Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Staðreyndir um fjölmiðla Aundanfömum vikum hafa niðurstöður ýmissa skoð- anakannana um útbreiðslu fjölmiðla verið birtar. Þær hafa meðal annars fjallað um lestur dagblaða. Slíkar kannanir hafa að sjálfsögðu einhveija þýð- ingu. Þær gefa vísbendingu um til hverra einstök dagblöð ná. Niðurstaða einnar könnunar er þó mikilvægari en flestar aðrar en það er upplagseftirlit Verslunarráðs íslands. Það byggist á því að dagblöðin opni bækur sínar fyrir fulltrú- um upplagseftirlitsins svo að þeir geti sannrejmt hve mörg eintök eru seld af hveiju dag- blaði á hveijum tíma. Þetta er sú könnun sem máli skiptir og úrslitum ræður. Fagnaðar- eftii er að nokkur tímarit hafa haft hugrekki til að taka þátt í þessari könnun. Morgunblaðið og Dagur á Akureyri hafa ein dagblaða verið reiðubúin til að gefa þær upplýsingar sem upplagseftir- litið byggist á. Til þess má ekki koma að upplagseftirlitið leggist niður vegna þessarar afstöðu annarra dagblaða, af- stöðu, sem engin viðunandi rök hafa verið færð fýrir. Auglýs- endur eiga ekki síst kröfu á réttum upplýsingum um út- breiðslu dagblaðanna. Ef það getur orðið til þess að sætta DV, Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið við að veita um- beðnar upplýsingar er auðvitað sjálfsagt að framkvæma reglu- legar og vandaðar kannanir á lestri blaðanna að auki. Samkeppni á fjölmiðlamark- aði er harðari nú en um langt skeið. Tíðar kannanir á afstöðu almennings til ljósvakamiðl- anna sýna best, hve hart er barist á þeim vettvangi. Þá hefur útgáfa tímarita tekið mikinn kipp og ýmislegt bend- ir til þess að breytingar kunni að verða í útgáfu bóka, að minnsta kosti er það yfírlýst markmið útgefenda að reyna að dreifa útgáfunni jafnar yfír allt árið. Margt fer fyrir ofan garð og neðan í flölmiðlafárinu; mörgum fínnst nóg um allan gauraganginn. í hinni hörðu baráttu eru fjölmiðlar oft óvandir að meðölum og þarf ekki að leita lengi til að fínna dæmi um að þeir séu notaðir með næsta ósæmilegum hætti til að ná sér niðri á keppinaut- unum. Þeir sem hafa hom í síðu Morgunblaðsins rembast til dæmis við að koma þeim stimpli á blaðið að það sé málpípa einhverra ótilgreindra auglýsenda eða auðjöfra. Fyrir skömmu var jafnvel þátturinn Daglegt mál, í hljóðvarpi ríkis- ins, misnotaður til að koma á framfæri þeirri skoðun al- kunns vinstrisinnaðs umsjón- armanns þáttarins, að í forystugreinum Morgunblaðs- ins væri helst ekki fjallað um annað en verslun og viðskipti. Með órökstuddu tali er leitast við að gera sem minnst úr þeirri staðreynd að Morgun- blaðið er blað allra lands- manna. Útbreiðsla blaðsins sýnir þessa staðreynd svart á hvítu. í ritstjómargreinum blaðsins er rætt um öll þau mál, sem efst em á baugi hveiju sinni, eins og lesendur þeirra vita. Hvorki kannanir né skoðan- ir þeirra, sem hafa hom í síðu einstakra flölmiðla, ráða því hvemig miðlunum vegnar. Á fjölmiðlamarkaði þar sem frelsi og samkeppni ríkir em það ákvarðanir neytenda, les- enda dagblaða, sem ráða úrslitum um það, hve mikil útbreiðsla blaðanna er. Dóm- urinn sem í viðbrögðum kaupenda felst skiptir mestu, egar öllu er á botninn hvolft. raun og vem er hann eina „skoðanakönnunin", sem er einhvers virði. Hann skiptir minna máli fyrir ríkisfjölmiðla, sem hljóta telgur af nefskatti, en hina miðlana, er byggja á ftjálsum áskriftum. Samdrátt- ur auglýsinga í ríkismiðlunum segir á hinn bóginn töluverða sögu um matið á áhrifamætti þeirra. Nær 50 þúsund íslendingar kaupa Morgunblaðið á degi hveijum og miklu fleiri lesa blaðið og nýta sér efni þess með einum eða öðmm hætti. Þessi útbreiðsla blasir við aug- lýsendum jafnt sem öðmm og er mörgum hvatning til að fá birt efhi í blaðinu, ef þeir telja það eiga erindi til allra Iands- manna. Hvorki skoðanakann- anir, ónot í garð blaðsins né órökstuddar fullyrðingar um efni þess og stefnu fá breytt þessari staðreynd. Stofnun á borð við heilaga Skálholtskirkju hefur ærnu hlutverki að gegna Ræða flutt á Skálholtshátíð 26. júlí, eftirKristin Kristmundsson Ég vil hefja mál mitt á því að þakka forstöðumönnum Skálholts- hátíðar þann heiður sem mér er sýndur með því að biðja mig að taka til máls við þetta tækifæri á fomhelgum stað. Með auðmýkt og þakklæti hlýtur hver sá að hefja mál sitt hér, sem hugleiðir sögu Skálholts og Skálholtskirkju. En einnig með nokkru stolti — þrátt fyrir mistök og þrengingar ýmsar — stolti af þeirri þjóð sem hóf stað- inn, „aligöfgastan bæ á öllu ís- landi“, og kirkjuna, „andlega móður allra annarra vígðra húsa á Is- landi", til þess vegs að um rúmra sjö alda skeið var enginn annar staður á öllu landinu nær því að geta talist höfuðstaður þess. Um- ræðuefni, mærðarefni Skálholts, skortir því eigi þann sem hér talar á hátíðarsund. Ætlun mín er þó ekki að flytja hér neitt ágrip sögu, slíkt væri að bera í bakkafullan læk. En um Skálholt að fomu og nýju, áhrif þess og hlutverk, liggur mér margt á hjarta, raunar miklu fleira en mér er fært að tjá í venjulegum orðum. Ég vitnaði áðan til orða Hungur- vöku, sögu hinna fýrstu Skálholts- biskupa, um stað og kirkju í Skálholti. Hófsemi þess merka rits í lýsingum og frásögnum ljær orð- um þess slíkan þunga að þau hafa nánast verið skilin bókstaflega og raunar verið staðfest af mörgum vitnisburðum sögunnar. Því er freistandi að spyija hvem sess slíkur staður hafí skipað í hug og tilfínningum okkar nútfmafólks. Ég held að rangt væri að dyljast þess, að gömul alhæfíng um tóm- læti mörlandans hafi átakanlega sannast á Skálholtsstað, a.m.k. þar til endurreisnar hans tók að gæta að verulegu marki á 6. og 7. tug aldarinnar. Sjálfur er ég fæddur og upp alinn í næstu sveit og satt að segja þykir mér það nú með ólíkind- um hve sjaldan ég heyrði Skálholts getið sem sögustaðar í uppvexti mínum. Það vekur jafnvel undrun að sr. Ámi prófastur Þórarinsson, sem fæddur var 1860 og alinn upp í Miðfelli í Ytrihrepp, segist í ævi- sögu sinni hafa heyrt gamalt fólk í hreppnum viðhafa orðalagið „heim í Skálholt", líkt og Norðlendingar segja heim að Hólum. Væntanlega hefur hér verið arfur frá 18. öld og gat hann vel geymst í talshætti fólks fram á daga sr. Áma. Og óneitanlega er þetta merkur vitnis- burður um veg Skálholts meðan hér var enn biskupsstóll og sjö alda hefð hans órofín. Hitt er þó augljóst og verður ekki um deilt, að hnignun Skálholts og endalok þess sem uppsprettu mennta og menningar seint á 18. öld var svo algjör, að jafíivel minn- ingin um foma frægð þess var mjög tekin að mást og veðrast í vitund söguþjóðarinnar. Þaðan af síður var unnt að tala um lifandi áhuga á endurreisn staðarins. Því lengur sem að þessu er hugað þeim mun ljósara verður hve mjög forvígis- menn þeirrar endurreisnar áttu á brattann að sækja og því meiri aðdáun vekur — ekki aðeins bjart- sýni þeirra og áræði — heldur einnig og engu síður vit þeirra og raun- sæi, þegar litið er um öxl yfír u.þ.b. fíóra síðustu áratugi. Rannsókn fommenja, varðveisla þeirra og virðing hefur hér haldist í hendur við hina ytri endurreisn kirkju og staðarhúsa og svo um búið og að staðið að nýjum kynslóðum virðist framhaldið geta orðið létt; að efla staðinn að vexti og viðgangi og tryggja honum varanlegan sess í íslensku menningar- og trúarlífí í samræmi við hina sögulegu hefð. Þau orð, sem ég nú lét falla, kalla á nánari skýringar. Við hvað er átt með almennum orðum: menn- ingar- og trúarlíf í samræmi við hina sögulegu hefð? Hér er komið að miklu efni. Tveir þættir þess (e.t.v. meginþættir) em mér efst í huga: 1) Fræðslu- og uppeldisstarf, þ. á m. skólahald og fræða- iðkanir. 2) Andlegt athvarf og kjöl- festa því fólki sem opna vill hug sinn og tilfinningar fyrir verðmætum sem standa ofar hinum stundlegu og áþreifan- legu. Skólahald í Skálholti er sem kunnugt er eldra en sjálfur biskups- stóllinn, því að ísleifur biskup Gissurarson hélt hér skóla eftir heimkomu sína frá Herfurðu í Sax- landi fyrir miðja elleftu öld. Sú mun skoðun fróðustu manna að skóla- hald hafi verið nær óslitið til 1784, þótt litlar heimildir séu um skólann fyrr á öldum. Arftaki Skálholts- skóla var, svo sem alkunna er, Hólavallarskóli, þá Bessastaðaskóli og síðan — frá 1846 — Lærði skól- inn og nú Menntaskólinn í Reykja- vik. En arftaka innan héraðs eignaðist skólinn ekki fyrr en eftir 169 ár. Þegar efnt var til mennta- skólakennslu við Héraðsskólann á Laugarvatni árið 1947 var sú deild nefnd í virðingarskyni Skálholts- deild. Það var nærtæk hugsun og þess er oft minnst með hve minnis- stæðum hætti þær tengjast, sögur Skálholts og Laugarvatns, við kristnitöku og siðaskipti. Við stofn- un menntaskólans 1953 var þessi hugsun áréttuð og oft síðan. Athyglisvert er að einmitt þessir atburðir, er leiddu til stoftiunar menntaskóla innan héraðs, þeir gerðust á sömu árum og umræður hófust að marki um endurreisn Skálholts og hér var hafíst handa um fyrstu framkvæmdir. Því var eðliiegt að menn veltu því fyrir sér hvort slíkur skóli ætti ekki heldur að rísa í Skálholti en á Laugar- vatni. Hagkvæmnisástæður mæltu með Laugarvatni og ég hygg að nú muni fáir harma að svo réðst sem raun varð á. Þær breytingar hafa orðið á hinu almenna fræðslukerfi að stofnun sem Skálholtsskóli ætti að minni hyggju að hasla sér völl utan þess með einhveijum hætti. Sú mun og hafa verið ætlun manna við stofnun lýðháskólans 1972. Vera má að slík Kristinn Kristmundsson „Rannsókn fornmenja, varðveisla þeirra og virðing hefur hér hald- ist í hendur við hina ytri endurreisn kirkju og staðarhúsa o g svo um búið og að staðið að nýjum kynslóðum virðist framhaldið geta orðið létt; að efla stað- inn að vexti og viðgangi og tryggja honum var- anlegan sess í íslensku menningar- og trúarlífi í samræmi við hina sögulegu hefð.“ hugsun eigi ekki víða hljómgrunn um þessar mundir. Mörgum virðist nú títt að líta á öll samskipti manna, einnig uppeldi og menntun, frá sjón- arhóli viðskipta um efnisleg verðmæti. Kynni mín af skólagöngu og námsferli margra unglinga fínnast mér þó benda til þess að þörf sé ærin fyrir skólastofnun sem setur að nokkru önnur markmið en hin almenna fræðslulöggjöf er jafn- an líkleg til að gera með áherslu á afköst og stundlegar þarfír. Hér á ég við þau markmið er snúa meir að einstaklingi en augljósustu þörf- um samfélags, þau sem aðaláherslu leggja á leit hans að fótfestu og jafnvægi. Skóla- og fræðastofnun í Skál- holti ætti að minni hyggju að haga á þann veg að hún geti á sem flest- an hátt lagað sig að aðstæðum á hverri tíð. Hið verðmæta bókasafn þarf að verða aðgengilegt til notk- unar. Fræðslu- og kynningarstarf, fyrirlestra og námskeið má gera áhugavert almenningi. Fræðimenn á ýmsum sviðum, skáld og lista- menn gætu átt hér athvarf og óskaland. Allt er þetta til þess fall- ið að auka veg Skálholts og beina áhrifum þess í æskilega farvegi. Og það er um leið fallið til þess að auka veg og áhrif hinnar íslensku kirkju. Hinn meginþátturinn, sem ég gat um og leyfði mér að nefna andlegt athvarf og kjölfestu, er að sjálf- sögðu snúinn af mörgum þráðum og margvíslega gerðum. Hann tengist einnig hugmyndum manna um sjálfa kirkju Krists, erindi henn- ar og tilvist í nútímasamfélagi. Og hann er undir því kominn að Skál- holtsstaður — ekki aðeins standi opinn — heldur svari leitandi spum, fullnægi andlegum þörfum. Mikil- vægur hluti þessa þáttar er í mínum huga sú tónlistariðkun og sá hljóm- listarflutningur sem hér má njóta í sívaxandi mæli. Mikill og aðdáunar- verður er einnig sá hlutur í eflingu kirkjusöngs sem birtist í því, að organistar og kirkjukórafólk víðs vegar að flykkist „heim í Skálholt" á hveiju ári til náms og æfinga. Það er ekki á mínu færi að ræða margt um hinn trúarlega þátt sem hér varðar að líkindum mestu. Dæmi, sem leita á hugann, skulu þó nefnd: Sú var tíð að Þor- láksskrín var út borið ár hvert 20. júlí, Þorláksmessu á sumar, um- hverfís kirkju og kirkjugarð með skrúðgöngu, hringingum og ljósa- burði. Hólpinn taldist hver sá er náði að ganga undir skrínið, styðja hönd Þorláks, eins og það var neftit. Hvað sem okkur kann að fínnast um helgihald af þessu tagi er hitt víst að þeirrar ttðar fólk sótti til þess þann styrk og þá huggun sem það leitaði. — Skáldið Hallgrímur Pétursson tengist sögu Skálholts sem kunnugt er: Prestsvígslu hlaut hann hér af sjálfum meistara Brynj- ólfí 1644, og dýrgrip sinn mestan, passíusálmana og sálmana um dauðans óvissan tíma og fallvalt heimsins lán, sendi hann í eigin- handarriti hingað í Skálholt 1661. Líklega eru ekki margir nútíðar- menn sem játa í öllum greinum sömu lífsskoðun og sr. Hallgrímur Pétursson, svo mjög hafa tímar breyst. En sljór er sá hugur sem hrífst ekki af trúarreynslu og trúar- styrk mannsins sem kvað, mæddur af sjúkleika, fyrir andlát sitt: Ég hef aldrei í nokkurri nauð / nauð- staddur beðið utan Guð. / Guð hefur sjálfur gegnt mér þá. / Guð veri mér nú líka hjá. Nefna mætti fjölmörg dæmi svip- uð. þessum, bæði um einstaklinga og önnur almenns eðlis. Og með slík dæmi í huga má spyija: Er Skálholt nútfmans þess megnugt að veita enn styrk og haldreipi af sama toga í völtum heimi og að breyttu breytanda? Oft hefur verið minnt á þann ægilega háska sem vofir yfír heimi nútímans og marg- ir telja ósýnt með öllu að afstýrt verði. Mér er engin launung á því að ég er í hópi þeirra sem binda vonir við kristna kirkju og friðar- boðun hennar í þeirri miklu vá. Undir ófriðarteiknum, þar sem margur einstaklingur gengur „titr- andi með tóma hönd“ hefur stofnun á borð við heilaga Skálholtskirkju æmu hlutverki að gegna. Einhveijum kann að fínnast að s'aga Skálholts geti naumast talist friðarsaga og verður ætíð að meta slíkt í ljósi hverrar tíðar. Höfundur Hungurvöku hikar þó ekki við að líta á andlát Gissurar biskups 4— ísleifssonar sem fyrirboða að óáran og síðar ófriði á landi hér. Og í ársbyijun 1242 tókst Skálholts- biskupi þrátt fyrir allt að stöðva blóðugan bardaga milli liðsmanna þeirra Gissurar Þorvaldssonar og Órælgu Snorrasonar. Svo mjög sem við nútímamenn hljótum að kenna samúðar með málstað Órækju — og andúðar á brigðmælum Gissurar síðar — hljótum við að viðurkenna að í þetta sinn tókst afli kirkjunnar að afstýra fáránlegum mannvígum. Yfír Skálholti miðalda og siðaskipt- atíma hvíla vitanlega skuggar. íslandssagan hefur þó löngum hik- að við að lýsa vanþóknun á aftökum erlendra manna, svo sem Jóns Ger- rekssonar á 15. öld eða Diðriks frá Minden og fleiri á siðskiptatíma. Alræmdast hefur orðið hið skugga- lega óhappaverk, aftaka Jóns biskups Arasonar og sona hans. Það er athyglisvert að fyrir endurreisn Skálholts var minnisvarðinn um þennan óheillaatburð hinn eini sýni- legi vottur um rækt við sögu staðarins. Nú hafa íslendingar sem kunnugt er, líklega bæði með réttu og röngu, litið á Jón Arason sem þjóðhetju. En það var ein erlend kona sem lét reisa umræddan varða á eigin kostnað. Hér er e.t.v. komið helst til langt frá hugleiðingum um stöðu og hlut- verk Skálholts nú á timum og í næstu framtíð. Afsökun mín er það einkenni Skálholts, aðall þess og styrkur, hve saga þess er ágeng, liðnir atburðir hrópa á hveija nýja kynslóð sem eyru hefur að heyra. Hér var áður minnst á öflugt tón- listarstarf hinna fremstu tónlistar- manna okkar hér í Skálholti, og riijast þá upp að Þórður biskup Þorláksson flutti hingað hin full- komnustu hljóðfæri þegar á 17. öld og gaf auk þess út kirkjusöngbók, grallara, ásamt söngfrseði. Og svo rækilega náði eftirmaður Þórðar, meistari Jón Vídalín, eyrum þjóðar sinnar, að predikanir hans voru dáðar og lesnar á íslenskum heimil- um allt að 200 árum frá andláti hans. Svo mætti lengi telja, og bæri þó allt að sama brunni. Með allt þetta í huga, og þá einn- ig þau umsvif og það yfírbragð sem Skálholt hefur nú, er rík ástæða til að vona að Iokið sé því tómlæti okkar um málefni Skálholts sem fyrr var nefnt. Og um leið er þá vonandi greidd brautin að því marki að endurreisn Skálholts beri þann heillavænlega ávöxt í lífí þjóðar og kirkju sem að var stefnt. Sá maður, sem einna lengst og mest mun hafa unnið að viðreisn Skálholts, er dr. Sigurbjöm Einars- son biskup. í grein sinni, „Skálholt í anddyri nýrrar aldar“, er birtist í ritinu Suðra 1969, komst hann svo að orði: „Hið nýja Skálholt rís ekki né mótast á skammri stundu, og það er ekki nauðsyn né nein hygg- indi, eins og nú er komið, að ætla sér að ráðstafa honum (þ.e. Skál- holtsstað) undir framtíðarörlög í öllum greinum. Hitt er víst, að Skál- holt verður andleg orkustöð, ef þjóð og kirkja kunna að meta og hag- nýta sér á tímabæran hátt það afl, sem býr í minningum þess, og þeim fyrirheitum, sem yfír því lýsa. Þá verður það aftur slíkt höfuðsetur, sem komandi kynslóðir iúta í lotn- ingu og þökk.“ Á þessi viturlegu orð þykir mér ástæða að minna ein- mitt nú og undir þau skal heils hugar tekið. Ef menn fallast á þá skoðun, að guðstrú sé hið máttugasta afl sem fundið verði til sameiningar og var- anlegrar farsældar í líf einstaklinga og þjóða, þá hljóta þeir að láta sig málefni Skálholts miklu varða, leggja þangað oft leið sína og binda háleitar vonir við framtíð þess. Og þess skal hér óskað að lyktum, að ekki aðeins þeir, heldur og allir aðrir, sem hikandi eru við að ganga slíkri skoðun á hönd, kenna þó til í stormi sinnar tíðar, þekkja kvíðann og efann sem válynd veður samtím- ans hafa valdið; einnig þeir eigi sem oftast erindi „heim í Skálholt" og sem greiðastar götur. Og umfram allt; að þeir hljóti þær viðtökur og það athvarf sem ég óska og bið að Skálholt verði ætíð fært um að veita. Höfundur er skólameistari Menntaakólans á Laugarvatni. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Alsír að leggja af stað irm í næstu öld UM ÞESSAR MUNDIR er liðinn aldarfjórðungur, síðan Alsir fékk sjálfstæði, eftir að hafa háð blóðugt strið við Frakka. Á þeim tima var landið stöðugt í fréttum, en síðar hefur það eins og horfið úr sviðsljósinu. Kannski stafaði þetta brotthvarf meðal annars af þvi, að fáir vissu betur en Alsírar sjálfir, að nú var að mörgu að hyggja og þeir voru staðráðnir í að allar hrakspár um að þeir gætu ekki staðið á eigin fótum skyldu að engu verða. Eftir 25 ár hefur Alsir auðvitað fyrir löngu sannað tilverurétt sinn meðal þjóða Þriðja heimsins. En gangan hefur ekki verið auðveld. í nýjasta tölublaði Middle East er grein um Alsir eftir Jonathan Derrick, sem hér verður stuðzt við. Ibúar eru 25 milljónir og ein- hveijir hinir yngstu í heimi, því að íbúatala hefur þrefaldazt þessi 25 ár. Því má ætla að þrír fjórðu allra íbúa hafí engar persónulegar minningar úr sjálfstæðisstríðinu. Það var þann 1. nóvember 1954, sem Front de Liberation Nationa- le (FLN) hóf skæruhemað á hendur herraþjóðinni, Frökkum. Þeir voru einráðnir í að láta hvergi undan síga og svöruðu af mikilli grimmd. Þjóðarstolt Frakka var í veði, svo og teldist það alvarlegur hemaðarlegur hnekkir, ef fámenn skæruliðahreyfíng, eins og þeir töldu FLN vera í fyrstu, færi með sigur og beygði stórveldið. Auk þess var um fé og stóra hagsmuni almennt að tefla. Olía hafði fundizt og vinnsla var hafín. Þeir milljón Evrópubúar, sem voru búsettir í Alsír sáu því frarh á gróðvænlega daga. Það er út af fyrir sig ekki ástæða til að rekja gang stríðsins hér, heldur væri nær að huga að því, sem hefur verið að gerast í landinu síðan. En það er ekki ofmælt að segja, að stríðið og niðurstaða þess var stórkostlegt áfall fyrir Frakka; stríðið var ekki sfður hörmuleg reynsla Alsíra. Milljón lágu í valn- um, margar milljónir höfðu flosnað upp og eyðileggingin skar í augun. Svo að það var þjóð í rúst sem fékk sjálfstæði sitt sumarið 1962. Skortur var á fólki í öll störf, fyrst og fremst vegna fjöldaflótta Frakka og margra Alsíra úr landi. Menntun var á lágu stigi meðal múslíma eftir 130 ára stjóm Frakka. Uppbyggingar- starfið virtist því sem næst óviðráðanlegt. Samt hefur Alsírum tekizt að þróa olíu og gasvinnslu sína og stóðust vanda olíukreppunnar skár en ýmsar aðrar olíufram- leiðsluþjóðir Araba. Frá því fyrsta hallaðist fyrsti forseti landsins Ahmed Ben Bella - sem var náinn stuðningsmaður Nassers og Nkramah, að því að Alsír ætti að fara í raðir Samtaka hlutlausra ríkja og Einingarsamtaka Afríku- ríkja. Innan þessara samtaka hefur Alsír vakið athygli fyrir skelegga afstöðu. Ekki alltaf sveigjanlega, en það hefur aflað sér virðingar fyrir einarða afstöðu sína um efnahagsstefnu sína. Segja má, að undralitlar breyt- ingar hafí orðið á grandvallar- stefnu Alsírs í þessi 25 ár, hvað varðar stefnu innanlands og utan. FLN hefur verið eini stjómmála- flokkurinn sem hefur fengið að starfa í landinu. Flokkurinn hefur allar stundir hneigzt til sósial- isma, en jafnan fullyrt að um sé að ræða sjálfstæðan alsírskan sósialisma, sem gangi ekki erinda annarra. Eftir að Ben Bella hafði setið þijú ár á valdastóli hratt Houari Boumedienne honum úr sessi. Hann hafði verið ein af hetjum frelsisstríðsins og verið vamar- málaráðherra Ben Bella. Hann var bragðizt snöfurlega við, þegar eitthvað slíkt hefur komið upp á og hópur bókstafstrúarmanna var tekinn af lífi fyrir tveimur áram. í janúar fannst leiðtogi lejmisam- taka bókstafstrúarmanna, Mou- stapha Bouyali, myrtur og var ekkert gert af hálfti sljómvalda til að rannsaka það. Alsírar eiga við sams konar vandamál að stríða og þjóðir vítt um veröld, fóik flykkist úr sveitum til borga og býr þar einatt við atvinnuleysi, sult og seyra. Eftir að Frakkar fóru frá Algeirsborg var húsnæði á hveiju strái. En Ben Bella sat árum saman í fangelsi. Boumedienne velti Ben Bella úr sessi. Benjadid forseti að vísu úr röðum hersins, en hann hann vildi fylgja stefnu FLN. Hann hélt til streitu efnahagas- steftiunni, þótt hún færðist ívið meira til sósialisma, meðal annars með meiri þjóðnýtingu, bæði í iðn- aði og akuryrkju. Boumedienne lézt 1978 og við tók, með friði og spekt Benjedid Chadli. Segja má, að merkjanlegar breytingar á utanríkissteftiu Alsírs komi eftir fyrstu ár Chadlis á valdastóli. Állt hefur það þó verið innan þess ramma sem FLN mótaði á upp- hafsdögum sínum. Þó svo, að sæmilega hafí verið kyrrt í landinu, hefur þó stjómin orðið að sætta sig við nokkra andstöðu. Hún hefur einkum kom- ið frá Kabylum, sem er minni- hlutahópur Berba, hinna uppranalegu íbúa Maghreb. Þeir vilja jafnan rétt til menntunar og að mál þeirra verði metið til jafns við arabisku. Þeir hafa nokkram sinnum gert tilraunir til að láta til sin taka, en fréttir af þeim átökum hafa verið af skomum skammti. Það er fjarska fátt, sem bendir til að Arabamir gangi að kröfum þeirra. FLN hefur alltaf sett það á oddinn að standa vörð um arabiskar hefðir og arabiska menningu og það hefur engin breyting orðið á því. Samt er ýmislegt, sem sýnir, að stjómin muni ekki jafn frábitin að ræða við forsvarsmenn Kabyla og áður, þótt allt sé það heldur óljóst enn. Þó svo að stjómarflokkurinn haldi ffarn mikilvægi þess, að isl- am sé hin eina og rétta trú, er þó staðreynd, að islömsk bók- stafstrúarstefna á ekki upp á pallborðið hjá sljómvöldum. í Sviss býr nú Ben Bella í útlegð og leggur hið mesta kapp á að kynda undir áhrif bókstafstrúar- manna í Alsír. Stjómin hefur nú er þetta vandamál, sem stjóm- in baslar við að leysa. Flóttinn til borganna, einkum Algeirsborgar, tengist vitaskuld vandamálum landbúnaðarins. Árið 1953 framleiddi Alsír 93 % allra matvæla, sem þurfti. Árið 1984 var framleiðslan aðeins 40%. Þó svo að mikill hluti landsins sé eyðimörk, er það ekki öll skýring- in. Stjómin reynir nú að snúa þessu við, lætur reisa litla „sósial- iska bæi“ á þeim stöðum sem möguleiki er á að endurlífga akur- yrkju. Töluverðum fjárhæðum er veitt til þeirra, sem fást til að flytj- ast á þessa staði og undanfarið hefur orðið nokkur vakning meðal yngra fólksins að hverfa á ný til náttúrannar. Alsírar hafa og fleira $ huga, þeir horfa með nokkurri öfund til Túnis og Marokkó, sem moka inn stórfé á þjónustu við ferðamenn. Fram að þessu hafa hópferða- menn ekki verið ýkja velkomnir gestir í Alsír, né heldur hefur verið aðstaða til að taka á móti þeim. En nú hefur stjómin undir- ritað samning við Túnis og Marokkó um sameiginlegar pakkaferðir um löndin þijú og gerir nú alls konar ráðstafanir til að geta innan fímm ára búið svo um hnútana, að ferðamenn skili þeim nokkram gróða. Það er því óhætt að segja, að þrátt fyrir ákveðna einangran sem Alsír hefur búið við — að eigin vali að vísu — hafa stjómvöld með athyglisverðum áætlunum sínum, einkum á sviði jarðyrkju, átaks í húsnæðismálum og svo nokkurs fúsleika til að leyfa ferðamönnum að koma til landsins - er þessi 25 milljón manna þjóð að koma fram á alþjóðasviðið og mun væntan- lega ætla sér þar nokkuð góðan skerf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.