Morgunblaðið - 19.08.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 19.08.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 4 Myndimar ákveðinn speg- ill fyrir mig -segir Arngunnur Ýr Gylfadóttir, myndlistarkona „Endurskoðun," olía, vax og fleira, 1986 „ÉG byrjaði að teikna þegar ég var eins árs og var alltaf að föndra eitthvað, búa til allskon- ar fígúrur úr álpappír og dóti,“ segir Arngunnur Ýr Gylfadóttir, myndlistarkona, sem opnaði sýningu á verkum sínum í Ný- listasafninu við Vatnsstíg síðast- liðinn föstudag. Þetta er fyrsta einkasýning Arngunnar hér á landi, en hún lauk B.A. prófi frá San Fransisco Art Institute fyrir rúmu ári. „Ég hef þó gert fleira en að teikna," heldur hún áfram, „því frá sex ára aldri hef ég lært á þver- flautu. Reyndar ætlaði ég alltaf að verða flautuleikari. Um tvítugt sá ég að það mundi ekki eiga vel við mig og ég held að það hafi verið rétt. En mér finnst ég ekki hafa sóað tíma mínum til einskis, því maður býr alltaf að tónlistarreynsl- unni og á margar góðar minningar úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Veistu, að á sex ára afmælinu mínu var ég næstum dauð. Það stóð í mér púðursykur. Ég hafði fengið mér vænan köggul út á súrmjólk og ætlaði að flýta mér að gleypa hann. Þama munaði engu að lista- mannaferli mínum lyki. Þá átti ég heima í Reykjavík, þar sem ég er fædd og uppalin til 13 ára aldurs. Þá fluttu foreldrar mínir til Kanada. Ég bjó þar á unglingsárunum, og þar held ég hafí komið í mig ein- hver fíðringur. Allavega á ég erfítt með að vera lengi á sama stað. Þegar ég kom til Kanada, talaði ég takmarkaða ensku. Ég mætti fyrsta skóladaginn með hjartað í buxunum, var dregin fram fyrir heilan bekk og þurfti sjálf að kynna mig. Síðan vísaði kennarinn mér til sætis við eitt af þessum amerísku borðuin sem ná næstum í kringum mann. Ég ætlaði að stinga bókunum undir borðið, en á einhvem undar- legan hátt tókst mér að velta borðinu og lenda undir því og gat ekki hreyft mig. Þetta var vond byijun og mér þótti þetta lengi vel hræðilega neyðarlegt. En það er þessi fiðringur. Frá 17 ára aldri fór ég alltaf til útlanda að vinna á sumrin, til Ítalíu, Spán- ar, Þýskalands, var í skóla á veturna og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Ég verð nú að segja eins og er að mér fannst menntaskólatíminn ekkert sérlega skemmtilegur. Maður lærði svosem ýmislegt nýtilegt eins og tungumál. Það hefur komið sér vel á flakkinu. En maður var líka mikið af hlutum sem gleymdust fljótt og hafa komið manni að litlum notum. Einhvern- veginn átti þetta ekki við mig og undanfarin ár hef ég ekki verið leng- ur en flmm mánuði í einu á sama stað. Þá verð ég að leggjast í smá- flakk. Ég veit ekki hvort svona eldist af manni, eða hvort ég verð alltaf svona. Það verður bara að koma í ljós. Annars er ég að fara í gleðskap hjá 6. Sér í tilefni af því að við eig- um fimm ára stúdentsafmæli á þessu ári. Sér er dregið af því að okkur fannst við eitthvað merkileg. Við sátum alltaf aftast í kennslu- stundum, pijónuðum og skrifuð- umst á. Það var bara einn strákur í bekknum. Eiginlegt myndlistarnám hóf ég 1982 og var í tvö ár í Myndlistar- skólanum hér en fór þá til San Fransiseo og lauk þaðan B.A. prófl „Mey skal að morgni lofa.“ vorið 1986. Síðan hef ég búið í Reykjavík, Nova Scotia í Kanada og í San Fransisco. Myndimar sem ég er með á sýningunni núna í Nýlistasafninu eru eiginlega allar málaðar á þessu tímabili. Ég var hér heima að sumri, yfír veturinn í Kanada en flutti mig undir vorið til San Fransisco. Það sést mjög greini- lega á myndunum að þessi þrír staðir hafa haft mjög mismunandi áhrif á mig. Það er einhvernveginn alltaf minni tími til að mála hér heima, því maður þekkir svo marga sem maður verður að hitta. Svo er það þetta peningabasl. Maður þarf alltaf að vinna við eitthvað annað til að sjá fyrir sér og getur ekki einbeitt sér að því að mála. Ég gafst upp og stakk af til Kanada, þar sem foreldrar mínir búa. Þar Ieigði ég mér „stúdíó" úti í bæ, málaði myrkr- anna á milli og hitti fjölskyldu mína um helgar. Það var alveg dásamlegt að geta verið algerlega í friði. Eg komst líka á verkstæði þar og vann töluvert í grafík. Lengi vel þekkti ég ekki sálu þarna og var notalega einmana. Þegar ég tala um mismunandi áhrif þessara staða, verður samt ekki fram hjá því horft að það gæt- ir mjög greinilega mikilla áhrifa frá íslandi í öllum myndunum mínu. Það er íslenskt blóð í þeim öllum. Litir úr hrauninu og mosanum eru áberandi. Fyrst og fremst er það þó sálarástandið sem kemur fram í myndunum, hvar sem maður er. Það er til dæmis létt yfir myndunum sem ég mála hér, því hér er fjör og mik- il samskipti við fólk. í myndunum sem ég málaði í Kanada er meiri kyrrð. Þetta fer eftir því hvernig ég sjálf meðtek umhverfið hveiju sinni. Ég er miðpunkturinn. Þess- vegna geta áhrif þessara staða breyst með aldrinum og orðið eihver allt önnur. Stundum koma myndim- ar jafnvel sjálfri mér á óvart. Þær sýna mér eitthvað sem ég hef ekki skilið sjálf. Þær eru ákveðinn speg- ill fyrir mig. Svo er það San Fransiskco. Þar er sólin. Og þar er miklu auðveldara að búa en hér, peningalega séð og það auðveldar manni að sinna mynd- listinni. Ég vann á veitingahúsi þijú kvöld í viku og gat lifað á því. Það var ekkert lúxuslíf, en nægði.“ Margar myndanna eru af konu og manni. Ertu að tjá þig um kynjabaráttuna? „Hingað til hafa myndirnar verið dálítið mikið tengdar mínu eigin til- flnningalífi og þá „sexuelt." Mig langar að víkka þetta út. Ég held það gangi, því í myndlistinni get ég ekki heldur verið lengi á sama stað. Reyndar er ég aldrei ánægð með það sem ég geri og þarf stöðugt að vera að storka sjálfri mér. Maður er sífellt að leita að nýjum þáttum í sjálfum sér, því maður er ekki eitt- hvað í eitt skipti fyrir öll. Myndirnar lýsa oft andstæðum, hinu góða/illa, sterka/veika, það er ekki kynbundið, heldur tilfinninga- legt. Annars eru nýjustu myndimar einhver líffræðileg sálarkríli, ein- hveijar furðuskepnur. Þetta er bara sjálfkrafa þróun. Kemur að innan. Þetta er eins og handsprengjan, lítur út eins og gijót, en hefur gífurlegt afl inni í sér. Ég vildi líka gera þær mátulega ankanalegar og óþægileg- ar. Þær fjalla stundum um átök kynjanna, því þessi átök em alls staðar í kringum okkur.“ '4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.