Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 23 Sri Lanka: 4.000 tamílskir skæru- liðar leystir úr haldi Colombo, Lundúnum, Reuter. í GÆR var fyrirskipað á Sri Lanka að láta lausa úr haldi 4.000 fanga, sem grunaðir eru um að hafa barist með skærulið- um tamOa. 500 fyrstu leysin- gjamir áttu i dag að fara tíl Jaffna-skaga, þar sem tamílar ráða nú lögum og lofum. Tamflar halda því fram að 6.000 liðsmenn þeirra séu í haldi hjá stjómvöldum, en þau neita því og segja að aðeins sé um þessa 4.000 að ræða. Að sögn talsmanns stjómarinnar er ekki hægt að sleppa öllum þegar í stað, þar sem lausnarskipanir þarf að útbúa fyr- ir hvem og einn á þremur tungu- málum; sinhölsku, tamflsku og ensku. Fréttir herma að vel gangi að fá skæruliða til að afhenda stjóm- arerindrekum og indverskum varðliðum vopn sín. Junius Jayewardene, forseti Sri Lanka, sagði í útvarpsávarpi í gær að uppgjöf tamflanna byndi enda á þjóðemisátök í landinu og færði landið „frá myrkri til ljóss, frá stríði til friðar." Hann sagði að nú, þegar norð- ur- og austurhéruð eyjarinnar hefðu fengið sjálfstjóm og friður væri kominn þar á, væri engin ástæða fyrir sinhali í öðmm lands- hlutum að vera með ólæti, en nokkuð hefur borið á því undan- fama daga vegna óánægju með að sinhalir og múslimar, sem búa á austurhluta eyjarinnar og eru þar nokkum veginn jafnfjölmennir tamflum, skuli settir undir tamflska stjóm. Jayewardene sagði að allsheijaratkvæða- greiðsla um framtíð svæðisins, sem mun fara fram að ári, myndi leysa úr þeim vanda. „Svo yfir hveiju emð þið eiginlega að ergja ykkur?" spurði forsetinn sinhalska óeirðaseggi. Allsérstætt mál hefur nú komið upp í Bretlandi með breyttum að- staeðum á Sri Lanka. Tamflar, sem flust hafa frá Sri Lanka og beðið um hæli í Bretlandi, kreQast þess að fá að fara heim nú þegar ör- yggi þeirra er ekki ógnað lengur, en stífla í kerfínu virðist ætla að koma í veg fyrir heimferð þeirra fyrst um sinn. Tamflunum hafði verið neitað um hæli og þess í stað vom þeir geymdir í flóttamannasícipi. Tamflamir kröfðust þess að hæsti- réttur Breta leysti úr málum þeirra, en nú er rétturinn kominn í frí, sem stendur fram í október. Breskir embættismenn segja því að tamflamir geti sjálfum sér um kennt að málin gangi hægt fyrir sig, og reyndar hafí þeir enn ekki farið formlega fram á það við inn- flytjendaeftirlitið að fá að fara heim. „Ef þeir gerðu það, yrðum við allir af vilja gerðir að hjálpa þeim,“ sagði starfsmaður eftirlits- ins. Um helmingur tamflanna, fjör- utíu manns, hefur verið í hungur- verkfalli síðustu fímm daga til að mótmæla slæmum aðstæðum um borð í skipinu. Innanríkisráðuney- tið segir að við þær sé ekkert athugavert og þeir séu allir við bestu heilsu. Afvopnunarviðræður risaveldanna: Pershing 1 A-flaugarnar aftra ekki samkomulagi -segir helsti samningamaður Bandaríkjastjórnar Bonn, Washington, Reuter. MAX Kampelman, helsti samn- ingamaður Bandaríkjastjórnar i afvopnunarmálum, kvaðst i gær ekki telja að samningavið- ræður risaveldanna myndu stranda á þeirri kröfu vestur- þýsku ríkisstjómarinnar að 72 Pershing 1A- flaugar, sem stað- settar eru þar í landi, verði undanskildar i hugsanlegum afvopnunarsáttmála. Eduard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétrilganna, sem nú situr afvopnunarráðstefnu 40 þjóða í Genf, ítrekaði hins vegar þá kröfu Sovétmanna að samn- ingur um upprætingu meðal- drægra og skammdrægra flauga taki einnig til Pershing- flauganna. Kampelman sagði í sjónvarpsvið- tali að krafa Sovétmanna væri fyrst og fremst sett fram til að treysta samningsstöðu þeirra og kvaðst jafnframt telja að hún myndi ekki standa í vegi fyrir samkomulagi. Sagði hann sovéska ráðamenn hafa freistað þess að reka fleyg milli Bandaríkjamanna og Vestur-Þjóð- veija allt frá dögum Jósefs heitins Stalín. Kvað Kampelman flaugam- ar hafa takmarkaða hemaðarlega þýðingu og ítrekaði fyrri afstöðu Bandaríkjastjómar að flaugamar tilheyrðu Vestur-Þjóðverjum. Þvi væri það ekki Bandaríkjamanna að semja um afdrif þeirra. Bandaríkja- menn ráða hins vegar yfír þeim kjamaoddum sem unnt er að koma fyrir í flaugunum. Frank Carlucci, örygpsráðgjafi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, fullvissaði vest- ur-þýska ráðamenn um það í gær að Bandaríkjastjóm hygðist ekki verða við kröfu Sovétstjómarinnar. Eduard Shevardnadze sagði upprætingu Pershing lA-flauganna vera skilyrði fyrir undirritun sam- komulags. Beindi hann þeirri spumingu til fulltrúa Vestur-Þjóð- veija hvort það væri rétt að þeir réðu yfír kjamorkuvopnum og sagði Sovétstjómina ekki geta samþykkt það. Þegar Shevardnadze hafði lok- ið máli sínu vatt Paul-Joachim von Stuelnagel, fulltrúi Vestur- Þýskalnds, sér í ræðustólinn og sagði svarið við spumingu sovéska utanríkisráðherrans vera neikvætt. Shevardnadze sagði einnig í ræðu sinni að samningamönnum vestrænna ríkja væri velkomið að heimsækja stærstu efnavopnaverk- smiðju Sovétmanna og lét í ljós þá von að heimboðið gæti orðið til þess að flýta fyrir að samþykkt yrði bann við framleiðslu þess hátt- ar vopna. Max Friedsdorfer, sem var í forsvari fyrir sendinefnd Bandaríkjanna á afvopnunarráð- stefnunni, fagnaði þessu boði sovéska utanríkisráðherrans og sagðist vona að það gæti orðið til að minnka ágreining ríkjanna. Vestrænir sérfræðingar telja að Sovétmenn eigi 200.000 til 500.000 tonn af eiturefnum í vopnabúmm sínum. Birgðir Bandaríkjamanna em sagðar mjög takmarkaðar enda var framleiðslu efnavopna hætt þar í landi árið 1969. Hins vegar er ráðgert að hefla framleiðslu þeirra á ný síðar á þessu ári. Þíða í samskiptum Grikk- lands og Bandaríkj anna Nýjar viðræður um NATO-stöðvar á döfinni SAMSKIPTI Grikkja og Bandaríkjamanna virðast vera að kom- ast í eðlilegt horf. Nú lítur allt út fyrir að nýjar viðræður um framtíð bandarísku herstöðvanna í Grikklandi muni hefjast fljótlega. Bréf, sem varautanríkisráðherra Bandarikjanna, Mic- hael Armacost, sendi stjórnvöldum í Aþenu, mun hafa ýtt undir þau að ljá máls á viðræðum. Armacost mun sækja Grikki heim í lok þess mánaðar og her- stöðvaviðræðumar munu verða aðalmálið á dagskrá þeirrar heimsóknar. Talsmaður grísku stjómarinnar hefur þó sagt að formlegar byijunarviðræður muni ekki hefjast fyrr en í sept- ember. Árið 1983 gerðu Grikkir og Bandaríkjamenn með sér samn- ing um að Bandaríkjamenn fengju að halda herstöðvum sínum á grískri grundu, fjórum meginstöðvum og mörgum smærri, þangað til í desember 1988 en yrðu að hafa sig á brott innan sautján mánaða frá þeim tíma. Bandaríkjamönnum er mikið í mun að halda þessum stöðvum, enda eru margar þeirra mjög mikilvægar fyrir eftirlitsstarf- semi þeirra við austanvert Miðjarðarhaf. Sumir telja þó að stöðvar í Tyrklandi ættu að geta tekið við hlutverki þeirra, ef í harðbakkann slær. Mikilvægasta herstöð Banda- ríkjamanna í Grikklandi er við Souda-flóa á Krít. Þar er gríðar- stór höfn frá náttúrunnar hendi, sem gæti falið allan sjötta flota Bandaríkjanna eins og hann leggur sig. Fjarskiptaeftirlitsstöð við Heraklíon á Krít er einnig Bandaríkjamönnum afar mikil- væg. Þar halda 3.000 manns uppi öflugu eftirliti með athöfn- um Sovétmanna á Austur-Mið- jarðarhafí og Líbýumanna undan Afríkuströndum, svo dæmi séu tekin. Auk þessara tveggja stöðva, sem eru undir stjóm Bandarílqa- manna eingöngu, er í Grikklandi nokkur fjöldi stöíðva undir sam- eiginlegri stjóm NATO-ríkja. Þar á meðal má nefna fjarskipta- stöðina á Nea Makri, skammt frá Aþenu, sem gegnir lykilhlutverki í fjarskiptum sjötta flotans við stöðvar á Spáni og Ítalíu. Fjórða stöðin og sú, sem líklega er best þekkt meðal Grikkja, er flug- herstöðin í Helleníkon, sem er tengd alþjóðaflugvelli Aþenu. A fundi utanríkisráðherra NATO-ríkja, sem haldinn var í Reykjavík um miðjan júní, fór utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, George Shultz, fram á það við hinn gríska starfsbróður sinn, Carolos Papoulias, að við- ræður um framtíð stöðvanna yrðu hafnar sem fyrst. Papoulias tók vel í það, en ítrekaði þó sjón- armið grísku stjómarinnar, að ræða yrði málin frá grunni. Papoulias hefur nú átt undirbún- ingsfundi fyrir viðræðumar í september með sendimönnum Bandarflq'astjómar og Shultz og Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hafa skipst á bréf- um. Papandreou hefur lýst því yfír, að verði jákvæður árangur af viðræðunum, muni vera NATO- heija í landinu verða borin undir þjóðaratkvæði. Innlendir stjóm- málaskýrendur telja að slík atkvæðagreiðsla gæti átt sér stað í maí eða júní á næsta ári, ef miðað er við að viðræðumar taki álíka langan tima og þær sem lágu að baki samningnum, sem undirritaður var 1983. Það, að Papandreou skuli til- búinn til viðræðna nú ber vott um hugarfarsbreytingu. Forsæt- isráðherran og flokkur hans komust nefnilega til valda árið 1981 meðal annars vegna andúð- ar sinnar á Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu og Pap- andreou hefur síðan lýst því yfir að er samningurinn frá 1983 rynni út, yrðu Grikkir „endan- lega lausir við herstöðvamar." Menn velta því þess vegna fyrir sér, hvort hann geti réttlætt það að leyfa vem stöðvanna. Sá möguleiki hefur verið nefndur, að þingkosningum verði flýtt og þær haldnar um leið og þjóðaratkvæðagreiðslan um her- stöðvamar. Þannig gæti Pap- andreou hugsanlega fengið pólitískan stuðning frá kjósend- um á miðju og til hægri, sem hlynntir eru veru NATO-her- sveita í Grikklandi en em óánægðir með sósflistíska stefnu stjómarinnar. Menn hafa einnig getið sér þess til að stjómin í Aþenu muni hugsanlega reyna að fá gjald- frest á skuldum vegna vopna- kaupa í Bandaríkjunum í skiptum fyrir herstöðvamar. Hemaðarútgjöld Grikkja em gífurleg og taka stóran skerf af fjárlögum. Með því að láta lokaákvörðun- ina um herstöðvamar í hendur þjóðarinnar þykir Papandreou taka vissa áhættu, en ef allt gengur upp, gæti hún þó fært honum endumýjað umboð til George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á NATO-fundinum, sem ahldinn var í Reykjavik í júní. Þar komst hann að samkomulagi við starfsbróður sinn Papoulias um viðræður um áframhald- andi veru NATO-sveita í Grikklandi. þess að halda um stjómartau- mana þrátt fyrir óvinsælar spamaðarráðstafanir stjómar hans og einnig tryggt vömum landsins aukið fé. Úr Jane’s Defence Weekly — stytt og endursagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.