Morgunblaðið - 19.08.1987, Side 21

Morgunblaðið - 19.08.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 21 ’ móttökunefndinni á Helgafelli voru tvíburarnir Ósk og Óskar sem eru fæddir á afmælisdegi forsetans. Þeir eru hér i fangi móður sinnar, Kristrúnar Guðmundsdóttur, og Ástríðar Hjartardóttur, syst- ur þeirra. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Börnin á leikskóla St. Fransiskussystra hylltu forsetann við komu hennar þangað. Landsbyggðin er okk- ur styrkur bakhjarl - sagði Vigdís Finnbogadóttir í lok heimsóknar sinnar á Snæfellsnes Stykkishólmi. Frá Bryndísi Pálmarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. OPINBERRI heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, i Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu lauk í gær með kaffisam- sæti i félagsheimilinu Breiðabliki í boði sveitarstjórna Miklaholts-, Eyja-, Kolbeinsstaða- og Skógar- strandahrepps. Forsetinn sat kaffiboð ásamt íbú- um Stykkishólms á mánudags- kvöldið sl. í félagsheimilinu í Stykkishólmi. Þar flutti María Bær- ingsdóttir, formaður kvenfélagsins, stutt ávarp og bauð forsetann og aðra gesti velkomna. Þá flutti Árni Helgason hugleiðingar í ljóðum í tilefni af komu forseta. Ellert Krist- insson, forseti bæjarstjórnar, færði forseta að gjöf áletraðan stein úr Helgafelli og á silfurskildi var letr- aður kafli úr Eyrbyggju. Síðasti dagur heimsóknarinnar, þriðjudagurinn 18. maí, hófst með því að forsetinn heimsótti St. Frans- iskussystur í klaustrinu. Þar spjall- aði Vigdís við sjúklinga á spítalan- um og þáði kaffi hjá systrunum. Í kapellu staðarins sungu viðstaddir „ísland ögrum skorið" og börnin á leikskólanum sungu eitt lag fyrir Vigdísi. Þá var farið í bátsferð að Þing- völlum og ekið þaðan að Helgafelli. Staðnæmst var við leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur en síðan gengið á Helgafellið. Þegar niður kom skoð- aði Vigdís Helgafellskirkju og heilsaði upp á heimamenn. Að loknum hádegisverði í Stykk- ishólmi fór forsetinn í heimsókn í grunnskólann þar sem mikill fjöldi bama fagnaði komu hennar. Þar var sungið og spjallað og bað Vigdís bömin að vernda tungu sína og menningu. Kaffiboðið í Breiðabliki hófst með því að Páll Pálsson frá Borg flutti ávarp og síðan tóku til máls Daníel Jónsson hreppstjóri og Haukur Sveinbjörnsson bóndi á Snorrastöð- um. Guðbjartur Gunnarsson, formaður búnaðarsambands Snæ- fellinga, og Jóhannes Árnason, sýslumaður, færðu síðan forsetan- um bókagjafir. Forsetinn þakkaði viðstöddum góðar gjafir og hlý orð og sagði m.a. að það besta sem hún gerði væri að heimsækja fólkið í landinu. Hún sagði einnig að greinilegt væri Vigdís heilsar upp á elsta íbúa Stykkishólms, Ingibjörgu Daðad- óttur, sem er 103 ára gömul. að embætti forseta íslands væri tákn frelsis í hugum fólksins í landinu og laðaði fram það besta í öllum mönnum. Að lokum fylgdu gestir samsæt- isins forsetanum að Laugargerðis- skóla þar sem hún gróðursetti tré og að því búnu var henni fylgt að sýslumörkunum við Hítará þar sem heimsókninni lauk formlega. Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af Vigdísi í félagsheimilinu í Breiðabliki og spurði hana hvað henni væri minnisstæðast úr þess- ari ferð. „Allt sem gerðist í þessari ferð er mér jafn minnisstætt," sagði hún. „Islendingar hafa alltaf verið höfðingjar heim að sækja og hvar sem ég kom fann ég hlýhug fólks- ins í minn garð.“ „Það er einnig áhrifaríkt að sjá þær framfarir sem hafa átt sér stað í sýslunni á undanförnum árum. Þessar framfarir staðfesta það að það er mikill fyöldi íslendinga, til allrar hamingju, sem vill fremur en annað búa úti á landi og við sem búum í þéttbýlinu verðum að læra að meta það og þakka. Lands- byggðin er okkur styrkur bakhjarl hvort sem er upp til sveita eða út til sjávar," sagði forsetinn að lok- um. Sala á hlutabréfum í Útvegsbankanum: Ágreiningur í stjórninni um hvoru tilboðanna skuli tekið ÁGREININGUR var milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á ríkisstjórnarfundi í gær um hvoru tilboðanna í hlutabréf Útvegs- bankans bæri að taka. Morgunblaðið leitaði til Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins og Þorsteins Palssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks- ins og bað þá að segja frá afstöðu sinni í stuttu máli. Halldór Ásgrímsson sagði að framsóknarmenn teldu að í þessu máli eigi að gilda venjuleg við- skiptaleg sjónarmið. Þessi bréf hefðu verið auglýst til sölu með auglýsingu í vor samkvæmt ákveðnum skilmálum og það bæri að sjálfsögðu að fara með þetta mál í samræmi við þá. „Þegar til- boð kemur í bréfin og þeim kröfum er fullnægt sem sett eru í auglýs- ingunni sýnist okkur að það beri að fara eftir því. Það þarf þó að sjálfsögðu að ganga úr skugga um hvort öllum skilyrðum _sé ekki full- nægt,“ sagði Halldór Ásgrímsson Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði við Morgunblaðið að fyrir lægi lögfræðilegt álit þar sem fram kemur að það gengi ekki gegn lögum eða góðum viðskiptavenjum þótt því tilboði sem fyrr barst yrði hafnað. „Það liggur ljóst fyrir að tilboð aðilanna 33 er hagstæðara frá sjónarhóli ríkissjóðs; það er í allt hlutaféð og útborgunin er hærri. Það er einnig á það að líta að þegar mælt var fyrir frumvarp- inu var lögð áhersla á að selja hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og viðskiptaaðilum bankans þessi hlutabréf. Það kemur einnig fram í útboðsskilmálum að ef aðilar ætla að kaupa fyrir meira en 50 milljón- ir þarf sérstakt samþykki viðskipta- ráðherra og aðili í þessu sambandi er talinn móður og dótturfyrirtæki. Allt hnígur þetta í þá veru að eðli- legast sé að semja við bjóðendurna 33 og þar að auki er ljóst að þeirra tilboð er betra,“ sagði Þorsteinn Pálsson Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði við Morgunblaðið að hann hefði fengið álit Stefáns M. Stefánssonar prófessors á ýmsum atriðum í sambandið við þetta hlut- afjárútboð og hans niðurstaða hefði verið sú að að útboðsauglýsingin sé ekki skuldbindandi fyrir ríkið, viðskiptaráðherra geti tekið hvoru tilboðu sem er eða hafnað báðum án þess að það bijóti í bága við lög eða góðar viðskiptavenjur. Jón Sigurðsson sagði að þarna væru hafðar uppi tvær samlíkingar, önnur við biðröð í búð og hinsvegar við fasteignaviðskipti. „Ég vil þó ekki draga þessar samlíkingar of langt heldur mun ég leitast við að fara eftir bestu viðskiptavenjum og sýna fulla sanngimi þeim sem hafa hætt miklu til,“ sagði Jón Sigurðs- son. Reimar og reimskífur Tannhjól og keðjur Leguhús Pnulscn Sudurlandsbraut 10. S. 686499.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.