Morgunblaðið - 19.08.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
Bretland:
Verður Maclennan
leiðtog’i Jafnaðar-
mannaflokksins?
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
CHARLES Kennedy, eini þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, sem
studdi sameiningu við Frjálslynda flokkinn, hefur iagt fram tillögu
um að Robert Maclennan þingmaður verði næsti formaður Jafnaðar-
mannaflokksins. Maclennan hefur tilkynnt að hann taki útnefning-
unni. David Owen, fyrrum leiðtogi flokksins, hefur ekkert látið
hafa eftir sér um framboð Maclennans. Átök hafa orðið í Fíjáls-
lynda flokknum vegna sameiningarinnar.
Robert Maclennan, sem er 51
árs, er þingmaður fyrir kjördæmi
Caithness Sunderland á Norður-
Skotlandi. Hann settist fyrst á þing
fyrir Verkamannaflokkinn árið
1966 og var um tíma aðstoðarráð-
herra í stjóm Wilsons og Callaghans
á áttunda áratugnum. Hann gekk
úr Verkamannaflokknum með
David Owen og fleirum árið 1981.
Hann var aðalhöfundur skipulags-
reglna Jafnaðarmannaflokksins og
stendur vel að vígi í fyrirhuguðum
sameiningarviðræðum við frjáls-
lynda.
Maclennan lýsti yfir því nú um
helgina að hinn nýi flokkur myndi
bera mörg einkenni Jafnaðar-
mannaflokksins. Hann sagði að
þrennt yrði ekki samið um af hendi
jafnaðarmanna. Félagslegan mark-
að, öflugar vamir og eindreginn
stuðning við NATO, og skatta-
stefnu flokksins. Öll þessi mál yrðu
að verða stefnuskrármál hins nýja
flokks. Þau hafa öll verið lykilatriði
í leiðtogatíð Owen og hann hefur
lagt ríka áherslu á þau. Ef þetta
hefst er talið að ýmsir, sem voru
andvígir sameiningu flokkanna,
muni styðja hinn nýja flokk.
David Owen hefur ekkert látið
hafa eftir sér um þessa nýju þróun
innan flokksins, en talið er að hann
geti einangrast enn frekar en orðið
er. Talsmenn sameinginarinnar
hafa lýst yfir stuðningi sínum við
Maclennan. Nú um helgina létu
þrír fyrrverandi þingmenn Frjáls-
lynda flokksins í ljósi megna
óánægju með þann þrýsting, sem
David Steel hefur beitt til að sam-
eina flokkana tvo. Þeir lýstu yfir
því að Frjálslyndi flokkurinn þyrfti
nýjan leiðtoga fyrir næstu kosning-
ar og af öðm tagi en Steel. Peggy
Ashdown, núverandi þingmaður
frjálslyndra, lýsti yfir stuðningi við
Steel og sagði þessar yfirlýsingar
óheppilegar á þessu stigi málsins.
Hún er talin eiga von um leiðtoga-
sætið í hinum nýja sameinaða
flokki.
Skotárásin á Sri Lanka:
Premadasa forsætisráðherra
sýnir fréttamönnum, hvar hann
fékk ár í árásinni í þingsalnum
í Colombo í gær.
Jayawardene forseti slapp
ómeiddur
*
Olympíu-
leikarnir:
Fleiri
kappleikir
til Norður-
Kóreu
Seoul, Reuter.
Suður-Kórea hefur sam-
þykkt tillögur Alþjóða
Ólympíunef ndarinnar (IOC)
um að Norður-Kórea fái að
halda fleiri kappleiki á
Ólympiuleikunum á næsta
ári.
Alþjóða Ólympíunefndin var
með tillögunni að reyna að
koma í veg fyrir að kommúnist-
aríki með Norður-Kóreu i
broddi fylkingar sniðgengju
Ólympíuleikana. Áður hafði
verið samþykkt að keppni í
borðtennis og bogfimi auk hluta
undankeppni í knattspymu færi
fram í Norður-Kóreu og nú
bætist blak kvenna og 100 km
hjólreiðar karla við.
Norður-Kóreumenn hafa
gert kröfu til enn stærri hluta
leikanna en suður-kóreska
Ólympíunefndin hefur hafnað
því með öllu á þeim forsendum
að nú sé nóg gefið eftir.
Reynt að leggja friðar
samkomulagíð í rúst
- segir Jayawardene forseti
ERLENT
Colombo, Reuter
EFTIR öllum sólarmerkjum að
dæma virðist sprengjuárásinni i
þingsalinn í Colombo í gær,
þriðjudag, hafa verið beint að
forseta landsins, Juniusi Jayaw-
ardene. Tveimur handsprengjum
var kastað inn í_ salinn og reynt
að miða að borðinu, þar sem Jay-
awardene sat. Hann slapp
ómeiddur og öryggisverðir flýttu
Nýja Sjáland:
Bætt félagsleg þjónusta
- er fyrsta markmið sljórnarinnar
Wellington, Auckland, Keuter.
DAVID Lange, sem hefur nú
annað kjörtímabil sitt sem for-
sætisráðherra Nýja Sjálands,
sagði í fyrradag að engra stór-
kostlegra breytinga væri að
vænta á stjórnarstefnunni, þar
sem kjósendur hefðu greinilega
verið hinir ánægðustu með
umbætur þær er stjórn hans
gerði á síðasta kjörtímabili.
Hann sagði að áfram yrði meg-
ináhersla lögð á efnahagsum-
bætur, en nú yrði tekið til við
að gera heilbrigðis- og mennta-
kerfið skilvirkara.
Flokkur Langes hlaut fimmtán
sæta meirihluta á þinginu, sama
og fyrir kosningar. Lange rómaði
dómgreind Nýsjálendinga og
sagði að ný samsetning kjósenda
Verkamannaflokksins; efnaðir
stórborgarbúar, verkamenn og
smákaupmenn af landsbyggðinni,
hefði brotið upp hinn gamla
ramma nýsjálenskra stjómmála
og fleygt honum í ofninn. Kosn-
ingasigurinn þakkaði Lange ekki
síst íjármálaráðherra sínum, Ro-
ger Douglas.
„Það skiptir máli að hagnýta
Reuter
Lange brosir breitt yfir sigrin-
um.
þær fómir, sem hafa verið færð-
ar. Það sem mun gerast á næstu
þremur árum er að við munum
nota kraftmikið efnahagslíf til
þess að gera Nýja Sjáland að betri
stað til þess að búa á,“ sagði
Lange á sigurhátíð flokks síns í
Auckland í gær.
Lange og Douglas segja að
næstu markmið þeirra séu að
koma á breytingum í félagslegri
þjónustu og menntarnálum.
Verkamannaflokkurinn telur að
kennsla í skólum svari ekki til
þarfa atvinnulífsins, og að heil-
brigðiskerfíð sé heldur ekki nógu
skilvirkt. „Við höfum dælt fé inn
um annan endann, en fáum ekki
sambærilega bættan árangur út
um hinn,“ sagði Douglas í gær
og bætti við að gera þyrfti úttekt
á óþarfa eyðslu í velferðarkerfinu.
Kosningaúrslitin em talin hafa
það í för með sér að engin breyt-
ing verði á samskiptum Nýsjá-
lendinga og Bandaríkjamanna.
Verkamannaflokkurinn heldur
fast við þá stefnu að kjamorku-
vopn komi ekki inn fyrir land-
helgina, þrátt fyrir að sú afstaða
hafi leitt til deilna við stjómina í
Washington og slita vamarsam-
starfs ríkjanna í ANZUS-banda-
laginu. „Við emm í viðskiptasam-
bandi við Bandaríkin," sagði
Lange í gær. „Við ætlum ekki að
hafa við þau hemaðarlegt sam-
band og heldur ekki í kjamorku-
málum."
sér að leiða forsetann út úr saln-
um. I árásinni lézt einn þingmað-
ur og sex ráðherrar slösuðust,
þar á meðal Premadasa forsætis-
ráðherra. Enginn þeirra er í
lífshættu, eftir því sem síðustu
fréttir herma. Jaywardene segir
árásina tilraun til eyðileggingar
friðarsamkomulagsins, sem gert
var í síðasta mánuði.
Atburðurinn gerðist þegar þing-
menn vom að hefja fyrsta fund nýs
þingtímabils. Einn þingmanna
ræddi við Reuter skömmu eftir at-
burðinn og sagði hann, að fundurinn
hefði verið nýbyijaður. Þingmaður
frá kjördæmi í tilteknu kjördæmi í
miðhluta Sri Lanka hefði verið að
tala. Þá hefði hann veitt athygli
svörtum, litlum hlut, eins og bolta
að lögun, sem var þeytt í áttina að
borði forsetans. Boltinn hefði skopp-
að af borðinu og spmngið við stól
Lalith Athulathudali, öryggisráð-
herra. Þá fyrst hefði hann gert sér
grein fyrir, að þama var sprengja
á ferð. Örfáum sekúndum síðar
hefði annarri sprengju verið hent í
sömu átt og hún hefði spmngið
skammt frá forsætisráðherranum.
Þessi sjónarvottur nefndi ekki, að
einnig hefði verið hleypt af byssu
inn í þingsalinn, eins og segir í sum-
um fréttum. Þessi atburður varð
klukkan 9.15 að staðartíma, þriðju-
dagsmorgun.
Mjög miklar öryggisráðstafanir
höfðu verið gerðar við þinghúsið og
í næsta nágrenni, vopnaðir verðir
vom á hveiju strái, þar sem mönn-
um var ljóst, að reiði og óánægja
er mikil, þrátt fyrir samkomulagið
sem náðist við skæmliða tamíla á
dögunum. Reiði er ekki minni meðal
sinhalesa, en þeir telja að tamílum
sé hampað á þeirra kostnað.
Mikil skelfing greip um sig hjá
þingmönnum og reyndu þeir ýmist
að forða sér út um aðrar dyr eða
kasta sér á gólfið. Eftir að seinni
sprengjunni hafði verið kastað inn,
þustu inn í salinn öryggisverðir og
hermenn og vora hinir slösuðu flutt-
ir á sjúkrahús með hraði. Þingmað-
urinn sem lézt Keerthie Chandrad-
asa Abeywickrema var frá
suðurhluta landsins. Reynt var að
bjarga lífi hans með skurðaðgerð,
en hann andaðist áður en henni var
lokið. Forsætisráðherrann Ranas-
inghe Premadasa var fékk hann
svöðusár á fótlegg, en fékk að fara
af sjúkrahúsi eftir að búið hafði
verið um sárið. Athulathudal, ör-
yggisráðherra þurfti að gangast
undir skurðaðgerð, en sagt að hon-
um líði eftir atvikum.
í ávarpi, sem Jayawardene for-
seti flutti til þjóðarinnar nokkm
síðar sagði hann, að þetta voðaverk
væri greinilega framið til að reyna
að leggja í rúst það þjóðarsamkomu-
lag, sem hefði náðzt fyrir þremur
vikum. Forsetinn tilgreindi ekki
neinn hóp, sem hann hefði gmnaðan
um hryðjuverkið. Hann hafði fyrir
skömmu ásakað Janatha Vimukthi
Peramuna, JVP, sem er vinstri sinn-
uð hreyfing, um að kynda undir
ofbeldi og hryðjuverk eftir að blóðug
átök bmtust út, nokkm eftir að
samningurinn var undirritaður. Þá
létust 74 menn.
Jayawardene skoraði á lands-
menn að gæta stillingar og sagðist
leita eftir hjálp allra góðviljaðra
manna, sem vildu veg þingræðis og
lýðræðis sem traustastan. Hann
sagði, að stjómvöld myndu ekki
hvika frá stefnu sinni og léti ekki
öfgamenn og hryðjuverkamenn gera
að engu merkilegt uppbyggingar-
starf.
Þegar þetta er skrifað, síðdegis
þriðjudag, hafði enginn verið hand-
tekinn og svo virtist sem enginn
hefði nokkra hugmynd um, hvemig
tilræðismaðurinn eða mennirnir
hefðu komizt alla leið að þingsalar-
dymnum með sprengjur sínar.
Óstaðfestar fréttir gengu um það í
Colombo á þriðjudag, að óhugsandi
væri annað en árásarmennirnir
væm úr hópi lögreglu eða öryggis-
varða, sem áttu að gæta þingsalar-
ins.