Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 27

Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 Ósongötin yfir heimskautunum Útgefandi mWUtMfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal- stræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Bú örfin fyrir matvæli vex jafnt og þétt í veröldinni með síauknum fjölda jarð- arbúa. Talið er að mannfólkið verði langleiðina í sex millj- arðar við upphaf 21. aldarinn- ar. íbúafjölgun er þó mjög mismikil eftir heimshlutum, mest í svokölluðum þriðja heimi, minnst á Vesturlöndum. Matvælaframleiðslan í heiminum hefur tvö- tii þre- faldast á síðustu 25 árum, fyrst og fremst vegna ört vax- andi þekkingar og tækni. Framleiðnin vex ár frá ári, færri og færri framleiða meira og meira. A sama tíma og matvæli hrannast upp í smjör- kjöt- og kornfjöll í samkeppn- islöndum Vesturlanda er hungur víða landlægt í svoköll- uðum þriðja heimi. Þekkingin, tæknin og þjóðfélagsgerðin virðast þeir vegvísar, sem varða leiðina frá örbirgð til allsnægta. íslenzkur landbúnaður ber flest einkenni velmegunarríkja Vesturlanda. Þegar horft er um öxl hefur hann, ásamt sjáv- arútvegi, fært kynslóð af kynslóð landsmanna bróður- part fæðis og klæðis, sem þörf hefur verið fyrir. Tæknin og þekkingin, sem tuttugusta öld- in hefur fært þjóðinni, valda því hinsvegar, að færri og færri bændur framleiða æ meiri búvöru. Breyttar neyzlu- venjur, m.a. vegna fjölbreytt- ara fæðuframboðs, hafa enn aukið á söluvanda hefðbund- innar búvöru. Um nokkurt árabil hefur landbúnaðarfram- leiðsla verið langt umfram innlenda eftirspum. Fram yfir heimsstyrjöldina síðari hafði íslenzk búvara, til dæmis dilkakjöt, dágóða sam- keppnisstöðu utan landsteina. Offramleiðsa búvöru í V- Evrópu og Ameríku skekkti þessa stöðu verulega. Óða- verðbólga áttunda áratugarins færði síðan íslenzkan búvöru- útflutning undir fallöxina. Verðbólguáratugurinn varð „banabiti" búvöruútflutnings. Utflutningsbætur búvöru, sem vóru léttbærar framan af, uxu jafnt og þétt og enduðu í því að sliga skattkerfið og ríkis- búskapinn. Islenzkur landbúnaður hef- ur verið að laga sig að breytt- 87 um aðstæðum um nokkurt árabil. Fyrst og fremst með því að draga úr hefðbundinni búvöruframleiðslu til sam- ræmis við innlenda eftirspurn. í annan stað með auknum hlunnindabúskap [veiði í ám og vötnum, nýtingu æðar- varps, sels, hrognkelsa og reka] og ýmsum hliðargreinum [alifuglarækt, svínarækt, yl- rækt, loðdýrarækt, móttöku ferðamanna og síðast en ekki sízt fiskeldi]. Vandi íslenzks landbúnaðar er, eðli máls samkvæmt, vandi landsmanna allra. Það er mjög mikilvægt að íslenzkri bænda- stétt verði gert kleift að mæta breyttum aðstæðum í samtíð og framtíð með viðunandi hætti. Mergurinn málsins er og sá að hagsmunir þéttbýlis- og strjálbýlis skarast víðar en flestir hyggja. Urvinnsla bú- vöru og verzlunar- og iðnaðar- þjónusta við sveitir vega þungt í tilveru þéttbýlisins. Flestir kaupstaðir og kauptún lands- ins standa öðrum fæti, hvað atvinnu og efnahag varðar, í nærliggjandi sveitum. Og það er ekki hægt að byggja landið allt án blómlegs landbúnaðar. Það er við hæfi að fjalla um vanda íslenzks landbúnaðar á 150 ára afmæli Búnaðarfélags íslands, en búnaðarfélag var stofnað í suðuramtinu árið 1837. Það var rótin að Búnað- arfélagi íslands, búnaðarþing- um og margháttuðu rannsóknar-, leiðbeiningar- og framfarastarfí í þágu land- búnaðar allar götur síðan. Það fer og vel á því að efna til mikillar landbúnaðar- og bú- vörusýningar, Bú 87, sem nú stendur yfír í Reiðhöllinni í Víðidal við Reykjavík einmitt á þessum tímamótum. Bú 87 ber bjartsýni og stór- hug íslenzkrar bændastéttar vitni — á tímum erfíðleika og breytinga í starfsgreininni. Ibúar höfuðborgarsvæðisins eru hvattir til að gera sér ferð á þessa glæsilegu landbúnað- ar- og búvörusýningu, Bú 87, sem erindi á við unga sem aldna. Við megum og gjaman huga að gömlum hvatningar- orðum, sem eiga jafnvel enn ríkara erindi við þjóðina í dag en í gær: stétt með stétt. ________Vísindi Sverrir Ólafsson Á síðastliðnum árum hafa vísindamenn haft nokkrar áhyggjur af ástandi ósonlagsins, en það gegnir mikilvægu hlutverki til varn- ar á viðkvæmu lífríki jarðarinnar, gegn orkumiklum, útfjólubláum geislum sólarljóssins. Minnkun ósonlagsins hefði því mikla hættu í för með sér fyrir allt líf á jörð- inni. Árið 1985 kom í ljós að göt voru í ósonlaginu yfir báðum skaut- um jarðarinnar, en síðan þá hefur hugsanleg orsök þeirra og afleið- ingar verið ákaft umræðuefni vísindamanna á meðal. Óson, sem samanstendur af þremur súrefnisatómum, verður nær eingöngu til í heiðhvolfinu fyr- ir tilstuðlan orkumikils sólarljóss, með bylgjulengd sem er minni en 242 nanómetrar. (Einn nanómetri er jafnt og 10 metrar). Ljós þetta klýfur súrefnismólekúl (O2) niður í tvö súrefnisatóm sem geta síðan, með aðstoð annarra efna, tengst óklofnu súrefni og myndað óson. Ósonið sjálft getur einnig klofnað undir virkni útfjólublás ljóss sem hefur styttri bylgjulengd en 300 nanómetra. Sólarljós með styttri bylgjulengd en sú geislun sem leið- ir til myndunar ósons nær því ekki yfirborði jarðar og ljósmyndun ósons er óveruleg neðan við 20 kíló- metra hæð. Mælingar sem framkvæmdar hafa verið á undanförnum árum sýna að ósonmagnið yfir suður- heimskautssvæðinu er undirorpið árstíðabundinni sveiflu, þar sem það er minnst á vorin. Ástæðumar fyrir þessari sveiflu og myndun ósongat- anna við heimskautin hafa lengst af verið óljósar og að minnsta kosti tvær megintilgátur hafa verið sett- ar fram. Önnur er fyrst og fremst „aflfræðilegs“ eðlis og gerir ráð fyrir eftirfarandi skýringu. í vetrar- lok, sem er um mánaðamótin ágúst—september, tekur sólarljóss aftur að gæta á svæðinu. Óson heiðhvolfsins gleypir ljósið ríkulega, en við það hitnar loftmassinn og rís til mikillar hæðar. Þetta hefur það í för með sér að ósonsnautt loft úr veðrahvolfinu flyst nú upp í heiðhvolfið. Ýmsir efnafræðingar gera hins vegar ráð fyrir því að orsök gat- anna sé efnafræðilegs eðlis. Flestir vísindamenn eru sannfærðir um að efni eins og köfnunarefnisoxíð 0g klórflúorkolefni geti auðveldlega sveimað upp í heiðhvolið og leitt til klofnunar ósons. Efni þessi mynd- ast við ýmiskonar iðnaðarfram- leiðslu og eins koma þau fyrir í efnum sem notuð eru í sprautu- brúsa og til kælingar. Einnig hefur verið stungið upp á því að aukin virkni sólarinnar geti leitt til meiri myndunar köfnunarefnisoxíða í andrúmsloftinu. Sumir vísindamenn hafa þó efast um það að efni þessi eigi sök á myndun gatanna eða hinni árstíða- bundnu ósonsveiflu yfir suðurskaut- inu, jafnvel þó allsheijar virkni þeirra á ósonlagið sé talin mjög líkleg, jafnvel sönnuð. Nú nýlega hafa efnafræðingar bent á það hvemig efni þessi geta hugsanlega verkað á áhrifameiri hátt á ósonlag- ið yfir Suðurheimskautssvæðinu um vortímann. Á þeim tíma árs mynd- ast þunn ský hátt í heiðhvolfinu, sem eru einstök fyrir Suðurheim- skautssvæðið. Líklegt er að efna- hvörf á yfírborði smádropa þessara skýja geti á hraðvirkari hátt eytt ósoni en gerist undir venjulegum kringumstæðum í heiðhvolfinu. Ein leið til að gera upp á milli kenninganna tveggja er efnagrein- ing sýna sem tekin væm úr heið- hvolfinu. Ef „aflfræðikenningin" er rétt er líklegt að loftsýnin innihaldi rykagnir og önnur snefilefni sem em einkennandi fyrir loft nær yfir- borði jarðarinnar. Ef efnafræðing- amir hafa hinsvegar rétt fyrir sér er líklegt að sýnin innihaldi lítið magn ósons, en á sama tíma hlut- fallslega mikið magn af köfnunar- efnisoxíðum, klórflúorkolefni og öðmm ámóta efnum. Vandamálið er hins vegar að enn sem komið er hefur ekki tekist að ná sýnum úr þessum loftlögum þar sem erfitt er að stýra loftbelgjum við þau veð- urskilyrði sem venjulega ríkja yfir Suðurheimskautssvæðinu. Nú í júlílok sögðu vísindamenn við NASA frá áformum sínum um að senda sérstaka athugunarflug- vél, sem er breytt útgáfa af njósna- flugvélinni U-2, í gegnum ósongatið með þeim ásetningi að framkvæma ýmiskonar mælingar sem gætu veitt upplýsingar um tilkomu þess. Flugvélin getur flogið í sex til átta tíma í 20 kílómetra hæð og fram- kvæmt þar mælingar á magni klórs, brómoxíða, ósons, vatnsgufu, köfn- unarefnisoxíða og metans, en dreifing þessara efna mun gefa mikilvægar upplýsingar um tilkomu ósongatsins. Vélin hefur að geyma hraðvirkustu litrófsmæla sem til eru í dag, en þeir munu mæla tilvist þessara efna með athugunum á gleypnirófi þeirra. Nákvæm mæling gleypnirófsins gefur áreiðanlegar upplýsingar um tilvist hinna ein- stöku efna. í fylgd með vélinni verður önnur vél af gerðinni DC-8, en aðaltilgangur hennar er að taka loftsýni í neðri hluta ósongatsins í 12 kílómetra hæð. Það hefur lengi verið trú manna að efnahvörf á milli brómoxíðs og klóroxíðs eigi stóran þátt í því að minnka ósonmagn heiðhvolfsins. Framlag þessa efnahvarfs til skyndilegrar minnkunar ósons við Suðurheimskautið á vorin, en hún hefur verið um 40 prósent á árunum frá 1960 til 1985, hefur einnig ver- ið talið álitlegt. Nokkur óvissa hefur þó ríkt um hugsanlegan hraða þessa efnahvarfs í háloftunum og eins um dreifingu myndefna þess. Vísinda- menn við Colorado-háskólann í Boulder hafa gert umfangsmiklar athuganir á óvissubreytum efna- hvarfsins og eru niðurstöður þeirra þær að það geti að miklu leyti skýrt ósonrýrnun yfir Suðurheimskautinu á vorin og það skýri einnig tilvist þess klórdíoxíðs sem nýlega hefur mælst í heiðhvolfi Suðurheim- skautssvæðisins. Önnur mikilvæg athugun á klóroxíðmagni yfír Suðurheim- skautinu var framkvæmd af starfs- hóp við Ríkisháskólann í New York. Vísindamennimir notuðu litrófs- greini til að mæla klórmonoxíð í neðri hluta heiðhvolfsins á tímabil- inu frá 1. september til 16. október 1986. Niðurstöðurnar sýna óeðli- lega mikið magn klórmonoxíðs, sem er allt að því tveimur tugaþrepum meira en hefðbundnar kenningar gera ráð fyrir. Dægursveifla klór- monoxíðstyrksins er veruleg. Klórmonoxíðmagn andrúmsloftsins reyndist mest þegar hitastig heið- hvolfsins var lægst (mínus 79 gráður Celsíus við 50 mb þrýsting í 18 kílómetra hæð), en það er ein- mitt þá sem áðumefndar þoku- myndanir eiga sér stað á svæðinu. Klórmonoxíðmagnið fór síðan stöð- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 27 Myndin gefur litkóðaðar upplýsingar um þró- un og stærð ósongatanna við suður- og norðurpólinn. Gatið yfir suðurpólnum er stærra en gatið yfir norðurpólnum. ÍVH ugt minnkandi eftir því sem loft- hjúpurinn hlýnaði og greindist ekki eftir miðjan október, þegar lofthit- inn í 18 kílómetra hæð var orðinn mínus 63 gráður Celsíus. Niðurstöð- ur þessar benda til þess að nægjan- legt magn klórmonoxíðs sé í lofthjúpnum á réttum stað og tíma til að skýra skyndilega minnkun ósons yfir Suðurheimskautssvæð- inu og einnig það að ósongatið yfir suðurskautinu orsakist af efnaferl- um sem em virk snemma á vorin. Niðurstöður þessar útiloka að vísu ekki að aflfræðikenningin skýri á einhvem hátt eyðingu ósons, en eins og stendur veðja fleiri á þann möguleika að orsakimar séu fyrst og fremst efnafræðilegs eðlis. Líklegt er að niðurstöðurnar af flugi NASA-vélanna skýri málin betur. Mikilvægt er að það fáist á hreint sem fyrst að hve miklu leyti mann- skepnan á sök á eyðingu ósonlags- ins og myndun gatanna í því við skaut jarðarinnar. Ef sök okkar er algjör er nauðsynlegt að grípa sam- stundis til róttækra varúðarráðstaf- ana sem hindra frekari mengun andrúmsloftsins. Ef hins vegar náttúran ein á sök á fyrirbærinu, sem flestir em mjög vantrúaðir á, er óvíst að við fáum nokkuð að gert. Robert Watson framkvæmda- stjóri NASA-áætlunarinnar hefur bent á að það er næstum ógjörlegt að eyða þeim klóroxíðum sem þegar em í andrúmsloftinu og að jafnvel þó engu yrði við þau bætt þá tæki það heiðhvolfið eina til tvær aldir að hreinsa sig af þessum efnum. Sólböð geta orðið veruleg'a hættuleg ef ósonlagið minnkar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓNSSON Breski ríkisarfinn og fátækrahverfin: Karl gagnrýndur fyrir pólitíska afskiptasemi Ummæli Karls Bretaprins undanfarin ár við ýmis opinber tæki- færi hafa þótt vægast sagt óvenjuleg og hafa stundum komið illilega við kaunin á einhverjum. Sem dæmi má nefna að gagnrýn- andi nokkur við breska blaðið Guardian ásakaði prinsinn nýlega fyrir að hafa tjáð sig með „smáborgaralegum hætti úthverfabúa“ um húsagerðarlist (arkitektúr). Ummæli gagnrýnandans ósa af dýrindis snobbi sem enginn í konungsfjölskyldunni myndi lengur þora að Iáta í ljós opinberlega. Karl prins hefur einnig rætt á opinskáan hátt um vandamál fátækrahverfa og lélegan aðbúnað á vinnustöðum. Þess má geta að afabróðir Karls, Játvarður 8., vakti mikla athygli á sinum stutta konungsferli árið 1936 fyrir skelegg tilmæli þes efnis að opinberir aðilar veittu fátæklingum tafarlaust aðstoð. Prinsinn hefur gert sig sekan um að taka opinberlega af- stöðu í langvarandi deilum um mistök arkitekta varðandi nýbygg- ingar. Versta syndin, séð með augum nýtískulegra arkitekta, er þó sú að stundum hefur hann tvímælalaust hitt meistaralega í mark. Gagnrýnandi Guardians er einlægur aðdáandi nýtísku-arki- tekta. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um árásimar á prinsinn. Hörð gagnrýni tók að dynja á honum fyrir nokkrum ámm en þá fékk hann áhuga á endumýjun borga- hverfa. Hvötin að áhuganum hefur ef til vill verið sú að Karl er her- togi af Comwall, auk annarra nafnbóta, en hertogatigninni fylgja miklar húseignir og_ lóðir í suður- hluta Lundúna. Áhuginn gæti einnig hafa vaknað fyrir tilstuðlan frænda hans, Ríkharðs hertoga af Gloucester. Ríkharður starfaði áður sem arkitekt hjá fyrirtækinu Hunt, Thompson sem hefur sérhæft sig í áætlanagerð um endurbætur á húsakosti í verkamannahverfúm og viðbrögðum við þeim erfíðleikum sem tengjast flutningi milli hverfa. Augxi og eyru Loks getur skýringin verið sú að Karl prins hafí einfaldlega notað eigin eym og augu. Vissulega eyð- ir hann miklum tíma í pólóleik og þægindalíf úti í sveit en opinberar skyldur hans valda því að hann eyðir að líkindum meiri tíma en flestir miðastéttar-Bretar í að rölta um meðal fátæklinga í landinu. Kannski hófst þetta með því að hann spurði gagnorðra spuminga á borð við: „Hvers vegna lítur þessi bygging út fyrir að vera að hrynja? Hvers vegna hefur öllum verk- smiðjum hér á svæðinu verið lokað?" Hvað sem því líður þá hélt hann áfram að kynna sér málið og bauð heim til sín útvöldum skipulagssér- fræðingum, arkitektum og fræði- mönnum í félagsvísindum. Fyrir þrem ámm fleygði hann fyrstu sprengjunni og hávaðinn var að minnsta kosti nógu mikill. teiknaður af þekktum arkitekt, Mies van Rohe. Viðbótarbyggingu í ögrandi nýtískustíl, sem stjóm National Gallery-listasafnsins hafði samþykkt og ákveðið að láta byggja í sígildu umhverfí Trafalg- ar-torgs, kallaði ríkisarfínn „við- bjóðslegt graftarkýli". Starfsmenn Plessey meðal við- staddra klöppuðu en forstjóramir vom afskaplega óánægðir. Karl hefur beint spjótum sínum í ýmsar áttir. Hann hefur farið háðulegum orðum um skriffínnsku- veldið sem drepi allt breskt fmmkvæði í dróma. Er Karl heim- sótti hverfí Bengal-búa í Austur- Lundúnum sagðist hann vera „skelfingu lostinn" yfír þeim ægi- legu aðstæðum sem hann kynntist þar. Er hann afhenti verðlaun fyrir framkvæmdaáætlun í sveitarfélagi einu fór hann um leið konunglegum viðurkenningarorðum um eina af þrem þróunaráætlunum sem kepptu um hylli yfirvalda í ná- grannasveitarfélaginu. Þar sem þama var bitist um milljónir punda Karl hlaut nafnbótina príns af Wales áríð 1969. Á myndinni sést hann ásamt móður sinni, Elísabetu drottningu, við það tækifærí, skrýddur glæstri skikkju í samræmi við fomar hefðir. Prinsinn virðist staðráðinn í að fitja upp á nýmæli í konungsfjölskyldunni og láta skoðanir sínar í ljós opinberlega, hversu miklu fjaðrafoki sem þær kunna að valda. Veisluspjöll? Prinsinn var heiðursgestur í hófí sem Hið konunglega félag breskra arkitekta hélt í tilefni 150 ára afmælis félagsins, sem er há- borg nýtísku hugmynda í húsa- gerðarlist. Þetta var montrassa- samkoma þar sem menn kepptust við að hrósa hver öðrum upp í há- stert, þrútnir flatneskjubulli og sjálfumgleði. Karl var að venju kurteis og fyndinn á sinn sérvisku- lega hátt. Hann lét sér þó um munn fara óheflaða athugasemdir eins og „glerkubbur" um fyrir- hugaðan skýjakljúf er reisa átti andspænis Englandsbanka og var Til að bæta gráu ofan á svart lagði hann sig í líma við að hrósa svonefndri „sveitarfélags-húsa- gerðarlist" sem örsmá og lítt þekkt grasrótahreyfíng hefur haldið á Iofti og er ætlað að nýta við átak til byggingar húsa í vanræktum borgarhlutum. Eiga íbúamir að taka sjálfir þátt í smíðinni og hljóm- ar sú tilhögun kunnuglega í eyrum íslendinga. Karl minntist ekki einu viðurkenningarorði á nýtísku skrif- stofubáknin sem eru lifibrauð arkitektastéttarinnar. Skemmtilega ögrandi Karl Bretaprins hefur, sem kunnugt er, engin pólitísk völd en hann getur vakið hressilega at- hygli á málefnum þar sem fjölmiðl- ar fylgjast vandlega með því sem hann segir. Eftir ummæli hans í afmælishófinu neituðu skipulags- yfirvöld ríkisins að samþykkja glerkubbinn og graftarkýlið. „Guð blessi prinsinn af Wales!" sagði í lesendabréfí til The Times. Skipu- lagsmál sveitarfélaga og húsagerð- arlist urðu nú efst á baugi um hríð. Prinsinn er orðinn skemmtilegur og markviss þjóðfélagsgagnrýn- andi. í maí síðastliðnum var hann fenginn til að opna formlega 80 milljón dala örkubbaverksmiðju Plessey-rafeindafyrirtækisins. Við það tækifæri líkti hann bygging- unni við „hátæknilega eftirlíkingu á tugthúsi frá Viktoríu-tímanum." AP og persónulegt álit hönnuðanna var í veði olli atburðurinn miklu irafári. „Margir munu líta á afskipti prinsins sem misnotkun á áhrifa- valdi hans,“ sagði Tímarit arki- tekta. „Við skulum vona að lóðaeigendur og staðarj'firvöld taki sjálfstæðar ákvarðanir en elti ekki uppi konunglega duttlunga eins og aðrir hafa gert.“ Loks má nefna að í móttöku hjá sendiherra Japans fagnaði Karl prins því að japönsk fyrirtæki settu á fót verksmiðjur í Bretlandi og taldi þetta geta orðið til að bæta ástandið í þeim hverfum stórborg- anna þar sem hnignunin hefur verið mest. Breskir keppinautar jap- önsku iðnfyrirtækjanna ráku þegar upp ramakvein og kyijuðu síðan sönginn um að ríkisstyrkt fyrirtæki Japana kepptu með óheiðarlegum hætti við innlenda framleiðslu. Hefðum ýtt til hliðar Karl prins hefur sannarlega brotið þá hefð að konungsfjölskyld an stijúki öllum með hárunum. „Vandi prinsins af Wales," sagði í grein í Daily Telegraph nýlega, „er sá að hann er of greindur, við- kvæmur og - þrátt fyrir allan þann tíma sem hann hefur eytt í flotan- um og við pólóleik - of frumlegur til að geta sætt sig við að feta troðnar slóðir konungsQölskyl dunnar." Heimildir: Observer, Vor Tids Leksikon, Encyelopedia Bri tannica.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.