Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 46

Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 fclk í fréttum „Reagan litar ekki á sér hárið“ segir rakari forsetans Meðan Reagan lætur klippa sig spjallar hann við rakarann um dag- inn og veginn eða horfir á gamlar Hollywood-kvikmyndir í sjón- varpinu. Milton Pitts, rakari í Was- hington, hefur séð um hársnyrtingu Bandaríkjaforseta frá árinu 1969. Jimmy Carter var eini forsetinn se ekki lét Pitts klippa sig, en hann segist samt ekki gera upp á milli demókrata og repúblik- ana. „Skærin mín hafa ekkert vit á stjómmálum" segir hann. Pitts hefur sérhæft sig í því að klippa stjómmálamenn en á rakara- stofii hans í Sheraton Hótelinu, skammt frá hvíta húsinu, hefur hann hengt upp áritaðar myndir af þekktum viðskiptavinum úr stjóm- málalífinu. Á tólf daga fresti fer Pitts yfir í Hvíta húsið þar sem lífverðir fylgj- ast með honum snyrta hár forset- ans. „Hann er mjög yndæll og auðvelt að gera honum til hæfis" segir hann um forsetann. „Þrátt fyrir að hann hafí verið undir miklu álagi undanfarið, m.a. vegna vopna- sölumálsins hefur gráu hárunum á höfði Reagans forseta ekkert fjölg- að. Hárið á honum er 20 prósent grátt og það hefur ekkert breyst frá því hann kom fyrst til valda". Pitts neitar öllum sögusögnum um að forsetinn liti á sér hárið, en Reagan er 76 ára gamall og elsti forseti Bandarikjanna hingað til. „Áður en ég fór að klippa hann var ég sannfærður um að hann litaði á sér hárið en eftir að ég komst í kynni við þykkt, dökkbrúnt hár hins aldna forseta komst ég að raun um að þetta var hans eigin, eðlilegi lit- ur“. Pitts byrjaði á því að fá Reagan tii að breyta um hárgreiðslu; losa sig við þykka liði úr hnakkanum og klippa heidur allt hárið f stytt- ur. „Það skapar meira jafnvægi í vangasvipnum" segir rakarinn. Miiton kom til Washington frá Suður-Karólínufylki fyrir 45 árum síðan. Hann lærði hárskurð og hef- ur gegn um tíðina safnað að sér §ölmörgum viðskiptavinum úr stjómmálaheiminum. Það kostar Reagan um 800 krón- ur að láta klippa sig og er reikning- urinn sendur til Hvfta hússins mánaðarlega. Á meðan hann er klipptur standa lífverðir hans vörð og enginn fær að vera viðstaddur nema rakarinn og handsnyrtirinn. „Reagan er miklu öruggari með sig en fyrirrennarar hans, þeir Nixon og Ford“ segir Pitts. „Þeir voru vanir að ráðfæra sig við mig í hvert skipti sem þeir komu fram í sjón- varpi. Nixon átti í heilmiklu stríði við hárið á sér. Það var of feitt, of sítt, of mikið að framan og of stutt að aftan. Ford átti aftur á móti í baráttu við skalla og þunnt hár sem hann vildi gjaman láta sýnast þykkara". Leikstjóri „Chorus Line“ látinn Bandaríski leikstjórinn og dansahöfundurinn, Michael Bennett, sem m.a. stjómaði upp- setningu söngleiksins fræga, „A Chorus Line“ á Broadway, lést ann- an júlí s.i. af völdum eyðni. Áð sögn lögfræðings Bennetts dó hinn 44 ára gamli leikstjóri úr krabbameini sem hann fékk af völd- um eyðni, en hann greindist með sjúkdóminn fyrir tveimur árum síðan. Michael Bennett átti stóran þátt í því að endurreisa leikhúslíf á Bro- adway og hann hlaut sömuleiðis átta Tony-verðlaun, sem eru eins- konar Oskarsverðlaun Broadway leikhússins. Söngleikurinn „Chorus Line“ var frumsýndur í apríl 1975 og er enn Michael Bennett, Broadway-leik- stjóri og dansahöfundur lést að heimili sínu í Arizona 2.júní. Dánarorsökin var krabbamein af völdum eyðni. verið að sýna hann á Broadway og hefur enginn annar sögngleikur verið sýndur þar lengur. Annar vin- sæll söngleikur sem Bennett stjóm- aði uppsetningu á var „Dreamgirls" sem fjallaði um feril Diönu Ross og The Supremes. Hann var frum- sýndur ’81 og hlaut á sínum tíma átta Tony verðlaun, m.a. fyrir bestu dansana. „Dreamgirls“ var sýndur 1522 sinnum á Broadway. Michael Bennett var fæddur í borginni Buffalo í norðurhluta New York fylkis. Faðir hans vann í verk- smiðju og móðir hans var einkarit- ari. En hann var alla tíð heillaður af dansi og sagði einhveiju sinni í viðtali að hann myndi ekki eftir sér öðruvísi en dansandi á leiksviði. Reuter Hann sporðrenndi þrettán og hálfri pylsu á tíu mínútum. Pylsukappát Don Wolfman lét sér ekki muna um það að sporðrenna 13 og hálfri pylsu á tíu mínútum í pylsu- kappáti ssem fram fór í skemmti- garðinum á Coney-eyju í New York um síðustu heigi. Wolfman sem er 39 ára gamall Brooklynarbúi hafði þar með sigrað í sjötugasta og fyrsta pylsukappátinu sem Nat- han’s pylsusalan stóð fyrir. Eftir að hann hafði lokið við pylsumar sneri Wolfman sér að vini sínum og stakk upp á því að þeir færu og fengju sér „eina með öllu“. Landsmót Snigla Sniglar, bifhjólasamtök lýðveld- isins, héldu landsmót sitt dagana 26.-28. júnf s.l. Mótið sem var haldið við félagsheimilið Húna- ver var nokkuð fjölmennt og er talið að hátt í 80 hjól hafi verið þegar flest var. Bifhjólasamtökin Sniglar voru stofnuð af nokkrum vélhjóiaeigend- um til þess að þeir flölmörgu sem áhuga hafa á þessarri íþrótt sem vélhjólaakstur er, bittust samtökum um þessi mál. Fyrir nokkm stofnuðu nokkrir tónelskir Sniglar hljómsveitina Sniglabandið og spilaði hún á tveimur dansleikjum f Húnaveri, sem haldnir vom föstudags- og laugardagskvöldið. Þar kynntu þeir nýja plötu sem inniheldur fjögur fmmsamin lög eftir hljómsveitar- meðlimi og aðra Snigla. Ber hún nafnið „Áfram veginn— Með mein- dýr í maganum". Hljómsveitina skipa: Björgvin Ploder, Einar Rúna- rsson, Skúli Gautason, Stefán Hilmarsson, Baldvin Ringsted og Bjami Bragi Kjartansson. - * • I * % Hljómsveitin Sniglabandið. Frá vinstri: Björgvin Ploder, Skúli Gauta- son, Einar Rúnarsson, Stefán Hilmarsson og Bjarni Bragi Kjartans- son. Morgunblaðið/Bjöm Ingi Hrafnsson Mikill hluti gesta kom á bifhjólum, hvaðanæva af landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.