Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 Sonur fyrrum Iranskeisara: Khomeini illfygli og hinn versti skálkur Andstæðingar erkiklerksins sameinist Rajiv Gandhi: „Þáði ekki mútufé“ Nýju Delhi, Reuter. Paria, Reuter. REZA Pahlavi, sonur fyrrum ír- anskeisara, telur nú vera lag til að efla andstöðu við klerka- stjórnina í íran jafnt innan lands sem utan. Pahlavi, sem er 27 ára gamall, sagði & fréttamanna- fundi í París í gœr að hann hygðist beita sér fyrir þvi að andstæðingar stjómar Aya- tollahs Ruhollah Khomeini sameinuðust. Undanfarin átta ár hefur lítið borið á Reza Palavi en faðir hans, sem bar sama nafn, lést í júlímán- uði árið 1980. Sagðist Palavi óttast að öfgastefna Khomeinis, sem hann sagði ekki andlega heilbrigðan, myndi leiða hræðilega ógæfu yfir þjóðina ef ekki yrði brugðið við hart og stjóminni komið frá. Kvað hann skipulega hryðjuverkastarf- semi stjómarinnar hafa Ieitt til þess að landið væri einangrað og ætti sér formælendur fáa bæði á Vest- urlöndum og f ríkjum araba. Vonlaust væri að ná samkomulagi við klerkastjómina eins og vera erlendra herskipa á .Persaflóa væri skýrt dæmi um. „Nú em skilyrðin hagstæðari en áður og ég hyggst Holland: Líðan drottn- ingar talin viðunandi Haag, Reuter. LÆKNAR staðfestu í gær að Be- atrix Hollandsdrottning væri með heilahimnubólgu en eftir ítarlegar rannsóknir sögðu þeir lfðan henn- ar viðunandi. Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði í gær að óvíst væri hvenær drottningin fengi að yfirgefa Bronovo-sjúkrahúsið, þar sem hún var lögð inn í gær. Hann sagði að hún væri fær um að undirrita lög en það er eitt mikilvægasta skylduverk hennar. Samkvæmt ákvæðum sfjómar- skrárinnar getur drottningin útnefnt son sinn og erfingja, Willem Alexand- er prins, ríkissljóra ef hún er ófær um að undirrita lög sjálf. Jerú&aiem, Reuter. BANDARÍSKUR skjalfræðingur sagði fyrir rétti i Jerúsalem í gær að flokksskírteini Johns Deny- anjuk, sem lagt hefur verið fram til sönnunar þvi að hann sé i raun striðsglæpamaðurinn „ívan grimmi“ væri bláber fölsun. Denyanjuk hefur alla tið neitað þvi að hann sé „ívan grimmi“ sem stjórnaði fjöldamorðum á gyð- ingum i Treblinka-útrýmingar- búðunum i Póllandi á árum siðari heimsstyijaldarinnar. Edna Robinson, sem starfar sem skjalfræðingur í Flórída í Banda- rflqunum, sagði Demjanjuk ekki hafa undirritað nafn sitt á skfrtei- nið og kvaðst hafa borið rithöndina saman við önnur plögg er hann gegna stærra hlutverki en áður í því að sameina hin ýmsu öfl bæði innan landsins og utan“, tjáði hann fréttamönnum. Núverandi ráðamenn í íran við- urkenna Palavi sem arftaka föður sfns þótt þá greini á um hver staða hans skuli vera. Hafa þeir boðið honum að taka sér fasta búsetu þar f landi en hann hefur hann ekki þekkst boðið og býr nú í Banda- ríkjunum. Palavi tilkynnti fréttamönnum að hann hygðist ferðast vfða um hnattkúluna til að efla andstöðuna við klerkastjómina og myndi hann leita fulltingis jafnt stjómmála- KRÍM-TATARAR eru athygl- isverð þjóð. Þeir eru dugleg- ir, baráttuglaðir og þraut- seigir. í síðasta mánuði stóðu þeir tvisvar sinnum fyrir frið- samlegum mótmælaaðgerð- um á Rauða torginu í Moskvu til að fylgja eftir kröfum sínum um að þeim verði leyft að snúa aftur til heimkynna sinna á Krimskaga. Fram að þessu hefur Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga tekizt fremur vel upp í meðferð þessa máls og náð að sýnast í senn sann- gjam en ákveðinn. Hann hefur ekki viljað hitta forystumenn tat- ara sjálfur og hefur neitað að verða við kröfum þeirra um að fá að snúa nú þegar aftur til Krímskaga. En hann hefur leyft þeim að tjá óánægju sína að mestu leyti óáreittum. Jafnframt hefur hann skipað neftid valdamikilla embættismanna til að athuga mál hefði ritað nafn sitt undir. Sagði hún einnig að myndin sem uppruna- lega hefði verið í því hefði verið ftarlægð og annarri komið þar fyrir. Ákærandinn í máli Demjanjuks fullyrðir að flokksskírteinið sanni sekt hans. Það var gefið út í Traw- inki-búðunum en þar þjálfuðu nasistar stríðsfanga frá Úkraínu til gæslustarfa í Treblinka-búðunum. Sovétmenn komu skírteininu á framfæri við ákæmvaldið og segir Demjanjuk að með þessu vilji þeir ófrægja þá Úkraínubúa sem flutt- ust til Bandaríkjanna. í maímánuði sagði bandarískur sérfræðingur, sem rannsakaði skírteinið, að hann teldi það vera ófalsað. Reuter Reza Palavi yngri. manna og almennings. Lét hann þess ennfremur getið að hann myndi innleiða pólitískt frelsi í íran ætluðu örlögin honum að taka við völdum þar. þeirra og leyft þeim að ræða við sjálfan Andrei Gromyko, forseta Sovétrílq'anna, sem er einmitt formaður þessarar nefndar. Gromyko, sem er því ekki vanur að taka ákvarðanir í flýti, skýrði talsmönnum tatara frá því 27. júlí, að bíða bæri með að ræða mál þeirra, unz tilfínningahitann lægði. Tatarar létu þetta hins veg- ar ekki hafa áhrif á sig. Þeir urðu um kyrrt í Moskvu, þar sem þeir hyggja á frekari mótmælaaðgerð- ir svo sem hungurverkföll. Fjöldi Krím-tatara í Sovétríkj- unum er um 400.000 og búa flestir þeirra í Uzbekistan. Ekki má blanda þeim saman við Kazan- tatara, sem eru miklu Qölmennari og tala annað tungumál, enda þótt þessar þjóðir séu skyldar. Krím-tatarar eru að nokkru komnir af mongólskum töturum, sem héldu inn á steppumar fyrir norðan Krím á 13. öld. En þeir eiga einnig uppruna sinn að rekja til tyrkneskra þjóðflokka, sem bjuggu á þessum slóðum á undan Mongólum. Þá eiga þeir einnig að einhveiju leyti ættir að rekja til Grikkja, sem bjuggu á suður- strönd Svartahafs. Tatarar voru áður fyrr herskáir stríðsmenn, sem áttu öldum sam- an í styijöldum við Rússa, og settust m.a. um Moskvu 1571. En smám saman dró úr mætti Tyrklands, er verið hafði aðal- bandamaður tatara og Krím komst undir stjóm Rússa 1783. Stjóm Rússakeisara hvatti tat- ara til að flytja úr landi. Margir fóru og þá einkum til Tyrklands. Er Lenín kom á bolsévikastjóm sinni fengu tatarar sitt eigið sjálf- stjómarlýðveldi 1921, en urðu fljótt fyrir vonbrigðum. „Smá- borgaralegir þjóðemissinnar" tatara vom ofsóttir í lok þriðja áratugar aldarinnar og á árunum upp úr 1930 vom 30.000-40.000 bændur á meðal tatara fluttir til Síberíu. Á meðan hemám Þjóðveija stóð yfír í síðari heimsstyijöldinni börð- ust mörg þúsund tatara, aðallega fyrrverandi stríðsfangar, í sex herfylkjum undir stjóm þýzkra herforingja gegn sovézkum skæmliðum á þessu svæði. Enn fleiri tatarar börðust með Sovét- mönnum og vom sæmdir heiðurs- RAJIV Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, visaði í gær á bug ásökunum þess efnis að hann og fjölskylda hans hefði þegið mútugreiðslur frá sænsku vopnaframleiðendun- um Bofors. Andstæðingar Gandhis á þingi vilja að skipuð verði sérstök rannsóknamefnd til að kanna hvort eitthvað sé hæft í ásökun- um þessum en samkvæmt fréttum í sænskum fjölmiðlum greiddi Bofors-fyrirtækið um 1,6 milljarða íslenskra króna í umboðslaun er indversk stjóm- völd ákváðu á síðasta ári að festa kaup á fallbyssum fyrir rúma 50 milljarða króna. merkjum fyrir. En ekki liðu nema fáeinir dagar frá því að Þjóðveijar höfðu verið hraktir frá Krím í maí 1944 er allir tatarar þar voru flutt- ir burt í skyndi, alls um 250.000 manns. Samkvæmt heimildum tatara týndi nær helmingur þeirra lífí sem sendir voru til Uzbekist- an. Samkvæmt hinum opinberu tölum í Sovétríkjunum fórust „að- eins“ 20% þeirra. Krím-tatarar voru opinberlega „beðnir afsökunar" á brottflutn- ingnum árið 1967, en þeir fengu ekki heimild til að snúa aftur til Krím. Þrátt fyrir það að margir virkir andófsmenn úr þeirra röð- um hafí verið fangelsaðir hafa þeir haldið áfram baráttu sinni fyrir því að fá að snúa til sinna fyrri heimkynna. Þessi þrákelkni kann að virðast undarleg, þar sem töturum hefur vegnað vel í sínum nýju heimskynnum í Mið-Asíu. Það virðist hins vegar ekki nægja þeim. Tataraskáldið Ismael Yazid- ziyev kemst svo að orði á einum stað: „Enginn má líta svo á, að Krím-tatarar séu hópur sauð- kinda, sem skipti það engu máli, hvar bithaginn er svo lengi sem nóg er þar að bíta.“ Ymsar ástæður hafa verið Gandhi ávarpaði þingmenn í gær og bar af sér þessar áskan- ir. Sagðist hann öllum fremur vilja að hið sanna í málinu kæmi í ljós og hvatti menn til að sam- einast um þetta markmið. „Ef rannsókn leiðir í ljós að einhver hefur þegið ólöglegar greiðslur verður gripið til þyngstu refs- ingar. Þessu hef ég marglýst yfír í báðum deildum þingsins," sagði Rajiv Gandhi. Enn hefur ekki tekist að skipa óháða rannsóknamefnd í málinu. Óttast stjómarandstæð- ingar að þess verði gætt við skipan neftidannnar að stuðn- ingsmenn Gandhis verði þar í meirihluta. færðar fyrir því, hvers vegna sovézk yfírvöld hafa neitað að leyfa töturum að snúa heim. Á meðal þeirra er nefnt það tjón, sem brottför tatara gæti valdið efnahagslífí Uzbekistans, en einn- ig erfíðleikar á því að útvega þeim húsnæði og atvinnu á Krím. Meg- inástæðan er þó sennilega tregða við að fá þetta fólk aftur svo næm Vesturlöndum. Á Gorbachev eftir að gefa eft- ir. Geri hann það, þá á hann á hættu að kalla yfír sig gagnrýni frá sínum eigin mönnum, Rússum. Margir þeirra trúa því, að Stalín hafi haft rétt fyrir sér og tatarar hafi aðeins fengið það, sem þeir áttu skilið. Með því að láta undan töturum gæti farið svo, að svipt yrði hulunni af öðrum dimmum köflum f sögu Sovétríkjanna, eins og Ijöldaflutningum fólks frá Lit- haugalandi, Lettlandi og Eistlandi 1940, eftir að lönd þeirra höfðu verið innlimuð í Sovétríkin og svo aftur 1945. Enn má nefna fjölda- flutninga á úkra- ínskum bændum í þjóðnýtingunni á Qórða áratugn- um. Er það víst, að Gorbachev geti leyft sér svo mikla opinskáa umræðu (glasnost)? (Heimild: Economist) Réttarhöldin yfir John Demjanjuk: Flokksskír- teínið falsað - segir bandarískur sérfræðingur Tatarar snúa sér á ný gegn Moskvuvaldinu Morgunblaðið/AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.