsdal, Kjós, andaðist mánudaginn 6. júlí sl. Börn og barnabörn.
t Móöurbróðir okkar og vinur, JÓNATAN GUÐNI JÓNATANSSON, Utlu-Helðl, Mýrdal, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 6. júlí sl. Jarðsett verður frá Reyniskirkju, Mýrdal, þ. 15. júlí kl. 14.00. Helga Ólafsdóttir, Margrót Ólafsdóttir og fjölskyldurnar frá Litlu-Heiði.
+ SIGURJÓN MAGNÚSSON, tll heimilis á Laugarvegi 158, lést í Borgarspítalanum 6. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Sigurjónsson.
+ Ástkær eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURVIN BREIÐFJÖRÐ PÁLSSON, frá Höskuldsey, Vatnsnesvegi 24, Keflavík, lést í Landspítalanum að morgni 7. júlí. Júlía Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA C. JESSEN, Hrafnistu, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. júlí kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast þeirrar látnu er bent á líknarstofnanir. Erna V. Ingóifsdóttir, Sigurbjörn Ævarr Jónsson, Leifur Ingólfsson, Anna Dam, Sif Ingólfsdóttir, Hörður Sigurðsson, Sigþrúður Ingólfsdóttir, Eðvarð Olsen, börn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Móðir mín, fósturmóöir og amma okkar, ÓLÖF MARÍA SIGURVALDADÓTTIR, sem lést á Droplaugarstöðum þann 30. júní sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju. Hallfriður Björnsdóttir, Marfa Bergmann, Hilmar Björgvinsson, Birna B. Stefánsson, Friðrik Björgvinsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
+ Minningarathöfn um föður okkar og tengdaföður, HAFLIÐA HALLDÓRSSON fyrrverandi bónda á Hvallátrum, er andaðist í Landakotsspítala 5. júlí sl., fer fram frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 9. júlí kl. 16.30. Jarösett verður frá Patreksfjarðarkirkju þriöjudaginn 14. júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Anna Hafliðadóttir, Árni Helgason, Erla Hafliöadóttir, Ólöf Hafliðadóttir, Þórður Guðlaugsson.
+ Bróðir okkar, ÞORLÁKUR G. SIGURSTEINSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 15.00. Rannveig Sigursteinsdóttir, Unnur Sigursteinsdóttir, Marfa Sigursteinsdóttir, Sigursteinn Sigursteinsson, Skafti Skaftason.
Minning:
Anton Nikulás-
son sölustjóri
Fæddur 30. október 1923
Dáinn 27. júní 1987
í janúar 1970 hóf ég störf hjá
Lindarbæ. Mér var sagt hvenær ég
ætti að mæta og að þar væri mað-
ur sem myndi kynna mér starfíð.
Þetta var dökkhærður, þrekvaxinn
maður, sem setti í brýmar og mældi
mig út frá hvirfli til ilja. Hann sagð-
ist heita Anton Nikulásson „en
kallaðu mig Tona,“ sagði hann.
Þama hófst ævilöng vinátta okkar.
Hann var einstakur maður, heiðar-
legur, traustur og ævinlega tilbúinn
að leysa vandamál manna. Mér er
það vel kunnugt að margir, og þar
á meðal ég, leituðu oft til hans og
með rökvísi sinni fékk hann mann
til að sjá hlutina í öðru og oftast
bjartara ljósi.
í starfí okkar í Lindarbæ þurfti
hann oft að taka ákvarðanir, sem
fóm í skapið á sumum, sem kvört-
uðu þá við mig. Það varð strax
einfalt að afgreiða málið. í tæp
þrettán ár vom það sömu orðin
„allir hafa galla en kostimir hans
Tona em mörgum sinnum fleiri en
gallamir". Því vom allir sammála.
Eftir að ég fór að starfa með
Tona hjá OLIS fengum við okkur
ávallt göngutúr i hádeginu, út að
Tjöm og til baka, hvemig sem viðr-
aði, á meðan heilsa hans leyfði. Við
spjölluðum mikið og nær alltaf var
umræðurefnið vinnan og hvað betur
mætti fara hjá OLÍS. Besta lýsing-
in, sem ég hef á Tona, em orð sem
forstjórinn okkar sagði: „Ef við
gætum fengið 50 menn eins og
Anton var, þá væm engin vanda-
máj hér.“
Ég og fjölskylda mín sendum
þér, Jóhanna, og þinni ^ölskyldu
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ég hlakka til, þegar þar að kem-
ur, að hitta minn kæra vin handan
landamæranna miklu og halda
áfram að þiggja hans góðu ráð.
Gunnar H. Pálsson
Þegar síðasta kallið kemur er
gott að fá að kveðja á sama hátt
og minn góði samstarfsmaður og
félagi Anton Nikulásson vélstjóri,
en hann lést í svefni þ. 26. júní,
þá staddur á Akureyri í sumarleyf-
isferð með konu sinni.
Anton var að vísu búinn að ganga
í gegnum mikið veikindastríð
síðustu árin, en okkur sem höfum
átt u.þ.b. vikulega fundi með honum
um langt skeið hnykkti þó við fregn-
inni um fráfall hans, því lengi hafði
hann ekki litið betur út eða virst
frískari en þegar hann kvaddi og
hélt af stað í sumarleyfí sitt til
Vopnafjarðar. En þar fasddist An-
ton Marino eins og hann hét fullu
nafni, 30. október 1923.
Alitaf hélt hann tryggð við fæð-
ingarbyggð sína, tók þátt í og
aðstoðaði heimamenn m.a. í fjár-
og efnissöfnun til elliheimilisins þar
á staðnum.
Ég mun alltaf minnast gleði-
glampans í augum hans þegar
áfanga var náð í þessari fram-
kvæmd. Slíkan glampa fékk ég oft
að sjá á síðustu nær tveim áratug-
um sem Anton var náinn samstarfs-
maður minn í stjóm Sjómanna-
dagsráðs og Hrafíiistuheimilanna,
en á þessum vettvangi hefur margt
gott verið gert í þágu aldraðra á
þessu sem fyrri árabilum.
Árið 1970 var Anton kjörinn full-
trúi í ráðið fyrir Mótorvélstjórafélag
Islands. Að vonum var jafíi félags-
lyndur og stéttarfélagslega sinnað-
ur maður og Anton heilshugar
hlynntur þvf að vélstjórafélögin tvö
sameinuðust, vann því ötullega og
við sameininguna 1976 verður An-
ton fulltrúi Vélstjórafélags íslands
í Sjómannadagsráði, eða alls í 17
ár. A sameiningarári félaganna var
Anton kosinn varamaður í stjóm
Sjómannadagsráðs og 1982 í aðal-
stjóm sem meðstjómandi og vara-
formaður og gegndi þessum
störfum til dauðadags.
Náin starfskynni okkar Antons
hófust 1976 er hann var ráðinn til
eftirlitsstarfa við byggingu A-álmu
Hrafnistu í Hafnarfirði. Var hann
starfsmaður okkar til ársloka 1979
og aðstoðaði við efnisútvegun auk
eftirlitsstarfsins. Reyndist hann
frábærlega í þessum störfum sem
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
systur okkar,
LÁRU J. EINARSDÓTTUR,
Rekagranda 10.
Anna Maria Baldvinsdóttir,
Jóhanna Sigríður Baldvinsdóttir.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför eiginmanns míns, bróöur, föður, tengdafööur, afa og langafa,
AXELS SIGURÐSSONAR
matsveins,
Melgerði 21, Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Adolf Sigurðsson,
Sigurbjörg Axelsdóttir, Axel Ó. Lárusson,
Guðmundur Axelsson, Ólafía Lárusdóttir,
Axel Axelsson, Steinunn Gunnarsdóttir,
barna- og barnabörn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall
og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa,
JÚLÍUSAR B. ANDRÉSSONAR,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Sólvangs.
Soffía Ólafsdóttir,
Sverrir Júlíusson, Brynja Árnadóttir,
Halldóra Júli'usdóttir, Karel Karelsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir
og barnabörn.
öðmm er hann tók að sér fyrir sam-
tök sjómanna. Eftir þetta hóf hann
störf hjá Olíuverslun íslands og
vann þar til dauðadags.
Anton bjó yfír eftirtektarverðum
eiginleika, en það var umhyggjan
fyrir samstarfsfólki sínu, bæði ungu ■
sem öldnu. Tók ég eftir þessu áður
en hann hóf störf hjá Sjómanna-
dagsráði, en þá starfaði hann hjá
heildversluninni Heklu. Sama var
einnig og ekki sfður eftir að hann
hóf störf hjá OLÍS.
Anton lauk meira-mótorvél-
stjóraprófí Fiskifélags íslands árið
1949. Hann sigldi á næstu ámm á
skipum SÍS, Vitamálastjómar o.fl.
Sjálfsagt hefur áhugi hans á fé-
lagsmálum átt sinn þátt í að hann
leitaði starfa í landi, en á því sviði
var hann ákaflega frambærilegur.
Hann gat sem góðum ræðumanni
sæmir dregið saman í kjama megin-
þætti þess sem hann vildi koma á
framfæri og flutti mál sitt skýrt og
skipulega. Iðulega var hann fenginn
til að stýra fundum, enda ágætur
fundarstjóri.
Eiginkona Antons er Jóhanna
Guðjónsdóttir og sendi ég henni,
bömum þeirra, tengdabömum og
bamabömum innilegar samúðar-
kveðjur.
Pétur Sigurðsson
Eigi má sköpum renna. Þetta var
okkur samstarfsmönnum Antons
Nikulássonar efst í huga, þegar við
fréttum andlát hans. Fyrir rúmum
fjórum vikum kvaddi hann okkur,
glaður og hress í anda og fór í lang-
þráð sumarleyfi. Fyrst dvaldi hann
i vikutíma hjá dóttur sinni á Kópa-
skeri, en síðan fór hann til gömlu
heimkynnanna við Vopnafjörð.
Hann var þar í tvær vikur, ásamt
Jóhönnu konu sinni, í sumarhúsi
Vopnfírðingafélagsins. Það var á
sínum tíma eitt af mörgum mann-
legu áhugamálum hans að koma
því húsi upp og búa það út sem
best. Þar naut hann lífsins. Á dag-
inn og kvöldin heimsótti hann vini
og skyldrnenni og lék við hvern sinn
fíngur. Á heimleið átti hann nætur-
stað á Akureyri. Þar varð hann
brákvaddur aðfaranótt laugardags-
ins 27. júní.
Anton hóf störf hjá Olíuverzlun
íslands hf. á miðju sumri 1979.
Hann var sölustjóri síðustu árin.
Vélstjóramennt, reynsla og fjöl-
mennur vina- og kunningjahópur
kom honum oft að miklu gagni.
Anton rækti starf sitt með slíkri
samviskusemi að til fyrirmyndar
var. Hann var mjög félagslyndur
og hið mikla og óeigingjama starf
hans að málum aldraðra og sjó-
manna munu aðrir rita um.
Um árabil stóð hann fyrir og tók
mikinn þátt í skemmtanalífí höfuð-
borgarinnar. Hann var dansmaður
góður og bindindismaður alla ævi.
Nú, þegar við lítum jrfir farinn veg,
þá er okkur efst í huga persónan,
sem ætíð var reiðubúin að leysa
ýmis persónuleg vandamál annarra
og ekki síst samstarfsmannanna.
Það voru ófáir, sem leituðu tíl hans.
Við minnumst hans fyrir glaðværð
og oft var kátína í kring um hann.
Fyrir þær góðu minningar þökkum
við nú að leiðarlokum og vottum
Jóhönnu og fjölskyldu samúð okkar.
Samstarfsmenn