Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 17 glíma nú við hönnun hreylla, sem gætu knúið flugvélar á allt að tutt- ugu og fímmföldum hraða hljóðsins. Flestir þeirra líta á hugmjmd Gener- al Electric-fyrirtækisins í Banda- ríkjunum sem hina heppilegustu. Hún byggist á því að sameina kosti þotuhreyfla með hverfli annars veg- ar og hins vegar þrýstiloftshreyfla, sem vinna þannig að eldsneytinu er brennt með því að spýta þvi í loftstraum, sem hraði flugvélarinn- ar heldur undir þiýstingi. Engir hlutir sem hreyfast eru í slíkum hreyflum. Hugmyndir tæknifræðinganna gera ráð fyrir að hverfilhreyflamir, sem hvorki valda of miklum hávaða né mengun, knýi flugvélina áfram þar til þreföldum hljóðhraða er náð. Þá taki hinir við og komi vélinni á ofurhraða. Vestur-þýska tækni- og rann- sóknaráðuneytið, ásamt Geimferða- stofnun Evrópu, hefur falið MBB-verksmiðjunum þýsku hönn- un hreyfla, sem verði byggðir á hinni svokölluðu Sánger-hugmynd um eldflaugaknúna geimflugvél í tveimur hlutum, sem var sett fram af Þjóðveijanum Eugen Sánger í byijun fímmta áratugarins. Sam- kvæmt heimildum frá MBB á Sánger-flugvélin að geta flutt 250 farþega og haft 13.000 kílómetra flugþol. British Aerospace hefur einnig hafið tilraunir með vélar í margnota geimskutlu, sem fyrirtækið hyggst smíða og á að ná ofurhraða. Áætlað er að fyrstu gerðir hennar yrðu teknar i notkun á síðustu árum ald- arinnar til geimferða, en síðar gæti svo farið að önnur útfærsla af skutl- unni yrði notuð til farþegaflutninga. Nýrra og sterkari efna til flugvél- asmíða er þörf fyrir jafnhraðfleygar flugvélar og þær, sem hér eru nefndar. Menn telja að þau verði að standast hita frá 80 og allt upp f 600 gráður. Flugvélasmiðjur og rannsóknarstofnanir hafa verið afar þagmælskar um allar tilraunir í þessum efnum, og enn er lítið vitað um það hvemig gengur að fínna nægilega hita- og þrýstingsþolnar efnablöndur. 28.000 kilómetra hraði Vinnan að smíði ofurhraðaflug- vélar er líkast til lengst komin í Bandaríkjunum. Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, og Vamar- málaráðuneytið vinna saman að smíðinni. Þróun hreyfla vélarinnar er í höndum General Electric og Pratt & Whitney. Ef smiðunum tekst að fínna réttu efnin, munu hreyflamir geta komið ofurhraða- vélinni á tuttugu og fímmfaldan hljóðhraða, 28.000 kflómetra hraða á klukkustund. Slfk vél kæmist kringum hnöttinn á. um það bil hundrað mínútum — álíka og það tekur marga stórborgarbúa að aka í vinnuna. Karl vann í Póllandi FYRSTA umferð á skákmótinu í Polaniza Zdroj i Póllandi var tefld í gær. Karl Þorsteins sigr- aði andstæðing sinn Stempen, alþjóðlegan meistara frá Póll- andi í 60 leikjum. Stigahæsti skákmaður mótsins er Stolmapov frá SoVétríkjunum. Keppendur verða væntanlega 14, en í gær var einn þeirra enn ókom- inn að sögn Karls. Mótið er í 9. styrkleikaflokki. Siglufjörður: Bygging íþrótta- skemmunar gengur greitt Sigiufirði. LOKIÐ er við fyrsta og annað byggingarstig íþróttaskemm- unnar á Siglufirði. Er nú búið að. einangra húsið og klæða að utan. Það er fyrirtækið Börkur frá Hafnarfírði sem hefur séð um verk- ið ásamt undirverktökum frá Siglufírði. Verkið hefur gengið ljómandi vel sfðan byijað var á því í sumar. Einnig hefur verið endanlega lok- ið við að tyrfa grasvöllinn og ætti að vera hægt að byija að spila á honum um miðjan ágúst. — Matthías VORN GEGN VEÐRUN Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með réttum HEMPELS grunni má mála strax og lengja þannig lífdaga bárujárns verulega. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábært veðrunarþol. b ÞAKMÁI MING 51 # Kmrnm íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega vegna frostþíðuskemmda. Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum. Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr- stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr- unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að dofna. SEPPFEIAGIÐ Dugguvogi 4 104 Reykjavik 91*8 42 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.