Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 13 Bolli Héðinsson Alþingi; óhæft til sjálfs- skoðunar Álíti menn hinsvegar aukna þjón- ustu og bætt launakjör þingheimi og frammámönnum þingsins til handa of dýra, þá má alltaf benda á ieið til spamaðar, sem er sú að fækka þingmönnum niður í t.d. 45 og gera betur við þá sem eftir sitja, bæði í launum og þjónustu við þá. Gæti þá jafnvel farið svo að þing- mannsstarfið eitt og sér yrði eftir- sóknarvert, án þess að reiknað yrði með, að því fygldi vegtylla ráð- herradóms síðar meir. En hér komum við að því sem Alþingi virð- ist fyrirmunað að fjalla um sig sjálft. Vegna þessa Ákkilesarhæls Alþingis að vera fyrirmunað að flalla um sjálft sig, þá sitjum við nú uppi með kosningalög sem vom nefnd „illskiljanlegur óskapnaður" í blaðagrein í Morgunblaðinu í vetur er leið. Held ég að landsmönnum öllum hafi orðið óskapnaðurinn ljós þegar úrslit kosninganna lagu fyrir og margir hinna ólíklegustu fram- bjóðenda gátu farið að verma bekki á Alþingi. Þegar Alþingi fjallar um sjálft sig, þ.á.m. kosningar til Al- þingis, er engu líkara en augu þingmanna ljúkist aftur fyrir öllu öðm en eigin hagsmunum og því sem þeir álíta vera hagsmunir ein- stakra landshluta, f stað hagsmuna þjóðarheildarinnar allrar. Óneitanlega vekur þetta upp spumingar um hvort tímabært sé að huga að einhverskonar stóm- lagaþingi, þingi sem sérstaklega væri kosið til í almennum kosning- um og hefði þann eina tilgang að ákveða skipan Alþingis og hvemig hátti kosningu til þess. Hefur hug- mynd þessi oft skotið upp kollinum þegar stjómarskrárbreytingar ber á góma en aldrei hlotið þá umfjöllun er skyldi. Breytingar á stjórnar- ráðinu Við núverandi skipan stjómar- ráðsins hefur sýnt sig að í veigam- iklum málum kemur togstreita ráðuneyta um málefni í veg fyrir að málum sé sinnt eða þá að við- fangsefni detta hreinlega uppfyrir þar sem enginn einn er ábyrgur fyrir framkvæmd þeirra. Við atrið- um sem þessum erekki nema eitt svar, sem er meiri samþjöppun ráðuneyta, sem gera þau að nægj- anlega stórum einingum til að valda þeim verkefnum sem þeim eru falin og hindra að skyld verkefni kunni að vera á könnu fleiri en eins ráðu- neytis. Um þetta virðast flestir sammála, en þegar kemur að fram- kvæmdinni, líkt og í síðustu stjóm- armyndunarviðræðum, þá bera menn fyrir sig tímaskorti og því að málin hafi ekki hlotið nægjan- lega umfjöllun. Þessu þarf að breyta og hefja umfjöllunina strax svo slíkar mótbámr heyrist ekki næst þegar færi gefst til breytinga. Ljóst virðist vera að á meðan ráðherrar sitja í tilteknum ráðherra- embættum verður aldrei hróflað við ráðuneytaskipan þeirri sem nú er við lýði. Eini tíminn sem gæti verið til slíks er sá tími þegar stóm lands- ins er í höndum starfssljómar sem bíður þess eins að verða leyst af hólmi af annarri stjóm. En það er einmitt tími stómarmyndunarvið- ræðna þegar flokkamir eru að koma sér saman um tilhögun stóm- ar á næsta kjörtímabili. Því þurfa stjómmálaflokkamir að eiga í fór- um sínum mótaðar tillögur um stómarráðið og vera klárir í umræð- una næst þegar röðin kemur að þeim. Ekki er að búast við algildum sannleik eða einni réttri niðurstöðu í umræðunni um skipan stjónar- ráðsins því þar hlýtur að verða um málamiðlun að ræða sem menn geta sætzt á á endanum. Skipan ráðuneyta í mínum huga væri heppilegt að skipta viðfangsefnum stjómarráðs- ins niður á sjö ráðuneyti sem gætu borið heitin. forsætisráðuneyti, ut- anríkisráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, menntamála- ráðuneyti, innaríkisráðuneyti, atvinnumálaráðuneyti og fjármála- ráðuneyti. Innan ramma þessara sjö ráðuneyta teldi ég að væri með góðu móti hægt að koma öllum málaflokkum sem telja má eðlilegt að heyri undir hvert ráðuneyti, eft- ir nafni þess. Með skipan í sjö ráðuneyti væri líka komið ásættan- legt hámark á tölu ráðherra og tekin frá stjómmálaflokkunum sú freising að fjölga ráðhemim til að leysa ágreining innan flokkanna. Hefur sýnt sig að við þá ijölgun ráðuneyta sem varð 1970 að fjölgun ráðuneytana hefur jafnframt orðið stómmálamönnum freisting til þess að fjölga ráðherrum, án þess að það hafi endilega verið hugsunin með lögunum sem þá tóku gildi. Viðfangsefni Reykjavíkurbrefs Morgunblaðsins frá í sumar viðrist hafa horfíð í dægurþrasið þó þar væri hreyft málum sem skipta miklu og gætu , ef rétt væri á málum halidð, orðið til þess að gera stjómkerfí okkar vikara og aukið á skilning almennings á tilgangi og starfi stofnana lýðræðisríkisins sem þrátt fyrir allt hafa þó verið settar upp í þeim eina tilgangi að þjóna landslýð. Höfundur er hagfrseðingur og starfaði sem efnahagsráðgjafi síðustu ríkisstjómar. hafa reynzt vel. Það heyrir undan- tekningum til að erlendir viðskipta- vinir þessara fyrirtækja hafi ekki greitt fyrir vöruna. Islenzku út- flutningsfyrirtækin, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH), Sölusam- band íslenzkra fískframleiðenda (SÍF), Sjávarafurðadeild SÍS og Síuldarútvegsnefnd, svo nokkur þeirra stærstu séu nefnd, hafa í áratugi tryggt íslendingum há- marksverð fyrir útfluttar sjávaraf- urðir og algjöra skilvísi í greiðslum. í þessu felst mikil fyllyrðing, en hú er staðreynd. Við gerða samn- inga hefur verið staðið af beggja hálfu: Seljenda (SH.SÍS, SIF, Síldarútvegsnefnd o.fl.) annars veg- ar og kaupenda (erlendir aðilar) hins vegar. Það er mikilsumvert, að lands- menn geri sér góða grein fyrir þessari staðreynd, m.a. í ljósi þess, sem fyrr er frá greint um erfíðleika þeirra íslenzku fiskframleiðenda sem hugðust hefja útflutning, án tilskyldrar þekkingar, fjárhagsgetu eða yfirsýnar sem þessi viðskipti krefjast. Vel skipulögð og fjárhagslega sterk fyrirtæki í eigu íslendinga sjálfra eiga að annast fisksöluna erlendis í góðri samvinnu við er- lenda kaupendur. í því felst efling þjóðarhags. Höfundur er einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins íReykjavík. ^Auglýsinga- síminn er22480 Er þörf á úrbótum eftir Kristínu Waage Umferðarráð og þjóðin varpa nú öndinni léttar — mesta umferðar- helgi ársins er að baki og það án þess að alvarleg umferðarslys yrðu. Ókumenn og farþegar sátu spennt- ir í bifreiðum og fleiri notuðu ökuljós í ár en í fyrra. Forsvars- menn umferðarráðs telja, að bætta umferðarmenningu og fækkun slysa megi rekja til aukins áróðurs og er það vafalaust laukrétt. í út- varpi og sjónvarpi var greint frá helztu útisamkomum, gífurlegri ölvun þeirra unglinga, er sóttu helstu stórmótin, en ekki var nein- um getum að því leitt, hveiju væri að þakka það eða um að kenna. Greinarhöfundi þykir það harla dap- urlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að þorri íslenzks æskufólks fái ekki óvímaður notið útiveru í íslenzkri náttúru. Ofurölvuð ung- menni eru og vitnisburður þess, að lítil virðing er borin fyrir íslenzkri löggjöf og henni er slælega fylgt eftir, því að áfengi er, samkvæmt lögum, forboðið unglingum. Á einni útvarpsstöðinni var frá því sagt, að helztu samkvæmishetjumar hafi lagt nótt við nýtan dag í drykkj- unni. Fer þá að fara um ýmsa, er drykkjutúr ungmenna telst til hetju- skapar. Vera má, að undirrituð hafi helzt úr lestinni í „heimsmenn- ingarlegri“ þróun landa sinna. Margoft hefur verið við hana sagt, að böm byiji að drekka við 12 eða 13 ára aldur, og er helzt á viðmæl- endum hennar að heyra, að hér sé um órjúfanlegt náttúmlögmál að ræða, m.ö.o. óvímaður fái enginn notið gleðistunda og sífellt yngri einstaklingar uppgötvi þann sann- leik. Víst er, að ásókn í áfengi og aðra vímugjafa er ekki náttúmlög- mál. Þúsundir ofurölvi unglingar em aðeins sönnun þess, að gífurleg þörf er á auknu forvamarstarfi og viðhorfsbreytingu. Alkunna er, að hérlendis hefur orðið bylting í meðferðarmálum þeirra, er hafa ánetjazt vímugjöf- um. Er og oft litið til íslands í leit að fyrirmynd við uppbyggingu með- ferðarstöðva í nágrannalöndum Kristin Waage okkar. Af framansögðu má og vera ljóst, að enn um sinn em þeir fjöl- margir einstaklingamir, sem munu þarfnast aðstoðar við að losna úr klóm vímugjafa. Það virðist langur vegur frá myndinni af glæsilega parinu, sem skálar í glóandi víni í auglýsingu í tímariti, niður í það hyldýpi niður- lægingar og eymdar, sem fíkninni fylgir, en sá vegur er oft fljótfar- inn. Aðeins þeir, sem kynnzt hafa, geta gert sér í hugarlund þann harmleik, sem neytanda og ástvina hans bíður. Við leikslok er oft svo komið, að allar persónumar em andlega og líkamlega að þrotum komnar. Ometanlegt er það starf, er fram fer í meðferðarstofnunum okkar. Þar gefst tækifæri til að byija að endurheimta glatað sjálfs- traust og sjálfsvirðingu, öðlast þekkingu á sjúkdómi sínum og hvemig halda megi honum í skefj- um og eiga þannig möguleika á heilbrigðu lífi, og er hér einungis stiklað á stóm. Meginstarfíð bíður þó, þegar út af vemdaðri stofnun er komið. Hlutskipti margra er það að hafa tapað fjölskyldu, vinum, starfi og helzt úr skóla í hildarleikn- um. Oft hefur svo nærri ástvinum gengið, að þeir þarfnast lengri tfma en sex vikna til að jafna sig og öðlast traust á viðkomandi einstakl- ingi að nýju. Sumir einstaklingar hafa einungis að óreglusamri flöl- skyldu að hverfa og stundum, og er það oft hlutskipti kvenna, bregzt flölskyldan eða maki einn sér ókvæða við, er leitað er hjálpar við ánetjun vímugjafa og hafnar við- komandi aðila. í stuttu máli geta verið ótal ástæður þess, að einstakl- ingurinn þarfnist stuðnings meðan hann er að hefja uppbyggingu lífs síns, sem hefur verið í rúst. Þetta em engin ný sannindi enda hafa verið rekin slík stuðningsheimili hér í Reykjavík um árabil. Sá hængu’- er þó á, að af um 76 plássum em einungis 6 ætluð konum. Ánetjun vímugjafa er sjúkdómur, sem fer ekki í manngreinarálit, en leggst ekki síður á konur en karla. Margt hefur verið ritað og rætt um áfengissýki, fíknmyndun o.s.frv. Enn ríkja þó miklir fordóm- ar hérlendis og ófáir em þeir, sem telja hina ánetjuðu eigingjama, vilja- og siðferðislausa aumingja og vei þeim, séu þeir konur. Mörg kon- an á því um sárt að binda, sem að meðferð lokinni stendur e.t.v. ein, atvinnulaus, fráskilin og með for- dóma samfélagsins á móti sér. Margri konunni hefur líka orðið um megpi að bjóða þessum aðstæð- um byrginn og flúið á náðir gleymzku vímugjafa og um leið tortímingar. Undirritaðri er kunn- ugt um margan harmleikinn, er hefur skapazt við þessar aðstæður. Þess vegna vill hún fagna þeim áfanga, er nú er í augsýn. Borgar- ráð Reykjavíkur samþykkti nýlega einróma tillögu meirihlutans þess efnis, að keypt verði hús, sem líknarfélagið KONAN fái til afnota til rekstrar áfangastaðar fyrir kon- ur, sem eru að koma úr meðferð og þarfnast slíks stuðnings, sem að framan er greint. Enn um sinn mun verða brýn þörf á slíkri aðstoð sem getur skipt sköpum um lífs- hamingju margra kvenna. Ákvörðun þessi ber vott um vfðsýni og skilning borgaryfírvaida. Höfundur er félagsfræðingur. .IVfiele. Heimilistœki annað er mála- miðlun. . nr JÓHANN ÓLAFSSON _-Á ■ 43 Sundaborg - 104 Raykjavík - Simi ÞEKIU KIÖRVARI ÞEKUR BETUR ÞEKJU KJÖRVARI þekur viðinn mjög vel og ver hann óblíðri íslenskri veðráttu. ÞEKJU KJÖRVARI hindrar ekki eðlilega útöndun viðarins. ÞEKJU KJÖRVARI hentar því vel á allar viðartegundir. Þekjandi viðarvörn | UTANHÚS MÁLNING SEM DUGAR VEL KÓPAL-DÝRÓTEX hleyptir raka auöveldlega í gegnum sig. Mjög gott verðrunar- og lútarþol og rakagegnstreymi. KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel. HVlTT.c » I■ ÖSA/StA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.