Morgunblaðið - 19.08.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 19.08.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 Afmæliskveðja: Jóhannes Zoega, hita- veitustjóri sjötugur Nú er að rísa á Nesjavöllum virkj- un, sem markar tímamót í sögu Hitaveitu Reykjavíkur. í stað þess að dæla upp heitu vatni og leiða beint í hús eins og nú er gert, felst Nesjavallavirkjun í því að gufa er látin hita upp kalt grunnvatn, sem síðan verður leitt til borgarinnar. Höfundur og hugmyndasmiður þeirrar virkjunar er Jóhannes Zoéga, verkfræðingur og hitaveitu- stjóri, en hann varð sjötugur föstudaginn 14. ágúst. Á þessum tvíþættu tímamótum Jóhannesar, viljum við færa honum heillaóskir og einlægar afmæliskveðjur. Jóhannes Zoéga er fæddur á Norðfirði 1917. Foreldrar hans voru Tómas Zoéga, sparisjóðsstjóri, og kona hans Steinunn Símonardóttir. Þegar Jóhannes var strákur á Norð- firði, segist hann hafa haft gaman af véladóti og öllu öðru, sem snér- ist og hreyfðist. Á þeim tíma voru nokkrir jámsmiðir á Norðfírði, sem Jóhannes hafði yndi af að stússa í kringum. Fljótt kom í ljós að Jó- hannes var hagur mjög og sannað- ist þar hið fomkveðna að snemma beygist krókurinn. Jóhannes vann m.a. í smiðju í eitt ár eftir stúdents- próf 1936. Þaðan lá leiðin í véla- verkfræðinám í Þýskalandi. Jóhannes var tvö ár við nám í Múnchen og síðan önnur tvö í Berlín þaðan sem hann lauk verk- fræðiprófi 1941. Að lokinni heims- styijöldinni hélt hann heim til íslands og hóf þar verkfræðistörf. Allar götur síðan hefur hann verið farsæll í starfi, bæði sem verk- fræðingur og stjómandi. Jóhannes hefur áunnið sér traust og virðingu verkfræðingastéttarinnar, enda var hann kosinn formaður Verkfræð- ingafélags íslands 1976—1978. Jarðhitaiðnaðurinn á íslandi er nú meira en hálfrar aldar gamall. Hitaveita Reykjavíkur tók til starfa um 1930 með virkjun Þvottalauga- svæðisins í Laugardal. Þetta var lítil veita þar sem 15 lítrum á sek- úndu af heitu vatni var dælt í bæinn til að hita Sundhöllina, Austurbæj- arskólann og nærliggjandi hús. Nú er svo komið að 85 prósent þjóðar- innar býr á hitaveitusvæðum, flestir á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Þá hálfa öld, sem uppbyggingin hefur átt sér stað, hafa Islendingar verið leiðandi í rannsóknum og vinnslu jarðhita í heiminum. Okkur undirrituðum finnst því tímabært að athuga hvemig menn hafa stað- ið að rannsóknum og nýtingu jarðhita á íslandi. í því skyni höfum við átt viðtöl við Gunnar Böðvars- son, prófessor (Oregon, Banda- ríkjunum) og Jóhannes Zoéga, hitaveitustjóra, um störf þeirra að jarðhitamálum og skyld efni. Þeir em skólafélagar og góðir kunningj- ar. í þessari afmæliskveðju leyfum við okkur að nota efni úr fyrstu viðtölunum við Jóhannes, en þau íjalla um uppeldisárin á Norðfirði. Jóhannes Zoéga hefur þekkt til vatnsveitu og skyldra fýrirtækja frá blautu barnsbeini. Faðir hans og nágrannar lögðu fyrstu vatnsveit- una í hús á Norðfirði. Jóhannes fylgdist með: „Þegar ég var 6 ára kom vatnslögnin til okkar — ég man eftir fundi um þessa vatns- veitu og útreikninga heima. Það var hafist handa að grafa skurði og leggja pípur og síðan kom vatnið í eldhúsið til mömmu. Hún var allra manna fegnust og sagði seinna þegar rafmagnið kom, að mesta framförin hefði nú verið þegar hún fékk vatn í húsið. Það var mikið um að vera þá og miklar fram- kvæmdir og þorpið óx ört á þessum tíma. Það er því ekkert merkilegt þó maður fengi áhuga á smíði og framkvæmdum yfirleitt. Maður hef- ur líklega fengið framkvæmdabakt- eríuna, framkvæmdagleðina þá. Það var í ýmsu að snúast og fylgj- ast með fyrir okkur krakkana. Við það að sniglast í kringum mennina í litlu smiðjunum, úti í bátunum og í kringum mótorvélamar og spilin, var nógur eldiviður til að kynda áhuga minn fyrir mekaník. Þessi tæki öll og græjur, sem voru í kring- um fiskinn, voru mikið aðdráttarafl fyrir mig. Það var miklu meira heill- andi heldur en fískurinn sjálfur." Þegar Jóhannes Zoéga lauk prófi í vélaverkfræði frá Tækniháskólan- um í Berlín 1941, fór hann til Múnchen og vann þar í fjögur ár, fyrst hjá BMW og síðan að rann- sóknum við Tækniháskólann fýrir Wilhelm Nusselt, prófessor, sem margir verkfræðingar þekkja úr kennslubókum í varmaflutnings- fræði. Við heimkomuna 1945, hafði Jóhannes því ekki bara góða mennt- un, heldur líka mikla reynslu. En hvert lá leiðin? Leiðin lá í smiðjuna — Jóhannes hóf störf hjá vélsmiðj- unni Hamri hf. Þar vann hann undir handleiðslu Benedikts Gröndal, sem var fyrsti vélaverkfræðingur Islend- inga. Líklega hefur Jóhannes Zoéga verið frjórði vélaverkfræðingurinn. Á undan honum komu, auk Bene- dikts, þeir Gísli Halldórsson og Sveinn S. Einarsson, allt merkir menn. Allt frá um 1925, hafði Benedikt Gröndal og fyrirtæki hans, Hamar hf., unnið við lagningu hitaveitu í þá mörgu héraðsskóla, sem byggðir voru á jarðhiíastöðum víðsvegar um landið. Þekkingu íslendinga á hita- veitum var því helst að finna hjá Hamri hf. Þegar Jóhannes Zoéga ræðst þangað 1945. Það liggur í augum uppi að Jóhannes hafi fljótt tileinkað sér þá þekkingu. Á þessum árum vann Hamar hf. m.a. fyrir Hitaveitu Reykjavíkur við hönnun, teikningu og eftirlit með nýrri leiðslu frá Reykjahlíð að Suður Reykjum — þetta var eitt fyrsta verkefni verðandi hitaveitustjóra í Reykjavík. Annað stórt verkefni á þessum árum var bygging hitaveitu fyrir Selfoss: „Þegar við vorum að glíma við hitaveituna á Selfossi, var eins og oft við hitaveitufram- kvæmdir hér á landi — jafnframt því að byijað var á að leggja leiðslur í götur bæjarins, þá var verið að bora í Laugardælum og síðar Þor- leifskoti. Um tíma leit út fyrir að ekki fengist nægur jarðhiti. Gunnar Böðvarsson var að gera viðnáms- mælingar á svæðinu, sem var alveg nýtt á þeim tíma. Þessar mælingar bentu í austurátt og var þá farið að bora við Þorleifskot, en þar eru miklu minni jarðhitaummerki á jrfir- borði. í Þorleifskoti fékkst mjög góð hola — þetta bjargaðist þannig: Við byggingu hitaveitunnar fyrir Sel- foss fengum við því reynslu um ýmislegt." Ljóst er að Jóhannes fékk mikla og dýrmæta reynslu af hitaveitumálum á Hamarsárunum 1945—1951. Það var engu líkara en verið væri að koma þekkingu eldri kynslóðar til þeirra yngri. Á Selfossi kynntist hann vandamáli, sem margar hitaveitur hafa þurft að fást við á síðari árum, þ.e. að samræma á skynsamlegan hátt verklegar framkvæmdir og orkuöfl- un. Eftir 5 ára starf í Hamri hf., bauðst Jóhannesi að gerast forstjóri Landssmiðjunnar: „Sá sem er í smiðju er alltaf að búa eitthvað til. Smiðjumenn eru þannig að um leið og eitthvert verkefnið er búið, þá er það komið úr þeirra huga og áhuginn kominn að því næsta — jafnvel þótt það sé það sama, sams- konar fískimjölsverksmiðja eða samskonar rafstöð. Það er alltaf það verkefni, sem er að bytja og er í gangi, sem heldur uppi huganum. Það er það skemmtilegasta við smiðjureksturinn — það er ábyggi- lega það sem hefur freistað mín.“ Enn aftur er strákurinn frá Norð- firði að gera það sem honum þykir skemmtilegast. Á Landssmiðju-árunum 1952—1962, starfaði Jóhannes Zoéga m.a. í Hitaveitunefnd Reykjavíkur. Hann var skipaður í nefndina 1958 og tók við for- mennsku af Árna Snævarr, en þeir höfðu þekkst frá blautu bamsbeini á Norðfirði. Aðrir nefndarmenn vom m.a. þáverandi hitaveitustjóri Helgi Sigurðsson, Gunnar Böðvars- son, Sigurður Thoroddsen og Valgeir Bjömsson hafnarstjóri: „Við Gunnar vomm ungviðið í nefndinni — það getur verið að við höfum verið dálitlar púðumöðmr þama. En þetta gekk allt vel og það var mjög gott samkomulag í nefndinni um flest ef ekki allt, nema hvað Helgi hitaveitustjóri var ákaf- lega krítískur á allt þegar kom til þess að gera eitthvað. Á þessum ámm var byijað að bora tilrauna- holur í Reykjavík. Það var hætt að bætast við vatn í Mosfellssveit — þó að boraðar væm margar holur þar til viðbótar þeim sem fyrir vom, þá jókst heildarvatnsmagnið ekki neitt. í Reykjavík, við Fúlutjörn, við Höfða og víðar fékkst ekki heitt vatn.“ Undir formennsku Jóhannes- ar, vann nefndin að áætlunum um stækkun Hitaveitunnar. Að því kom að hrinda þurfti þessum áætlunum í framkvæmd. Við þau tímamót var Jóhannes ráðinn hitaveitustjóri í Reykjavík 1962. Eins og fyrr segir, tók Hitaveita Reykjavíkur til starfa 1930, með vatni frá Þvottalaugunum. I árslok 1943 var veitan frá Reykjum í Mosfellssveit tekin í notkun. Hún var 45—50 MW og náði til flestra húsa í bænum, en var jafnan afl- vana í kuldaköstum. Um 1960 var hins vegar svo komið að aðeins um helmingur húsrýmis í borginni var tengdur veitunni. Eftir tilraunabor- anir í Reykjavík var Laugames- svæðið virkjað og dreifikerfið stækkað 1962—1967. Eftir það náði Hitaveitan til nær allrar byggðar í Reykjavík. í árslok 1967 var lokið við 35 MW kyndistöð, sem mikið var notuð næstu árin í kulda- tíð. A ámnum 1967—1970 var Elliðaársvæðið virkjað og 1970—1976 vom jarðhitasvæðin í Mosfellssveit endurvirkjuð, svo afl Hitaveitu Reykjavíkur 5—6 faldað- ist frá því sem verið hafði. Eftir þessar framkvæmdir var samið við nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að dreifikerfi Hitaveitunnar skyldi einnig ná til byggða þeirra. Endurvirkjun jarðhitasvæða Hitaveitu Reykjavíkur hefur verið haldið áfram á seinni ámm og kjmdistöðin stækkuð í 95 MW. I árslok 1986 var afl jarðhitasvæð- anna í Mosfellssveit og Reykjavík orðið um 460 MW. Aflgeta Hita- veitu Reykjavíkur _nú er því alls rúmlega 555 MW. Á þeim 25 ámm sem Jóhannes Zoéga hefur stýrt Hitaveitu Reykjavíkur, hefur fyrir- tækið því vaxið a.m.k. tífalt. Það getur ekki hafa verið átakalaust, en hitaveitustjóra hefur farist starf- ið sérlega vel úr hendi. Margir Reykvíkingar minnast efalaust þeirra ára þegar Hitaveituna skorti vatn í kuldaköstum, en það er nú löngu liðin tíð — vatn hefur ekki skort frá 1968, þökk sé framsýni og dugnaði Jóhannesar Zoéga og öðmm starfsmönnum Hitaveitu Reykjavíkur. Hitaveita Reykjavíkur er stærsta hitaveita í heiminum, sem byggir á nýtingu jarðhita. Hún og aðrar hita- veitur hafa borið hróður íslenskra jarðhitamanna um víða veröld. Jó- hannes Zoéga hefur í því sambandi starfað fyrir Sameinuðu þjóðimar við ráðgjöf vegna nýtingu jarðhita í Tyrklandi og Kína. Eins og kunn- ugt er hafa íslensku orðin „saga“ og „geysir" fundið sér sess í erlend- um tungumálum. Vegna frægðar Hitaveitu Reykjavíkur og hitaveitna landsmanna almennt, er nú farið að nota orðið „hitaveita" í erlendum málum fyrir þær hitaveitur sem nýta jarðhita. Það orð hefur farið af Jóhannesi Zoéga að hann sé framsýnn maður. Þannig var það 1964, sem Hita- veita Reykjavíkur keypti jörðina Nesjavelli í Grafningi. Skömmu síðar fóm að birtast hugmyndir um hvemig best væri að nýta þann mikla jarðhita, sem þar er að finna. Þær hugmyndir koma m.a. fram í erindi sem Jóhannes flutti á jarð- hitaráðstefnu 1974 í Klamath Falls, Oregon, Bandaríkjunum. Sú borg á það sameiginlegt með Reykjavík, að vera hituð með jarðhita. Hug- myndin var að nota gufuna á Nesjavöllum til að hita upp kalt gmnnvatn, sem síðan yrði dælt til borgarinnar. Um leið væri hægt að framleiða rafmagn á hagkvæman hátt. En það vom ekki Reykvíking- ar, sem nýttu sér þessa hugmynd fyrst, það vom Suðumesjamenn. Orkuver Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi er í höfuðdráttum eins og fyrstu hugmyndir af virkjun á Nesjavöllum. Sú mikla tæknilega reynsla, sem fengist hefur við Svartsengi, skilar sér nú við hönnun Nesjavallavirkjunar. Þessar virkj- anir em íslensk mannvirki, jarð- hitaiðnaðinum til sóma. Jóhannes Zoéga er sannarlega höfundur Nesjavallavirkjunar. Fyrsti áfangi verður tekinn í notkun 1989, 25 ámm eftir að rannsóknir hófust á svæðinu. Við það bætist 100 MW við afl Hitaveitu Reykjavíkur, með miklum mögu- leikum um stækkun síðar. Þessum merka áfanga var náð vegna fram- sýni og þrautseigju Jóhannesar Zoéga, þrátt fyrir miklar mótbámr nær og fjær. Til hamingju Jóhann- es. Jón-Steinar Guðmundsson Sigrún Guðmundsdóttir Hljómflutningstækjum stolið úr grunnskólanum í Súðavík: „Mikið áfall fyrir bömin“ - segir Helgi Hauksson skólastjóri . •'* ** T 3 '\a j|P»%rv' . .s“-v §lillli31ÉfÉ INNBROT var framið í grunn- skólann á Súðavík nú í sumar og þaðan stolið hljómflutningstækj- um, myndbandstæki og raf- magnsritvél. Rannsóknarlög- reglan á ísafirði hefur málið til meðferðar en að sögn Helga Haukssonar, skólastjóra, hefur hún lítið til að byggja á við rann- sókn málsins. Hljómflutnings- tækin voru keypt til skólans nú I vor og höfðu skólabörnin sjálf safnað fyrir þeim með mikilli vinnu. „Þetta er vissulega mikið áfall fyrir bömin, enda vom þau búin að leggja á sig mikla vinnu til að eignast þessi hljómflutningstæki,“ sagði Helgi í samtlai við Morgun- blaðið. „Þau byijuðu strax að vinna 4 þessu síðastliðið haust og gáfu meðal annars út 50 síðna blað um jólin. Þau fengu fyrirtæki á ísafirði til að auglýsa í blaðinu og söfnuðu þeim auglýsingum sjálf auk þess sem öll vinna við útgáfu og sölu blaðsins var á þeirra herðum. Þá héldu þau skemmtanir og önnuðust kökusölu og allur ágóði rann í hljómtækjasjóðinn. í mars kayptu þau svo Pioneertæki, sem kostuðu jrfir 100 þúsund krónur. Af því til- efni héldu þau veislu og buðu foreldrum sínum, enda fannst þeim þau virkilega hafa gert eitthvað sem skipti máli. Hvarf tækjanna er því mikið áfall fyrir þau, en auk þeirra var stolið Xenon myndbandstæki af vandaðri gerð og nýrri raf- magnsnfvel," sagði Helgi. Gmnnskólinn í Súðavík stendur um 1,5 km frá byggðinni. Maður sem leit inn í skólann af og til í sumar tók eftir því í lok júní, að tækin vom horfin en þar sem hann sá engin merki um innbrot hélt hann að þau hefðu verið tekin í vörslu annars staðar. Það var ekki fyrr en skólastjórinn kom heim úr fríi, um miðja síðustu viku, að inn- brotið uppgötvaðist. Gluggi hafði verið tekin af hjömm og þannig brotist inn í skólann en öll tækin, sem stolið var, vom geymd í sömu stofunni. Helgi skólastjóri sagði að alls væm nemendur í skólanum 27 tals- ins og því væri tjón þeirra tilfinnan- legra en ella. Hann kvaðst staðráðinn í að gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma upp sams konar hljómflutningstækjum í skól- anum áður en kennsla hæfíst aftur í haust. Sagði hann að aðstoð við að bæta bömunum tjónið væri vel þegin, en reikningur Nemendafé- lagsins er Gíró 200 í Sparisjóði Súðavíkur. Eins vildi Helgi biðja þá sem kynnu að geta gefíð upplýs- ingar um innbrotið, að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar á ísafírði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.