Morgunblaðið - 19.08.1987, Side 20

Morgunblaðið - 19.08.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 12215355 t SBujWSg ÆIíiHTTm j TFTlffU Ifc Trnnttffi Morgunblaðið/Sverrir Sundaborg, heildsölumiðstöð við Sundahöfn, fékk viðurkenninga fyrir fegrun umhverfis í iðnaðar- og hafnarhverfi. Fyrirtækin sem þar eru til húsa hafa gTÓðursett fjölda trjáa í umhverfi þar sem gróður er af skornum skammti. Reykjavíkurborg: Viðurkenningar til þeirra sem kappkosta að fegra umhverfi sitt „HÉR er i raun um að ræða við- urkenningu til allra þeirra borgarbúa sem kappkosta að fegra umhverfi sitt,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri er afhent- ar voru í gær viðurkenningar fyrir fallegt umhverfi og snyrti- legan frágang lóða í Reykjavík. Hann sagði að vel færi á að veita viðurkenningarnar á afmælis- degi Reykjavíkur sem að hluta til væri helgaður umhverfismál- um borgarinnar. Fegursta gata Reykjavíkur 1987 er Ljárskógar í Breiðholti. Viður- kenning fyrir fegurstu götu Reykjavíkur hefur verið veitt síðan 1969 og hafa þær götur sem þetta sæmdarheiti hjóta verið auðkennd- ar með merki fegrunamefndar og borið skjöldin í 10 ár. Þær götur sem viðurkenningu hafa hlotið fram til þessa em Selvogsgrunn, Safa- mýri, Sporðagrunn, Brekkugerði, Einimelur, Hvassaleiti, Sunnuveg- ur, Gilsárstekkur, Eikjuvogur, Heiðarbær, Sæviðarsund, Teiga- gerði, Ægissíða, Fjölnisvegur, Seljugerði, Fýlshólar, Láland og Staðarsel. Björk Melax tók við við- urkenningunni fyrir hönd íbúa við Ljárskóga, fegurstu götu Reykjavíkur 1987. Fjölbýlishúsið Sólheimar 27 fékk viðurkenningu fyrir fagurt og snyrtilegt umhverfi en þar er frá- gangur lóðar til fyrirmyndar, aðstaða fyrir böm hin besta á snyrtilegri lóð. Erlendur Sæmunds- son veitti viðtöku viðurkenningunni. Þá fengu eftirtalin fyrirtæki og stofnanir viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang á lóðum sínum: Hótel Saga við Hagatorg, Krabba- meinsfélag Islands Skógarhlíð 8, Mál og menning Síðumúla 7-9, Sundaborg heildsölumiðstöð við Sundahöfn, Minjavernd Banka- stræti 2, Sveinn Egilsson hf. Ford-húsið Faxafeni 10 og Útvarps- húsið Efstaleiti 1. Morgunblaðið/Sverrir Þau veittu viðtöku verðlaunum: Erlendur Sæmundsson, Sólheimum 27, Halldóra Thoroddsen, Krabba- meinsfélag íslands, Þórir Jónsson, Sveinn Egilsson hf, Markús Örn Antonsson, Útvarpshúsið, Jón Magnússon, Sundaborg, Hjörleifur Stefánsson, Minjavernd, Erla Hallgrímsdóttir, Mál og menning, Konr- áð Guðmundsson, Hótel Saga, Björk Melax, Ljárskógum, ásamt Davíð Oddssyni borgarstjóra. Ljárskógar, fegursta gata Reykjavíkur 1987. Morgunblaðið/BAR Morgunblaðið/BAR Krabbameinsfélag íslands, Skógarhlíð 8, fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang húss og lóðar. Lóð er skemmtilega hæðarsett með vel staðsettum trjáþyrpingum og stórum aflíðandi grasflötum. Morgunblaðið/Sverrir Minjavernd, Bankastræti 2, fékk viðurkenningu fyrir skemmtilega lóð á milli tveggja húsa, Sveins bak- ara og Lækjarbrekku. Lóðin er í góðu samræmi við umhverfið og sýnir hvað hægt er að gera á lítilli lóð í gamla bænum þegar vilji er fyrir hendi. Morgunblaðið/Sverrir Hótel Saga við Hagatorg fékk viðurkenningu fyrir frágang lóðar. í blóma- skála og granítkeijum utandyra eru margar skemmtilegar plöntutegundir sem gefa stofnuninni menningarlegt yfirbragð, segir í umsögn fegruna rnefndar. Morgunblaðið/BAR Sveinn Egilsson hf. - Ford-húsið, Faxafeni 10, er nýtt iðnaðarhúsnæði í Skeifunni sem fékk viðurkenningu fyrir frágang lóðar og húsnæðis. Tijám er smekklega komið fyrir í þar til gerðum keijum sem hæfa vel byggingunni. Lóð fjölbýlishússins Sólheimum 27. Morgunblaðið/Sverrir Utvarpshúsið, Efstaleiti 1, fékk viðurkenningu fyrir frágang lóðar. Stígar og tröppur eru óvenju breið og framan við húsið er torg sem býður upp á tónleikahald eða aðrar uppákomur og gefur stofnuninni líflegt yfirbragð. Mál og menning, Síðumúla 7-9, fékk viður- kenningu fyrir fallegan frágang á lóð, þar sem aðkoma fyrir fatlaða er til fyrirmundar. Tré og plöntur sóma sér vel. Lóða að fullu frágeng- in þegar hús var tekið i notkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.