Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 48 > > FORMULA 1-OKUMAÐURINN NIGEL MANSELL SKRIFAR í kappakstri geta milljón atriði brugðist Ég veit ekki hvað það er við Hockenheim-brautina sem veld- ur mér alltaf vandræðum. f fyrra var ég með góða forystu, þartil undirvagn bflsins brotnaði og ég átti í mestu erfiðleik- um með að Ijúka keppni. Um sl. helgi beið ég eftir að ná fyrsta sætinu, með bflinn í góðu lagi, þegar vélin bilaði fyrir- varalaust. Þegar svona atvik koma upp spáir maður í hvernig Formula 1 kappakstur í raun og veru er. Maður er kannski nýbúinn að vera í skýjunum, sælutilfinningin eftir sigur, en þá breytist draumurinn í martröð. í golfi er þetta spurningin um að samhæfa sjálfan þig, golfboltann og brautina, í kapp- akstri geta milljón atriði klikkað. HOCKENHEIM Keppnisbrautin Hvað gerði ég eftir sigurinn á Silverstone? Það hafa margir spurt mig að því. Svarið var ekk- ert sérstaklega ljúft, ég var fljót- lega kominn í hörkuvinnu. Ég fékk tvo frídaga heimavið en flaug síðan með liðsmönnum til að aug- lýsa upp styrkjendur liðsins. Það var lítill tími til að sitja upp i sófa og njóta sigursins, þá þegar var kominn tími til að hugsa um næstu keppni. Ég var komin aftur á byrjunarreitinn. Ég flaug til V-Þýskalands þremur dögum fyrir keppni og spjallaði við viðgerðarmennina áður en ég fór á hótelið og spil- aði tennis. Ég hafði ekki spilað lengi, venjulega gleymi ég tennis- spaðanum heima. Akstursæfing- amar á fostudeginum gengu vel, ég náði besta tíma og var óneitan- lega feginn þegar byijaði að rigna á laugardeginum. Það þýddi að ég myndi starta fremstur í keppn- inni daginn eftir. Ég eyddi því laugardeginum við það að glápa á sjónvarpið, við skoðuðum mynd- bönd af æfíngunum. Það var broslegt atvik sem henti, þegar brasilfskur ökumaður í öðru liði kiúðraði beygju og fór út á gras. (Ayrton Senna hjá Lotus. Innsk. blm.) Það var mikið klappað í við- gerðarskýli okkar, ljótur leikur. Þá kom að mér, ég var nýbúinn að segja að allt hefði gengið áfallalaust hjá mér. Sjónvarpið sýndi það að ég snerti oft vamar- bakkana í beygjunum, aksturinn var ekkert stórkostlegur. Ég þurfti líka að fara framúr mörgum bflum, flestir fóru frá þegar mað- ur nálgaðist en ökumenn með túrbólausar vélar eru vandamál. Þeir vita ekki hve kraftmiklir bflar okkar eru og átta sig ekki á hraða- aukningunni. Ég náði semsagt besta tíma þrátt fyrir allt. Hoc- kenheim-brautin er krefjandi fyrir vélar keppnisbflanna, beygjumar eru krappar og gírskiptingar þurfa að vera snöggar. En ef maður hefur nóg afl, þá verður árangurinn góður. Á flestum öðr- um brautum þarf meira en bara aflið. í startinu á keppninni sjálfri leyfði ég Prost og Senna að fara á undan, segjum það a.m.k. í sannleika sagt komst ég ekki hraðar af stað, var aðeins of seinn á bensíngjöfína. Ég fór fljótlega framúr Prost og síðan Senna, bfllinn virkaði betur en nokkum tíma áður. Bensíneyðslan myndi skipta öllu máli. Bensíngjöfín er oft í botni á Hockenheim og í fyrra hættu bæði McLaren og Prost vegna bensínleysis. Ég ákvað að slaka á og Prost fór framúr, en ég hafði ekki áhyggjur af því. Ég ók á hæla hans, not- færði mér það að bfll hans klauf loftið fyrir mig. Bensíneyðsla mín var þar með minni, Prost sá um erfíðið. Ég skaust inn á viðgerðarsvæð- ið og dekkjaskiptingin gekk eins og í sögu. Þegar ég kom aftur inn á brautina var ég 4,5 sekúndum á eftir Prost, hann átti enn eftir að skipta um dekk, þannig að staðan var góð. Við vorum langt á undan öðrum og mér fannst tími til kominn að byija alvöru akstur til að ná Prost. Ég náði góðum aksturstíma, náði sekúndu af Prost. Það vom tuttugu hringir eftir, og því næg- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Nigal Mansall ur tími. Ég var farinn að sjá sigurinn í hendi mér. Án nokkurr- ar viðvömnar tapaði þá vélin skyndilega afli. Ég náði að halda áfram í smástund, áður en vélin gaf endanlega upp. Ég sveigði útaf brautinni og flýtti mér í burtu. Eitthvað meiriháttar hafði bilað í vélinni. Það var smá hugg- un að flestir túrbóbflamir biluðu í þessum kappakstri, aðeins þrír slíkir luku keppni. Síðan var ágætt að Nelson Piquet vann, þó hann sé keppinautur minn. Hann ekur altént Williams, eins og ég... MÓTORHJÓLAKAPPAKSTUR Mamola spólaði í öllum gírum Bandaríkjamaðurinn Randy Mamola vann Le Mans mótor- > hjólakappaksturinn f Frakk- landi á Yamaha keppnishjóli áinu. Með sigrinum færist Ma- mola nær Ástralíubúanum Wayne Gardner f baráttunni um heimsmeistaratitillnn f mótorhjólakappakstri, en 10 motum af 17 er nú lokið. Gern- er hefur 85 stig, en Mamola 66. Rigning gerði ökumönnum í Le Mans kappakstrinum lífíð leitt, það er enginn leikur að stjóma 150 hestafla motorhjólum á hálli braut, þar sem allt aflið Gunnlaugur kemur á afturdekk- Rögnvaldsson ið. Mamola er y skrifar hinsvegar sérfræð- ingur í akstri við sllkar aðstæður og naut sín vel. „Það þarf mikla ákveðni við stýrið við svona aðstæður, ég spólaði í öllum gírskiptingum á beina kafla brautarinnar og í mörgum beygjum líka“ sagði Mamola. „Bleytan jafnar mun á milli keppnishjólanna, en ef menn gæta sín ekki skauta þeir útaf. Ég vona að það rigni í hverri keppni og næsta keppni er í Eng- landi, þannig að mér gæti a.m.k. orðið að ósk minni þar...“ sagði Mamola. Úrslit í Le Mans mótorhjólakappakstrinum mín 1. Randy Mamola, Bandaríkjunum, Yamaha 58.43.50 2. Rer Fransceso, Italíu, Honda 59.17.68 3. Christian Sarron, Frakklandi, Yamaha 59.24.14 4. Wayne Gardner Ástralíu, Honda 59.27.69 5. Ron Haslam, Bretlandi, Honda 59.33.75 Staðan í heimsmeistarakeppninni, 1. Wayne Gardner Bandaríkjunum 93 stig, Randy Mamola Banda- ríkjunum 66, Eddie Lawson Bandaríkjunum 64, Ron Haslam Bretlandi 60. Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Jafnvægið skiptir öllu Randy Mamola vann örugglega i Le Mans mótorhjólakappakstrinum á Yamaha og er nú í öðru sæti til heimsmeistara í flokki 500cc mótorhjóla. Það þarf mikið hugrekki til að keppa á 500cc mótorhjólunum, sem eru 150 hestöfl. Hné Mamola strýkur hér brautina, en jafnvægið skipir öllu máli þegar ökumenn sveifla hjólunum milli beygjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.