Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 11 Þróunarsamvinnustofnun Islands: Fengur aftur til Græn- höfðaeyja í nóvember Þróunarsamvinnustofnunm hefur nýverið sent frá sér skýrslu um starf stofnunarinnar á Grænhöfðaeyjum frá árinu 1984 til 1986. Fiskiskipið Fengur sem notað hefur verið á eyjunum fer utan aftur f nóvember til þess að halda áfram starfinu. Að sögn dr. Bjöms Dagbjartssonar framkvæmdastjóra stofnunarinnar mun Fengur áfram verða við botn- fískveiðar við eyjamar. „Botnfískurinn er mjög smár og því seinlegt að veiða hann með handfæmm. Við höfum verið að kenna sjómönnum á Grænhöfðaeyj- um botnvörpu- og dragnótaveiðar en þær henta vel þegar veiða á botnfísk" sagði Bjöm. Aðspurður sagði Bjöm að íslend- ingar þekktu ekki þann botnfísk sem þama veiddist en hann væri mjög góður matfískur. „Ætlunin er að Fengur hefji botnfískveiðar við Grænhöfðaeyjar í nóvember en báturinn er nú í slipp til yfírferðar og smábreytinga. Afl- inn verður frystur í frystihúsum á eyjunum en fíystigeta þar er mjög mikil. Síðan verður fískurinn fluttur út og er t.d. verið að rejma að semja við íslensku fyrirtækin í Englandi um kaup á fískinum. Einnig verður reynt að semja við önnur fyrirtæki í Englandi og Portúgal" sagði Bjöm. Búið er að auglýsa eftir yfír- mönnum og verða þeir ráðnir frá 1. september n.k. til tungumála- "T- X Fiskiskipið Fengur er i slipp þessa dagana en fer til Grænhöfðaeyja í nóvember. Myndin er tekin í Bolungarvíkurhöfn fyrir tveimur árum. náms og annars undirbúnings en Stefán Þórarinsson hefur verið ráðningatími þeirra er fram á mitt ráðinn verkefnastjóri þessa verk- ár 1989. efnis sem fer af í tranír í nóvember. Doktor í þjóð- félagsfræðum INGIMAR Einarsson varði dokt- orsritgerð sina þann 1. júni sl. við Uppsalaháskóla i Sviþjóð. Ritgerð- in nefnist „Pattems of Societal Development in Iceland". í ritgerðinni er fyrts og fremst leit- að fræðilegrar undirstöðu til þess að skýra ákveðnar þjóðfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað á íslandi á þessari öld. Er rannsóknin aðallega miðuð við tímabilið 1930—1980. Ein megintilgáta verksins er sú að ís- landi svipi til þeirra ríkja sem nefnd hafa verið hálfjaðarlönd (semiperip- heral countries). En slík ríki hafa annars vegar til að bera viss ein- kenni sem eru dæmigerð fyrir kjamlönd (core countries) og hins vegar aðra þætti sem oft auðkenna jaðarlönd (peripheral countries). Samfélagsgerð þessara svonefndu hálfjaðarlanda getur því verið mjög frábrugðin frá einu landi til annars. f ritgerðinni er þar af leiðandi lögð áhersla á gildi þess að draga fram ýmis séreinkenni íslensks þjóðfélags fremur en beinan samanburð við önn- ur lönd. Andmælandi við doktorsvömina var Katrín Friðjónsdóttir. Prófdóm- endur vom prófessor Kaj Hákanson, Dr. Ingimar Einarsson dr. Gunnar Olafsson og dr. Sverker Lindblad. Ingimar Einarsson er sonur Einars Magnússonar bifreiðastjóra og Guðnýjar Þóm Kristjánsdóttur, sem látin er fyrir allmörgum ámm. Ingimar er kvæntur Stefaníu R. Snævarr og eiga þau tvö böm. Hann starfar nú sem ráðgjafí við embætti Norrænu ráðherranefndarinnar (Nor- disk Ministerrád) í Kaupmannahöfn. BAR Ólafur Þ. Stephensen, varaformaður Heimdallar, afhendir Ólafi G. Einarssyni, formanni þingflokks sjálfstæðismanna, skilaboðin frá Heimdalli í Alþingishúsinu. Heimdallur: Þmgflokkur hvattur til að selja ríkisfyrirtæki HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, færði sfðastliðinn miðvikudag þingflokki sjálfstæðismanna að gjöf innrömmuð skilaboð, þar sem til þess er mælst að á þriðja tug fyrirtækja verði komið úr eigu hins opinbera. Texti skilaboðanna er á þessa leið: „Skilaboð frá ungum sjálfstæð- ismönnum — vinsamlegast komið eftirtöldum fyrirtækjum úr eigu hins opinbera." Þá kemur listi yfír ríkisfyrirtæki, sem meðal annars inniheldur ríkisbankana, Áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi, Skipaút- gerð ríkisins, Ferðaskrifstofu ríkisins og Póst og síma. Þingmenn eru svo beðnir um að krossa við jafnóðum og þessi fyrirtæki hverfa úr eigu ríkisins. Ólafur Þ. Stephensen, varaform- aður Heimdallar, afhenti þing- flokksformanni sjáifstæðismanna, Ólafi G. Einarssyni, skilaboðin og sagðist vona að þingmönnum yrði litið á þau sem oftast. Ólafur G. Einarsson þakkaði gjöfina og sagð- ist mundu hengja hana upp á viðeigandi stað í þingflokksherbergi Sj álfstæðisflokksins. 10. ágúst -10. september Byrjendur og framhaldsnemar, 13 ára og eldri. Síðustu fcrvöð að skró sig! Síminn er 687701 - 687801 Pantaðutíma ísíma 689320 Tímabilið hefst 10. Nokkrir lausir tímareftir. Hringdu og pantaðu ingapjOnustan.sía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.