Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 40

Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 t Dóttir mín og móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR, Þinghólsbraut 53, andaðist á Landspítalanum 17. ágúst 1987. Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Gunnlaugur Jón Ólafur Magnússon, Hólmfríður Magnúsdóttir, Jóhann Magnússon. t Móðir okkar, ILSE BLÖNDAL, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, mánudaginn 17. ágúst. Valdis Blöndal, Hanna Soffia Blöndal, Kjartan Blöndal. t AÐALBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, er lést 17. ágúst sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík 21. ágúst nk. kl. 10.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu er bent á líknarstofnanir. minnast hennar Vandamenn. t LOVÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR, Háagerði 11, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 18. ágúst. Hjálmar Guðjónsson og börn hinnar látnu. Þórður Steindórs- son — Minning Fæddur 27. júní 1919 Dáinn 8. ágúst 1987 Hann situr í rökkrinu við eldhús- borðið heima og það er notaleg værð yfir fólkinu. Glettinn á svip þylur hann sögu sína þar sem hvert smátt atriði verður skemmtun og magnar þrep fyrir þrep spennuna og óvissuna um framhaldið. Með þýðri baritónrödd og skemmtilega blöndnum svip af góðmennsku og kímni heldur hann öllum föngnum þar til að allt í einu hann lýkur sögunni með bráðsmellnum lýsing- um á hinum hversdagslegustu atvikum og herbergið ómar af hvell- um, glaðværum hlátrasköllum. Þá tekur hann af sér gleraugun, pússar þau svolítið og týnir í glerið og segir: ja, svona er það nú, krakkar mínir. Rís upp úr sætinu, segir: jæja, eigum við ekki að fara að koma okkur, Ester mín? í beinu framhaldi segir hann: en hafið þið heyrt? Enn ein græskulaus saga úr daglega lífinu sem gædd er geisl- andi húmor og lífí líkt og einhver hafi lostið með töfrasprota. Nú leiftrar þessi nær þrjátíu ára gamla minning. Þeir voru Þórður og faðir minn í spilaklúbb saman ásamt þrem öðrum félögum og mikið gátu þeir hlegið og hermt eftir hver öðr- um. Þegar ég óx úr grasi lærði ég að meta Þórð, ekki aðeins þennan þýða, seiðandi sagnaþul og góð- menni, heldur sem þrælpólitískan og bráðgreindan hugsuð og hug- sjónamann. Hann gat lyft sér á flug í skemmtisögunum en flugið varð enn hærra í pólitísku spjalli. Þar fékk ég marga lexíuna og hann hafði gaman af að fræða aðra um þá niðurstöðu sem hann hafði kom- ist að í hveiju máli og þá skipti engu máli hvað tímanum leið. Þórður sýndi minni ijölskyldu allri djúpa og fölskvalausa vináttu allt sitt æviskeið. Hann var alltaf tilbúinn til þess að rétta hjálpar- hönd, leggja á ráð eða hvetja til dáða. Nú þegar hann er farinn frá okkur, blessaður, þá er líkt og dyr standi opnar á eftir honum. Hann kemur ekki aftur inn, en bíður þess að eiga glettnisstundir með vinum sínum. Þannig var hann, aðeins hlýja í sporum hans. Fjölskylda mín tekur einlægan þátt í sorg aðstand- enda og eiginkonu hans og vottar þeim dýpstu samúð og vináttu. Þórður var fæddur á Lónseyri á Snæfjallaströnd, sonur þeirra Steindórs Stefáns Guðmundssonar og Valgerðar Guðbjargar Friðriks- dóttur. Hann lærði til feldskurðar, einn örfárra hérlendra manna, og stundaði þá iðn um skeið. Lengstan feril átti hann þó hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og síðar hjá Gjald- heimtunni. Hann tók þátt í starfi Góðtemplarareglunnar um langt árabil og eignaðist þar fjölmarga vini og kunningja. Þórður var kvæntur Ester Sæ- mundsdóttur. Hann sagði sjálfur: við eigum sex böm, þar af fjögur saman. Þórður átti séra Pál Þórðar- son heitinn fyrir son með fyrri konu sinni, Kristínu Pálsdóttur. Séra Páll lést löngu fyrir aldur fram, sem var mikil raun föður hans. Ester átti Eðvarð Olsen lögregluvarð- stjóra áður en Þórður og hún gengu í hjúskap. Saman áttu þau Magnús Frikrik, Valgerði Guðbjörgu, Ríkey og Sæmund. Með þessum fáu orðum hefi ég viljað halda uppi minningunni um góðan og hlýjan mann, sem hafði mikið að gefa samborgurum sínum. Blessuð sé minning Þórðar Steindórssonar. Pétur Einarsson Minning: t Eiginmaöur minn, faðir og tengdafaðir, EIRÍKUR ÞÓRÐARSON, Hátúni 4, Reykjavtk, lést í Borgarspítalanum 15. ágúst sl. Heiða Jensdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Viðar Janusson, Þórður Eiríksson, Guðrún G. Björnsdóttir. t Sonur minn, faðir, bróðir og dóttursonur, HILMAR S. KARLSSON, andaöist þriðjudaginn 11. ágúst. Útförin hefur farið fram. Þórdis Hilmarsdóttir, Atli Benedikt Hilmarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Jónsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR BJÖRG MATTHÍASDÓTTIR, Vesturbergi 142, verður jarðsungin fimmtudaginn 20. ágúst frá Bústaöakirkju. kl. 15.00 Guðmundur Eyjólfsson, Guðfríður Guðmundsdóttir, Björn Möller, Elín V. Guðmundsdóttir, Sigurgeir V. Sigurgeirsson, Bjarni Guðmundsson, Sigrún Halldórsdóttir, Ragnar Á. Guðmundsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Lárus Jóhann Guðmundsson Fæddur 11. september 1913 Dáinn 9. ágúst 1987 15 ára kynni mín af Lárusi í Ögri eru eftirminnileg. Hann var einn af þeim sérstöku mönnum sem seint gleymast og hafði í sér svo margt sem mætti vera öðrum til eftirbreytni. Árið 1971 eignaðist fjölskylda mín jörðina Jónsnes í Helgafellssveit við Breiðafjörð. Lár- us og fjölskylda hans í Ögri voru okkar næstu nágrannar og því óhjá- kvæmilegt að samskipti yrðu á milli bæjanna. Við urðum þess fljótt áskynja að okkur var tekið af hlýju. Við borgarbúarnir gátum ávallt leit- að til Lárusar ef við þurftum á hjáip eða aðstoð að halda. Hann var ætíð boðinn og búinn til hjálpar. Ég þekkti Lárus sem vinnuglað- ann og duglegan bónda sem unni sér sjaldan hvíldar og naut þess að stunda bú sitt sem best. Oft undr- aði mann þann kraft og það þrek sem í honum bjó núna á seinni árum þegar heilsan var ekki sem best. Þá hefur hann unnið meira af vilja en mætti. Kímnin og hressileikinn var .skammt undan hjá Lárusi. Hlátur- inn var smitandi og bjartsýnin var í fyrirrúmi. Alltaf leist honum vel á komandi sumar þegar hann var spurður að vori um horfur fyrir sumarið. Fast og þétt handtak hans sagði meira um það traust og þann áreiðanleika sem hann bjó yfír. I dag er kyrrt og fallegt við Breiðaíjörð og ládauður sjór. Það er eins og veðurguðimir hafi tekið sig saman og ákveðið að skarta sínu fegursta Lárusi til heiðurs, þegar hann er jarðsettur. Yfir mér sveimar kría með síðbúinn unga og minnir okkur á að brátt fer að hausta og dimma. En fyrr en varir kemur vorið aftur á kreik með birtu og yl. Minningin um Lárus í Ögri er eins og fallegur vordagur við Breiðafjörð. Minningin um þennan góða mann er björt og hlý. Eiginkonu Lárusar, ættingjum og tengdafólki votta ég mína inni- legustu samúð. Jónsnesi 15. ágúst 1987. Jóhann Kjartansson Laugardaginn 8. ágúst bárust okkur bræðrunum þau tíðindi að afi okkar, Þórður Steindórsson, væri látinn eftir langvarandi veik- indi. Þegar náinn ættingi, sem ævinlega hefur verið til staðar, hverfur á brott hljóta viðbrögðin ætíð að vera beggja blands. Auðvit- að er okkur eftirsjá að afa, en einnig gleðjust við fyrir hans hönd, því hann hafði lokið löngu dags- verki og var sæll að fá að fara. Við heimsóttum afa oft í Kópa- voginn. Þá var oft setið löngum stundum og málin rædd — afi var ávallt allur af vilja gerður að veita svör við flóknum spumingum, sem leituðu á hugann og í sameiningu gerðum við okkar besta til að kom- ast til botns í lífsgátunni. Hann var ævinlega glaður og hress og bar sig vel þrátt fyrir veikindi sín, sem ágerðust með ámnum. Heimsókn- irnar vom því ævinlega tilhlökkun- arefni og geðmst tíðari eftir því sem á leið. Afi var einn þeirra, sem mótuðu viðhorf okkar gagnvart umheimin- um og öðm fólki, og það er ómetanlegt ungum mögnnum að eiga slíka að, sem láta sig ein- hveiju skipta velferð þeirra og framtíð og geta miðlað af langri lífsreynslu. Þess vegna stöndum við í þakkarskuld við afa og með þess- um fáu línum viljum við þakka samvemna og senda honum kveðju okakr. Við vitum af honum í góðum félagsskap Páls sonar síns, föður okkar, og þurfum engu að kvíða sjálfir þar sem við vitum að þeir biða okkar. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Gísli, Þórður Halldór. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Hótei Saga Simi 1 2013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.