Morgunblaðið - 19.08.1987, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
Sléttbakur ekki
tilbúinn fyrr en
í byrjun október
TOGARINN Sléttbakur, sem
upphaflega átti að vera búið að
breyta í frystitogara um mánaða-
mótin júní-júlí, verður nú að
líkindum ekki tilbúinn fyrr en i
fyrsta lagi í byijun október.
Einar Oskarsson, skrifstofustjóri
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að í upphafi hefði ekki verið gert
ráð fyrir lengingu hans um 8 metra
og því hefði verkið dregist um
nokkra mánuði, en hafist var handa
um breytingar á Sléttbaki seinni
part nóvembermánaðar síðastliðinn.
Einar var að því spurður hvort
kostnaður við breytingarnar yrði
ekki hærri en ráð hefði verið gert
fyrir, og sagði hann að líklega yrði
hann talsvert meiri en þær 200
milljónir sem kostnaðaráætlun
hljóðaði upphaflega upp á, auk þess
sem búið væri að kaupa tæki erlend-
is frá fyrir tugi milljóna króna.
Sléttbakur í slipp.
Norrænt málnefndarþing:
Islensk málstefna
aðalefni þingsins
NORRÆNU málnefndarþingi, því
34. í röðinni, lauk í gær á Hótel
KEA. Aðalefni þessa þings var
íslensk málrækt, og til þess að
fjaila um þetta mál voru saman-
komnir 46 fulltrúar frá öllum
Norðurlöndunum. Framsöguer-
indi fluttu þeir Jón Hilmar Jóns-
son, ritstjóri Orðabókar
STE YPUSALA hefur aukist tölu-
vert mikið i kjölfar aukinna
byggingaf ramk væmda hér á
Akureyri, og að sögn Hólmsteins
Hólmsteinssonar, framkvæmda-
stjóra Malar og sands, reiknar
hann með að selja um 11.000
rúmmetra af steypu í ár, sem er
2.600 rúmmetrum meira en seld-
ist í fyrra. Þegar byggingafram-
kvæmdir hér á Akureyri voru
hvað mestar, árið 1987, seldust
um 26.000 rúmmetrar af steypu
hjá Möl og sandi.
„Það hefur verið töluvert meira
að gera á öllum sviðum í ár en í
fyrra og ég fæ ekki betur séð en
að það verði talsvert að gera langt
fram eftir hausti, sérstaklega ef tíð
verður góð,“ sagði Hólmsteinn í
samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að miklu meira væri
nú um byggingaframkvæmdir við
opinberar byggingar, og einnig
háskólans, og Baldvin Jónsson,
prófessor og formaður Islenskrar
málnefndar.
Erindi Jóns Hilmars fjallaði um
tilhneigingar og hefðir í íslenskri
orðmyndun, og rakti hann með tilví-
sunum til Orðabókar háskólans
hversu mikilvægur og sterkur arfur
íslenskur orðaforði væri, og sagði
væru nokkrar íbúðablokkir í
smíðum og myndi framkvæmdum
við þær ekki ljúka fyrr en á næsta
ári.
„Þá hefur einnig verið meira en
nóg að gera í jarðvegsskiptum í
grunnum og bílaplönum, og sala á
rörum og hellum hjá okkur hefur
stóraukist. Það er óhætt að segja
að töluvert langt sé síðan svona
mikið hafi verið að gera á öllum
sviðum byggingaiðnaðar, og það er
greinilega mikill framkvæmdahug-
ur í mönnum hér. Árið í fyrra tel
ég hafa verið botninn; þá hafi fram-
kvæmdir verið með minnsta móti,
en nú er allt á uppleið aftur og eins
og nú horfir verða næg verkefni
fram á næsta ár. Það er greinilega
það mikil uppsveifla að líklega verð-
um við í vandræðum með mannskap
þegar líða tekur á haustið því þá
missum við frá okkur allt skólafólk-
ið,“ sagði Hólmsteinn að lokum.
hann gera það að verkum að íslensk-
unni reyndist erfítt að taka beint við
erlendum orðum án þess að aðlaga
þau áður málinu.
Erindi Baldurs Jónssonar var
nokkurs konar yfirlitserindi yfír
íslenska málrækt. Fjallaði hann um
íslenska málstefnu, hvernig hún
hefði orðið til og hvernig henni væri
fylgt. Sagði hann í erindi sínu að
málstefnu væri fylgt nokkurn veginn
á sama hátt í flestum löndum; þ.e.a.
s. með kennslu tungumálsins, leið-
beiningum í blöðum og útvarpi,
útgáfu orðabóka og handbóka um
tunguna, og síðast en ekki síst með
rannsóknum og starfsemi íslenskrar
málnefndar. Að lokum fjallaði hann
um tengsl norrænna þjóða og sam-
starf þeirra á sviði málræktar.
„Við höfum margvíslegt gagn af
því að kynnast málrækt annarra
þjóða, og aðferðum þeirra og vinnu-
brögðum sem þær beita,“ sagði
Baldur í samtali við Morgunblaðið.
„Það var fyrir áhrif frá Norðurlönd-
unum, sem íslensk málnefnd var
stofnuð árið 1964, og síðan þá höfum
við tekið þátt í samstarfi þjóðanna á
þessu sviði. Við lítum svo á að við
getum orðið til einhvers gagns í
þessu samstarfi, og á þinginu kast-
aði ég fram þeirri spumingu til
erlendu þátttakendanna hvað þeir
teldu sig geta lært af okkur. Svörin
sem ég fékk voru jákvæð. Sögðu
þeir að það væri mikils virði að fylgj-
ast með framkvæmd þeirrar mál-
stefnu sem hér á Islandi hefur verið
fylgt; hvernig hér hefur tekist til við
að halda tungumálinu hreinu, ef svo
má segja, og aðlaga erlend orð að því.
Það sem hefur gert það að verkum
að við höfum getað fylgt þessari
stefnu er það að miðaldaarfur okkar
á sviði bókmennta er svo gríðarlega
sterkur bakhjarl. Hann er sú upp-
sprettulind sem við getum alltaf
Eyjafjörður:
leitað til. Bókmenntaarfur okkar er
alveg einstakur og á honum höfum
við byggt íslenska málstefnu," sagði
Baldur.
Gagnrýni á íslensku málstefnuna
kom fram á þinginu, og nokkrir full-
trúar urðu tií að láta í ljósi efasemdir
um að unnt yrði að fylgja henni.
„Það geta allir haft sínar efasemd-
ir um hvort þessari málstefnu verði
unnt að fylgja, og íslendingar geta
sjálfír haft efasemdir um hvort hægt
sé að fylgja þessari stefnu eða ekki.
Það er alveg ljóst að ekki nærri því
allir íslendingar gera sér grein fyrir
þeim auði sem í bókmenntaarfinum
er að finna. En þegar efasemdir um
íslensku málstefnuna eru settar fram
þá hljótum við að spyija okkur að
því hvaða stefnu menn vilja láta
koma í hennar stað. Það að vernda
íslenska tungu, jafnframt því sem
við viljum efla hana, hlýtur að vera
visst vandaverk, en það er það eina
sem við getum aðhafst. Við hljótum
að vilja passa það að þráðurinn milli
tungumálsins í dag og tungumálsins
áður fyrr slitni ekki. Menn geta allt-
af haft sínar efasemdir um hvort
þetta sé hægt til lengdar, en það
hefur tekist fram til þessa, og hvers
vegna skyldum við því ekki vinna
að framkvæmd þessarar stefnu
áfram,“ sagði Baldur og benti jafn-
framt á að í megindráttum væri
málstefnan sú sama hjá öllum þjóð-
um; Norðurlandaþjóðirnar væru rétt
eins og við að reyna að stemma stigu
við erlendum áhrifum.
„Það má kannski segja að það
verði alltaf erfiðara og erfiðara að
koma í veg fyrir að áhrif erlendra
tungumála setji sitt mark á íslensk-
una, en við búum þó betur heldur
en margur annar; við getum lesið
eldri bókmenntir á okkar íslensku
heldur en aðrar þjóðir geta lesið bók-
menntir á sinni tungu. Þessi sérstaða
okkar hlýtur að gera okkur betur í
stakk búna en aðrar þjóðir að veij-
ast erlendum áhrifum,“ sagði Baldur
Jónsson að lokum.
TIL SÖLU
Hans Blues and
Boogie á ferð
um Norðurland
BLUES-hljómlistarmaðurinn
þýski, Hans Blues and Boogie,
eins og hann kýs að kalla sig,
verður á ferðinni um Norður-
land á næstunni, en á morgun
byrjar hann sjö daga hljóm-
leikaferð sina um nágranna-
byggðarlög hér.
í fréttatilkynningu frá Jaz-
zklúbbunum á Norðurlandi segir
að Hans Blues and Boogie sé
fæddur í Hamborg en hafi ferðast
mikið um heiminn og leikið bæði
jazz og blús, og þá af mikilli inn-
lifun, en hann leikur á rafmagns-
gítar og syngur með.
Koma Hans til Islands er hluti
af ferðalagi hans til 15 Evrópu-
landa og verða hljómleikar hans
hérlendis á eftirtöldum stöðum:
Fimmtudag og föstudag kemur
hann fram í Hótel Reynihlíð í
Mývatnssveit, laúgardag á Hótel
Húsavík, sunnudag á Hótel
Blönduósi og mánudag á Verts-
húsinu á Hvammstanga. Síðustu
hljómleikar hans verða svo á
þriðjudag á Dalvík í Sæluhúsinu.
Möl og sandur:
Steypusala hefur
aukist töluvert
er 5 herb. íbúð Skarðshlíð 9,
Akureyri. íbúðin er til sýnis nrtilli
kl. 16 og 20. Óskað er eftir til-
boðum í íbúðina.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öll-
um. íbúðin er laus 1. september nk.
Nánari upplýsingar í síma 96-22955.
Bændur að ljúka við annan slátt
BÆNDUR eru margir hveijir að
ljúka við annan slátt um þessar
mundir og að sögn Guðmundar
Helga Gunnarssonar, ráðunauts
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð-
ar, þá hefur heyfengur víðast
hvar verið allgóður í sumar og
eru bændur ánægðir með sprett-
una og uppskeruna.
Guðmundur sagði að fyrri sláttur
hefði yfírleitt verið langt kominn
um miðjan júlí og hefði honum
víðast hvar verið lokið í byijun þessa
mánaðar.
„Þeir bændur sem tvíslógu, en
það eru alltaf nokkrir sem slá upp
í góðu ári, eru nú víða búnir með
seinni slátt eða í þá mund að ljúka
honurn," sagði Guðmundur. „Hins
vegar kól tún hér út með firði vest-
an megin, sérstaklega í Árnes-
hreppi, en einnig á nokkrum bæjum
í Svarfaðardal og á Árskógsströnd,
og skemmdust þau nokkuð, en það
var talsvert um að bændur þar
fengju tún annars staðar sem ekki
hafði verið búist við að yrðu nýtt.“