Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 52
tiBRunnBúT ■AFÖRYGGISASTÆÐUM Nýjungar í 70 ár 6DAGAR KRINGWN KÖHeNH FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. - :# Gullskips- menn enn á ferðinni Leiðangursmenn Björgunar hf. hefja enn eina leitarferðina í dag að hollenska skipinu „Het Wapen van Amsterdam“ á Skeið- arársandi. Samkvæmt upplýsingum Krist- ins Guðbrandssonar forstjóra Björgunar hf. verður leitað með mælitækjum vestarlega á sandin- um, m. a. nýjum vatnabíl, sem þeir hafa smíðað í vetur. Reiknað er með að leitin standi jrfír í nokkrar vikur. Nýir mark- aðir með fullvinnslu loðnulýsis „Að undanförnu höfum við lagt mikla áherslu á að fullvinna loðnulýsi, m.a. með þvi að kald- hreinsa það, aflykta og fleira og með þessum vinnsluaðferðum höfum við náð að auka verulega verðgildi loðnulýsisins," sagði Agúst Einarsson, forstjóri Lýsis hf., í samtali við Morgunblaðið. Lýsi hf. selur nú víða um heim töluvert magn af framleiðslu sinni úr Ioðnulýsi, m.a. til Asíu þar sem framleiðslan er notuð í álafóður. Þá er talsvert magn af loðnulýsi einnig selt til Noregs, en stór hluti af sardínum í niðursuðu þarlendis er í íslensku loðnuiýsi. Ágúst sagði að víða um heim væri verulegur áhugi á loðnulýsi sem orkufóðri og kvað hann stefna í verulega sölu- aukningu frá íslandi. Hefur Lýsi hf. verið beðið um verðtilboð fyrir 500 tonn af loðnulýsi í haust fýrir erlendan aðila. Þá má geta þess að Lýsi og Mjöl, sem er dótturfyrir- tæki Lýsis hf., ásamt Hydrol framleiðir um 400 tonn á mánuði af fískeldisfóðri fyrir innlendar físk- eldisstöðvar, en ýmislegt í fram- leiðslu fyrirtækjanna þriggja er samtengt og gert í samvinnu. Morgunblaðið/RAX Aframhaldandi veðurblíða um helgina MIKIL veðurblíða hefur rikt á sunnan- og vestanverðu landinu undanfama daga og samkvæmt spám Veðurstofunnar em allar líkur á að góðviðrið haldist næstu daga. Hitinn í gær komst mest í 22 stig á Hæli í Hreppum og víða, frá Horaafirði og vestur í Borgarfjörð, var hitinn á bilinu 20 tíl 21 stig. Meðfylgjandi mynd var tekin í sundlauginni í Mosfellssveit í gærdag og eins og sjá má kunni ungviðið vel að meta veðurblíðuna. Iðnrekendur kanna vilja fyrir erlendu vinnuafli Alhliða könnun á atvinnuástandi FÉLAG íslenskra iðnrekenda er um þessar mundir að kanna atvinnuástand hjá iðnfyrirtækj- um víðsvegar um landið, en mikill skortur mun vera á vinnuafli á mörgum stöðum. Horfum á fjölskyld- una sem útgangspunkt en ekki afgangsstærð Einnig er athugað viðhorf fyrir- tækja til þess að flytja inn erlent starfsfólk ef þess gerist þörf. „Við erum fyrst og fremst að kanna hvemig ástandið er hjá þessum fyrirtækjum í framhaldi af fréttum undanfarið um að mik- ill skortur sé á starfsfólki í iðnfyr- irtækjum,“ sagði Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra iðnrekenda, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum því haft samband við fyrir- tæki og kannað hvemig ástandið er, til að fá vísbendingu um hversu mikill vinnuaflsskorturinn raun- vemlega er og hvort hann sé meiri hjá faglærðu eða ófaglærðu iðn- verkafólki. Einnig báðum við fyrirtækin um að meta horfur á næstu mánuðum og könnuðum viðhorf manna til þess að fá erlent vinnuafl ef um slíkt væri að ræða.“ Enn er verið að vinna úr niður- stöðum könnunarinnar en þeirra er að vænta í næstu viku. — segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Á rikisstjómarfundi í gær var samþykkt tillaga Þorsteins Pálsson- ar forsætisráðherra um samstarfsnefnd ráðuneyta varðandi fjöl- skyldumál. Verkefnið, sem felst í tillögu Þorsteins, er að gera úttekt og til- lögur í málaflokkum sem miða að því að treysta stöðu ijölskyldunnar og auka velferð bama. Forsætisráðherra mun skipa for- mann nefndarinnar, en eftirtalin ráðuneyti skipa einn fulltrúa hvert, menntamálaráðuneytið, félags- málaráðuneytið, flármálaráðuneyt- ið og heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið. „Með þessari nefndaskipan er okkar ætlun sú að draga fjölskyldu- hagsmunina fram á ýmsum sviðum löggjafar og framkvæmda, þar sem við getum gert betur ef við horfum á fjölskylduna sem útgangspunkt en ekki sem afgangsstærð þegar við setjum lög og reglur um skatta, lífeyrismál, skólamál, vinnutíma og þar fram eftir götunum," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Það er fyrst og fremst ætlun okkar að horfa á þessa þætti út frá hagsmun- um íjölskyldunnar og niðurstöðum- ar eiga að styrkja stöðu fjölskyld- unnar og sérstaklega bama í þjóðfélaginu. Framkvæmd verður síðan í höndum ráðuneytanna og því er lögð áhersla á þetta breiða samstarf. Við Sjálfstæðismenn höf- um lagt ríka áherslu á þessa þætti sem um er að ræða og nú er að ná árangri," sagði forsætisráð- herra. Ágúst Einarsson, forsljóri Lýsis hf Aukning lýsisneysl- unnar með ólíkindum „ÞAÐ er með ólíkindum hve mikil aukning hefur orðið f neyslu þorskalýsis innanlands að undanförnu,“ sagði Ágúst Einarsson, forstjóri Lýsis hf., í samtali við Morgunblaðið. „Til skamms tíma datt lýsis- neysla alltaf niður yfír sumarmán- uðina,“ sagði Ágúst, „en nú sjáum við engan mun lengur eftir árstíð- um. Það er augljóst að niðurstöður vísindamanna um hollustu lýsis fyrir hjarta og æðar, vegna sjúk- dóma eins og gigtar, og fleiri þætti, hefur haft mikil áhrif varð- andi aukna lýsisneyslu og á sfðastliðnum fímm árum hefur lýsisneyslan fímmfaldast. Við selj- um nú árlega 500 þúsund flöskur af lýsi innanlands og að auki eru lýsispillumar, sem eru með sam- svarandi aukningu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.