Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 16

Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 16
16_________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987_ Islenzkt eigfnarhald trvefg'ir yfirrað og sjalfstæði eftir Guðmund H. Garðarsson Fyrir skömmu var opnað nýtt og glæsilegt hótel í Reykjavík. Hótelið ber erlent nafn og heitir Holiday Inn Hotel, sem er samheiti fjölda hótela víðs vegar um heim. Þetta er heims- þekkt og viðurkennd hótelkeðja. Þótt fyrir séu í landinu mjög góð og glæsileg hótel, er það að sjálf- sögðu merkisatburður, þegar nýtt hótel á heimsmælikvarða er opnað á Islandi, svo ekki sé talað um und- ir hinu heimsþekkta nafni Holiday Inn. íslenzkt vörumerki með alþj óðaviðurkenningn í vissum skilningi _má líkja nafn- inu við vörumerki. í áratugi hafa samnefnd hótel verið viðurkennd sem fyrsta flokks hótel. Tugir millj- óna manna hafa notið þæginda þeirra og fyrsta flokks þjónustu. Þetta fólk skiptir við hótel með sama nafni og sambærilegri þjón- ustu, hvort sem þau eru á íslandi eða annars staðar. í því felst gildi nafnsins. Þótt fslendingar séu fámennir og ráði ekki yfir miklu fjármagni og auðæfum, eiga þeir eitt sem hefur notið sambærilegrar alþjóðlegrar viðurkenningar. Það er íslenzkur fiskur — Icelandic Fish. A helstu fískmörkuðum heims, hvort sem er í Japan, Evrópu eða Bandaríkjunum er íslenzkur fiskur eftirsóttur. Með þrotlausu starfi og skipulögðu söluátaki, hefur íslenzku útflutn- ingsfyrirtækjunum tekist að afla þessarar viðurkenningar fyrir íslenzkar sjávarafurðir. í áratugi hefur þjóðin notið afraksturs velút- færðrar starfsemi þessara fyrir- tækja, heima og erlendis. Hentistefna brýtur niður Eignarhald íslendinga í fram- leiðslu- og sölufyrirtækjum hefur verið ótvírætt og tryggt. Það hefur ráðið úrslitum í mati íslendinga sjálfra hvar, hvemig og hvenær hentaði bezt að hagnýta einstaka markaði fyrir þessar mikiivægu af- urðir, sem eru forsenda sjálfstæðis þjóðarinnar. Það er flókið mál að meta á hvetjum tíma, hvemig nýta ber hinn mikla afla í vinnslu með tilliti til hagkvæmustu markaðs- möguleika. I þeim efnum er ekki einhlítt að líta á hvaða verð fæst fyrir afurðirnar á géfnu augnabliki. í sölumálum og uppbyggingu framleiðslufyrirtækjanna verður að hafa lengri tíma markmið í huga, sem m.a. em tengd ríkjandi pólitísk- um sjónarmiðum um heildarupp- byggingu og viðhald byggðar í landinu. Hentistefna í þessum mál- um getur brotið niður veigamikla uppbyggingu útgerðar og fisk- vinnslu í landshlutum, sem verða að vera í byggð af félags- og stjóm- málalegum ástæðum. ísland mun ekki geta verndað sjálfstæði sitt til frambúðar, ef þessi einföldu sann- indi eru ekki viðurkennd. Ábyrgir og heiðarlegir menn viðurkenna þessar staðreyndir. Þeir gera sér einnig grein fýrir því að eignarhald íslendinga sjálfra yfir útgerð, fisk- vinnslu og öflugum sölufyrirtækj- um, er algjör forsenda þess að þjóðin fái sem mest í sinn hlut. Að sjálfsögðu verða íslendingar að eiga góða samvinnu við erlenda aðila í endanlegri sölu afurðanna, en þeir verða að vera aðilar þar að í gegnum sterk íslenzk útflutnings- fyrirtæki, sem tryggja gott verð og skilvísar greiðslur. Það gerist ekki nema fjársterk og öflug fyrirtæki standi að baki þessari starfsemi. Eignarhald tryggir yfirráð í upphafi þessarar greinar var vitnað til þess að íslenzkur athafna- maður, Guðbjöm Guðjónsson, hefði hafið starfrækslu hótels í Reykjavík undir Holiday Inn-nafninu. Ymsir munu hafa haldið að hann væri leppur erlendra aðila, sem væm að reyna að ná fótfestu í vaxandi ferðamannaþjónustu á íslandi. Þeir sem þekkja til Guðbjörns vissu að svo var ekki. Hann byggði upp öfiugt innflutningsfyrirtæki úr engu og greiddi sína skatta eins og lög mæla fyrir. Eftir 25 ára starfsemi selur hann þetta fyrirtæki og setur alla fjármuni sína, um 100 milljónir króna, í hótelið. Það er fróðlegt að lesa hveiju hann svarar ritstjóra Þjóðviijans, Össuri Skarphéðinssyni, í viðtali í blaðinu 2. ágúst sl. um þýðingu þess að eiga fyrirtækið, hótelið Holiday Inn í Reykjavík, sjálfur. Ritstjórinn spyr: — Þú ert þá að engu leyti leppur fyrir útlent fjármagn? Guðbjörn svarar: „Ekki til. Ekki til. Mer hefur verið boðið það. Mér hefur verið boðin erlend aðstoð til að byggja hótelið upp. Ég vildi það ekki. Þá vilja þeir nefnilega stýra þessu . . . og þá langar mig ekki til að standa í svona framkvæmdum." — Þannig að ekkert útlent fjár- magn er í hótelinu? „Ekkert. Já, ég hef auðvitað fengið erlent lán. En enginn er- lendur aðili á í hótelinu.“ Síðar í samtalinu kemur fram að Guðbjörn á góða samvinnu við Holiday Inn-hótelkeðjuna. Allir vita að mikil framtíð er í íslenzkum ferðamannaiðnaði, ef svo heldur fram í þessari atvinnugrein í heiminum sem nú horfir. ísland hefur upp á margt að bjóða, sem erfitt er að fá víða annars staðar. Meðal annars mikla náttúrufegurð, sem unnt er að nálgast án mikilla þvingana sem svo víða tíðkast í hinum þéttbýlu löndum. Þetta eru eftirsótt gæði. Það er því athyglisvert að lesa skoðanir athafnamannsins Guð- björns Guðjónssonar á þýðingu þess að hann hafi sjálfir ótvírætt eignar- hald og yfirráð yfir mikilvægu fyrirtæki í þessari vaxandi atvinnu- grein sem á væntanlega eftir að skila þjóðinni miklum tekjum í framtiðinni. Staða smáþjóðar er viðkvæm En hvað kemur það fisksölumál- um við? Fiskur er eitt og hótelrekst- ur annað. Óskyldir hlutir! Svo er ekki, ef nánar er að gætt. í báðum tilvikum eru íslendingar að reyna að selja verðmæti, sem byggjast í meginatriðum á íslenzk- um náttúruauðæfum. Annars vegar Guðmundur H. Garðarsson vAð sjálfsögðu verða Islending'ar að eiga góða samvinnu við er- lenda aðila í endanlegri sölu afurðanna, en þeir verða að vera aðilar þar að í gegnum sterk íslenzk útflutningsfyr- irtæki, sem tryggja góð verð og skilvísar greiðslur. Það gerist ekki nema fjársterk og öflug fyrirtæki standi að baki þessarar starf- semi.“ er fiskur, sem veiddur er á eftirsótt- um og auðugum fiskimiðum við landið. Hins vegar er verið að selja aðgang að landinu sjálfu, náttúru þess og örðu því sem það hefur upp á að bjóða sem ferðamannaland. Nýting fiskimiðanna, útgerð og fiskvinnsla, á sér lengri sögu. Upp- hafsmenn þessara atvinnugreina gerðu sér fljótlega grein fyrir því

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.