Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 29

Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 FANTASIA Skagaströnd: Stærsti plastbátur íslenska flotans full- gerður hjá Mánavör hf. Skagaströnd. „ÞESSI bátur verður um það bil 20-30% ódýrari en sama stærð af bát úr stáli," sagði Omar Har- aldsson, framkvæmdastjóri Mánavarar hf., um nýjau 100 tonna plastbát sem þar er i bygg- ingu. Mánavör hf. flytur bátinn inn plastkláran frá Honfleur í Frakklandi en þegar talað er um að bátur sé plastklár er búið að steypa skrokkinn og dekkið og stýrishúsið og setja það saman. „Þetta veður stærsti plastbátur- inn í íslenska flotanum," sagði Ómar ennfremur. Báturinn er 22 metrar á lengd og 6,50 metrar á breidd og byrðingurinn er 36-50 millimetra þykkur og er fyllilega jafn sterkur og byrðingur úr stáli. í bátnum er 600 hestafla Boudo- uin-vél sem komin er ofan í bátinn en eftir er að ganga frá öllu sem vélinni viðkemur nema skrúfu, skrúfuhring og stýrisbúnaði. Tog- kraftur bátsins er um 9 tonn sem er óvenju mikið miðað við 100 tonna bát. Báturinn var dreginn til Skaga- strandar frá Reykjavík en þangað var hann fluttur með skipi frá Frakklandi. Hann kom til Skaga- strandar aðfaranótt fimmtudagsins 13. ágúst og strax á fimmtudags- morguninn hófust starfsmenn Mánavarar handa við að halda áfram með smíði bátsins sem áætl- að er að skila fullfrágegnum um áramót. Matthías Ingibergsson úr Vest- mannaeyjum er eigandi bátsins sem kemur í stað annars báts sem Matt- hías átti, Þóris VE 16, en hann var úreltur og honum sökkt í september síðastliðnum. Matthías sagðist vera búinn að skoða plastbáta af þessari stærð bæði í Danmörku og í Frakklandi og væru þeir ótrúlega sterkir. Höf- uðkost plastbáta telur Matthías vera hversu lítið viðhald þeir þurfa en ekki þarf að mála neitt eins og gert er árlega við báta úr tré og stáli þar sem liturinn er saman við plastið í plastbátunum. „Báturinn kostar núna eins og hann er, plastklár með vélinni nið- ursettri, 23 milljónir," sagði Matthías „en áætlað er að hann komi til með að kosta um 46 milljón- Söngleikur fyrir fiska Nýútkomin ljóðabók NÝÚTKOMIN er ljóðabókin Söngleikur fyrir fiska. Höfundur bókarinnar er Jóhann árelíuz og erjþetta önnur ljóðabók hans. I bókinni er að fínna tuttugu og eitt ljóð, flest frá þessum áratug; þeirra á meðal ljóðaflokkinn Sam- hljóm tíðarandans sem er í sex erindum. Einnig er í bókinni lag við Ijóðið Sólin appelsína. Lagið er eftir Pál Ólafsson og útsetningu og nótnaskrift við lagið önnuðust Einar Kristján Einarsson og Kerstín Venables. Söngleikur fyrir físka var sett í Ljóshniti og offsetfjölrituð hjá Stensli. Uppsetningu bókar og útlit annaðist Hallgrímur Tryggvason í samráði við höfund. Fiska teiknaði Albín Venables. ir fullbúinn til tog- og netaveiða.“ Þeir Ómar og Matthías telja fullvíst að stórir bátar úr plasti eigi framtíð fyrir sér hér við land og segja að þeir hafí meðal annars verið notaðir með góðum árangri í ísnum við Grænland. Mánavör hf. er umboðsaðili hér á landi fyrir skipasmíðastöðina í Honfleur sem framleiddi skrokkinn á nýja bátnum. - ÓB Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Ómar Haraldsson framkvæmdastjóri Mánavarar hf. og Matthías Ingibergsson við bátinn. TJöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! MARIMEKKO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.